Morgunblaðið - 27.02.1982, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 27.02.1982, Qupperneq 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. FEBRÚAR 1982 Leiklist Mösju, þannig, að allt kemst vel til skila, innibyrgð afbrýðissemi og örvænting smáborgarans, sem ekki þolir neina andlega sviptivinda, hvað þá að asklok- inu sé iyft hætis hót. Guðbjörg Thoroddsen er gædd eðiilegum æskuþokka í hlutverki yngstu systurinnar, Irínu, og jafn eðli- lega ráðvillt gagnvart aðdáend- unum tveim, sem eru næsta ólík- ir. Svo sem vænta mátti, þá geld- ur Guðbjörg þess nokkuð, hve mikið hún lagði í annað hlutverk fyrr á leikárinu, þar sem hún vann markverðan listasigur. Þó verður ekki að því fundið, að of sterka áhrifa gæti hér frá bisk- upsdótturinni i Skálholti. Er það sérstakur styrkur sýningarinn- ar, hversu samvaldar ieikkon- urnar eru í hlutverkum systr- anna. Bróður þeirra, Andrej, leikur Guðjón Pedersen af sterk- ri innlifun og túlkar vonbrigði og hnignun á áhrifaríkan hátt. Ingibjörg Björnsdóttir fer með hlutverk Natösju konu hans, sem er blinduð af eigingirni og held- ur sitt strik, án þess að taka til- lit til annarra. Nær Ingibjörg góðum tökum á hlutverki sínu. Andrés Sigurvinsson leikur Tús- enbach baron, dæmigerðan vonbiðil, sem hefur ekkert annað fyrir stafni, en hann fellur ein- hvern veginn ekki nógu vel inn í heildarmyndina, þótt hann virð- ist leggja sig allan fram og skorti ekki öryggi. Ef til vill er það helst til mikið þarna. Með- biðii hans, hinn hvatskeytlega Soljonij kaptein, leikur Theodór Júliusson af slavneskum þunga og gætir vel þeirrar hófsemi, sem verkið krefst. Marínó Þor- steinsson er hlýr í hlutverki gamla herlæknisins, Tsejebútyk- in, hæfilega staðnaður og ryk- fallinn. Þórey Aðalsteinsdóttir leikur Anfísu, aldraða fóstru systranna og fer vel með þá gömlu konu. Sömuleiðis fellur Jónsteinn Aðalsteinsson ágæt- lega inn í hlutverk gamla ráð- hússvarðarins. Það setur skemmtilegt mót á sýninguna, hversu margir nýir liðsmenn eru þar komnir til skjalanna. Þetta veigamikla verkefni Leikfélags Akureyrar hlýtur að vekja metnað heima- manna, að láta ekki spyrjast, að það verði vanmetið og falli eins og grös í ótímabæru frosti. Hér er sannarlega kærkomið tækifæri til andlegrar áreynslu, í stað þess að sitja sljór fyrir framan sjónvarpsskjáinn og láta hann endalaust mata sig á því frauði, sem lítið eða ekkert skil- ur eftir. Helst ættu menn nú að fara a.m.k. tvisvar að sjá Þrjár systur eftir Anton Tsékhof og ég er viss um að þeir munu njóta þess enn- þá betur í annað sinn. Hafi Leik- félagið heila þökk fyrir þessa dásamlegu dirfsku. Dásamleg dirfska Bolli Gústafsson í Laufási Iæikfélag Akureyrar ÞRJÁR SYSTUR eftir Anton Tsékhov. Tónlist: Oliver Kentish. Þýðing: Geir Kristjánsson. Lýsing: Ingvar Björnsson. Leikmynd og búningar: Jenny Guðmundsdóttir. Leikstjórn og handrit: Kári Halldór. Sýning Leikfélags Akureyrar á kunnu meistaraverki Ieikbók- menntanna, Þrem systrum, eftir Anton Tsékhov, er vitnisburður um áræði, sem tekur jafnvel fram þeirri bjartsýni, þegar leik- rit Becketts, Beðið eftir Godot, var sett á svið á Akureyri vorið 1980. Sú sýning var afrek, enda aðsókn í öfugu hlutfalli við gæð- in og sýningum hætt eftir fimm eða sex skipti. Víða hefur sá hugsunarháttur ekki verið upp- rættur hér á landi, að leiksýn- ingar séu einungis afþreying eða meðal, til þess menn gleymi vetrardrunganum um stund. Hann er í samræmi við symfón- íunöldrið alkunna og hvimleiða, sem lengi bölvaði þessum árans hávaða í Beethoven, og „þessum körlum", án þess að leggja eyrun við og reyna að njóta viður- kenndra snilldarverka. Það er annars merkilegt með þjóð, sem býr við jafn stórbrotið landslag og náttúrufar. En leikrit Tsékh- ovs minnir á tónverk, sem líður hægt fram og krefst mikils af áhorfendum ekki síður en leik- endum. Sá, sem kemur í leikhús- ið til þess eins að skemmta sér og kærir sig ekki um að einbeita sér, verður fljótt syfjaður. Umbúnaður sýningar LA er með þeim hætti, að mjög reynir á leikendur. Sviðið er snautt og að mínum dómi óþarflega nöt- urlegt. Þorsteinn Ö. Stephensen segir i leikskrá, að minningar um 25 ára gamla sýningu á þessu Tsékhov-leikriti í Iðnó séu orðn- ar að litum og tónum. „Þrjár systur hafa í minningunni fag- urbláan lit, en tónarnir eru blandnir trega.