Morgunblaðið - 27.02.1982, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. FEBRÚAR 1982
7
Aðalfundur Samlags
skreidarframleidenda
veröur haldinn í Bláa salnum, Hótel Sögu,
fimmtudaginn 4. mars kl. 10 f.h. Dagskrá
samkvæmt félagslögum.
Stjórnin
MARLEYi
ÞAKRENNUR
Kantaðar plast-
ÞAKRENNUR og
NIÐURFÖLL
Auöveldar
í uppsetningu
MARINÓ PETURSSON HF.,
Sundaborg 7, sími 81044.
Reiðskóli
Námskeiö fyrir börn og unglinga hefjast fyrstu dag-
ana í marz. Aldur 8—14 ára. Námskeiöin veröa á
mánudögum til föstudags.
Mæting tvisvar í viku, 2 klst. í senn, kl. 10—12,
13.30—15.30 og 16—18.
Kennari veröur Kristbjörg Eyvinsdóttir.
Börnunum veröa útvegaöir hestar.
Nánari upplýsingar á skrifstofu félagsins, mánudag
og þriöjudag kl. 13—18, sími 33679.
Fáksfélagar
Afmælis og árshátíö félagsins veröur haldin aö Hótel
Sögu 26. marz nk.
Hestamannafélagiö Fákur
Andrews hitablásarar
fyrirgaseðaolíu
eru fáanlegir í fjölmörgum
stærðum og gerðum
/
Algengustu gerðir eru nú fyrirliggjandi
Skeljungsbúðin
Heildsölubirgðir: Skeljungur hf
Smávörudeild. Siðumúla33
Simi: 81722
SuOuriandsbrajt 4
srni 38125
Óánægja í
Alþýðubanda-
laginu
III meðferð á Guðrúnu
„Sama fólkiö á ekki aö sitja allsstaöar," segir Guörún Helgadótt-
ir, alþingismaður og borgarfulltrúi, í viötali viö Þjóöviljann, þegar
hún skýrir þaö, hvers vegna hún var flutt úr þriöja í áttunda sæti á
lista flokks síns viö borgarstjórnarkosningarnar. Hvers vegna var
Guörún þá aö gefa kost á sér í hinu misheppnaöa forvali Alþýöu-
bandalagsins? Hún mun hafa verið aö þóknast vilja Svavars
Gestssonar, flokksformanns, sem vill ráöa stóru sem smáu í flokki
sínum. Svavar gaf svo fyrirmæli um aö Guörún færi í áttunda sætiö
og um svipað leyti sýndi Ólafur R. Grímsson, annar þing- og
flokksbróðir Guörúnar hér í Reykjavík, henni þá óviröingu aö
hringja á lögregluna, þegar hana vantaöi á þingfund — átti þó
Svavar aö vita, hvar hún var bundin viö skyldustörf sem borgarfull-
trúi.
Nú í vikunni hafa al-
þýðubandalagsmenn í
Reykjavík haldið tvo erfíða
fundi til að ákveða fram-
boðslistann vegna borgar
stjórnarkosninganna i vor.
Á þriðjudagskvdldið kom
fulltrúarádið saman. Þar
höfðu konur sig mjög í
frammi og töldu hlut sinn
of lítinn á listanum. Vildu
þær reka alla karla úr
efstu 10 sætum nema Sig-
urjón Pétursson. Sú krafa
náði ekki fram að ganga og
er megn óánægja meðal
kvenna í Alþýðubandalag-
inu með framboðslistann.
Hafa síðan verið rifjuð upp
ýmis furðuummæli um
jafnréttismál, sem formað-
ur Alþýðubandalagsins,
Svavar Gestsson, lét falla,
þegar hann veitti lyfsöhr
leyfíð á Dalvík. En fyrir þá
embættisgjörð fékk hann
áminningu frá Jafnréttis-
ráði.
Þjóðviljinn reynir að
breiða yfír hina mikhi
óánægju með því m.a. að
hampa eftirfarandi um-
mælum, sem einn af fram-
bjóðendum Alþýðubanda-
lagsins, Guðrún Ágústs-
dóttir, lét falla á fundi um
hhitverk kvenna í stjóm-
máhim: „Þess vegna vil ég
tengja jafnréttisbaráttu
kvenna baráttunni gegn
auðvaldsskipulaginu, og ég
vil einnig starfa í flokki
sem berst gegn hernað-
arbrölti stórveldanna og
gegn her í landi og veru
okkar í NATO. Þess vegna
tel ég að vettvangur sósíal-
ískra kvenna sé í Alþýðu-
bandalaginu."
