Morgunblaðið - 08.01.1982, Page 8

Morgunblaðið - 08.01.1982, Page 8
40 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. JANÚAR 1982 Hér á landi er víöa um all- mikla vindorku að ræða og auð- vitaö freistandi að reyna að virkja hana, sagði Örn. — Það er hins vegar hætt við að alltaf veröi tiltölulega dýrt aö virkja vindorku því stofnkostnaður vindorkuvers er mikill. Margt bendir þó til að þetta gæti orðiö verulega hagkvæmur kostur á afskekktum stöðum, þar sem vindasamt er og annars yrði að nota olíu til orkuframleiðslu. Sem dæmi um slíkan stað hér á landi mætti taka Grímsey, en þar verður að nota olíu að mestu leyti bæði til rafmagns- framleiðslu og húshitunar. í Grímsey er vindorkan sam- kvæmt mælingum um 2000 kílówattstundir á hvern fer- metra miðað við ár. Ef vindorka væri notuð þar til upphitunar þyrfti um 20 fermetra spaða til að hita meðalstórt einbýlishús, en til þess þarf um 40.000 kíló- wattstundir á ári. Grímsey er einn af þeim stöðum þar sem vindorka er tiltölulega mikil — víða inni í landi er hún mun minni, en svo eru líka nokkrir staðir sem jafnast á við Grímsey í þessu tilliti s.s. Landeyjar. Hvenær hófust rannsóknir hérlendis á hagkvæmni vind- orku til húshitunar? Það var raunverulega Ólafur Rúnebergsson, bóndi í Kárdals- tungu í Vatnsdal sem kom þessu af staö árið 1979. Hann byrjaði sjálfur að smíða vind- myllu sem hann ætlaði upphaf- lega aö láta framleiöa rafmagn. Hann leitaöi svo hingaö til okkar á Raunvísindastofnun og Verk- fræðistofnun um ýmislegt í þessu sambandi og varð úr að við höfðum samstarf við hann um smíðina. Það var ákveðið aö tengja mylluna vatnsbremsu sem hitaði vatn með núningi en með þeim hætti veröur nýtingin mun meiri en viö rafmagnsfram- leiðslu. Vatnsbremsan er þannig í meginatriðum að tveir spaðar eru hvor á móti öðrum niðri í vatni, annar þeirra snýst og leit- ast við aö koma vatninu á hreyf- ingu en hinn er kyrrstæður og leitast við að stöðva það af. Hversu mikil orkuframleiðslan verður, í formi upphitunar vatnsins við tiltekinn snúninga- fjölda, ræðst af blaðhæð og þvermáli spaðanna. Hitanum sem myndast í vatnsbremsunni er svo miðlað út í vatnsþró und- ir myllustöplinum, en þaðan er vatnið leitt í rörum til íbúðar- hússins. Ólafur stóö svo sjálfur aö því aö steypa sökkul og vatnsþró, og reysti mastur fyrir mylluna, en mylluspaðinn var smíðaöur hér á Raunvísindastofnun. Það var svo voriö 1980 sem vind- Hagkvæmur kostur á afskekktum stöðum Rætt við Örn Helgason eðlisfræðing á Raunvísindastofnun Mörgum þykir nég um vindbelginginn hér á landi en svo eru aðrir sem renna til hans hýru auga sem óþrjótanlegs orkugjafa á tímum orkukreppu og ört hækkandi olíuverðs. llm miðja þessa öld var ekki éalgengt að vindmyllur snerust við afskekkta sveitabæi og framleiddu rafmagn til Ijésa. Síðan hafa samveitur, vatnsvirkjanir eða díselrafstöðvar leyst þær af hélmi og eru vindmyllur nú orðnar sjaldgæf sjón. Það var svo árið 1979 að Ólafur Rúnebergsson, béndi í Kárdalstungu f Húnavatnssýslu réðst í að koma upp hjá sér vindmyllu og hafði um það samstarf við Raunvísindastofnun Háskólans. Þessi vindmylla er sú fyrsta sinnar tegundar hér á landi þar sem hún snýr vatnsbremsu og hitar þannig vatn sem notað er til húshitunar. Frumkvæði Ólafs leiddi til þess að á fjárlögum 