Morgunblaðið - 27.02.1982, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 27.02.1982, Blaðsíða 1
48SÍÐUR OGLESBÓK 44. tbl. 69. árg. LAUGARDAGUR 27. FEBRÚAR 1982 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Laker leigir verkstæði sitt Iiondon, 26. febrúar. AP. BRKZKA flugfélagið ('alcdonina tilkynnti í dag að það hcfði fcngið viðgcrðaraðslöðu þá sem Laker flugfclagid hefur haft á Gatwick- flugvelli skammt frá London. Samkvæmt samningi við Lak- er tekur Caledonian viðgerðar- verkstæði félagsins á leigu og annað brezkt flugfélag, Dan Air, fær einnig að nota það. Atlantshafsflugleiðin: Allt að 20% hækkun flug- fargjaldanna Iiondon, 26.febrúar. AP. BRESK flugmálayfirvöld hafa fyrir sitt leyti samþykkt allt að 20 prósent hækkanir á fargjöldum yfir Atlants- hafið frá og með næstkomandi mánu- degi, og átta prósent hækkun til við- hótar I. maí. Búist er við samþykki bandarískra flugmálayfirvalda fyrir helgi. Eftir hækkunina kostar venjulegt fargjald milli London og New York 143 sterlingspund (263 dollara) með Pan Amerjcan, TWA, British Airways og British Caledonian. Þetta fargjald hækkar í 155 pund (285 dollara) 1. maí, en í dag kostar þessi ferð 124 sterlingspund, eða 228 dollara. Samsvarandi hækkun- arbeiðni Air Florida hefur enn ekki verið samþykkt. Jafnframt þessu hækkar sérstakt sumarfargjald milli London og New York úr 169 pundum í 218 pund eft- ir 1. maí. Venjulegt apex-fargjald, sem gildir fram og til baka, hækkar á mánudag úr 223 pundum í 257 pund, og í 278 pund 1. maí. Apex- fargjald á mesta annatíma hækkar úr 314 pundum í 362 pund á mánu- dag, og í 385 pund frá og með 1. maí. Fargjaldahækkanirnar ná til að- ildarfélaga IATA, en búist er við að flugfélög utan sambandsins hækki einnig fargjöld sín. Sótt er um far- gjaldahækkanirnar vegna vaxandi tilkostnaðar flugfélaganna. Rannsókn er einnig hafin gegn Hans Friedrichs fv. efnahagsmála- ráðherra, sem er nú formaður Dresdner Bank. Von Brauchitsch er varaformaður stórfyrirtækisins Friedrich Flick í Dússeldorf. Flick hefur einnig verið nefndur. Ríkisstjórnin kveðst sannfærð um að grunsemdirnar reynist ekki á rökum reistar. Lambsdorff kvaðst ekki vita til að hann væri viðriðinn mútur. Matthöfer gaf út áður birta yfirlýsingu þar sem hann neitaði að hafa þegið mútur frá Flick. Ef ráðherrarnir verða ákærðir gæti hneykslið stofnað lífi fallvaltr- ar stjórnar Schmidts í hættu og jafnvel orðið henni að falli sam- kvæmt pólitískum heimildum. „Ég veit ekki hvernig stjórnin klórar sig grunaðír um mútur Bonn, 26. febrúar. AP. RANNSÓKN er hafin gegn tveimur af valdamestu ráðherrum Helmut Schmidts kanzlara, Otto Lambs- dorff efnahagsmálaráðherra og llans Matthöfer fjár málaráðherra, og öðrum háttsettum stjórnmála- mönnum og iðnrekendum, vegna gruns um mútur í sambandi við ólöglega fjáröflun í kosningasjóði. Meðal annarra sem nefndir eru í rannsókninni eru helzti ráðunautur Schmidts, Manfred Lahnstein, áður ráðuneytisstjóri Matthöfers, og Eberhard von Brauch- itsch, kunnur iðnrekandi, sem í gær sagði af sér sem varaformaður þýzka iðnrekendasambandsins og sagð- ist ekki mundu taka við formennsku sambandsins að ári eins og til stóð. fram úr þessu," sagði Ernst-Dieter Lúg, kunnur stjórnmálafréttaritari. Blaðið Bild sagði fyrst frá rann- sókninni. Rannsóknin gegn Matthöfer og Lambsdorff er liður í viðamikilli út- tekt á 700 meintum skattsvikum einstaklinga, fyrirtækja og stjórn- málaflokka, sem eru grunaðir um ólögleg framlög í kosningasjóði eða að taka við ólöglegum framlögum. Komið var á fót góðgerðarstofnun- um undir fölsku flaggi til að laða að fjárgjafir. Síðan voru skattaíviln- anir góðgerðarstofnana notaðar til að veita fénu aftur til flokkanna. Allir stjórnmálaflokkarnir þrír eru nefndir. Flokkarnir munu stundum hafa falið iðnfyrirtækjum verkefni undir fölsku flaggi. Síðan veittu fyrirtæk- in fénu í kosningasjóði og fengu þar |með frádrátt frá skatti. Rannsóknin gegn Matthöfer og