Morgunblaðið - 30.12.1981, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 30.12.1981, Qupperneq 18
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. DESEMBER 1981 18 Minning: Bjarni Alberts- son bœjarbókari Fæddur 28. mars 1922 Dáinn 21. desember 1981 Að morgni 22. þ.m. barst sú harmafregn hingað til Reykjavík- ur, að skólabróðir og náinn vinur hel'ði orðið bráðkvaddur kvöldið áður — á síðustu mínútum vetr- arsólhvarfa —. Er Bjarni sá ní- undi þeirra skólasystkina, sem látist hafa af fimmtíu og fjögurra manna hópnum, sem brautskráð- ist frá Versl.unarskóla Islands vor- ið 1942. Bjarni hafði fyrr á þessu ári kennt hjartasjúkdóms og tvisvar legið í sjúkrahúsi. Virtist hann aftur á batavegi, þegar kall- ið kom. Að námi loknu í V.I. réðist Bjarni til starfa í stuttan tíma í skrifstófur Eimskipafélags ís- lands hf., en hélt fljótlega til framhaldsnáms í Bandaríkjunum og dvaldi þar í eitt ár. Frá Banda- ríkjunum lá leiðin heim til Kefla- víkur. Kærir heimahagar lokkuðu og þar hlaut Bjarni að eyða starfsdegi sínum. Fyrstu árin vann hann í útgerðar- og fisk- vinnslufyrirtækinu Frosti, ásamt föður sínum og bróður, en það fyrirtæki áttu þeir feðgar, ásamt fjórða aðila, og ráku um árabil. Þegar starfsemi þess var lögð niður, ræðst Bjarni í þjónustu Keflavíkurbæjar, til starfa í bæj- arskrifstofunum. Starfar hann þar til dauðadags, eða samfellt í aldarfjórðung, lengst af sem aðal- bókari. Bjarni var fulltrúi Sjálf- stæðisflokksins í fyrstu bæjar- stjórninni eftir að Keflavík öðlað- ist kaupstaðarréttindi. Átti hann sæti í fjölda nefnda á vegum bæj- arins, beint eða óbeint, allsstaðar mikilvirkur og trúverðugur starfs- maður. Samfara aðalbókarastarfi sínu í bæjarskrifstofunum, var Bjarni umboðsmaður skattstjór- ans í Reykjanesumdæmi. Skrifaði hann skattaskýrslur árlega og að- stoðaði á annan hátt fjölda skattgreiðenda í umdæminu, auk þess sem hann annaðist í hjáverk- um bókhald fyrir nokkra útgerð- araðila. Hefi ég það eftir góðum heimildum, að þetta mikilvæga trúnaðarstarf hafi hann leyst af hendi af mikilli prýði og sam- viskusemi. Bjarni var alla tíð mikill félags- h.VKtíjumaður. Hann var einn af stofnendum Lionsklúbbs Keflavík- ur, en undirbúningur að stofnun hans átti sér stað á heimili þeirra hjóna. Einn af stofnendum Oddfellowstúkunnar Njarðar nr. 13, IOOF í Keflavík og æðsti yfir- maður hennar frá byrjun. I stjórn Ungmennafélags Keflavíkur um árabil og einlægur og ákafur stuðningsmaður íþróttamála frá unga aldri. í sjálfstæðisfélögunum í Keflavík og fyrir Sjálfstæðis- flokkinn hefur Bjarni unnið um langa hríð ómetanlegt starf. Hér að framan hefur aðeins ver- ið stiklað á stóru í starfssögu Bjarna Albertssonar. Bjarni var mikill og einlægur unnandi fagurra lista, hljómelsk- ur vel og mikill aðdáandi málara- listarinnar. Má segja að hann hafi verið fastagestur á málverkasýn- ingum í bænum. Prýða mörg fal- leg listaverk heimili þeirra hjóna. Bjarni var fæddur í Keflavík 28. mars, 1922, elstur fjögurra syst- kina. Foreldrar hans voru Lísbet Gestsdóttir, sem enn er á lífi, 82ja ára gömul, og Albert Bjarnason, skipstjóri og útgerðarmaður, sem látinn er fyrir allmörgum árum. Bjarni kvæntist eftirlifandi konu sinni, Ingibjörgu Gísladóttur frá Sólbakka í Garði, 8. nóvember, 1947, hinni ágætustu konu, sem Bjarni mat mikils. Foreldrar hennar voru Steinunn Steinsdóttir og Gísli Sighvatsson, útgerðar- maður. Þeim hjónum varð ekki barna auðið, en kjörson tóku þau, Þorstein, sem nú er 23ja ára að aldri, vandaður og vel gerður pilt- ur. Þorsteinn er farinn að heiman og hefur hann stofnsett sitt eigið heimili. Vináttan er það veganesti, sem ekki verður mælt með neinum þeim mælikvarða, sem þekktir eru. Vinátta og kærleikur