1980 var veitt fé til að reisa svipaða vindmyllu, en öllu stærri, í Grímsey, og var smíði hennar nær lokið síðastliðið haust. Örn Helgason, eðlisfræðingur hjá Raunvísindastofnun Háskólans, hefur haft yfirumsjén með hönnun vindmyllurnar og smíði. Blaðamaður Morgunblaðsins ræddi við Örn og var hann fyrst spurður hvort vindorka væri það mikil fyrir hendi hér á landi að hagkvæmt væri að virkja hana. ðrn Htlgaton, •óliafrædingur Ljósm. Emilía myllan fór fyrst af stað. Það eru geysileg átök og mæðir mikiö á svona vindmyllu þegar veöur- hæðin er mikil. í 6 vindstiga vindi snýst spaöinn um 200 snúninga á mínútu og er þá snúningshraðinn í vatnsbrems- unni fimmfalt meiri eða um 1000 snúningar. Það kom fljótlega í Ijós að öxulbúnaöur vindmyllunnar var ekki nógu traustlega smíöaöur og einnig var vatnsbremsunni aö ýmsu leyti ábótavant. Hvoru tveggja var tilraunasmíð sem við lærðum mikið af að endur- bæta. Þá vorum við einnig lengi að prófa okkur áfram með hversu mikið bil væri hæfilegt að hafa milli spaðanna í vatns- bremsunni, en allur var þessi búnaður fremur frumstæður. Einu sinni sauð hún af sér allt vatnið og skemmdist þá mikið. Þár reyndist öxulbúnaður myll- unnar ekki nógu vel úr garöi gerður og varö aö endurnýja hann. Spaðinn sem smíðaður var úr trefjaplasti hefur hins vegar reynst mjög vel og þolað aftakaveður án þess að gefa sig. Eftir gagngerar endurbætur var myllan í Kárdalstungu svo sett upp aftur í marz síðastliðn- um. Þá var vatnsbremsan endurnýjuð alveg og gerö þann- ig úr garöi aö hægt var aö stilla bilið milli spaðanna á mun hæg- ari máta. Myllan hefur þó ekki getað gengið óslitið síðan og oft orðið ærið löng stopp, bæöi vegna bilana og svo forfalla Ólafs sökum veikinda. Þó hefur það unnist að unnt hefur verið að gera mælingar sem sýna hvernig þetta kerfi vinnur og benda þær til að svona orkuver gæti orðiö hagkvæmt. Þá höf- um viö lært mikið af þessu varðandi ýmis tæknileg atriði í sambandi við gerð vatnsbrems- unnar. Hins vegar vantar enn iangtímakeyrslu á svona vind- myllu til aö skera endanlega úr um hagkvæmni vindorkuvers til húshitunar. Hvaö er svo framundan í þess- um málum nú? Á fjárlögum síðasta árs var veitt fé til að framkvæma hlið- stæða tilraun í Grímsey og verður hún öllu stærri í sniðum. Við erum nú langt komnir með að smíöa einstaka hluta vind- orkuvers þar. Mylluspaðinn er 6,4 metrar og ætti þessi mylla aö geta framleitt um 50 kílówött í 8 vindstigum. Myllan verður tengd tveim syöstu bæjunum í Grímsey og var byrjað að steypa undirstöður hennar í haust. Samkvæmt útreikningum ætti aö þurfa tiltöluiega lítið varaafl til húshitunar á þessum tveim bæjum eftir að myllan verður komin í gagnið — hún ætti að geta annað allt aö tveim þriðju af orkuþörfinni. Það stóö reyndar til aö myll- unni í Grímsey yröi komiö upp fyrir haustið, en vegna þess hve vetur lagöist snemma að tókst ekki að Ijúka steypuvinnu viö undirstöðurnar tímanlega. Það verður því ekki fyrr en í vor sem við getum komið henni upp. Við höfum þess vegna getað gefið okkur meiri tíma við undirbún- ing og smíðivinnu hér á Raun- vísindastofnun. Vatnsbremsa þessarar myllu verður stillanleg þannig að hægt veröur að breyta spaöahæöinni þannig að orkunýtingin verði nær alltaf í hámarki. Nú er verið aö Ijúka hönnun