Morgunblaðið - 27.02.1982, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 27.02.1982, Blaðsíða 17
MORGVNBLAÐIÐ, LAlí§£RT)AGUR 27. FEBRÚAR 1982 17 ALLT í LAGI: Hvað þýðir okei? Allir kannast vid orðið „ókei“ og vita hvað við er átt með því, hins vegar vita eflaust ekki allir hvaðan þetta orð, eða skammstöCunin „o.k.“ er komið upprunalega. Fréttastjóri er lendra frétta Hlaðvarpans rakst ný- lega á upplýsingar um þetta atriði í norsku tímariti og fara þ»r hér á eftir í lauslegri þýðingu. O.K. eða Ókei er bandarískt að uppruna og merkir „allt í lagi“, Já“, „skal gert“ o.s.frv. Orðið hefur verið notað nú í um það bil 140 ár, en það sást fyrst í blaðinu NEW ERA í New York 23. mars 1840. Þar er fjallað um svonefndan O.K.-klúbb í New York, sem hélt fyrsta fund sinn daginn eftir. I klúbbi þessum voru stuðningsmenn Martin van Burens sem þá stefndi að endurkjöri sem forseti. O.K. var valið fyrir tilviljun sem nafn á klúbbnum, en það er upphaflega skammstöfun á heima- bæ van Burens, Old Kinderhook. Á fjölmennum fundi í New York 27. mars 1840 notuðu Demókratar OK sem síendurtekið slagorð. Það sló í gegn og náði mikilli útbreiðslu mjög fljótlega og var mikið notað í dagblöðum. Margir urðu til að spyrja, hvað það þýddi í raun, en þeir sem vissu það, þögðu þunnu hljóði þar um. Síðar komu fram margar útskýringar á þessari skammstöfun og hafa þær orðið langlífar. Sumir sögðu til dæmis að OK væri bara vitlaus skammstöfun á „011 korrekt" í staðinn fyrir „AU Correct" og þar fram eftir götunum. Sá sem skýrði frá réttri merkingu orðsins er Allan Walker Read, sem skrifaði um það í tímaritið Saturday Review of Literature, 19. júlí 1941. NIÐRI. Frá vinstri: Úlfar Örn Valdemarsson, Þorsteinn Úlfar Björnsson og Ragnheiður Sigurðardóttir. (Ljónm. RAX) NIÐRI Á LAUGAVEGI: Ólíkir listamenn hittast á veggjunum NIÐKI, heitir gallerí og listvcrkstæði sem nýlega var opnað í kjallara hússins númer 21 við Laugaveg, þar sem verslunin Flóin er til húsa á fyrstu hæð. Eigendur eru Úlfar Örn Valdemarsson auglýsingateiknari og Þorsteinn Úlfar Björnsson kvikmyndagerðarmaður, en auk þeirra starfar Ragnheiður Sigurðardóttir við reksturinn. Aðstoðarritstjórnarfulltrúi Hlaðvarpans hafði samband við Úlfar Örn á dögunum og spurði hann um starfsemina. Úlfar sagði að þeir Þorsteinn kysu að kalla NIÐRI eins konar farandlista- verkasýningu, þar sem ólíkir lista- menn hittast á veggjunum, en auk beinna listaverka eru líka sýndir þar ýmsir nytjahlutir. Þegar myndasmið HV bar að garði voru myndir eftir ýmsa listamenn á veggjum, þ.á m. nemendur í Myndlista- og handíðaskólanum. En það eru ekki aðeins sýningar NIÐRI, þar er einnig starfrækt filmusala og filmumóttaka og framköllun, svo og fjölritun á ljósritunarvél sem Úlfar sagði að héti Sharp og væri fjarska fín. Þá eru á staðnum seldir rammar í ýmsum stöðluðum stærðum og mun í bígerð að hefja sjálfstæða rammagerð er fram líða stundir. Ymislegt annað er á döfinni í sambandi við reksturinn. Verið er að innrétta kaffistofu á efri hæð hússins, þar sem Gerður Pálma- dóttir mun sjá um kaffiveitingar, og verða haldnar þar listsýningar. Er vonast til að opna megi efri hæðina bráðlega. Þá eru og uppi hugmyndir um að nýta húsagarð- inn, sem mun vera sá eini við Laugaveg, á býsna löngum kafla alla vega, í sambandi við galleríið og kaffistofuna. Að lokum sagði Úlfar að enn væri NIÐRI ekki orð- ið mjög þekkt, en reksturinn gengi þó ágætíega, allt stæði til bóta. LAGÐIR Á HILLLUNAl Höfuðlaus her Á dögunum varð elsta kaupfélag á landinu, Kaupfélag Þingeyinga, hundrað ára og voru haldnar marg- ar góðar veislur af því tilefni vída um land á vegum kaupfélaganna og samtaka þeirra, SÍS. Þessa sérkennilegu mynd tók ljósmyndari HV, Ragnar