er hornsteinn þess fegursta í fari manns. í ríkum mæli tileinkaði Bjarni sér þessar dyggðir. Hann var hreinskiptinn og hlýr, bjó yfir óvenjulegri lífsorku og lífsgleði, sem þó var aðeins ytra borð alvörugefins og heilsteypts manns. Eru það mikil forréttindi að hafa átt þess kost í meira en fjóra áratugi, að umgangast slík- an persónuleika. Fyrir allar ánægjustundirnar er nú þakkað. Heimili þeirra hjóna, Ingu og Bjarna, var ávallt öllum opið og ætíð veitt af mikilli rausn. Þetta þekkja heimilisvinir þeirra og því óþarft að fara um fleiri orðum. Margra og ánægjulegra heim- sókna á heimili Bjarna í föður- garði er hér einnig minnst með þakklæti, en þar tóku foreldrar Bjarna, þau Lísbet og Albert, vin- um barna sinna ávallt opnum örmum. Við vetrarsólhvörf kveður vinur og heldur á vit feðra sinna, til framlífs og fegurðar, — til lands eilífrar sólar og yls —. Við skólasystkinin kveðjum Bjarna um sinn, fullviss þess, að um sé að ræða aðeins tímabund- inn aðskilnað. Við flytjum eigin- konu og syni, tengdadóttur, aldr- aðri móður og öðrum ættingjum cinlægar samúðarkveðjur og biðj- um ykkur blessunar Guðs á erfiðri skilnaðarstundu. Ég flyt alúðar- kveðjur frá konu minni. Friður veri með sálu hans — Friðhelg veri minning hans. Eiríkur Ásgeirsson í dag er til moldar borinn vinur minn, Bjarni Albertsson. Kynni mín og Bjarna hófust fljótlega eft- ir að ég fluttist til Keflavíkur og tengdist bróður hans Hinriki, en tengsl hans og Bjarna voru mjög náin. Kom þá í Ijós, að við Bjarni áttum mörg og margvísieg sam- eiginleg áhugamál. Bjarni var mjög vel lesinn og fróður og því ánægjulegt að spjalla við hann um málefni líðandi og liðinna tíma. Margar ánægjulegar samveru- stundir áttum við, ég og fjölskylda mín, á heimili hans og Ingu konu hans, enda löðuðust einnig synir mínir ungir að persónuleika Bjarna og þótti vænt um hann. Með þessum örfáu línum viljum við þakka Bjarna allar þær ánægjulegu samverustundir, sem við höfum átt saman undanfarin ár, en söknuður okkar við fráfall hans er meiri, en við getum með orðum lýst. Inga mín, við vonum að góður guð styrki þig á þessum erfiða tíma í lífi þínu. Þá vottum við þér, Steina, Betu, Henna og systkinum innilegustu samúð okkar og von- um, að góðar minningar verði söknuði ykkar yfirsterkari. Jón Eysteinsson og fjölskylda. í dag er jarðsunginn frá Kefla- víkurkirkju Bjarni Albertsson Hrauntúni 5. Hann hefur verið traustur vinur okkar og kær ná- granni um aldarfjórðungsskeið. Það er því með sárum söknuði og trega að við minnumst hans nú á þessum jólum við fráfall hans. Bjarni Albertsson var fæddur í Keflavík 28. mars 1922, elstur af fjórum börnum þeirra ágætu hjóna, Alberts Bjarnasonar sem látinn er fyrir allmörgum árum og konu hans Lísbetar Gestsdóttur sem lifir mann sinn og býr í Kefla- vík. Það varð hlutskipti Bjarna að lifa og starfa í Keflavík öll sín æfi- og manndómsár og lengst af á skrifstofu Keflavíkurbæjar þar sem hann starfaði til dauðadags. Við sem þekktum hann, vissum hvað hann gladdist yfir því að sjá Keflavík vaxa úr fámennu og til- tölulega fátæku sjávarplássi í blómlegan kaupstað með aukinni hagsæld og atvinnu til sjós og lands. Sjávarútvegur og fisk- vinnsla áttu öðru frekar sterk ítök í Bjarna enda var hann alinn upp við slík störf og stundaði eigin út- gerð með föður sínum og bróður um nokkurt skeið. Á seinni árum sá hann um bókhald og framtöl fyrir margan dugandi útgerðarmanninn og ein- staklinga, þótti öllum sínum hag vel borgið þar sem Bjarni sá um. Bjarni Albertsson átti býsna mörg áhugamál, hann var hverj- um manni viðræðubetri og góður heim að sækja. Við minnumst margra ánægju- og samveru- stunda á heimili þeirra hjóna. Hann var félagslyndur og fús til starfa og