örtölvustýringar sem mun stjórna stillibúnaöi BÆKUR FYRIR MYNTSAFNARA Mynt Ragnar Borg Þaö tilheyrir kannske þessum árstíma að fjalla um bækur. Ég vil í þessum myntþætti vekja at- hygli myntsafnara á tveim bók- um. Hin fyrri er bók prófessors Ólafs Björnssonar „Saga is- landsbanka hf., og Útvegsbanka islands 1904—1980". Bók þessi er 165 blaösíöur og fæst í Út- vegsbankanum og útibúum hans um allt land, svo og hjá mörgum bóksölum og kostar 250 krónur. Þetta er afar læsileg bók, en prófessor Ólafi lætur vel að skrifa aögengilega um efna- hagsmál og er bókin því auöskil- in öllum. Prófessor Ólafur var lengi formaöur bankaráös Út- vegsbankans og hefir því haft gögn islandsbanka undir hönd- um. Eins og fram kemur í bók- arheiti, er þarna rakin saga ís- lands og síðar í beinu framhaldi Útvegsbankans. Þessi bók er þó meira en saga þessara banka, heldur er þarna saga mestu upp- gangsára islandssögunnar.i • • Er sagan hefst, upp úr 1904, er ísland líklega fátækasta land í Evrópu. Haröindi höföu herjaö landiö í margar aldir, landflótti veriö til Ameríku á 19. öldinni og margir menn hreinlega dáiö úr hungri, þar á meöal langafi minn, sem dó um 1880. En eitt höföu íslendingar þó, sem ekki allir aörir höfðu í Evrópu. Hér voru allir læsir og skrifandi og haföi svo veriö í 9—10 aldir. Menntun var hér því möguleg og um alda- mótin voru hér búnaöarskólar, stýrimannaskólar, gagnfræöa-, kvenna- og menntaskólar og vís- ir kominn aö háskóla, sem form- lega var stofnaöur 1911. Ekki má heldur gleyma aflinu mikla, ung- mennafélagshreyfingunni, sem stappaöi stálinu í unga og gamla um allt land. Þar voru menn hvattir til dáöa, bæði í íþróttum oc, bókmenntum. Þaö sem okkur vantaöi var fé til aö festa í nýjum atvinnugreinum. Bæirnir stækk- uöu og fólki í sveitum fækkaöi. Hér voru aö hefjast stórstígar framfarir í landbúnaöi með slétt- un og giröingu túna. í bæjunum voru fyrstu mótorbátarnir teknir í notkun og togararnir voru að byrja að flytjast til landsins. Út- flutningurinn stórefldist en sner- ist aðeins um eina vörutegund — saltfiskinn. Hagkerfið hóf sig til flugs um þetta leyti. Aö öllu réttu hefði svo framhaldið átt aö verða þaö, aö islendingar heföu fylgt ráðum Einars Benediktssonar og komiö hér á stóriðju um 1920, með virkjun Þjórsár viö Búrfell og Títan-verksmiöju. En því miö- ur voru þá, eins og nú, íhaldsöfl að verki. Því varð kreppan 1930—40 okkur erfiöari en flest- um öörum þjóöum og þessi öfl stóöu aö falli islandsbanka beint og óbeint. Islandsbanki flutti til landsins fé frá útlöndum. Varö hann útgeröinni lyftistöng um allt land. Þaö útlenda fé, sem þá barst til landsins, olli engri verö- bólgu. Landið var peningalaust og vantaöi meira fé en fékkst. Bankastjórn islandsbanka var ef til vill of spör á útlán. Það er ann- aö en núna, þegar erlenda láns- féö er eins og olía á verðbólgu- báliö. islandsbanki starfar svo til ársins 1930 er starfsemi hans hættir og Útvegsbankinn tekur við. Starfsemi hans hættir segi ég. Þaö voru og hafa veriö deilur um það hans vegna. islands- banki var látinn fara á hausinn. Pólitík réöi þar næstum öllu um, en sjálfsagt var óáran og óheppni meö í spilinu og banka- stjórn íslandsbanka ekki nægi- lega góö. Mest var þetta þó vafa-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.