Morgunblaðið - 27.02.1982, Page 9

Morgunblaðið - 27.02.1982, Page 9
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. FEBRÚAR 1982 9 Umsjónarmaður Gísli Jónsson______________136. þáttur N.N. (kona í Reykjavík) skrifar svo: „Lengi vel var það danskan sem spillti íslensk- unni. Svo kom enskan, sem hefir verið að „grasséra“ hér í næstum hálfa öld, en um hana ætla ég ekki að tala. Nú virðist vera kominn fram á sjónar- sviðið eða ritvöllinn nýr vá- gestur, en þó forn. Dr. Stefán Einarsson talaði eitt sinn um orðið og hugtakið móðurmál, en gat þess jafn- framt að til hefði verið til forna „mál sem almennt var kallað föðurmál, lingua patria. Það er latínan, sem á miðöld- um var alheimsmál og ekki mjög hlynnt vexti þjóðtungn- anna, sem þá voru í bernsku. Á þessum árum voru þessar ungu og fyrirlitnu þjóðtungur kall- aðar móðurmál, linguae mat- ernae." Á íslandi voru til lærðir menn sem tóku föðurmálið fram yfir móðurmálið. En Laurentius biskup á Hólum á fyrri hluta 14. aldar var á öðru máli. Hann veitti Jóni Hall- dórssyni, Skálholtsbiskupi ádrepu, þegar herra Jón út- skýrði fyrir mönnum á latínu Möðruvallamál. En „herra Laurentius talaði á norrænu. Vita menn það, herra Jón, að yður er svo mjúkt latínu að tala sem móðurtungu yðra, en þó skilur það ekki alþýða, og því tölum svo ljóst, að allir megi skilja ...“ Eg held að ég skilji yfirleitt það mál sem íslensk alþýða skilur (stofnanamálið nýja skil ég iðulega ekki). Nýlega rakst ég á tímarits- grein sem ég skil alls ekki. Höfundarnir, tvær nýlærðar ljósmæður, virðast kunna föð- urmálið, latínuna, betur en móðurmál sitt. Greinin er um hlutverk fylgju. I henni segir m.a.: „Normalt á implantation sér stað í efri hluta cavum uteri. Við implantation eiga sér stað breytingar í endometrium. Frumur í endometrium safna í sig fitu og glykogeni, tútna út og verða bjúgkenndar. Endo- metrium verður mun æðarík- ari, þessi breyting byrjar um- hverfis staðinn þar sem im- plantation á sér stað og dreif- ist síðan út um allt holið og kallast þá endometrium: Desi- dua. Desidua skiptist í: a) Desidua basalis, það er mat- ernal hluti fylgju. b) Desidua capsularis, það er sá hluti, sem umlykur eggið að ofan. c) Desidua vera (pariatalis), það er sá hluti, sem þekur legholið að öðru leyti. Trophoblastið samanstend- ur af tveimur gerðum frumna: a) Cytotrophoblast, sem eru einkjarna stakar frumur, sem framleiðir síðan syncyto- trophoblastið með mítótu- skiptingu. b) Syncytotrophoblast, sem samansténdur af margkjarna risafrumum og liggur innar í desidua. í syncytotrophoblastinu hefst fylgjumyndunin: Á 9.—10. degi fara að mynd- ast eyður eða holrúm í syn- cytotrophoblastinu sem kall- ast lacunae bil. Lacunae renna saman og mynda stærri eyður, með bjálkum (trabeculae) á milli." I framhaldi greinarinnar í næsta tölublaði tímaritsins segir m.a.: „Hormónafram- leiðsla fylgjunnar Fylgjan framleiðir bæði proteinhormóna og steroid- hormóna. Hormón sem fylgjan myndar er að ýmsu leyti afger- andi fyrir fysiologiskar breyt- ingar á meðgöngu. Proteinhormónar eru: 1. Human choriongoadathrop- in - HGG. 2. Human chorionsomatom- ammotropin — HCS, sem heit- ir líka Human lacentalactogen - HPL. 3. Relaxin. 