framkvæmda fyrir hvert það málefni er hann tók að sér. Eflaust hefur þó knattspyrna og íþróttir öðru fremur verið hans aðaláhugamál og tómstundagam- an. Það var mikil hamingja Bjarna og Ingibjargar konu hans, að einkasonur þeirra Þorsteinn er framúrskarandi íþróttamaður og sannur fulltrúi þess besta í farii hvers íþróttamanns hvað varðar háttvísi og prúðmennsku á alla lund, sem var og aðalsmerki Bjarna alla tíð. Allt líf og starf Bjarna Al- bertssonar einkenndist af bjart- sýni og trú á því góða í fari hvers og eins, hann var grandvar og um- talsfrómur og gerði ekki á hlut annarra manna. Þess vegna naut hann trausts og virðingar allra sem honum kynntust. I einkalífi var Bjarni mikill gæfumaður. Ungur að árum gekk hann að eiga eftirlifandi eigin- konu sína, Ingibjörgu Gísladóttur, hún hefur með glæsibrag staðið við hlið Bjarna og búið honum fagurt heimili. Þeirra stærsta hamingja er einkasonurinn Þor- steinn sem áður er á minnst og nú Kristjana Héðinsdóttir unnusta hans. Vissulega er nú sár harmur að þeim kveðinn svo og Lísbet móður hans og systkinum. Það er sannarlega mikill skaði við sviplegt fráfall Bjarna Al- bertssonar og skarð fyrir skildi hjá eiginkonu hans og fjölskyldu allri. Við vottum þeim öllum okkar dýpstu samúð um leið og við þökk- um Bjarna áratuga vináttu og tryggð. Hafdís og Hákon Kristinsson Rétt í þann mund sem lokahönd skyldi lögð á undirbúning jólahá- tíðarinnar, þeirrar miklu fagnað- arhátíðar kristinna manna, þá færðist óvæntur sorgarskuggi á himin okkar. Sú fregn barst um bæinn að morgni hins 22. þ.m., að Bjarni Albertsson hefði orðið bráðkvaddur snemma nætur. Okkur, vinum hans, var að vísu kunnugt um, að Bjarni gekk ekki heill til skógar næstliðna mánuði, og að sjúkleiki hans væri eins og falinn eldur, en að leiðir myndu skiljast með svo snöggum hætti sem raun varð á, gat mann ekki rennt grun í. Það var að minnsta kosti ómögulegt að ímynda sér þessi skyndilegu umskipti, þegar við tveir fórum af síðasta Lions- fundi og beint í íþróttahúsið til þess að horfa þar á körfubolta- keppni, og ég ók honum að lokum heim til sín, glöðum og mjög ánægðum, enda hafði heimaliðið unnið góðan sigur, og auðvitað dró það ekki úr gleði hans að sonur hans átti þar stórgóðan hlut. En síðasta vegferðin tekur oft undra stuttan tíma, þó öðrum reynist hún torsóttari, og það er í raun viss huggun, að vinir manns þurfi ekki að heyja þrautastríð, Lýður Kristinn Lýðsson - Minning Fæddur 14. apríl 1904 Iláinn 19. desember 1981 Þann 19. desember 1981 lést í sjúkradeild Landspítalans, Hátúni 10 R. Lýður Kristinn Lýðsson. Hann var fæddur 14. apríl 1904 í Hjallanesi, Landmannahreppi, Rangárvallasýslu, sonur hjónanna Lýðs Árnasonar og Sigríðar Sig- urðardóttur. Þau voru hin mestu sæmdarhjón, bæði komin af traustum og góðum ættum þar eystra. Þau eignuðust 12 börn, 10 syni og 2 dætur, og var Kristinn næst yngstur í systkinahópnum, og það síðasta er kveður þetta jarðlíf. Öll voru þau systkin myndar- og mannkostafólk og skilja eftir sig stór skörð. Allt frá harnæsku man ég þegar þau komu í heimsókn til okkar í sveitina, þá var hátíð hjá okkur öllum. Það fylgdi þeim framandi og hressandi hlær, kátína og græskulaust gam- an því prúðmennska fylgdi þeim öllum. Alltaf fengum við krakk- arnir sælgæti og sitthvað fleira sem ekki spillti nú ánægjunni. Ég minnist líka margra góðra stunda á heimili Kristins og Aðalheiðar konu hans. Hjá þeim áttu góða ellidaga foreldrar Kristins til hinstu stundar gömlu hjónanna, við þá bestu aðhlynningu sem hægt var að hugsa sér, og var hlutur Aðalheiðar ekki hvað minnstur. Þar var oft margt um manninn þegar þessi stóra fjöl- skylda kom saman, og þó ekki væri vítt til veggja í litlu íbúðinni, var alltaf