Morgunblaðið - 08.01.1982, Síða 23

Morgunblaðið - 08.01.1982, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. JANÚAR 1982 55 I VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 10100 KL. 10—12 FRÁ MANUDEGI w T1L FÖSTUDAGS í Morgunblaðinu fyrir 50 árum KARINA DE WALDOZA heitir dönsk kona, sem komin er hingað og ætlar að hafa samkomu á morgun, þar sem hún sýnir ýmsar listir sínar, svo sem hugsanalest- ur, að telja mönnum trú um ails konar fjarstæður, að breyta vatni í vín, að fá menn til að dansa Charleston eða Black Bottom, þótt þeir kunni ekkert í þeim dönsum o.s.frv. Vjer höfum sjeð úrklippur úr dönskum blöðum, þar sem sagt er frá sýningum frúarinnar víðs vegar um Danmörku, og er mikið af ])eim látið. I fyrra kvöld sýndi hún nokkrar af listum sinum á fundi í danska fjelaginu og höfðu menn gaman af þeim. En varla trúum vjer því, að Islendingum muni þykja mikið til þeirra koma. - O - Nýtt blað. Nýlega er farið að koma út nýtt blað, sem heitir „Kristilegt vikublað". Útgefandi og ritstjóri þess er Sigurður Guðmundsson á Hallveigarstíg 2. Frá Ólafsfirði. Draumvísur I Velvakanda fyrir 30 árum Frá mannbroddum til krókstafs ÞETTA greinarkorn er úr höfuð- stað Norðurlands. „Meðan mannbroddar tíðkuðust hér, hefði körlunum ekki vaxið í augum að fóta sig á sléttum götum bæjanna, þó að ísilagðar væru. . eins og skaflajárnaðir klárar. Broddstafirnir voru líka þing, sem! margur saknar. Seinna komu gljáandi krókstaf- ir, sem fengust í búðunum. Af þeim var ágætisstuðningur, en þeir voru nú ekki alltaf notaðir til að styðjast við, aðalatriðið var að ná réttri sveiflu, þegar þeim var beitt. Fengu þeir líka á sig mesta óorð og köíluðust montprik. Síðan gullöld montpriksins leið, hafa fá- ir þorað að sýna sig með þau. Svo er þá komið, að menn verða að ganga óstuddir, hvort sem þeim líkar betur eða verr. Standið eins og skaflajárnaðir hestar Á GANGSTÉTTUM frera og svelllaga er þó illt að fóta sig eins og forðum í fjallshlíðunum. Eitthvað varð því til bragðs að taka, og hér kemur fangaráðið, sem við höfum gripið til á Akur- eyri. Kaupið ykkur heftiplástur og límið neðan á skósólana, það er allt og sumt. Enginn sandur, sem fyllir öll vit, þegar þornar um, ekkert salt, sem étur skósóla og yfirleður upp til agna, heldur heftiplástur. Og þið munuð standa eins og skaflajárnaðir klárar á svelli. Þegar plásturinn er genginn upp, þá rífið þið nýtt snifsi og skellið neðan á skóna. Haldið svo áfram göngunni eins og ekkert hafi í skorizt. Og sannið til, þið verðið ekki gliðsa á svellinu." Jón Pálsson Selvogsgrunni 22, skrifar: „Fyrir nokkrum árum kynntist ég manni á Dvalarheimili aldr- aðra sjómanna. Hann hét Þor- steinn Sigurðsson, var vélameist- ari að mennt og ættaður að norð- an. Hann lést fyrir nokkrum ár- um. Þorsteinn var talinn dulrænn og vel greindur. Hann sagði mér sögu um Baldvin nokkurn, sem ættaður var úr Skagafirði og var kallaður Baldvin Skagfirðinga- bragi. Baldvin var maður léttur á fæti og fór víða um, var fljúgandi hagyrðingur. Hann kom oft á Ólafsfjörð, en þar dvaldist Þor- steinn Sigurðsson þegar þessi saga gerðist, 18 ára að aldri, og var hjá foreldum sínum. Dag einn sér Þorsteinn Baldvin Skagfirðingabraga á götu í Ólafs- firði og ætlaði að tala við hann. Langt var á milli þeirra, svo að