Morgunblaðið - 27.02.1982, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 27.02.1982, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. FEBRÚAR 1982 33 Jazzvakning heldur uppteknum hætti.. Blásarinn Joe Newmann væntanlegur hingað JAZZVAKNING kynnir komu trompetlcikarans Joe Newman til íslands, en þessi meðlimur úr Count Basie Big Bandinu mun dveljast hér í viku. Hann kemur laugardaginn 6. mars og mun halda hér nokkra tónleika, auk þess sem Newman verður með kcnnslu í skóla FÍH. Joe Newman er ættaður frá New Orleans, þar sem hann fæddist árið 1922. Hann vakti fyrst athygli með skóla- hljómsveit Alabama State Teachers College, sem leidd var af Lionel Hampton. Þar starfaði hann í tvö ár, á tíma- bilinu 1941—1943, eða þar til í desember 1943, þegar New- man gekk í Big Band Count Basies. Með Basie Bandinu lék Newman næstu fimm árin og kom svo aftur inn í hljómsveitina árið 1952. Síð- an þá hefur hann leikið af og til með Count Basie. Þess á milli hefur Newman verið með ýmsum hljómsveitum, t.d. J.C. Heard og Illinois Jacquet árið 1947 og svo leitt eigin hljómsveitir. Má í því sambandi nefna hljómleika- ferð, sem Newman fór í um Skandinavíu með eigin sext- ett, skipuðum meðlimum úr Basie Bandinu. Joe Newman hefur leikið inn á plötur fjölda þekkta jazzleikara, s.s. Milt Jackson, Zoot Sims, Buck Clayton, Tony Scott og að sjálfsögðu með Count Basie (t.d. á plötum frá tímabilinu 1952-1958). Æfingar fyrir fyrstu tón- leika Joe Newmans, sem verða á Broadway, munu fara fram um helgina 6.-7. mars. Tónleikarnir á Broadway verða svo hinn 8. mars, þar sem Newman leikur með tríói Kristjáns Magnússonar. Einnig mun kvartett Krist- jáns Magnússonar koma fram þetta kvöld og Big Band ’81, undir stjórn Björns R. Ein- arssonar. Eins og fyrr segir, heldur Joe Newman námskeið við skóla FÍH í þessari viku, sem hann dvelur hér. Einnig stendur til að trompetleikarinn haldi til Akureyrar til hljómleika- halds, sem þó er enn óráðið. Stefnt er að því að Joe New- man komi fram á klúbbkvöldi í Djúpinu, eða annars staðar í Reykjavík, föstudagskvöldið 12. mars, sem nánar verður greint frá síðar. (FrétUtilkynninK frá Jazzvakningu) Trompetleikarinn Joe Newman (lengst t.h.) er hér ásamt þeim Friðrik Theodórssyni (í miðið), bassaleikara kvartetts Kristjáns Magnússonar, og J J. Johnson (lengst Lv.). hófst. Segir MM aö eitthvað hljóti nú aö kosta aö halda slíkar veizl- ur. — O — Þá höfum viö frétt aö Magnús Kjartansson hafi nú í hyggju aö feta í fótspor þeirra Rlchard Clay- derman og Graham Smith. Hefur Magnús í huga útgáfu hljómplötu í svipuðum dúr og Clayderman hefur verið að senda frá sór, þ.e. hugljúfar ballöður leiknar á slag- gígiu. — o — Gary Numan kom nokkuö á óvart er hann heiðraði MIDEM- ráösfefnuna meö naerveru sinni. Lét hann sig ekki muna um aö lýsa því yfir viö viöstadda aö þaö heföu verið mistök hjá sér aö hætta aö koma fram opinberlega. Hafi hann nú í hyggju aö taka upp þráöinn þar sem frá var horfiö þrátt fyrir þá staðreynd aö dreng- urinn tapaöi 400.000 sterlings- pundum á tveimur síðustu tón- leikaferöum sínum. Umfang sviösbúnaöarins er slíkt aö 20 manna starfsliö þarf tíl aö halda öllu í röö og reglu, en nú mun Numan hafa i hyggju að skera út- búnaöinn og starfsfólkið viö trog svo honum veröl kleift aö halda fyrri iöju áfram. Ekki er hins vegar ofsögum sagt af flugóhöppum hans. Á leiöinni heim af ráöstefn- unni varö hann aö nauðlenda á þjóövegi rétt viö Southampton. — O — Alice Cooper karlinn er ekki dauður úr öllum æðum þótt vissu- lega hafi verið fremur hljótt um hann hin síöari ár. Kappinn var á ferðalagi nýveriö meö einkavin sinn, kyrkislönguna, en var vísaö út af þremur hótelum. Það var hins vegar ekki fyrr en á fjóröa hótelinu, sem þaö uppgötvaðist aö það var hann sem hótelin vildu ekki, en ekki slönguræfillinn. — O — Dire Straits munu vera um þaö bil aö leggja af staö í hljómver til aö taka upp fjóröu breiöskífu hljómsveitarinnar. Hefur því heyrst fleygt aö jafnvel sé um tvö- falda plötu að ræöa. — O — Litla platan frá Human Leauge meö laginu Don’t Vou Want Me, af breiöskífunni Dare, er fyrsta litla platan sem selst í platinum- upplagi, þ.e. 300.000 eintökum, í Englandi frá þvi lag Wings, Mull of Kintyre, sló í gegn meö viölíka ár- angri fyrir einum 3 árum eöa svo. Bodies-flokkurinn er síður en svo á þeim buxunum að leggja upp laupana. Ljósm.: Emiiia Enginn ætti að sjá eftir Utangarðsmönnum Þrátt fyrir að ýmis Ijón hafi verið í vegi hljómsveitarinnar Bodies frá því hún var stofnuð í haust, er eng- inn uppgjafartónn í þeim þremenn- ingum, Mike, Danny og