Morgunblaðið - 27.02.1982, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 27.02.1982, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. FEBRÚAR 1982 Könnunarnefnd um úthafsveidar á laxi: Leggur til að undanþágur til lax- veiða í sjó verði úr gildi felldar „LAXASTOFNINN á Norður-Atlandshafi stendur illa að okkar mati. Við teljum að íslenski stofninn sé ekki yfir 500 tonn. I»að er tóm vitleysa ef fólk heldur að það sé nóg af laxi í sjónum.“ I»etta sagði Jakoh V. Hafstein í samtali við Mbl., en hann ásamt l»orsteini l»orsteinssyni og dr. Birni Jóhannssyni hafa skilað áliti þeirrar nefndar sem þeir skipa og I»orsteinn er formaður fyrir. I»að er könnunarnefnd úthafsveiða á laxi, sem landbúnaðarráðherra Pálmi Jónsson skipaði 21. ágúst 1981, „til þess að leita færra leiða til könnunar á hludeild íslenska laxastofnsins í afla þeirra þjóða, sem laxveiðar stunda á norðaustanverðu Atlantshafi.“ í afla Færeyinga í vetur. Sam- vinnu verði leitað við Skota og Ira um framkvæmd leitarinnar. Þegar gengið hefur verið frá fjölþjóð- legri starfsáætlun um merkingar og merkjaleit, taki íslendingar þátt í því samstarfi. í þriðja lagi að fulltrúa íslands í vinnuhópi um Atlantshafslaxinn í Göngufiskanefnd Alþjóða haf- í fyrsta kafla nefndarálitsins er stutt yfirlit um þróun úthafs- veiðanna á Norður-Atlantshafi. Þar segir að eftir 7. áratuginn hefji Danir flotlínuveiðar á laxi út af Norður-Noregi, og fljótlega bætist fleiri þjóðir í hópinn. Segir að þær veiðar nái hámarki um 1970 með tæplega 1000 tonna árs- afla. Línuveiðar á laxi við Færeyj- ar eiga sér nokkuð langa sögu en það er fyrst árið 1973, sem ársafli þar fer yfir 20 tonn. Þær veiðar hafa vaxið mjög hratt síðustu þrjú árin og ná 1065 tonnum á síðustu vertíð. Hlutfall úthafsveiða af heiíd- arveiðum á Atlandshafslaxi hefur yfirleitt verið á bilinu frá 20 til 25 prósent undanfarin 15 ár. Telja fræðimenn að fyrir hvert veitt tonn af veiddum laxi á úthafi rýrni endurheimtur til uppruna- landanna um 1500 kíló. Heiidarveiðar á laxi í uppruna- löndum hans í Evrópu eru taldar vera á bilinu 3500—4000 tonn árið 1981. Má ætla að af þessum afla séu 1500 til 2000 tonn lax, sem al- ist hefur upp við Vestur-Græn- land, en aðeins 1500 til 2500 tonn sé fiskur, sem uppalinn er í Austur-Atlantshafi. A sama tíma rýra Færeyjarveiðarnar endur- heimtur á laxi til Evrópulanda um ca. 1600 tonn eða um svipað magn og nemur heimaveiðum á laxi frá þessu uppeldissvæði. I öðrum kafla nefndarálitsins er fjallað um stjórnun úthafsveið- anna og sagt frá þeim milliríkja- samningi sem gerður var í Reykja- vík 18. til 22. janúar sl. um vernd- un laxastofna á Norður-Atlants- hafi. I Reykjavíkursamningunum segir að laxveiði sé bönnuð utan 12 mílna landhelgislínu aðildarríkja EBE nema við Vestur-Grænland, þar er bannað að veiða lax utan 40 mílna og í færeysku fiskveiðilög- sögunni utan 200 mílna. Veiðar verða því ekki teknar upp á nýjum slóðum hér eftir. Einnig leggjast niður veiðar á al- þjóðlega hafsvæðinu milli Noregs og Jan Mayen. Skapast hefur vett- vangur fyrir aðildarríkin til að „stuðla með samráði og samvinnu Hótel Borg: Breytingar gerðar á rekstrinum NOKKRAR breytingar eru nú