Þorsteinn sló því á frest, því að hann gerði ráð fyrir að Baldvin mundi verða um hríð í bænum, eins og svo oft áður. Svo líður þessi dagur. Um nóttina dreymir Þorstein, að Baldvin kemur inn í svefnher- bergið til hans, fannbarinn og snjóugur frá hvirfli til ilja, og fór með þessa vísu: Kru læknud öll mín sár, engar nauðir þvinga. Nú er Baldvin bleikur nár, bragi SkagHrdinga. Við þetta hrökk Þorsteinn upp, Sigríður Eyjólfsdóttir skrifar: „Velvakandi! Mig langar til að taka undir orð J.H.M. á Akureyri í dálkum þínum í gær (5. jan.), að fá áramótahug- leiðingu Ándrésar Björnssonar út- varpsstjóra til birtingar. Þar var djúpt kafað í sannleik helgrar bókar sem okkur er hollt að at- huga. Einnig þakka ég ómari Ragnarssyni hans góðu þætti, Stiklur, þar sem við sjáum okkar fagra land í litmyndum. Okkur, sem lítið höfum ferðast um landið, er þetta mikil ánægja. Kærar 83? SlGeA V/öGA £ 1/LVtftAW WtSToVl . ow Otf \\AUhm Á WÉR É6 SAö9/ \iom WfflSíáábj vm \ mk/ua Wja' ovmí þakkir til beggja þessara manna og til Velvakanda fyrir marga góða þætti. Gleðilegt nýtt ár.“ Ómar KaKnarsaon Heí opnaó tann- lækningastofu aö Laugavegi 126. Viötalstími 9—12 og 13.30—17. Sími 21210. Jónas B. Birgisson, tannlæknir. Samtalstimar í ensku Kvöldnámskeið — síödegisnámskeiö Málaskólinn Mímir Brautarholti 4, sími 10004 og 12 11109 (kl. 1—5). sá að það var farið að birta og mundi vera komin fótaferð. Hann klæddi sig í flýti og fór til föður síns og spurði hann, hvort Baldvin mundi enn vera í bænum. Hélt hann að svo mundi vera, en vildi fá að vita af hverju Þorsteinn spyrði og fékk þá að heyra vísuna. Varð gamla manninum ekki um sel, klæddi sig og fór til fólksins sem Baldvin var vanur að gista hjá á Ólafsfirði. Kom í ljós að Baldvin hafði lagt á heiðina síðla daginn áður. Leist mönnum ekki á blikuna eftir að hafa heyrt vísuna, söfnuðu liði og fóru nokkrir saman á heiðina. Þegar þeir komu upp á háheið- ina sáu þeir broddstaf standa upp úr snjóskafli. Grófu þeir niður við stafinn og fundu Baldvin, bleikan ná, eins og sagt hafði í vísunni. Dapurleg framtíðarsýn Fyrir nokkrum árum dreymdi mann nokkurn, að Þorsteinn Erl- ingsson skáld kom til hans og var allþungbúinn. Hann fór með vísu sem er svona: Sjtja um haudur sorgarvörð sólarrauðar glóðir þ«*gar auð er orðin jörð eftir dauðar þjóðir. Það er alvarleg áminning í þess- ari dapurlegu framtíðarsýn, en þar sem ég er ekki viss um hvaðan vísan er komin, þætti mér vænt, ef einhver vissi betur, að hann léti. mig vita.“ Músikleikfimin hefst mánudaginn 18. janúar Styrkjandi og liðkandi æfingar fyrir konur á öllum aldri. Byrjenda- og framhaldstímar í húsi Jóns Þorsteinssonar, Lindargötu 7, kennari Gígja Hermannsdóttir. Uppl. og innritun í síma 13022 um helgina. Djúpt kafað í sann- leik helgrar bókar JÍAZY 8 Er buxnaframleiðandi í Færeyjum Okkuf vantar FATAHÖNNUÐ með nýstárlegar hugmyndir. Við bjóöum góða og bjarta vinnuaðstöðu og gott kaup. Nánari upplýsingar veitir AUGLÝSINGASTOFAN DEKOR, SÍMI 16280. EFÞAÐERFRÉTT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU Al'GI.YSINGA- SÍMINN ER: 22480 WVEKM6 ÍK 0(0 SÉ6M CJH KvebJho siáÁvmtvum há wmw wm , owmoá sKtfiy 1 tmHL AP WfóA M.íéomw waáoi vr$uy/\mm%teA. w íg hf\wr . GtfA %/\G\ WtfáÓWiJ

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.