Morgunblaðið - 27.02.1982, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 27.02.1982, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LA-UGA-RUAGUR 27. FEBRÚAR 1982 Sjálfheldan kallar á athafhir ... -fi.rtRnno'1' við aðila vinnumarkaðarins til þess að fá frelsi til að stjórna efnaha«smálum þjóðarinnar svo sem- þær eru kjörnar til. Fyrsta tilraunin var gerð 1976 með skip- an verðbólgunefndar. Önnur til- raunin fór fram 1978 með skipan vísitölunefndar, og sú þriðja hófst í gær (9. febrúar innsk.) með við- ræðum um nýtt viðmiðunarkerfi, eins og stjórnvöld hafa kosið að kalla það. Tvær fyrri tilraunirnar mistók- ust. Ég ætla ekki að vera hér með óþarfa svartsýni varðandi tilraun- ina, sem hófst í gær. En eins og sakir standa bendir ekkert sér- stakt til að hún takist. Allt hnígur 'ff'tnr*- . *!’ .iiiJ sambanda innan þeirra. Þeir aðil- ar sem hafa sérstaka aðstöðu fara oft eigin leiðir. I reynd er um að ræða skylduaðild að verkalýðsfé- lögum, þvert gegn ákvæðum stjórnarskrárinnar og mannrétt- indayfirlýsinga Sameinuðu þjóð- anna og Evrópuráðsins. Á síðasta ári hækkuðu laun um rúmlega 3% vegna kjarasamn- inga, um rúm 37% vegna verðbóta og reikna má með að launaskrið hafi verið 2%. Launahækkunin var 45% þegar skiptaverðmætið reyndist vera innan við 2%. Ég nefni ekki kröfurnar. En vinnuveitendur og launþegar leika ekki þennan leik einir. Ríkis- - um kreppuna í kerfi vinnumarkaðarins eftir Þorstein Pálsson, framkvæmdastjóra Vinnuveitenda sambandsins Ég verð að byrja á því að játa, að með fullri vissu veit ég ekki hvers menn vænta í erindi um samtök vinnuveitenda. Ég geri þó ráð fyrir, að til þess sé ætlast að ég greini frá sögu þeirra, skipulagi, sögulegum af- rekum og helstu verkefnum nú um stundir, ásamt með röksemdafærslu um þjóðhagslegt mikilvægi stofnun- arinnar, forystumannanna og að sjálfsögðu starfsfólksins. En þetta ætla ég ekki að gera. í raunveruleikanum er það hlutskipti framkvæmdastjóra Vinnuveitendasambandsins, að njóta skilnings fárra en valda þvi fleiri mönnum vonbrigðum. Það er í krafti þessa lögmáls, sem starfið lýtur, að ég ætla að leyfa mér að valda félagsskapnum vonbrigðum með því að ræða ekki um verkefni mitt eins og ég held að til sé ætl- ast, heldur eftir eigin geðþótta. Ég hef í hyggju, að afmarka þetta erindi um samtök vinnuveit- enda við þá áleitnu spurningu, hvort við séum komin í sjálfheldu í því kerfi, sem vinnumarkaðurinn hefur fallið inn í. Og ennfremur er það umhugsunarefni í því sam- hengi, hvort við eigum einhverjar útgönguleiðir úr kerfinu. Það er ekki einungis að við þurfum að velta fyrir okkur hvort ríkjandi kerfi gerir okkur kleift að takast á við þau vandamá! og verkefni, sem nú steðja helst að. Við verðum einnig að huga að því, hvort við treystum okkur, að óbreyttri skip- an, til að glíma við ný viðfangefni. I því sambandi nefni ég t.d. kröf- una um svonefndan sjóðasósíal- isma sem nú er eitt helsta átaka- efni í þjóðfélagsumræðum t.d. í Danmörku og Svíþjóð og víðar í Evrópu. Þrjár áleitnar spurningar Að minni hyggju leikur enginn vafi á því, að viðureignin við sjóðasósíalismann verður á næstu árum eitt helsta verkefni þeirra, sem fylgja lýðræði og markaðsbú- skap. Ólíklegt er, að ísland verði þar undanskilið. I Danmörku hafa verkalýðssamtökin t.d. boðið vinnuveitendum þau kostakaup, að falla frá þeirri takmörkuðu vísitölubindingu á laun, sem þar gildir, gegn samkomulagi um að ákveðnum hluta af