Morgunblaðið - 12.12.1981, Side 31

Morgunblaðið - 12.12.1981, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. DESEMBER 1981 63 Leiðréttingar við fyrri hluta Æviminninga Hannesar Sigfussonar Eftir Hrefnu Sigfúsdóttur Ekki hélt ég að það ætti fyrir mér að liggja að skrifa í blöðin, enda rithöfundarhæfileikar mínir af skornum skammti, sem betur fer, liggur mér við að segja. Það var mér mikið áfall er ég las bók bróður míns „Flökkulíf". Þetta var svo ólíkt honum að skrifa svona, hann sem alltaf hefur verið orðvar maður. Mér finnst mér bera skylda til að leiðrétta rangmæli í fyrri hluta bókarinnar, sem eru særandi og til þess eins að lítil- lækka þá sem ekki geta borið hönd fyrir höfuð sér. Mér hefur þótt vænt um Hannes og verið stolt yf- ir ljóðunum hans, en ég get ekki látið það sem vind um eyru þjóta, þegar þeir sem manni eru kærir, eru bornir röngum sökum. Við lif- um á þeim tímum sem mönnum er ekkert heilagt og allt er gert fyrir peninga, en ég hef alltaf haft lítið álit á þeim sem taka fyrir einkalíf annarra, og þá helst það sem mið- ur hefur farið í lífi þeirra, og kasta því fyrir úlfana í gróða- skyni. Og litla frægð tel ég vera að því, að feta í fótspor Sigurðar A. Magnússonar. Faðir okkar var 55 ára þegar Hannes fæddist og þá brotinn maður vegna vonbrigða, sem lífið hafði fært honum, og sem hann ef til vill átti nokkra sök á sjálfur. Hann langaði til að vera stór, en skorti skapfestu til að fylgja hlut- unum eftir. Hver er sinnar gæfu smiður, en það smíða ekki allir jafn vel. En pabbi var ekki bjáni, þó skrif Hannesar bendi ótvírætt í þá átt. Hannes man fyrst eftir sér þar sem hann situr og étur fífla, en fíflaátið hefur farið eitthvað illa í hann, því hann rankar eiginlega ekki við sér aftur fyrr en tíu ára, en þá fer ég fyrst að kannast við frásögn hans, en þó er stöðugt rangfærslur að finna i frásögn hans. Þegar Hannes lýsir ferðinni á Alþingishátíðina 1930 fer hann með helber ósannindi. Ég var þá þrettán ára og nýlega orðinn skáti og fór með skátunum til Þingvalla, en Gréta var í för með ungmenna- félagi og Þráinn var í sveit. Pabbi og mamma fóru ekkert úr bænum, og að pabbi hefði átt að spyrja hvar við værum stödd þegar hann stóð á Kambabrún, hljóta allir að sjá að er fjarstæða og einungis gert til að auðmýkja gamla mann- inn. Hvort Hannes hefur haldið áfram að éta fífla veit ég ekki, en svo mikið er víst, að þessar svo- kölluðu æviminningar í fyrri hluta bókarinnar eru tómar rangfærsl- ur. Hann man óljóst eftir ýmsu, en það er allt brenglað og sumt hreinn tilbúningur. Hann rankar svolítið við sér á Bjargarstígnum þegar hann lýsir sölunum, sem hann kallar svo, og Adele og Páli. En gluggarnir sneru því miður í norður svo það var ekki oft sem sólin flæddi inn, en það skiptir ekki máli. En hann man ekki eftir vinstúlku sinni, Stellu, en foreldr- ar hennar bjuggu hjá okkur á eftir Adelu og Páli og það voru hennar föt sem Hannes klæddist þegar Gréta bjó hann út sem stelpu og hárborða hennar hafði hann í hári, en engir hattar frá pabba komu þar við sögu. Ég man þetta svona vel, því ég tók þátt í þessu og færði Stellu í föt Hannesar. Hattabúð pabba var á fyrstu hæð í litlu húsi við hliðina á Reykjavíkurapóteki og þar sat pabbi ekki sjálfur, heldur kona sem saumaði hatta, en Gréta af- greiddi. Næst er Hannes í Stýrimanna- skólanum, þar sem hann má ekki hreyfa sig vegna skólasveina og kennara, sem þó voru ekki til stað- ar, því við bjuggum þarna aðeins yfir blásumarið af því að Páll Halldórsson, sem þá var skóla- stjóri, fór í siglingu og það þurfti einhvern til að líta eftir jarð- skjálftamælinum. Hannes taiar um að hann hafi ekki átt neina vini í æsku, en þar gleymir hann Golla, en þeir voru mjög samrýndir og voru mikið niðri við sjó, þar sem Golli eitt sinn féll i sjóinn og fékk lungna- bóigu, sem leiddi hann til dauða, og tók Hannes sér það mjög nærri. Ég skrifa þetta hér vegna þess að það vekur mér furðu að Hannes skuli ekki muna þetta, en þykist þó muna samtöl og hreyfingar pabba viðkomandi. Hann man ekki eftir neinu góðu í fari föður okkar, í það minnsta skrifar hann allt í