Rúnari. Sem kunnugt er, hætti Magnús trymbill í hljómsveitinni nú fyrir skömmu og gekk til liðs við Bubba og Egóið. Magnús lék engu að síð- ur með Bodies á fyrstu plötu þeirra, sem var hljóðrituð skömmu eftir að hann hætti, og er útgáfudagur hennar á fimmtudegi, 4. apríl. Platan er fjögurra laga, 12 tommur að stærð og er ætlað að snúast 45 snúninga á mínútu. Lögin á plötunni heita: I’m Lone- ly, Never Mind, Dare og Dear Suzie. Hún var tekin upp í Hljóð- rita og þar sat Gunnar Smári við stjórnborðin og átti hann einnig þátt í upptökustjórn ásamt með- limum Bodies. Það er Sporið sem gefur þessa plötu út og er þetta önnur íslenska platan sem kemur út hjá fyrirtækinu. í tilefni útgáfunnar halda Bod- ies tónleika á Hótel Borg á fimmtudagskvöldið og þá kemur nýi trommarinn þeirra fram með þeim í fyrsta skipti. Hann heitir Magnús Bjarkason og eftir þvi sem Pokahornið kemst næst, hef- ur hann lítið komið nálægt rokkbransanum fram til þessa. Þeir fjórmenningar hafa æft af kappi að undanförnu og hyggjast fylgja plötunni vel eftir. Pokahornið hitti þá Mike, Danny og Rúnar að máli um dag- inn og fyrst lék því forvitni á að vita hvort þeir þremenningar væru ánægðir með það efni sem er á plötunni. Danny: Það var virkilega gam- an að vinna að þessari plötu. Mike: Allavega miðað við það sem við höfum áður unnið sam- an. Danny: Textarnir eru á ensku, en á plakati sem fylgir plötunni eru þeir prentaðir bæði á ís- lensku og ensku. Mike: Eg held, að nýju plöturn- ar með Egóinu og Bodies séu mun betri en það sem við vorum að gera með Utangarðsmönnum, - spjallað við Bodies um nýja plötu o.ffl. þannig að enginn ætti að sjá eftir þeim. Svo má geta þess hér, að við stefnum að því að gefa út á kassettu efni sem var hljóðritað á Hótel Borg á síðustu tónleikun- um sem Maggi Stefáns spilaði með okkur. Við komum til með að skipta um lög á efnisskránni hjá okkur núna, svo sú útgáfa á fullan rétt á sér. — Af hverju hœtti Magnús Stefánsson meö ykkur? Danny: Hann var ekki ánægð- ur með það sem hann var að gera með okkur og vildi breyta til. Mike: Ég er feginn að hann fór í Egóið en ekki Brimklóna eins og hann var að pæla í. Danny: Magnús var búinn að vera óákveðinn lengi. Það hlaut að koma að því að hann yrði að gera upp hug sinn varðandi þessi mál. — Er ekki erfitt fyrir ykkur ad gefa út plötu með enskum text- um hér á landi? Mike: I raun og veru seljast plötur með enskum textum mun meira hér en plötur með íslensk- um textum. En ef maður býr hér á landi, finnst mörgum málið horfa öðruvísi við, jafnvel þó við Danny séum bandarískir og enskan okkur tamari. Annars er ég á þeirri skoðun, að tilfinning- in í tónlistinni skipti mestu máli. Danny: Já, tónlistin er númer eitt. Það er álíka erfitt fyrir Mike að syngja á íslensku og íslend- inga að syngja vel á ensku. Talið berst að framtíðaráform- um Bodies og þeir segjast nú .vera að velta fyrir sér að gera þátt til að sýna í hinum fjöl- mörgu kapalsjónvarpsstöðvum sem hér hafa skotið upp kollin- um. Þeir félagar eru mjög óhressir með hversu lítinn gaum ríkisfjölmiðlarnir hafa gefið rokktónlistarlífinu í höfuðborg- inni. Að vísu eru menn ánægðir með þá tvo þætti sem sjónvarpið tók upp með Purrkinum og Grýl- unum, en betur má ef duga skal, segja þeir. Mike: Þýski þátturinn, sem sjónvarpið sýndi um daginn, var handónýtur. Mikið af því sem verið er að spila í dag er á svo lágu plani að mann langar að æla. Það kom einnig fram í þessu spjalli við þá félaga, að þeir stefna að því að kynna þessa nýju plötu erlendis á ýmsan hátt. Sporið ætlar að gera eitthvað í þeim málum, m.a. senda hana til CBS og fleiri fyrirtækja. Einnig hafa þeir fullan hug á því að gera ýmislegt sjálfir í þeim efnum. Þá er farið að langa að komast út fyrir landsteinana og spila fyrir ný andlit. Danny: Hljómsveitir þurfa að komast í nýtt umhverfi stöku sinnum. Tilbreytingin er nauð- synleg. Við fáum innblástur af nýju fólki. Mike: Ibúar meginlands Evr- ópu og Englands eru mjög opnir fyrir nýrri tónlist og það er stað- reynd, að íslensk tónlist hefur vakið athygli í Englandi. Þó við skuldum enn mikið frá Utan- garðsmannaferðinni, erum við farnir að hlakka til að reyna aft- ur. Danny: Það tekur tíma og skipulagningu að koma sér á markað erlendis. Mike: Málið er að gefast aldrei upp. Danny: Uppgjöf er sama og dauði. Með þessum orðum kveðjum við Bodies, en við þessi lokaorð Dannys kom óneitanlega upp í huga mér ágætis setning frá Rolling Stones: „It’s only rock and roll, but I like it.“ BV Umsjón: Sigurður Sverrisson og Björn Valdimarsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.