Lambsdorff varðar sölu Flick á verðbréfum í Daimler Benz-bílafyr- irtækinu 1974. Hluti fjárins var fjárfestur í ýmsum fyrirtækjum án þess að skattur væri greiddur á þeirri forsendu að yfirvöld teldu fénu varið í almenningsþágu. Ef ráðherrarnir verða ákærðir verður að svipta þá þinghelgi, en talið er ólíklegt að þeir verði reknir. Horst-Ludwig Riemer, fv. efna- hagsmálaráðherra Nordrhein- Westfalen, og Rudolf Eberle, efna- hagsmálaráðherra Baden-Wurtt- emberg, eru einnig nefndir. Ráðherrar í Bonn Þotu rænt, tveir myrtir Nairohi, 26. Tebrúar. AP. FLUGRÆNINGJAR rændu tanz- anískri farþegaþotu af gerðinni Boeing 737 með 96 farþegum í inn- anlandsflugi í dag og neyddu flug- stjórann til að fljúga til Nairobi þar sem tveir voru myrtir. Leiðtogi þeirra hótaði að sprengja þotuna í loft upp ef hún fengi ekki eldsneyti svo að hún gæti flogið til Saudi-Arabíu eða Adens. Eftir sex tíma var orðið við kröfu hans. Leiðtogi flugræningjanna krafðist þess að Julius Nyerere Tanzaníuforseti segði af sér. Einn flugræningjanna er talinn foringi í Tanzaníuher. Morjfunblaðiö/Rax. Dozier í Vicenza Vicenza, 26. febrúar. Al*. JAMES Dozier hershöfðingi kom aftur til bandarísku herstöðvarinnar í Vicenza í dag, fjórum vikum eftir ad honum var bjargað úr klóm Rauðu herdeildanna. „Hann ætlar að hafa það náðugt um helgina," sagði talsmaður herstöðvarinnar. „Hann fer aftur til Verona einhvern tíma í næstu viku.“ Dozier og Ju- dith kona hans hafa verið i leyfi í Bandaríkjunum. Þau neituðu að tala við blaða- menn þegar þau komu til her- stöðvarinnar. Talsmaðurinn sagði að öryggi Doziers yrði aukið þegar hann tæki aftur við störfum sinum í NATO-stöðinni í næstu viku. Dozier verður líklega á Ítalíu fram í júní þegar tveggja ára starfstima hans lýkur. Flokkurinn lýsir yfír stuðningi við herlögin Varsjá, 26. febrúar. AP. MIDSTJÓRN pólska kommúnista- flokksins kaus í dag yfirmann lögregl- unnar, ('zeslaw Kiszczak hershöfð- ingja, aukafulltrúa í stjórnmálaráðinu og samþykkti cinróma ályktun þar sem lýst er yfir eindregnum stuðningi við setningu heriaga. Jaruzelski hershöfðingi virðist traustur í sessi eftir stöðuhækkun Kiszcaks og fund miðstjórnarinnar, sem fordæmdi einnig Samstöðu. í harðorðri ályktun og rak tvo félaga hreyfingarinnar. Sérfræðingar segja að ályktunin bendi til afturhvarfs flokksins til strangs rétttrúnaðar eftir margra mánaða umrót af völd- um umbótabaráttu Samstöðu. 1 stað þess að gagnrýna leiðtogana fyrir að slitna úr tengslum við verkamenn lýsti flokkurinn yfir heilshugar stuðningi við setningar- ræðu Jaruzelskis, sem kenndi Bandaríkjunum og andspyrnu inn- anlands um þá töf sem hefur orðið á slökun herlaga. Um herlögin sagði: „Þessar ákvarðanir voru teknar í nafni brýn- ustu hagsmuna verkalýðsstéttarinn- ar og þjóðarinnar, sem stóð frammi fyrir ógnun við grundvöll sjálfstæð- rar tilveru sósíalistaríkisins." Viðurkennt er í ályktuninni að herlög hafi verið sett þegar „öll önn- ur ráð til að afstýra þjóðarógæfu höfðu verið þrautreynd". Einnig er bent á Jákvæðar breytingar" í Pól- landi eftir setningu herlaganna, en sagt að „efnahagsástand Póllands sé enn erfitt". Pólskir þingmenn bergmáluðu ályktunina í ræðum við setningu tveggja daga fundar þingsins. Þingmenn samþykktu átta frum- vörp sem eiga að bjarga bágbornum efnahag Póllands frá algeru hruni og losa þá úr gífurlegum erlendum skuldum sem munu nema 28 millj- örðum dala. Þingið samþykkti afsögn tveggja þingmanna: leikarans Gustaw Hol- oubek, sem vildi mótmæla handtök- um félaga sinna skv. áreiðanlegum heimildum, og Emil Wojtaszek, fv. utanríkisráðherra og nú sendiherra á Ítalíu, fyrirrennara Jozef Czyreks. Þriggja daga stormasömum fundi æðstu manna kaþólsku kirkjunnar um nýja stefnuáætlun lauk í dag. Fimm 17 ára unglingar úr samtök- unum „Félagið til baráttu fyrir lýð- ræði“ hafa verið handteknir fyrir að dreifa flugmiðum í Chelm á landa- mærum Sovétríkjanna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.