fyrirhugaðar á rekstri veitinga- sala Hótels Borgar, að því er Sigurður Gíslason hótelstjóri sagði í samtali við Morgunblað- ið. Sagði hann, að helstu breyt- ingarnar væru að í framtíðinni yrði salarkynnum lokað klukk- an 17 á daginn, en þeir síðan opnir á ný á kvöldin og um helg- ar, en fram til þessa hafa salar- kynnin verið opin allan daginn. Þá sagði Sigurður, að verið væri að breyta vinnuaðstöðu í eldhúsi til hins betra, sem ætti síðan að þýða að þar þyrfti færra fólk en áður til starfa. Dr. Björn Jóhannesson verkfræðingur og Jakob V. Hafstein lög- fræðingur. Á myndina vantar Þorstein Þorsteinsson formann nefnd- arinnar. að verndun, endurnýjun, eflingu og skynsamlegri nýtingu laxa- stofna, sem samningur þessi tekur til“. Þannig gefst tækifæri til stjórnunar á úthafsveiðunum með heildarhagsmuni fyrir augum. . Með einhliða yfirlýsingu í lok ráðstefnunnar hét færeyska landsstjórnin því, að auka ekki laxveiðar sínar í sjó frá því sem nú er. Einnig gaf hún von um veru- legan samdrátt í veiðum á yfir- standandi vertíð og þeirri næstu, ef samningar næðust við EBE um aðrar fiskveiðar. Frá því sam- komulagi hefur verið gengið. Þ.e. úr 1650 tonnum í ár niður í 750 tonn og á næstu vertíð niður í 625 tonn. Þetta er megin inntak í þeim milliríkjasamningi sem gerður var í janúar sl. í nefndarálitinu segir síðan: „Einnig er mjög athugandi að Islendingar leiti beinna samn- inga við Færeyinga um frekari samdrátt laxveiða á Færeyjamið- um.“ I þriðja kafla er rætt um færar könnunarleiðir á hlutdeild ís- ienska iaxastofnsins í afla þeirra þjóða, sem laxveiðar stunda á norðaustanverðu Atlantshafi. Ein leiðin er merkingar gönguseiða og endurheimt merkja úr aflanum. Þessi leið hefur þá kosti, að merk- ingar gönguseiða eru ekki mjög kostnaðarsamar en gallinn er sá að endurheimtur merkjanna hafa hingað til verið slæmar. Segir að líkur séu til að færeyskir sjómenn skili ekki nema mjög litlum hluta þeirra útvortis merkja sem í afl- anum finnast. Nefndarmönnum var tjáð að í vetur muni Færey- ingar ekki hleypa erlendum at- hugunarmönnum í frystihús sín. Sérstaklega er nauðsynlegt, seg- ir í álitinu, að kannaður verði skipulega gönguseiðafjöldi úr nokkrum veiðiám, dreifðum um landið, og einnig talinn sá lax, sem í þær gengur. Auk þess sem slíkar rannsóknir eru nauðsynlegar til að hægt sé að meta áhrif Færeyja- veiðanna á laxagöngur og veiðar í upprunalöndum laxins, munu þær veita upplýsingar um mjög mikil- væga þætti varðandi nýtingu lax- veiðihlunninda hérlendis. Önnur könnunarleið er að leita að merktum löxum í afla af Fær- eyjamiðum og Noregshafi. Nefnd- armenn telja að samkvæmt bókun um samvinnu í fiskveiði- og land- grunnsmálum frá 13.1. 1981, beri Færeyingum að tryggja okkur að- stöðu til slíks eftirlits. Leggja verður áherslu á að við það verði staðist. Síðan segir að sú þekking, sem tiltæk er um upprunalönd laxins á veiðisvæðunum við Færeyjar, sé að miklu leyti fengin með merkingum þar árin 1969 til 1976. Því miður varð ekki framhald þar á. Nefndin telur að með merking- um af þessu tagi sé hægt að afla nokkuð tryggra upplýsinga um hvaðan lax sá, sem þarna veiðist, sé upprunninn. Er óvíst hvort nokkurntíma verður