neikvæðum tón, en allir eiga sér þó kosti líka og ég á margar og ljúfar minningar um pabba. Næst er það Ránargata 10, sem er ein hæð, kjallari og ris, þó að Hannes hafi aldrei tekið eftir ris- inu. Leiðinleg skrif og ómakleg um Sveinbjörgu systur eru honum til lítils sóma. Hún var myndarkona, kannski svolítið skapstór, en opin og einörð. Hún var gift drykkju- manni og það skarst stundum í odda eins og gengur og gerist, en hún reyndist okkur vel í eymd okkar, og mamma og hún voru mestu mátar. Að Gréta hafi kallað börn hennar horgemlinga á ég bágt með að trúa, því Gréta og Sveinbjörg voru vinkonur og börn- in fimm voru engir horgemlingar og alltaf hrein og vel til fara. Mér þykir leitt ef Sigfús bróðir tekur nærri sér umsögn Hannesar um móður þeirra, en hann er sá eini sem er eftir á lífi af hálfsyst- kinunum. Móðir þeirra var ráðs- kona hjá pabba og aldrei heyrði ég getið um lauslæti í sambandi við hana. Heyrn Hannesar og sjón hefur ekki verið upp á það besta, þar sem hann allt í einu skýtur upp kollinum, en þetta píanó hafði verið okkur tryggur förunautur um minnst fjögur íbúðaskipti. Pabbi gaf Grétu orgel í ferming- argjöf og sjálfur kenndi hann henni nóturnar, en þegar við bjuggum í litla bænum á Hverf- isgötu 32 kom Eggert Gilfer píanóleikari í spilið og taldi Grétu hafa hæfileika, og skyldi hann kenna henni fengi hún píanó. Pabbi seldi þá orgelið og gat keypt notað píanó og það fór ekki fram- hjá neinum í fjölskyldunni að pí- anó var til staðar, því svo þröngt bjuggum við og alltaf var einhver að glamra á það, svo hinar ill- kvitnislegu athugasemdir um til- komu píanósins, þar sem hann ýj- ar að því að Gréta hefði jafnvel komizt yfir það á óskemmtilegan máta er hreinn ótuktarskapur, og er ég ekki grunlaus um að þar hafi gætt áhrifa annarrar manneskju. Og ef einhverjum leikur hugur á að feðra barn Grétu er hægðar- leikur að fletta upp í þjóðskránni. Hannes fer fögrum orðum um mig, en því miður verðskulda ég ekki það hrós, því sumarið sem pabbi lá banaleguna vorum við öll send í burtu. Gréta fór í kaupa- vinnu að Steindórsstöðum í Borg- arfirði, Hannes var sendur að Stóru-Skógum, Þráinn fór á síld, en ég að Silungapolli sem þá var barnaheimili. Pabbi dó tveim dög- um eftir heimkomu mína, en það sem hann segir um Þráin og fötin, sem hann gaf pabba, er satt, þó ég skilji ekki hvernig hann getur munað heil samtöl, svo óminnugur sem hann er á annað. En þegar ég hafði lokið lestri bókarinnar, gat ég ekki séð annað en að pabbi og Hannes hafi átt margt sameiginlegt. Báðir áttu þeir draum um að verða stórir í augum heimsins, en vildu þó lítið leggja á sig til að svo gæti orðið. Litu þeir ekki báðir niður á fólk sem þeir töldu ekki sína andlegu jafningja eða sem vann erfiðis- vinnu og hafði rauðar og þrútnar hendur, eins og Hannes nefnir í sambandi við Jóhönnu barnsmóð- ur sína? Mér finnst það þó ekki samrýmast hans pólitísku skoðun- um. Ég held ég láti nú staðar numið, enda hef ég fengið útrás fyrir mestu særindin. Hrefna Sigfúsdóttir (Gógó) Leiðrétting Ég undirrituð lýsi því hér með yfir að frásögn bróður míns, Hann- esar Sigfússonar, af brunanum á Arnarstapa er helber rangfærsla. Ég var fimm ára þegar þetta gerð- ist, en bróðir okkar Þráinn var þriggja. Við vorum ekki send í berjamó, eins og segir í frásögn Hannesar, en vorum stödd í eldhús- inu hjá mömmu þegar eldsins varð vart. Það kviknaði ekki í rusli í kjallaranum, heldur í skáp eða skonsu uppi á loftinu þar sem geymdir voru bensínbrúsar, því pabbi átti vélbát. Þegar sýnt var að pabbi réð ekki við eldinn fór mamma með okkur börnin út og hringdi skipsklukku, sem hékk þar á snúrustaur, til að kalla á hjálp. Fimm ára barni hlýtur að vera minnisstæður slíkur atburður, og hvaðan Hannes hefur frásögn sína er mér hulin gáta. Gréta Sigfúsdóttir. Sýnum í dag, laugardag frá 10-17 og morgun,sunnudag 10-17 1982 árg. Opel Kadett og Rekord íomiö og kynnist bíl sem býdur bér og farpegum pínum fullkomin pægindi samfara hagkvæmni & VÉLADEILD SAMBANDSINS Armúla 3 Reykjavík I HALLAR MULAMEGIN Sími38900

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.