Morgunblaðið - 27.02.1982, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. FEBRÚAR 1982
-------—------- —.......................
Næðist ekki samkomulag innan
ákveðinna tímamarka skyldu
hlutlausir sérfræðingar miðla
málum og skera úr ágreiningi.
Á öðru stigi áttu aðilar að koma
sér saman um hversu miklum
hluta afkastaaukningarinnar
skyldi verja til félagslegra umbóta
eða aukningar fjárfestingar. Af-
ganginum átti síðan á þriðja stigi
að skipta, eftir nánari reglum,
milli launþega, bæði í heildar-
samningum og formi launaskriðs í
fyrirtækjum.
Með þessu móti var talið að
tryRííja mætti að launahækkanir
byggðust einvörðungu á fram-
leiðniaukningu. Henni átti síðan
að ráðstafa innan fastbundins
kerfis. Þannig átti að ná stöðugu
verðlagi og viðhalda samkeppn-
ishæfni á erlendum mörkuðum.
Vísindalegt kerfi af þessu tagi átti
ennfremur að tryggja, að heildar-
afleiðingar sérhverrar efnahags-
legrar ákvörðunar yrðu metnar
með tilliti til samningstímabilsins
í heild.
Sænska Alþýðusambandið
hafnaði þessum hugmyndum al-
gjörlega. Það hélt því fram, að af
slíku kerfi hlytist hægari hagvöxt-
ur, minni aukning rauntekna og
vaxandi arður fyrirtækja. Enn-
fremur var á það bent, að þjóð-
hagsspár væru ekki áreiðanlegar
og hætt væri við að bein tenging
launa við þjóðhagsspár myndi
hafa áhrif á spárnar. En helsti
gallinn við þetta vísindalega kerfi
að mati sænska Alþýðusambands-
ins var sá, að það kippti grundvell-
inum undan samtökum launþega
og vinnuveitenda. Að sjálfsögðu
var tekið fram að samtökin væru
ekki markmið í sjálfu sér, en þau
hefðu reynst hafa svo jákvæð
áhrif á þjóðfélagsþróun í Svíþjóð,
að það hlyti að teljast misráðið að
innleiða kerfi er torveldaði hefð-
bundna starfsemi þeirra að miklu
leyti.
Við upphaf samninga við Al-
þýðusambandið hér í ársbyrjun
1980 lagði Vinnuveitendasam-
bandið fram hugmynd um vinnu-
brögð, sem að sumu leyti var
byggð á þessum sænsku tillögum,
og gekk þó hvergi nærri eins
langt. Þar var einvörðungu lagt til
að viðræðurnar hæfust með starfi
sérfræðinganefndar, er legði mat
á, hversu mikið væri í raun til
skipta. Alþýðusambandið hafnaði
hugmyndinni með nákvæmlega
orðrétt sömu rökum og sænska
Alþýðusamhandið. Ósennilegt er
að aðilar geti nokkurn tíma orðið
ásáttir um vísindalegar lausnir af
þessu tagi.
Dreifðir samningar
Þriðji kosturinn, sem ástæða er
til að athuga, eru dreifðir samn-
ingar einstakra fyrirtækja við
starfmenn sína. Einn af þing-
mönnum Reykvíkinga hefur flutt
frumvarp er miðar í þessa átt.
VinnUveitendasambandið hefur
ekki getað mælt með samþykkt
frumvarpsins að óbreyttum lögum
um stéttarfélög og vinnudeilur að
öðru leyti. Þetta frumvarp er reist
á þeim grundvallarmisskilningi að
unnt sé að koma þessu kerfi á, inn
í því gamla. Nýtt kerfi verður að
byggja frá grunni. Tvöfalt kerfi er
sannarlega verri ösTcapnaður en
við búutn við í dag.
En hvað sem þessu frumvarpi
líður, er líklegast að finna megi
útgönguleiðir með því að færa
ákvarðanir um þessi efni í ríkari
mæli inn í fyrirtækin. Forsend-
urnar eru auðvitað þær að sam-
hliða kæmi dreifing valds og
ábyrgðar. Ennfremur verður að
eyða svo sem föng eru á öllum
mismun í rekstrarskilyrðum, bæði
að því er varðar atvinnugreinar og
landshluta. Slíkt kerfi kallar einn-
ig á, að gerðar verði ríkari kröfur
varðandi vinnustöðvanir launþega
og vinnuveitenda. Það leiðir af
sjálfu sér, vegna þess hversu ein-
stakar einingar í atvinnulífinu eru
viðkvæmar og veikburða í slíkum
óheftum átökum.
Hugtakið frjálsir samningar
hefur takmarkað innihald við nú-
verandi aðstæður. Sumir kveða
svo sterkt að orði að það sé merk-
ingarlaust með öllu. Það myndi
hins vegar fá annað gildi með
kerfisbreytingu, er færði samn-
ingana inn í fyrirtækin.