ráðist í slíkt aftur og er það illa farið. Mjög er athugandi hvort ekki sé hægt að nýta íslensk hafrannsóknaskip til sjálfstæðra laxamerkinga við austurmörk fiskveiðilögsögu okkar á vori komandi. Það er mælt með því að íslenskir eftirlitsmenn verði settir um borð á laxveiðibátunum til að afla upplýs- inga um laxveiðar þær sem stundað- ar eru á hafsvæðinu, en einnig er óskað skoðunarmanna frá öðrum þjóðum. Telja nefndarmenn nauð- synlegt að Islendingar taki þátt í þessu starfi, svo þekking á veiði- svæðum og veiðiaðferðum sé fyrir hendi hérlendis. Allmiklar vonir eru bundnar við að unnt reynist að greina laxa til upprunalanda sinna með rann- sóknum á hreistursýnum. Virðist sú aðferða hafa gefist allvel til að greina á milli laxa af Ameríku- stofni og Evrópustofni í rannsókn- um á laxveiðum við Vestur- Grænland. I fjórða kafla nefndarálitsins er fjallað um tillögur nefndarinnar og eru þær í fimm liðum. í fyrsta lagi að Veiðimálastofnun verði falið að skipuleggja og fram- kvæma gönguseiðamerkingar í öll- um landshlutum. Ennfremur verði lögð mikil áhersla á rannsóknir á gönguseiðaframleiðslu, endur- heimtun, véiðiálagi og stærð laxa- stofna í íslenskum veiðiám. í öðru lagi að leitað verði örmerktra laxa rannsóknaráðsins verði falið að beita sér fyrir því á fundum vinnuhópsins, að upp verði teknar merkingar á laxi á veiðisvæðunum við Færeyjar og í Noregshafi sem fyrst. I fjórða lagi að Islenskir eft- irlitsmenn verði í færeyskum laxveiðibátum í vetur eftir því sem kostur er. Og í fimmta lagi að Veiðimála- stofnun veiti alla nauðsynlega að- stoð við gagnasöfnun að annað, sem auðveldað gæti rannsóknir á hreisturs- og blóðsýnum úr ís- lenska laxastofninum. I fimmta kafla benda nefnd- armenn á enn frekari leiðir þótt þær varði upphaflegt verkefni nefndarinnar ekki beint. Þar er lögð áhersla á að veiðieftirlit við strendur landsins verði aukið og eflt með lögum og allar undanþágur til laxveiða í sjó úr gildi felldar. A Is- lendinga er litið sem forystuþjóð hvað varðar bann við slíkum veið- um og ekki vansalaust ef illa er að staðið. Fiskifélagi íslands verði falið að afla skipulegra upplýsinga um viljandi laxveiðar íslenskra báta á djúpmiðum og við strendur landsins. Haldinn verði sem fyrst fundur landbúnaðarráðherra, sjávarútvegsráðherra og utanrík- isráðherra með fulltrúm ráðu- neytanna á laxafriðunarráðstefn- unni 18. til 22. jan. sl. til þess að meta og gera sér grein fyrir stöðu mála eftir ráðstefnuna. Og í síð- asta lagi að landbúnaðarráðherra boði sem fyrst til lokaðrar ráð- stefnu þeirra aðila er hagsmuna eiga að gæta í málum þessum, þar sem mótuð verði sameiginleg Ragnar Arnalds undirritaði 723 millj. kr RAGNAR Arnalds fjarmálaráðherra undirritaði í gær samning um lán til íslenzka ríkisins að fjárhæð 75 millj- ónir dollara eða um það bil 723 milljónir króna. Lánveitendur eru 12 bankar í Bandaríkjunum, Kanada, Japan og V-Evrópu. Milligöngu um lánið.sem er eitt hið hið hæsta sem íslenzka ríkið hefur tekið, hafði City Bank í London, sem lánar 9 milljónir af lánsfjárhæðinni, en aðrir bankar lána 6 milljónir hver. Lánið er veitt til 10 ára og eru vextir breytilegir og miðast við millibankavexti í London, en