Morgunblaðið - 26.02.1982, Síða 22

Morgunblaðið - 26.02.1982, Síða 22
54 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 26. FEBRÚAR 1982 „ P\ ha Mér Secj\r, „ Skal borbast ■fyr'ir febrúar 1Q7§." Ast er... ... hjálpa honum viö ud halda áramótaheitih. TM Raa U.S Pat Ofl -all rtghti r«sarved ® 1981 Los Angalas Tlmas Synrticate Skrítið. — Kg get svarid að ég sá áðan stóran trukk í speglinum! Með morgunkaffinu ég mun ekki sætta mig við að þú étir hvítlauk áður en þú kemur heim! HÖGNI HREKKVlSI í>essir hringdu . . . Hvað eru Ný- alssinnar? H.J. hringdi og bar fram eft- irfarandi fyrirspurn: „Ég les velvakanda yfirleitt á hverjum degi og oft rekst maður þar á margt forvitnilegt. Eitt er þó það sem sérstaklega hefur vakið athygli mína að undan- förnu — skrif Ingvars Agn- arssonar um himingeiminn og stjörnunar. Ég hef gaman áf' stjörnufræði og hef t.d. fylgst vel með „Aiheiminum" í sjón- varpinu þar sem þessi banda- ríski vísindamaður ferðast með okkur um himingeiminn. En skrifum Ingvars botna ég ekkert í — mér skilst að hann sé Nýalssinni og einn kunningi minn heldur því fram að það séu trúarbrögð. Ekki þekki ég þetta málefni svo vel að ég treysti mér ti að skera úr um það og væri gaman ef einhver vildi útskýra hvað þar na er á ferðinni.“ Sýnið kvikmynd- ir um skað- semi reykinga í sjónvarpinu María Friðriksdóttir hringdi og hafði eftirfarandi að segja. „Þeir ætla að hafa reyklausan dag hinn 9. marz nk. og þegar ég heyrði um það minntist á hvers vegna ég hætti sjálf að reykja fyrir mörgum árum. Ég á son sem nú er 18 ára og þegar hann byrjaði í skóla 6 ára gamall hér í Bessastaðahreppi var börnunum sýnd bíómynd um skaðsemi reykinga — og hún hafði mikil áhrif á bornin sem voru í bekknum. Ég reykti þá, a.m.k. pakka á dag. En alltaf þegar ég kveikti mér í sígarettu, eftir að hann hafði séð þessa mynd, varð hann hvítur í fram- an af hræðslu og var alltaf að biðja mig að hætta að reykja. Ég tók þetta ekki alvarlega f.vrsta daginn en þegar að ég sá að honum leið alltaf illa þegar ég kveikti mér í sígarettu stein- hætti ég ög hef ekki reykt síðan. Mér var því að detta í hug hvort sjónvarpið gæti ekki sýnt þessa fræðslumynd um skaðsemi reyk- inga — þannig myndi hún ná til allra. Ég er viss um að ef þetta væri gert myndi það ýta við mcrgum til að hætta reyking- um.“ Skrflslæti á Lækjartorgi: „Miklir menn erum við, Hrólfiir minn Ileiðraði velvakandi Mánudaginn 22. febrúar var fag- urt veður í Reykjavík, sunnan and- vari minnti á að vetur konungur væri á undanhaldi, en hið lang- þráða vor á næsta ieiti. Blásið var til hátíðar á Lækjar- torgi, það var Lúðrasveitin Svan- ur, sem þar lék í 30 mín. frá kl. 17.30—18.00. Var þetta upphaf á 50 ára afmælishátíð Félags íslenskra hljómlistarmanna. Fólk gaf sér tíma til að staldra við á leið heim úr vinnu og hlýða á dynjandi marsa. Það var eftirtektarvert að andlitsdrættir hertir af vetrarst- ormum urðu mýkri og einstaka manneskja fór að hreyfa sig eftir hljóðfallinu. Yfirskrift hátíðarinn- ar er líka: „Lifandi tónlist fyrir lif- andi fólk.“ Eitthvað fór þetta samt fyrir brjóstið á einhverjum, því allt í einu hófst eggjakast að hljóðfæraleikurum og áheyrend- um, söludólgar flúðu af hólmi. „Miklir menn erum við Hrólfur minn.“ Það er sorglegt til þess að vita, að við skulum ekki vera kom- in lengra á þroskabrautinni en það, að geta ekki átt saman frið- sæla stund, þar sem verið er að gera borgarlífið ögn manneskju- og menningarlegra. Það mega þeir vita, sem að svona aðgerðum standa að það fólk sem þarna blés í hljóðfærin sín, leggur á sig ómælda vinnu til að vera viðbúin því að skemmta borgarbúum þegar þeim hentar. Vonandi fær F.I.H. ekki fleiri afmæliskveðjur af þessu tagi. Vil ég skora á þá er stóðu að þessum aðgerðum, að sýna þann manndóm og gefa sig fram við stjórnanda Lúðrasveitarinnar og biðjast afsökunar á framferði sínu, annars hafa þeir ekki góðan mann að geyma. Með þökk fyrir birtinguna. Þorbjörg Kriðriksdóttir Ríkisútvarpid: Rannsóknarréttur íslenzkr- ar tungu og málfrelsis? Nú er svo komið, að syrgjendur mega ekki lengur ráða, hvernig dánartilkynningar, sem lesnar eru í Ríkisútvarpinu, eru orðaðar. Orð eins og t.d. „herra“ og „frú“ eru bannorð, hafa reyndar verið dæmt úrelt, dauð og ómerk af „rann- sóknarráði“ Ríkisútvarpsins, nema þegar forseti íslands eða biskup eiga hlut að máli, eins og þeir séu æðri öðrum þegnum þjóð- félagsins. Um aðra er óheimilt að nota slík virðingarheiti. Fjöldi ávarpsorða er líka tak- markaður. Óleyfilegt er t.d. að segja „móðir mín, tengdamóðir og amrna", vegna þess að „rannsókn- arréttarmönnum“ Ríkisútvarpsins þykir það ekki „skemmtilegt". Ávarpsorðin skulu aðeins vera tvö, það þykir þeim „skemmtilegra". ^ í framhaldi af þessu er rétt að geta þess að ætlunin var að láta lesa tilkynningu um andlát tengdamóður minnar alls fjórum sinnum á tveimur dögum. Starfs- kraftur á auglýsingaskrifstofu Ríkisútvarpsins virtist ekki fylli- lega ánægður með það og sagði, að þetta yrði þá eins og ballauglýs- ing. Eftir stutt viðtal við „forseta rannsóknarréttarins" var útfar- artilkynningin afpöntuð. Ég lýsi vanþóknun minni á skerðingarseggi Ríkisútvarpsins. Er lýðræði ekki lengur virt á ís- landi? Að lokum er mér spurn, hvort slík skerðing á málfrelsi sé ekki í rauninni brot á stjórnar- skránni. Vanþóknunarfyllst, Halldór Þorsteinsson, Miðstræti 7, Rvk.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.