I heildarkjarasamningum er
erfitt um vik að taka tillit til mis-
munandi aðstæðna atvinnugreina
og fyrirtækja. Því fylgja auðvitað
þeir kostir að reynt er að láta
meðaltalshagsmuni þjóðarbúsins
ráða. En gallarnir felast í minni
sveigjanleika. í dreifðu kerfi verða
samanburðarhækkanir tiltölulega
jafnar. I heildarsamningum verða
slíkar hækkanir sjaldnar, en
stökkin því stærri. Þessar hefð-
bundnu launakollsteypur valda að
sjálfsögðu margháttuðum erfið-
leikum við stjórn efnahagsmála, í
glímunni við efnahagslegt jafn-
vægi. í fyrirtækjasamningum
opnast möguleikar á að láta af-
komu fyrirtækjanna ráða launa-
ákvörðunum. Þar er unnt að taka
meira' tillit til eðli einstakra
starfa og hæfileika einstakra
starfsmanna. Jafnari launaþróun
ætti að leiða til minni stökkbreyt-
inga í efnahagslífinu í heild og
þannig stuðla að jafnvægi. Um
leið yrði auðveldara að gera fyrir-
tæki og launþega ábyrga fyrir
samningum. Eitt einstakt fyrir-
tæki og starfsmenn þess geta
miklu síður en heildarsamtökin
samið upp á gengisfellingu.
Hlutverk
heildarsamtaka
Með því að færa samningana
inn í fyrirtækin má ugglaust
draga úr líkum á verkalýðsfor-
ystusósíalisma. Spurningum um
samvinnu stjórnvalda og launþega
yrði svarað á hverjum vinnustað
eftir aðstæðum. Álitaefnum um
eignaraðild og samráð yrði ekki
mætt með því að færa, í krafti
heildarþvingana, öll völd yfir at-
vinnulífinu í hendur fárra verka-
lýðsforingja í miðstýrðu sjóða-
kerfi. Þvert á móti yrði þeim mætt
með frjálsum samningum á hverj-
um stað á grundvelli persónulegs
einkaeignaréttar og breytilegum
samráðsformum. Beinni og aug-
ljósari tengsl ættu að verða milli
hagsmuna launþega og fyrirtækja
um góða afkomu. En slíkt kerfi
myndi gera nýjar og auknar kröf-
ur til stjórnenda fyrirtækja.
Samningsgerð er nú orðin svo
flókin að minni fyrirtækin myndu
tæpast ráða við hana í heild. Yms-
um almennum atriðum yrði því að
ráða með aðstoð heildarsamtaka
eða með löggjöf. I þessu kerfi yrðu
heildarsamtökin þó fyrst og
fremst leiðbeinandi, en alls ekki
ákvörðunaraðilar. Heildarsamtök
vinnuveitenda fengju alveg nýtt
hlutverk. Þau yrðu að sinna upp-
lýsinga- og fræðslumálum svo og
ráðgjöf við samninga, samhliða
almennri hagsmunagæslu gagn-
vart stjórnvöldum.
I öllum þessum bollaleggingum
verða menn þó að hafa hugfast, að
það er auðveldara að rífa niður en
byggj a upp. Það er því engan veg-
inn víst að kerfisbreyting af þessu
tagi færði okkur nær fyrirheitna
ástandinu. Og vitaskuld er óvíst
hvort menn sjá nokkurn tíma
þann frelsiskyndil framundan, að
þeir þori að yfirgefa skotgrafir
gamla kerfisins.
Valdakreppa verka-
lýdshreyfingarinnar
Láta mun nærri að 75—80% af
þjóðartekjunum gangi í dag til
launþega. I raun og veru snúast
launadeilurnar því um innbyrðis
skiptingu kökunnar milli ein-
stakra launþegahópa. Verka-
lýðshreyfingin hefur hafnað öllum
efnahagslegum rökstuðningi fyrir
kaupbreytingum. Hann byggist
allur á samanburði við liðna tíð og
milli einstakra hópa. Bræðra-
lagshugsjónin hefur fengið öfug
formerki.
Verkalýðshreyfingin hefur kom-
15
ist í þessa stöðu fyrir þá sök m.a.
að það er ekki lengur neitt til þess
að taka frá neinum. Verkalýðs-
hreyfingin hefur aðeins tvær leið-
ir til þess að sýnast gera eitthvað
fyrir meðlimi sína. í fyrsta lagi að
knýja ríkisvaldið og atvinnufyrir-
tækin til þess að safna skuldum og
minnka verðgildi krónunnar. Og á
hinn bóginn að hefja á loft gömlu
kenninguna um, að þá fyrst muni
sól rísa er verkalýðsstéttin sjálf
taki yfir atvinnufyrirtækin.
Þannig býr verkalýðsforystan
sjálf við innri valdakreppu þó að
hún á hinn bóginn skáki pólitík-
inni í landinu. Þetta er þverstaða
en staðreynd samt.