til viðbótar er greitf fast ofanálag, sem er 3/8% fyrstu fimm árin en 1/2% eftir það. í fréttatilkynningu frá fjár- málaráðuneytinu segir, að lánið megi greiða hvenær sem er fyrstu fimm árin, þyki lántaka það henta. Lánsfénu verður varið til almennra framkvæmda innan- lands í samræmi við fjárfestingar- framtíðarstefna til frekari sam- dráttar úthafsveiða á laxi. í lokaorðum nefndarmanna þakka þeir ágætt samband og samstarf við landbúnaðarráð- herra, Pálma Jónsson. í samtali Morgunblaðsins við þá nefndarmenn, Jakob V. Hafstein og dr. Björn Jóhannsson, en Þor- steinn Þorsteinsson formaður nefndarinnar var fjarverandi vegna anna, kom fram að heildar- veiðar allra þjóða sl. sumar á laxi í Norðaustur-Atlantshafi námu 5800 tonnum. Hver var hvatinn að stofnun Könnunarnefndar um úthafsveið- ar á laxi? „Það var samþykkt," sagði dr. Björn, „stjórnar Landssambands veiðifélaga til landbúnaðarráð- herra um stofnun nefndar til að kanna þessar veiðar, og síðan til- laga Alberts Guðmundssonar í Utanríkismálanefnd 10. ágúst um sama efni. Auk þess blaðaskrif um úthafsveiðarnar, sem byrjuðu 1. nóv. 1980 með grein eftir Jakob Hafstein." „Sem dæmi um hvaða áhrif út- hafsveiðar á laxi getur haft getum við nefnt," sagði Jakob, „að Skotar og Irar álíta að það taki þá 10 ár að jafna sig eftir Grænlandsveið- arnar, sem 1973 voru komnar upp í 2700 tonn en voru þá færðar niður í 1200 tonn. írar urðu hvað harðast úti í þessum veiðum." Hvað þá um Færeyingaveiðarn- ar gagnvart okkur íslendingum? „Það gegnir furðu," sagði dr. Björn, „að Færeyingarnir skuli að- eins tæpum mánuði eftir sam- þykkt Reykjavíkursamningsins sýna þá ósvinnu að vera við lax- veiðar á úthafinu, utan sinnar landhelgi og sennilega innan land- helgi Islands — tvöfalt brot. Landhelgisgæslan stóð þrjá fær- eyska laxveiðibáta að veiðum í haust og einn þeirra var með 50 kílómetra línu aftan úr sér. Okkur þykir það alveg forkastanlegt að Færeyingar hafa þegar brotið samninginn." Vorkuldakenningin, hvað felst í henni? „Veiðimálastjóri, Þór Guðjóns- son,“ sagði Jakob, „og stofnun hans halda því fram að vorkuld- arnir 1979 séu veruleg orsök á því hvað laxinum hefur fækkað tvö síðustu ár. Við höfum borið þessa kenningu undir vísindamenn og þeir hafa sagt að það geti ekki staðist. Kuldinn getur aðeins tafið vöxt laxins. Svo er líka annað að þótt engir vorkuldar hafi verið til dæmis á írlandi, Skotlandi og Noregi, hefur veiðin þar fallið niður eins og á íslandi. Það eru Færeyjaveiðarnar sem hafa valdið þessari fækkun í laxastofninum okkar og það er að svíkja málstað Islands að halda annað," sagði Jakob í lokin en hann og dr. Björn bættu því við að Þorsteinn Þor- steinsson bóndi á Skálpastöðum í Borgarfirði, formaður Lands- sambands veiðifélaga, hafi sýnt frábæra hæfileika og stjórnvisku sem formaður könnunarnefndar um úthafsveiðar á laxi. — ai. . lán í gær og lánsfjáráætlun ríkisstjórnar- innar. í fylgd með fjármálaráðherra við undirskrift samningsins voru dr. Jóhannes Nordal seðlabanka- stjóri og Sigurgeir Jónsson að- stoðarbankastjóri í Seðlabankan- um, en Seðlabankinn annaðist undirbúning þessarar lántöku.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.