nóg hjartarúm svo éng- inn fann fyrir þrengslum og öllum búin veisla, stórum og smáum. Kristinn var hamingjusamur maður í einkalífinu. Hann giftist 10. október 1931 velgefinni ágætis konu Aðalheiði Björnsdóttur. Þau eignuðust 4 börn, sem öll hafa stofnað sín eigin heimili. Aðal- heiður var dóttir Björns Þor- steinssonar og Hólmfríðar Hann- esdóttur, sem bæði voru af góðum húnvetnskum ættum. Sorgin knúði dyra hjá fjöiskyldu Kristins í sumar þegar eldri sonur þeirra Jón Ingi var burt kallaður aðeins 43 ára gamall, hinn mætasti mað- ur. Fyrir rúmum áratug varð Krist- inn fyrir áfalli, og gat ekki stund- að vinnu upp frá því. Hann hafði unnið í Ölgerðinni Agli Skalla- grímssyni i fjölda ára. Allan þenn- an langa tíma sýndi hann frábær- an dugnað, æðraðist aldrei eða kvartaði yfir sínu hlutskipti. Mat hann mikils góða umönnun konu sinnar og barna. I Hjallanesi ólst Kristinn upp ásamt systkinum sínum. Þá þekktust ekki barnabætur eða aðrir styrkir, og eitt af öðru fóru þau í vinnu og þó þau væru ung að árum munu þau hafa dugað vel. Sigríður móðir þeirra var vel hag- mælt, og gerði hún m.a. eftirfar- andi stökur: l’ng mc*r börnin fóru frá fk*s( þar man «*j» lr«*j»a ekkert nesti átti ég þá ástvinunum aó gefa Kn ég fol þau alíoóurnum hlíóa ekkert þurfti að óttast þá ef þeim Jesús va*ri hjá. En ég trúi að veganestið hafi verið gott og ekki síst fyrir bænir hinnar trúuðu elskandi móður, og mun það hafa dugað systkinunum vel. Nú er Kristinn farinn í hinstu ferðina, með það nesti er vel mun duga honum. Hann var hógvær og hjartahlýr maður, trúr sjálfum sér og öllum er höfðu af honum kynni. Hann var það sem kallað er drengur góður. Þetta eru fátæk kveðjuorð. Mig langar aðeins að þakka kærum frænda fyrir svo ótal margt. Á heimili þeirra góðu hjóna átti ég alltaf athvarf ef ég þurfti með. Ég bið guð að styrkja eftirlif- andi ástvini hans, og leiða hann til hins eilífa fagnaðar. Lára S. Sigurðardóttir Afi okkar Kristinn Lýðsson verður jarðsunginn frá Dómkirkj- unni í dag. Við kveðjum hann með söknuði og minningin um hann mun ávallt varðveitast í hugum okkar. Einlægni, hjartahlýja og hóg- værð samhliða iðjusemi og dugn- aði voru þeir eiginleikar sem ríkj- andi voru í fari hans. Yfir heimili afa og ömmu við Hringbraut ríkti kyrrð og friður og þangað er alltaf gott að koma. Þrátt fyrir veikindi afa sem ágerð- ust með árunum, ríkti þar æðru- leysi og hlýja sem umvafði hvern þann sem þangað kom. Meðan honum entist heilsa var hugur hans mikið bundinn við sumarbústaðinn uppi við Hamra- hlíð. Þar undi hann sér löngum við jarðrækt og fleiri störf og var mjög umhugað að halda þar öllu í góðu horfi. Við áttum þar margar ánægjustundir hjá afa í sveitinni og alltaf hugsaði hann um að eiga eitthvað gott til að stinga upp í okkur, því það var mjög ríkur þáttur í fari hans að gleðja aðra. Það átti ekki við hann að sitja auðum höndum og vinnutíminn var oft langur meðan heilsan ent- ist, en varð þó að sætta sig við það hlutskipti að geta ekki tekið til hendinni en vera upp á aðra kom- inn síðustu árin. Þó gerði hann sem hann gat til að stytta langar stundir með því að búa til í hönd- unum ýmsa hluti sem hann hafði gaman af og gefa öðrum og nú um þessi jól, sem hann lifði þó ekki, fengu tvö yngstu barnabörnin handunnar jólagjafir frá honum. Hugur afa var ávallt hjá fjöl- skyldunni og hann fylgdist vel með barnabörnum sínum í námi og starfi og það var gaman að geta glatt hann með góðri frammi- stöðu. Við höfum öll misst mikið og ekki síst amma sem nú er ein á Hringbrautinni, en þau voru í huga okkar sem ímynd samheldni og góðvildar. Blessuð sé minning afa okkar. Aðalheiður, Sigríður og Emil Hannes.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.