Hugtakið frjálsir kjarasamn-
ingar er reist á valdajafnvægi,
sem ekki er lengur til, þegar laun
eru orðin allt að 80% af þjóðar-
tekjunum. Þetta nauðsynlega
valdajafnvægi fæst ekki með
auknum pólitiskum afskipum. Þó
að þátttaka stjórnvalda í launa-
uppgjörinu hafi í einstökum til-
vikum gefið góða raun eins og t.d.
í Finnlandi, felur hún í sér marg-
víslegar hættur.
Aukin valddreifing
í sjálfu sér er heimspekilögmál
þessa uppgjörskerfis milli laun-
þega og vinnuveitenda afar ein-
falt. Það eru tveir aðilar er togast
á í viðskiptum. Verði þeir ekki
sammála um kaup og sölu á vinnu-
afli verður ekkert úr þeim. Það
leiðir til átaka í formi vinnustöðv-
ana. Og einmitt þessi átakahætta
á að færa aðila nær hvor öðrum.
Þegar menn hafa samið ríkir frið-
arskylda.
En með því að þessir aðilar hafa
verið gerðir ábyrgðarlausir að
mestu í viðskiptum sín á milli,
stöndum við frammi fyrir því að
það er ókeypis að gera kröfu um
80% launahækkun út á 2% aukn-
ingu skiptaverðmætis og það er
ókeypis að segja já þegar blásið er
til verkfalls til þess að kýnja á um
framgang fáránleikans, og það er
því sem næst ókeypis, frá þröngu
sjónarhorni séð, að segja já við
hvaða kröfum sem er.
Eg hef með þessum einfalda og
yfirborðskennda hætti reynt að
varpa ljósi á eitt af þeim fjöl-
mörgu viðfangsefnum, sem lýtur
að aðilum vinnumarkaðarins, og
ekki verður komist hjá, að minni
hyggju, að gefa gaum. Auðvitað
geta menn komist að þeirri niður-
stöðu að best sé að búa áfram um
sig í gamla vonda hreiðrinu.
Valdaþráteflið eitt getur t.a.m.
orðið Þrándur í Götu allra frið-
samlegra breytinga. En sjálfheld-
an kallar á athafnir. Og aukin
valddreifing í þessum efnum er að
mínu mati fýsilegasti kosturinn.
En valddreifingarkerfi í samning-
um verður að byggja upp frá
grunni. Það má ekki vera í neinum
tengslum við núverandi kerfi.
En í öllum þessum vangaveltum
verða menn að hafa tvö megin-
markmið fast í huga. í fyrsta lagi
að komist verði hjá átökum, sem
hafa þjóðhagslegt tjón í för með
sér og í öðru lagi að komist verði
hjá því að gera samninga, sem
valda þjóðhagslegu tjóni. Verkefni
okkar er að finna greiðfærustu
leiðina að þessum markmiðum.
Frá kjaraviðræðum launþega og atvinnurekenda.
veitt alhliða bankaþjónusta svo
sem innlána-, útlána- og gjaldeyr-
isþjónusta, með nútímalegra sniði
en tíðkast hefur hér á landi til
þessa. Þannig yrði reynt að gera öll
viðskipti persónulegri. Viðskipta-
menn geta gengið óhindrað að
borðum starfsmanna, sest þar og
þegið ráðgjöf um fjármál sín og
viðskipti hvers eðlis, sem þau eru.
Bjarni Magnússon gat um fleiri
nýjungar, þar á meðal sérstakt
geymsluherbergi í kjallara, þar
sem viðskiptavinir geta komið
verðmætum munum til geymslu í
stuttan tíma, t.d. vegna ferðalaga.
Auk þess verður fjöldi venjulegra
geymsluhólfa.
Flugleiðir verða með söluskrif-
stofu í afgreiðslusal bankans,
þannig að farþegar geta keypt far-
seðla og gjaldeyri á sama stað.
Breiðholtsútibú Landsbankans
mun þjóna fleirum en Breiðholts-
búum, sagði Bjarni Magnússon.
Greið leið er að útibúinu úr austur-
hluta Kópavogs og allt frá Sunda-
höfn. Þar sem bein braut er síðan
fyrirhuguð suður til Garðabæjar
og Hafnarfjarðar, framhjá Álfa-
bakka, má ætla að þeir sem eiga
heima eða stunda vinnu í austur-
hluta Reykjavíkur og Kópavogs,
notfæri sér þjónustu útibúsins og
aðra starfsemi í þessari vaxandi
verslunarmiðstöð, sagði útibústjór-
inn ennfremur.
Bjarni Magnússon sagði að lok-
um, að starfsmenn hins nýja útibús
væntu góðs samstarfs við Breið-
holtsbúa og aðra nágranna. Leið-
beiningar í fjármálum væru ein-
staklingum og fyrirtækjum stöðugt
nauðsynlegri og í því efni væru
bankastarfsmenn, með áratuga
reynslu, góð stoð.