Axels- son í einu afmælishófinu. Má þar sjá hvar veislugestir hafa lagt frá sér yfirhafnir sínar og höfuð- föt meðan þeir njóta góðgerð- anna. Frakkar og kápur, hattar og húfur bíða þess stillilega að húsbændurnir þarfnist þeirra á ný í lífsbaráttunni og þeirra er gætt af ábyrgum starfsmanni. Þfóðin stendur á kfðSSgötum: Liðin tíð að sjávar útvegur verði megin- undirstaða vaxtar — sagði Dr. Gylfi Þ. Gíslason á aðalfundi V Verzlunarráðsins m íslendingar standa nú á kross- götum, sagði dr. Gylfi Þ. Gíslason, prófessor, í erindi á aðalfundi Verzlunarráðs íslands í gær. Fiskimiðin geta ekki á næstu ára- tugum skilað hliðstæðri aukningu í þjóðarbúið og þau hafa gert á liðnum áratugum. Nauðsynlegt er orðið að takmarka sókn í mikil- vægustu fiskistofnana. Sjávarút- vegurinn verður um fyrirsjáan- lega framtíð arðbærasti atvinnu- vegur okkar, sagði dr. Gylfi, en sá tími er liðinn, að aukin fram- leiðsla sjávarafurða verði megin- undirstaða vaxtar þjóðarfram- leiðslunnar. Gylfi Þ. Gíslason varpaði síðan fram þeirri spurningu, hvar skil- yrði væru til hagnýtingar á nýju vinnuafli, sem stuðlað gætu að sem mestum hagvexti og nefndi í því sambandi iðngreinar, sem hagnýta mikla orku og framleiða fyrir erlendan markað. Við ráðum ekki yfir allri þeirri tækniþekk- ingu, sem nauðsynleg er við stofn- un og rekstur slikra fyrirtækja, sagði Gylfi Þ. Gíslason, hér er heldur ekki fyrir hendi nægilegt fjármagn eða þau viðskiptasam- bönd, sem síkum fyrirtækjum er nauðsynleg. Á einhvern hátt er samvinna við erlenda aðila um stofnun og rekstur slíkra fyrir- tækja nauðsynleg. Gylfi Þ. Gíslason kvað það ekki óeðlilegt, að samvinna lítillar þjóðar við erlend stórfyrirtæki ylli stjórnmálaágreiningi. Hann minnti á ágreining í upphafi um varnarsamstarf við aðrar þjóðir, sem yfirgnæfandi meirihluti þjóð- arinnar fylgdi. Hann minnti á aðild Islendinga að framkvæmd Marshall-áætlunar- innar, sem varla nokkur maður teldi nú, að hefði verið röng. Hann minnti á harðar deilur um aðild að EF'TA, sem fáir teldu nú, að hefði verið röng ákvörðun. Hann minnti á deilur um viðskiptasamning við Evrópubandalagið, sem fáir væru nú andvígir. „Eg er sannfærður um, að eins mun fara uni þá grundvallarspurningu, hvort Is- lendingar eigi að hafa samvinnu við erlend fyrirtæki um uppbygg- ingu þess konar iðnfyrirtækja á íslandi, sem kaupa orku af íslend- ingum og selja afurðir sínar á er- lendan markað.“ Síðan sagði Gylfi Þ. Gíslason: „En í þessum efnum hafa úrslita- ákvarðanir ekki verið teknar. Hér hefur skýr stefna ekki verið mörk- uð. Þetta eru krossgöturnar, sem íslendingar eru nú staddir á.“ Fyrirtækja- keppni í skák SKÁKKEPPNI stofnana og fyrir tækja hefst í A-riðli á mánudag, 1. marz kl. 20 og í B-riðli á miðvikudag kl. 20. Teflt verður í félagsheimili Taflfélags Reykjavíkur að Grensás- vegi 44—46. Keppnin verður með svipuðu sniði og undanfarin ár. Tefldar verða 7 umferðir eftir Monrad-kerfi í hvorum flokki. Umhugsunartími er ein klukku- stund á skák fyrir hvorn kepp- anda. Hver sveit skal skipuð fjór- um mönnum auk 1—4 til vara. Fjöldi sveita frá hverju fyrir- tæki eða stofnun er ekki takmark- aður. Sendi stofnun eða fyrirtæki fleiri en eina sveit, skal sterkasta seitin nefnd A-sveit, næsta B-sveit, o.s.frv. Nýjar keppnis- sveitir hefja þátttöku í B-riðli. Fyrsta kvöldið verður tefld ein umferð, en tvær umferðir þrjú seinni kvöldin. Mótinu lýkur með hraðskákkeppni. Þátttöku í keppnina má tilkynna Taflfélag- inu kl. 20—22, en lokaskráning verður á sunnudag fyrir sveitir í A-riðli en í B-riðli á þriðjudag. Síðasti dagur OPIÐ A TIL KL. í DAG útsölunnar f/% KRISTJÓn SIGGEIRSSOn HF. m LAUGAVEGI 13, REYKJAVIK, SIMI 25870

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.