4. Oxytocinasin. Human choriongonado- trophin myndast mjög snemma á meðgöngu í tropho- blastfrumum, aðallega syn- cytotrophoblasti. HGG byrjar að myndast 10 dögum eftir frjóvgun og 3 dögum eftir in- panation." Þetta á að vera mjög fræð- andi grein fyrir lesendur tíma- ritsins, engu síður en hún átti að vera latínuræða Jóns Skálholtsbiskups, sem hann hélt yfir öllum fremstu mönnum sem kallaðir voru til biskupsstofu. En nú vantar bara einhvern Laurentius Hólabiskup til að taka duglega í lurginn á höf- undum greinarinnar í Ljós- mæðrablaðinu (1. og 2. tbl. 1981). Fyrir utan þessa grein er blaðið skrifað á móðurmálinu. Reyndar hefir nafnlaus höf- undur smáfréttagreinar tekið latínuveikina líka. Þar er m.a. sagt frá og af hverju konur eru lagðar inn á meðgöngudeild kvennadeildar Landspítalans: „Þegar deildin er ekki full- nýtt af konum með meðgöngu- sjúkdóma, eru teknar inn kon- ur til aðgerða vegna kvensjúk- dóma og frá áramótum til 15. maí sl. var innlagningarfjöldi orðinn 420, en þar af 287 með meðgönguvandamál, og eru helstu ástæður fyrir innlögn- um hypertensio, pre-eclampsí- ur, partus prematurus immi- nens, dysmatur. Flestar gem- elli íconur frá 32. viku til 36. viku diabetis mellitus hyper- misis, abortus iminens, foetus mortus, svo eitthvað sé nefnt." Rétt er að geta þess að lækn- ir skrifar í blaðið mjög fræði- lega grein, en latnesk læknis- fræðileg heiti hefir hann jafn- an innan sviga. Dæmi má sýna: „Skráning fóstur- hjartsláttar (FHR) Fyrstu „monitorar" í fæð- ingu voru yfirsetukonur, ljósmæður og læknar. Engin tæki geta leyst þau af hólmi, heldur eiga tækin að vera þessu fólki til hjálpar. Við ráð- um nú yfir fjórum aðferðum við að mæla og skrá hjartslátt fósturs, þremur óbeinum áverkalausum aðferðum (non- invasive) og einni beinni áverkaaðferð (invasive), auk hlustunarpípunnar gömlu, sem við minnumst á síðar." (Arnar Hauksson, 1. tbl. 1981.) Það er til fyrirmyndar, því þá skilja jafnt lærðir sem leik- ir.“ Lýkur svo löngu og þungu bréfi frá N.N. Vonandi gefst færi á að ræða efni þess nokk- uð í næsta þætti og bregða jafnframt á léttara hjal. Greinarhöfundum Ljósmæðra- blaðsins er að sjálfsögðu heim- ilt að svara hér fyrir sig. MARLEY ÞAKRENNUR Rúnnaðar plast ÞAKRENNUR og NIÐURFÖLL Auöveldar í uppsetningu MARINO PÉTURSSON HF., Sundaborg 7, sími 81044. ÞÚ AUGLÝSIR UM ALLT LAND ÞEGAR ÞÚ AUGLÝSIR í MORGUNBLAÐINU Opið í dag REYNIMELUR 2JA HERB Glæsileg 2ja herb. íbúö á 3. hæð 60 fm, þvottahús á hæð- inni. Verð 650 þús. TVÍBÝLI KÓP. 3ja herb. ibúð á jaröhæð í tvi- bylishúsi viö Hátröð. 90 fm, ásamt 16 fm bílskúr. Stór lóð. Verð 780—800 þús. HRAUNBÆR 3ja herb. íbúð ca. 75 fm á 3. hæð. Suðvestur svalir. Verð 670 þús. GRETTISGATA 3ja herb. íbúð á 3. hæð í stein- húsi. Ibúöin er stórt svefn- herb., barnaherb., tvöföld stofa, 75 fm. Útb. 450 þús. RISÍBÚÐ BARÓNS- STÍGUR Mjög vönduö 2ja herb. risibúð. Nýstandsett. 50 fm. Sér inn- gangur. Verð 600 þús. BJARGARSTÍGUR 3ja herb. íbúð á jaröhæð í steinhúsi, ca. 70 fm. Bílskúrs- réttur. Sér inngangur, sér hiti. HVERFISGATA 4ra herb. íbúö á 3. hæð í stein- húsi 90 fm. Verð 600 þús. VESTURBERG 4ra herb. íbúð á 2. hæð 110 fm. Suðvestur svalir. Til greina koma skipti 4ra herb. íbúö í Kópavogi. FLYÐRUGRANDI 2)a herb. íbúð 67 fm. Fæst í skiptum fyrir nýlega 3ja herb. íbúö viö Flyörugranda eöa ann- ars staöar í vesturbænum. GAMLI BÆRINN 4ra herb. risíbúð rúmlega 100 fm. Standsett. Verð 780 þús. VITASTÍGUR RISÍBÚÐ 4ra—5 herb. risíbúð við Vita- stíg ca. 90 fm. íbúöin er tvær stofur, þrjú svefnherb. Verð ca. 700 þús. Vesturbær, Rvík 4ra herb. íbúö á 2. hæð í stein- húsi viö Seljaveg. Glæsileg ibúð, 95 fm. BALDURSGATA 4ra herb. 86 fm. Verð ca. 600 þús. ENGIHALLI KÓP. 3ja herb. íbúö viö Engihjalla á 1. hæð í tveggja hæöa blokk. 