Á fulltrúaráðsfundinum
gerðu ýmsir úr verka-
lýðshreyfíngunni harða
hríð að „gáfumannahópn-
um“ í Alþýðubandalaginu
— hins vegar gerir Þjóð-
viljinn ekkert til að sætta
fulltnía verkalýðsins við
fram boðslistann.
Niðurlæging
Guðrúnar
Helgadóttur
Athygli hefur vakið, hve
grimmir framsóknarmenn
geta verið við þá menn,
sem gegnt hafa fyrir þá
trúnaðarstörfum. Skýrasta
dæmið um það er van-
þakklætið við Þórarin Þór
arinsson, ritstjóra Tímans,
og nú virðist Kristján
Benediktsson, borgarfull-
trúi, á sömu leið. f Fram-
sóknarflokknum rikja til-
töluk-ga lýðræðislegir
starfsha-ttir, sama er ekki
unnt að segja um Alþýðu-
bandalagið, að kommún-
ískri fyrirmynd hefíir
flokksformaðurinn meiri
völd þar en í öðrum stjórn-
málafíokkum — hann get-
ur hafíð menn til æðstu
metorða eða kastað út f
ystu myrkur. Svavar
Gestsson beitir þessu valdi
miskunnarlaust og af þeirri
tortryggni, sem löngum
hefur verið aðalsmerki
þeirra stjórnmálamanna.
er kommúnistar virða
mesL
K-gar Guðrún Helga-
dóttir hafði lýst því yfir í
viðtali við Morgunhlaðið,
að hún ætlaði ekki að gefa
kost á sér til setu í borgar
stjórn aftur, hún hefði nóg
með þingmennskuna, kall
aði Svavar Gestsson hana
fyrir sig. Hann skipaði
henni að taka þátt í svo-
kölluðu forvali innan
fíokksins. Gat Guðrún vel
við sína útkomu unað í for
valinu og samkvæmt því
átti hún heimtingu á að
skipa 3. sætið á íistanum.
En viti menn. Svavar
Gestsson mátti ekki heyra
á það minnst, Guðrún
hafði dirfst að láta í Ijós
opinberlega án leyfís frá
flokksformanninum, að
hún vildi ekki í borgar
stjórn. Henni skyldi refsað
og hún var færð niður í 8.
sæti.
Niðurlæging Guðrúnar
Helgadóttur er síðan full-
komnuð í Þjóðviljanum í
gær, þegar hún er látin lýsa
þvi yfir, að hún sé ánægð
með þetta allt saman. Af
viðtalinu má þó ráða, að
reiðin sýður undir niðri. Og
spyrja má: Er það einleikið,
að af fjórum þingmönnum
Alþýðubandalagsins í
Reykjavík skuli 3 hafa
svarist í fóstbræðralag
gegn hinum 4: Svavar
Gestsson stendur í stríði
við þau öll Guðmund J.
Guðmundsson, Guðrúnu
Helgadóttur og Ólaf R.
Grimsson.
Enn hló
þingheimur
Þegar rætt var um tíf-
lögu til þingsályktunar um
aðild Spánar að AUants-
hafsbandalaginu, tók Ólaf-
ur R. Grímsson, formaður
þingflokks Alþýðubanda-
lagsins, að sjálfsögðu til
máls. Kvað hann fast að
orði um ofríki hers og lög-
reglu á Spáni. Þá kallaði
Halldór Rlöndal, hvort það
tíðkaðist kannski á Spáni,
að lögreglan værí send eft-
ir þingmönnum. Hló þá
þingheimur og þar með
Guðrún Helgadóttir, en
Ólafur R. Grímsson varð
flaumósa.
Pelsa-
kjör
25% útborgun —
eftirstöðvar á 6 mán.
Minkapelsar í úrvali
Musc Rat-pelsar
Beaver-pelsar
Olfaskinnspelsar
Rauörefaskinnspelsar
íkornapelsar
Einnig mikið úrval af minnkaskinnshúf
um og treflum.
FCbSMN
MRkÚUfWLÍ S' ‘2Þ/60