Morgunblaðið - 27.02.1982, Side 5

Morgunblaðið - 27.02.1982, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. FEBRÚAR 1982 5 Póstböggull kemur í leitirnar eftir rúma þrjá áratugi: Finnst þetta nokkuð skrít- ið svona á öld hraðans PAKKI, sem póstlagður var í Reykja- vík árið 1949 og átti að berast konu búsettri í Liibeck í Þýzkalandi, barst sendanda, Ilildi Björnsdóttur, Grjótanesi, Melrakkasléttu, í hendur á ný fyrir stuttu síðan með árituninni „Móttakandi finnst ekki“. Pakkinn hafði því verið í rúm 32 ár á þvælingi, en í honum voru tvær Gefjunar peysur og tveir pakkar af Raleigh- sígarettum. „I>etta var algjörlega óskemmt, enda í góðum pappakassa. Sígaretturnar uppþornaðar? Nei, nei. Það var ilmandi tóbakslykt þegar við opnuðum pakkana. Við reyktum þær með góðri lyst, en pappírinn var eitthvað gulnaður af elli,“ sagði Hild- ur er Mbl. spurði hana hvernig inni- hald pakkans hefði litið út. Hildur sendi pakkann sem gjöf til móður sinnar fyrir rúmum þremur áratug- um, en móðir hennar lézt fyrir um 20 árum. - segir sendandinn, Hildur Björnsdóttir, en móðir hennar, sem átti að fá pakkann, lézt fyrir 20 árum Hildur sagði svo frá: „Pakkinn hefur sennilega farið með skips- pósti á sínum tíma, en kom aldrei fram, þrátt fyrir að við spyrðumst fyrir bæði hér heima og í Þýzka- landi. Gestur sem kom hingað í sumarlok eða um haustið 1949 tók pakkann fyrir mig og póstlagði í Reykjavík, en það var ekki fyrr en nú fyrir skemmstu, að mér barst þessi tilkynning um að ég ætti endursendan pakka í pósti, og þess getið, að hann væri frá Þýzkalandi. Þegar ég sá að póstsendingin var stíluð til móður minnar og með ættarnafninu mínu, sem ég bar áð- ur en ég gifti mig hérlendis, upp- götvaði ég að þetta hlyti að vera sami pakkinn. Á tilkynningunni var þess getið að ég ætti að greiða 51 krónu í endursendingarkostnað, en póstmeistaranum á Kópaskeri fannst það jafn fráleitt og mér að ég þyrfti að greiða það gjald eftir allan þennan tíma.“ Aðspurð sagöist Hildur ekki geta fundið neina haldbæra skýringu á þessu en sagði að pakkinn virtist þó aldrei hafa náð lengra en til Ham- borgar, því þar hefði verið skrifað á hann að móttakandi fyndist ekki. Peysurnar í pakkanum sagði hún auðvitað löngu komnar úr tízku. Þetta væru Gefjunar-peysur þess tíma, ein karlmannspeysa og kvengoltreyja. „En peysurnar sem eru úr íslenzkri ull, sýna kannski bezt þá framför sem orðið hefur á vinnslu ullarinnar. Ullin er mjög hörð í peysunum, sem þóttu með þeim vönduðustu á þeim tíma. Þetta er ekkert sambærilegt við það sem við klæðumst í dag,“ sagði hún og bætti við í lokin: „Manni finnst þetta nokkuð skrítið svona á öld hraðans, að pakkinn skuli ekki koma fram fyrr en eftir rúm 32 ár. Menn hefðu betur látið einhvern njóta innihaldsins á þeim tíma sem hann var sendur, ef ekki tókst að koma honum til skila. En þetta er allt svo nákvæmt hjá póst- inum.“ Ragnar Helgason, stöðvarstjóri Pósts og síma á Kópaskeri, sagöi í viðtali við Mbl., að pakkinn hefði áreiðanlega verið á þvælingi er- lendis. Upphaflegt fylgibréf hefði verið týnt, þegar pakkinn kom til baka, honum hefði aðeins fylgt pappírssnepill. Þá gat hann þess, að þrátt fyrir það hefði böggullinn verið rækilega merktur, bæði nafni og heimilisfangi Hildar í Lubeck svo og hennar sem sendanda. Þessa mynd tók Kagnar Axelsson Ijósm. Mbl. af umbúðum pakkans á pósthúsinu í Reykjavík í gær, en þangað voru þær sendar til athugunar. Teknar voru myndir af innihaldi pakkans á Kópaskeri fyrir Mbl. skömmu eftir að pakkinn barst þangað á ný, en aðsópsmikill rakki, sem var gestkomandi hjá Ijósmyndaranum, gerði sér lítið fyrir og át filmurnar, þannig að við verðum að láta okkur nægja mynd af umbúðunum. *íú VltTflKB m SKÍRT flflW Híllf?, (W fltl-T sw tb wwn flp flBFi? saer tm m pflfisfl ór vmiusí- OKNI Vflfl vm im 06 WVfflT flNNflfl ÓRflflSfljfll." Hafið þið séð okkar eldhús? Ef ekki þá höfum við sýningu laugardag 9—12 og sunnudag 2—6. Frábær vestur-þýzk framleiðsla. Sjón er sögu ríkari. Því ekki að líta inn hjá okkur laugardag eða sunnudag og sjá það nýjasta hér á landi í ALNO eldhúsum frá Vestur- Þýzkalandi. Umboðsmenn: Akureyri: Sveinn Jónsson, byggingameistari, Skálfsskinni. Hvolsvöllur: Byggingafélagið Ás hf. Akranes: Málningarþjónustan. ísafjörður: Jakob Ólafsson, byggingameistari. Vestmannaeyjar: Garðar Björgvinsson, byggingameistari.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.