hagnaði fyrir- tækjanna verði veitt inn í sjóði verkalýðssamtakanna, er síðan fái það hlutverk að kaupa hlutabréf í atvinnufyrirtækjunum. Þessar hugmyndir um sjóðasósíalisma miða að því að verkalýðsforystan, ekki verkafólkið, heldur forysta verkalýðssamtakanna fari með meirihlutavald í öllum hlutafélög- um í Danmörku að 25 árum liðn- um. í Svíþjóð hafa einnig staðið miklar og heitar umræður um sjóðasósíalismann. Meginþorri fólks stendur gegn þessum hug- myndum, en verkalýðsforystan freistar þess eigi að síður að hag- nýta sér ríkjandi kerfi í því skyni að þvinga málið fram. Engum blöðum er um að fletta, að í Vcstur-Evrópu er unnið að því að smeygja sósíalsimanum inn um bakdyr markaðskerfisins. Það kallar á vangaveltur um kerfi að- ila vinnumarkaðarins, sem svo eru nefndir. í því sambandi eru þrjár spurn- ingar áleitnar: 1. Hindrar núverandi kerfi að við getum leyst aðsteðjandi stjórn- mála- og efnahagsvandamál? 2. Auðveldar þetta kerfi kröfu- gerðarmönnum sjóðasósíalism- ans að ná markmiði sínu? 3. Myndi breytt skipan á uppgjöri launþega og vinnuveitenda gera hægar um vik að leysa þau verkefni, sem við blasa, þannig að viðunandi sættir haldist í þjóðféiaginu og eðlilegur hag- vöxtur náist? Algild svör við þessum spurn- ingum kann ég ekki. F)n því frem- ur er mikilvægt að brjóta þessi álitaefni til mergjar. Úlfakreppa stjórnvalda Augljóst er, að stjórnvöld telja sig vera í úlfakreppu gagnvart kerfi hagsmunasamtakanna á vinnumarkaðnum. Á síðastliðnum 7 árum hafa þrjár ríkisstjórnir leitað eftir formlegu samkomulagi Þorstcinn Pálsson því í þá átt, að núverandi launa- ákvörðunarkerfi viðhaldi þeirri stjórnunarlegu úlfakreppu, sem pólitíkin hefur verið í um árabil. Islendingar eru ekki eyland í þessum efnum. Við búum að þessu leyti við svipaðar aðstæður og Norðurlandaþjóðirnar, nema að því er sjálfvirknina varðar. Þar höfum við sokkið dýpra en aðrir. I Finnlandi hefur hins vegar verið gengið lengst inn í þríhliða kerfi með beinni aðild ríkisins. Að lög- um er samningsrétturinn í hönd- um einstakra fyirtækja og stað- bundinna stéttarfélaga. í reynd er samningsvaldið hins vegar að mestu í höndum heildarsamtaka launþega og vinnuveitenda og sér- „Á síðari árum hefur engin ríkisstjórn þorað að ögra þessu kerfis- valdi á vinnumarkaðn- um með því að lýsa yfir, að launþegar og vinnu- veitendur verði að bera sjálfir ábyrgð á niður stöðum samninga. í kerfi heildaruppgjörs er það líka að minni hyggju, fremur fræði- legur kostur en raun- verulegur að gera aðila ábyrga gerða sinna með slíkum einhliða yfirlýs- ingum.“ Þannig kemst Þorsteinn Pálsson, framkvæmdastjóri V inu veitendasam bands íslands, að orði í þess- ari grein, sem er að stofni til erindi, er hann flutti í Rótary-klúbbi Reykjavíkur 10. febrúar og birtist hér að ósk Morgunblaðsins. stjórnir i úlfakreppu gefa út á báða bóga: Launþegar fá svonefnda félagsmálapakka en vinnuveitendur fá á táknmáli fyrirheit um nauðsynlegar geng- isfellingar. Ábyrgðarlaus verkalýðsforysta Forysta verkalýðsfélaganna hefur verið gerð ábyrðarlaus af kröfugerð og vinnustöðvunum. I krafti valds síns þarf hún ekki að lúta neins konar efnahagslegum takmörkunum. Það eru valdalitlar ríkisstjórnir, sem sitja uppi með ábyrgðina í kerfinu. Á hinn bóg- inn hefur verið dregið um of úr kostnaðarhaldi af vinnuveitend- um. Til skýringa á þessari fullyrð- ingu má benda á, að það er ekki ráðandi sjónarmið innan raða vinnuveitenda, en