94 fm með suöur svölum. Tvö svefnherb., stor stofa, búr. Ekki að fullu frágengin. KÓPAVOGUR 2JA HERB. 60 fm 2ja herb. ibúð í raðhusi. Verð 500 þús. HRAUNBÆR 2ja herb. íbúð á 1. hæð meö vestur svölum. 65 fm. Verð 550 þús. Til greina koma skipti á 3ja herb. íbúð við Hraunbæ. EINBÝLISHÚS SELFOSSI Einbýlishus á tveim hæðum 6—7 herb. ásamt stórum bíl- skúr upphituöum. Verö ca. 950 þús. PARHÚS HVERAGERÐI 4ra herb. 98 fm. Útb. ca. 350 þús. HÚSEIGNIN Pétur Gunnlaugsson lögfr., Skólavörðustíg 18, 2. hæð. Símar 28511 28040 28370 14NGII0LT Fastetgnasala — Bankastræti 2945531^ínur Opiö í dag 2JA HERB. ÍBÚÐIR Þingholtsstræti 33 fm sam- þykkt íbúð. Verð 300 þús. Súluhólar 25—30 fm samþ. Verð 350—400 þús. Dúfnahólar sérlega góð 60 fm íbúö á 5. hæö. Útb. 410 þús. Tjarnargata 3 herb. i kjallara. Skipholt ósamþykkt 40 fm íbúö á jarðhæð. Verö 330 þús. Súluhólar samþykkt 30 fm ein- staklingsíbúö. Austurbrún 50 fm á 9. hæð. Verð 550 þús. Austurgata Hf. ca 50 fm jarö- hæð, með sér inngangi. Vesturberg 65 fm á 2. hæð. Af- hendist eftir mánuð. Útb. 390 þús. Spóahólar Ca. 60 fm á 2. hæö. Útb. 400 þús. Barónstígur Mjög falleg risíbúö með sér inng. Öll furuklædd. Sólheimar Ca 50 fm einstakl- ingsíbúö í kjallara meö sér inng. 3JA HERB. ÍBÚÐIR Stýrimannastígur Hæö 75 til 80 fm í steinhúsi. Gæti losnaö fljótl. Sléttahraun 96 fm á 3. hæð. Bílskúr. Verð 820 þús. Kríuhólar 87 fm á 7. hæð. Útb. 490 þús. /Esufell 87 fm á 6. hæö með útsýni. Efstasund falleg 70 fm meö sér inng. í kjallara. Verð 550 til 600 þús. Mosgerði 65 fm risíbúö í tvíbýl- ishúsi. Verö 580 þús. Útb. 430 þús. Orrahólar 90 fm á 1. hæð. Verö 720 |)ús. Suöurgata hf. ca 80 fm íbúð á jarðhæð með sér inng. Útb. 470 þús. Hófgerðí Góö 75 fm íbúö í kjall- ara. Ný eldhúsinnrétting. Kaldakinn 85 fm risibúö í þrí- býlishúsi. Sér hiti. Verð 610 þús. Reynimelur Ca. 70 fm í kjallara, meö sér inng. Laus 1. apríl. Spóahólar á 1. hæð, 85 fm. Útb. 560 þús. 4RA HERB. ÍBÚÐIR Miöbraut 4ra til 5 herb. góö 118 fm íbúö á miöhæð meö bílskúr Furuklætt baöherb., nýtt gler. Verð 1 millj. Fífusel rúmgóö íbúö á 1. hæð. Vandaöar innréttingar. Útb. 650 þús. Dalaland 110 fm sérlega góö með sér inng. Sér gaöur. Skipti eingöngu á 3ja herb. Krummahólar rúml. 100 fm ibúö á 2. hæö. Bilskúrsréttur. Melabraut 105 fm á efstu hseö. Mikiö endurnýjuö. Útb. 640 þús. Tjarnargata 120 fm hæö í steinhúsi. Þarfnast standsetn- ingar. Engjasel sérlega góö 108 fm á fyrstu hæö meö bílskýli. Til af- hendingar strax. Vesturberg mjög góö 110 fm á 3. hæö. Ákv. sala. Víðihvammur Hf. 120 fm á 2. hæð með bílskúr. Bein sala. Kópavogsbraut á tveimur hæö- um, 126 fm meö 40 fm bílskúr. Verð 950 þús. EINBÝLISHÚS Suðurgata Hf timburhús hæö og ris, alls ca. 50 —60 fm. Viö- byggingarréttur. Útb. 400 þús. Rauðilækur 150 fm sér hæö með bílskúr t.b. undir tréverk. Afhending í haust. Miðbraut 120 fm einbýlishús, þarfnast standsetn. 1030 fm eignarlóö. Kambsvegur 200 fm verslun- arhúsnæöi. Stekkir glæsilegt einbýlishús 186 fm. Hæð og 60 fm á jarö- hæð. 5 herb., útsýni. Verö 2.100.000. Jóhann Davíðsson, sölustjóri. Sveinn Rúnarsson. Friðrik Stefánsson, viðskiptafr. Einbýlishús eða raðhús óskast í Garöabæ. Stærö frá 120—150 fm. Góöur kaupandi. Fasteignamiðstöðin Austurstræti 7, símar 14120 og 20424. Heima 75482 og 30008.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.