“ Svið þeirrar sýningar, sem hér er fjallað um, vinnur gegn þessum fagurbláa lit í stað þess að upphefja hann, eins og blásinn melur getur gert lyfjagras og blóðberg að skraut- jurtum. Nöturlegar, mórauðar blikkplötur, sem er tyllt upp um veggi sviðsins, kalla fram mynd af gömlum, lekum ryðkláfi og vekja velgjukennd. Sú umgerð er ekki í neinu samræmi við þann heim, sem við eigum að sjá inn í, þótt hann sé markaður hnignun og trega. Ljósum er á hinn bóg- inn vel beitt og bæta um. Bún- ingar eru látlausir, færðir til nútímahorfs og kemur ekki að sök, vegna eyðileikans að baki. En allt um það þá veltur ennþá meir á frammistöðu leikara og leikstjóra vegna þessa. Fólkið og tjáning þess skiptir öllu máli. Og því tekst með lofsverðum hætti að gera sýninguna að merkum menningarviðburði í höfuðstað Norðurlands. Leikstjórinn, Kári Kúlígin (Þröstur Guðbjartsson) og trina (Guðbjörg Thoroddsen). Þessi látlausu tónverk falla vel að sýningunni. Hlutur leikkvenna er eftir- tektarverður og raunar erfitt að gera þar upp á milli. í hlutverk- um systranna þriggja eru þær Sunna Borg, sem leikur Olgu, Ragnheiður Elfa Arnardóttir Mösju og Guðbjörg Thoroddsen Írínu. Sunna Borg hefur sýnt, svo ekki verður um villst, að hún er mikilhæf leikkona. Hún hefur til að bera þann næma skilning á hlutverkum og mismunandi blæ- brigðum skáldverka, sem gerir henni kleift að koma fram í hverri sýningunni á fætur ann- arri í fámennu samfélagi, án þess að menn þreytist eða kvarti undan endurtekningum. Per- sónusköpun hennar verður svo sterk og sjálfstæð í hvert sinn, að áhrif frá fyrri hlutverkum verða aldrei greind. Með glæsi- brag bregður hún sterkustum svip á þessa sýningu, tengir ha- na best rússneskum uppruna, stíl Tsékhovs. Ragnheiði Elfu Arnardóttur tekst að túlka innri baráttu Mösju á sannfærandi hátt og fellur í alla staði vel inn í hlutverkið. Gestur E. Jónasson í hlutverki Vérsjínins ofursta, sem vinnur ástir þessarar giftu konu, verður að hafa sig allan við í mótleiknum og nær varla þeim sterku blæbrigðum, þrótti og karlmannlegri reisn, sem krafist verður í þetta sinn. Þröstur Guðbjartsson leikur hins vegar Kúlíngin, mann Halldór, bregður á það ráð að nota áhorfendasaiinn auk leik- sviðs og verður umferð um ganga eðlileg og leikatriði til hliðar við áhorfendur rjúfa aldr- ei samhengið. Þau gera sýning- una áhrifaríkari og gæða hana meira lífi og vídd, sem er nauð- synlegt í þröngum húsakynnum. Tónlistarmenn eru staðsettir uppi á svölum að baki áhorfend- um, svo segja má, að þeir síðar- nefndu séu í nokkurskonar um- sátri, sem vekur þá fremur til viðbragða. Vert er að geta þess, að ungur listamaður, Oliver Kentish, hefur samið geðþekk stef og flytur þau á knéfiðlu ásamt með Steingrími Óla Sig- urðssyni, sem leikur á trommur. Masja (Ragnheiður Elfa Arnardóttir), Túsenbach barón (Andrés Sigur vinsson), Írína (Guðbjörg Thoroddsen), Anfísa (Þórey Aðalsteinsdóttir) og Olga (Sunna Borg). Minningargjafir og steind- ir gluggar í Bústaðakirkju Margir minnast kirkju sinnar og vilja gjarnan tengja helgidónr inn við minningu ástvina. Hú- staðakirkja hefði ekki risið á svo skömmum tíma, sem raun bar vitni, ef velvilji hefði ekki fengið útrás í áhuga og virkum stuðn- ingi. En þó kirkjan sé risin, eru verkefnin alltaf mörg og gjafirn- ar berast stöðugt, þótt ekki séu alltaf tíundaðar opinberlega. En sérstkalega er nú þakkað fyrir gjafir til minningar um Gils Jónsson, Ólaf P. Erlends- son, Alettu Sofíu Jóhannson og þau hjónin Ingibjörgu Odds- dóttur og Þórð Þórðarson, en Bústaðakirkja reis á landi þeirra. Þá hafa enn borizt gjaf- ir til minningar um Ólaf Frey Hjaltason á fæðingardegi hans 19. janúar en hann andaðist 27. mars 1968, aðeins 18 ára gam- all og hefur fjölskylda hans látið kirkju sina njóta gjafa sinna á hverjum afmælisdegi Ólafs Freys allt frá andláti hans og ber kennslustofa ferm- ingarbarna nafn hans. Allar þessar höfðinglegu gjafir þakkar sóknarnefnd og sóknarprestur í nafni safnað- arins, enda koma þær sér ein- staklega vel núna, þar sem yfir stendur dýr vinna við steinda glugga í kirkjuna. Er það lista- maðurinn Leifur Breiðfjörð, sem vinnur verkið og verður fyrsta hlutanum komið fyrir í kórglugga kirkjunnar fyrir fyrstu fermingar vorsins á pálmasunnudag. (Frá sóknarnefnd.) Prófkjör Sjálfstæðismanna á Akureyri um helgina Atvinnumál Akureyrar eru og veröa í brennidepli. Þess vegna er nauösyn aö maöur úr atvinnulífinu eigi sæti í bæjarstjórn Akureyrar. Kjósum Gunnar Rangars Stuöningsmenn

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.