Morgunblaðið - 08.01.1982, Page 5

Morgunblaðið - 08.01.1982, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. JANÚAR 1982 37 MAZDA Bíllinn er gjörbreyttur aö aftan, eins og glögglega aést. Mazda 929, fjögurra dyra. kemur í Ijós, aö þar hefur öllu veriö gjörbreytt. Mælaboröiö er nýtt og þaö sem kannski vekur mesta at- hygli eru hin nýju glæsilegu sæti, sem hafa nú allt aö átta stillinga- möguleika í staö þriggja áöur. Bakinu hefur veriö skipt í tvennt, þannig aö hægt er aö stilla bæöi efri og neðri hluta þess. Samkvæmt upplýsingum Mbl. veröur hægt aö fá hinn nýja Mazda 929 í nokkrum mismunandi út- færslum, allt upp í mjög vandaöan lúxusbíl meö öllum hugsanlegum þægindum eins og þau gerast mest. löng, 1690 millimetra breiö og heildarhæö bílsins er 1355 milli- metrar. Heildar þyngd bílsins er um 1135 kíló. Hann er knúinn 1979 kúbiksentimetra, fjögurra strokka, vél, sem er 90 hestöfl. Kaupendur geta aö vanda valiö milli þess, aö fá bílinn fimm gíra beinskiptan, eöa sjálfskiptan þriggja gíra. Þá má geta þess, aö Mazda 929 kemur nú meö diska- bremsur bæði aö aftan og framan. Hann kemur nú meö nýrri sjálf- stæöri fjöörun aö framan og aftan, sem er slaglengri og gjörbreytt frá eldri gerö, sem gerir bílinn mun stööugri á sléttum vegum, eins og t.d. íslenzku malarvegunum. Þá má geta þess, aö bíllinn er nú bú- inn tannstangarstýri, sem er til mikilla bóta. Þegar litiö er inn i hinn nýja bíl Verksmiöjurnar hafa gefiö þaö út, aö veröið á þessum nýja bíl veröi mjög svipaö og á eldri gerö, sem samkvæmt upplýsingum Mbl. kostaöi fyrir gengisfellingu í kring- um 120 þúsund væri miöaö viö venjulega útfærslu bílsins. Á síö- asta ári seldust liölega 300 Mazda 929-bílar hér á landi, en að ööru leyti látum viö myndirnar tala sínu máli um hinn nýja bíl. Meðalaldur skráðra bíla á íslandi var 7,9 ár í fyrra MEÐALALDUR skráöra bíla á íslandi var á síðasta ári um þaö bil 7,90 ár, og haföi stööugt ver- iö að hækka frá árinu 1974, þeg- ar meðalaldurinn var lægstur á síðasta áratug, eöa 6,60 ár. Þessar upplýsingar koma fram í upplýsingahefti, sem Bílgreina- sambandið hefur látiö vinna. i heftinu kemur fram, að meö- alaldur skráöra bíla á íslandi var um 7,75 ár, áriö 1970. Síöan smálækkar meöalaldurinn fram til ársins 1974, þegar hann varö lægstur eins og áöur gat. Árið 1971 var meðalaldurinn 7,25 ár, áriö 1972 7,03 ár, 1973 6,90 ár og áriö 1974 6,60 ár. Frá árinu 1974 hækkar meðal- aldurinn stööugt fram til ársins 1980, aö því undanskildu, aö hann stóö í staö árin 1976 og 1977, en þá var hann 7,30 ár. Annars var meöalaldurinn 1975 6,90 ár, 1978 7,40 ár, 1979 7,60 ár og loks áriö 1980 7,90 ár. í línuriti yfir bíla, sem teknir voru af skrá á árunum 1970—1980 kemur í Ijós aö hann hefur rokkaö á bilinu 13,0—16,6 ár. Hæstur meöalaldurinn var ár- iö 1971, eöa 16,6, en lægstur ár- iö 1974 13,0 ár. Á árinu var meö- alaldur þeirra bíla, sem teknir voru af skrá 15,2 ár og á síöasta ári, 1980, var hann 13,9 ár. Skráöir bílar á islandi um síö- ustu áramót voru 95.603, flestir af árgeröinni 1974, en þeir bílar eru um 12,5% af öllum skráöum btlum á islandi. 1962 árgerðirnar eru um 1,1% af heildarfjöldanum og eru fæstir bílar af þeirri árgerö, séu ár- gangarnir 1961 — 1980 teknir. Síöan má nefna 1964 og 1969 meö 1,5%, 1963 meö 1,6%, 1965 meö 1,9% og 1968 meö 2,6%. Sá árgangur, sem kemst næstur metárgangnum 1974, er 1978 árgangurinn, en þeir bílar eru um 10,0% af heildarfjöldan- um. 1979 minnkar hlutfalliö í 8,6% og áriö 1980 í 7,7%. Opnum í dag nýja stórglæsilega verzlun að Grensásvegi 8 (áður Húsbyggjendur og þið sem hyggist breyta eldri eldhúsum Axminster). komið — sjáið — og sannfærist. Nýtt á íslandi. ALNO eldhúsinnréttingar frá Vestur-Þýzkalandi. Vörukynning laugardag og sunnudag 1 — 6. Fjölmargar gerðir á verði sem allir ráða við. Komið og sjáið það nýjasta frá Þýzkalandi í eldhúsinnréttingum. Hagstætt verð og greiðsluskilmálar. Gerum tilboð og aðstoðum við val (skipulagningu) án skuld- bindinga. nma eldhús Grensásvegi 8 (áður Axminster) sími 84448

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.