eigi að síður þekkt, að litlu máli skipti, hvort samið sé um 20—30% launahækk- anir, ofan á 40—50% sjálfvirkni, þar sem launþegar greiði allt til baka með lækkuðu verðgildi krón-. unnar og hækkuðu verðlagi. Á síðari árum hefur engin ríkis- stjórn þorað að ögra þessu kerf- isvaldi á vinnumarkaðnum með því að lýsa yfir, að launþegar og vinnuveitendur verði að bera sjálfir ábyrgð á niðurstöðum samninga. I kerfi heildaruppgjörs er það líka, að minni hyggju, fremur fræðilegur kostur en raunverulegur að gera aðila ábyrga gerða sinna með slíkum einhliða yfirlýsingum. Frá mínum bæjardyrum séð er- um við því í sjálfheldu, ekki ein- ungis stjórnmálalega, heldur einn- ig og ekki síður atvinnulífið sjálft. Engin grundvalllarbreyting á valdahlutföllum innan þessa upp- gjörskerfis er sjáanleg. Breyt- ingar, sem máli skipta gerast því væntanlega ekki með þeim hætti. Ef við komumst ekki út úr kerfinu verðum við vafalítið að sætta okkur við óbreytt ástand. Vel má vera að það reynist besti kostur- inn þegar öllu er á botninn hvolft. En á því getum við ekki áttað okkur fyrr en við höfum brotið aðra möguleika til mergjar. Sjóðasósíalismi Ég ætla hér að nefna þrjár leið- ir: í fyrsta lagi, en ekki vegna mik- ilvægis, bendi ég á sjóðasósíal- ismann. Hann er ugglaust æski- legastur frá sjónarmiði sósíalista og sumra annarra, sem eru í þeirra taumi. Tilboð danska Al- þýðusambandsins sýnir hvernig sjóðasósíalistar ætla að nota ógöngur þær, sem menn hafa rat- að í með núverandi uppgjörskerfi, til þess að þvinga fram verka- lýðsforystusósíalisma í stað ríkis- sósíalisma, af því að hann er hvorki seljanleg vara lengur né í seljanlegum umbúðum. Þetta er sú kerfisbreyting, sem sennilega hefur verið mest rædd á Norður- löndum. En auðvitað er önnur að- ferð við að koma á sósíalisma en hin hefðbundna engin lausn. Þvert á móti. Hin vísindalega lausn Annar kosturinn, sem ég nefni til hér í dag, er hin vísindalega lausn. í lok sjöunda áratugarins setti sænska Vinnuveitendasam- bandið fram umfangsmiklar til- lögur um nýtt vísindalegt upp- gjörskerfi á vinnumarkaðnum. Með hæfilegri einföldun má lýsa tillögunum á þann veg, að á fyrsta stigi samningaviðræðna áttu efna- hagssérfræðingar aðila að ákvarða hversu miklar launa- hækkanir þjóðarbúskapurinn þyldi á næsta ári. Til grundvallar þessari ákvörðun áttu sérfræð- ingar að leggja opinberar þjóð- hagsspár. Aðalverkefnið var að meta væntanlega meðaltalsfram- leiðniaukningu á vinnustund. Landsbankinn opnar útibú í Breiðholti í ágúst: Bankaþjónusta með nýju sniði f undirbúningi Bjarni Magnússon sagði, að á jarðhæð þessa nýja húsnæðis, sem er 685 fermetrar að stærð, verði Mjóddin í Breiðholti I, miðstöð fé- lags- og viðskiptalífs Breiðhyltinga, er að mótast með fyrstu byggingunum sem þar eru að rísa. Stærsta sam- komuhús landsins er nú þegar starf- andi þar og nýtt kvikmyndahús opnar á næstunni. Fljótlega verður byrjað á stórri verslanamiðstöð, byggðri á er lendri fyrirmynd, þar sem fjölbreytt þjónusta verður til húsa. Sú bygging, sem næst er komin að því að opna, er útibú Lands- bankans, Breiðholtsútibú að Álfa- bakka 10. Það verður opnað í ágúst nk. Morgunblaðið sneri sér til ný- ráðins útibússtjóra, Bjarna Magn- ússonar, sem síðastliðin tíu ár hef- ur veitt Múlaútibúi Landsbankans forstöðu, og ræddi við hann um hið nýja útibú. -„c-u. Nýbygging l.andshankans í Brciðholti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.