Morgunblaðið - 27.02.1982, Qupperneq 18
X 8 MORGUNBLAÐfÐ, LAUGAJiRMiURí27. FEBRÚÁR,1982
Skattheimta og vöxtur
ríkisvaldsins hefiir
leitt til stöðnunar
Hér fer á eftir í heild setn-
ingarræda Hjalta Geirs
Kristjánssonar, fráfarandi
formanns Verzlunarráðs ís-
lands á adalfundi ráðsins sl.
fimmtudag:
Gódir félagar og gestir.
Um leið og ég býð ykkur vel-
komna til þessa aðalfundar vil ég
alveg sérstaklega bjóða velkomna
gesti okkar á þennan aðalfund, þá
dr. Curt Nicolin og dr. Gylfa Þ.
Gíslason.
A þeim tima, sem liðinn er frá
því við komum saman til aðal-
fundar fyrir tveimur árum, hafa
nokkrir félagsmanna látist. þeir
eru: Gunnar J. Eyland, Einar
Kristjánsson, Baldvin Einarsson,
Jón A. Bjarnason, ísleifur Jóns-
son, Davíð Sigurðsson, Björn Snæ-
björnsson, Sveinn Valfells og
Sveinbjörn Jónsson.
I virðingu við þessa látnu fé-
lagsmenn Verzlunarráðs Islands
vil ég biðja viðstadda að rísa úr
sætum.
Merkisár í sögu VÍ
Arið í ár er merkisár í sögu
Verzlunarráðs Islands í ýmsum
skilningi.
G5 ára afmæli. Aðalfund Verzl-
unarráðsins ber nú upp á 65. af-
mælisár ráðsins, en það var stofn-
að 17. september árið 1917. Enn er
ekki afráðið með hvaða hætti
þessara tímaóta verður minnst, en
það fellur í hlut næstu stjórnar
ráðsins að ákveða það.
Nýtt húsnæði. Það er skemmtileg
tilviljun, að starfsemin flytur í
nýtt húsnæði okkar í Húsi verzl-
unarinnar einmitt á þessu afmæl-
isári, en ákveðið er að skrifstofur
ráðsins opni á hinum nýja stað 1.
júlí nk. Unnið er nú ötullega að
öllum undirbúningi þessara breyt-
inga, en að mörgu er að hyggja
bæði varðandi skipulag og innrétt-
ingar á hæðinni sjálfri, svo og
eðlilegri endurnýjun á ýmsum
skrifstofubúnaði. Gólfpláss 7.
hæðarinnar, sem er séreignarhluti
Verzlunarráðs er rúmlega 500 fer-
metrar, en í húsakynnunum að
Þverá hefur starfsemin farið fram
í töluvert þrengra húsnæði og á
þremur hæðum.
Brottflutningur frá Þverá er
okkur vissulega nokkur söknuður,
en þar hefur skrifstofa ráðsins
verið frá árinu 1962. Verzlunarráð
eignaðist húsið Þverá með kaup-
um af Fríðu Proppé, ekkju Páls
Stefánssonar, frá Þverá, en fyrir
það fé var stofnaður sjóður til
minningar um þau sæmdarhjón,
sem ber nafn þeirra.
Umhyggja þeirra Páls Stefáns-
sonar og Frípu Proppé og áhugi
fyrir framgangi Verzlunarráðs
verður seint að fullu þakkaður.
Hefur framkvæmdastjórn ráðsins,
í virðingarskyni við þau, hreyft
þeirri hugmynd, að munum úr búi
þeirra verði komið fyrir i hinum
nýju húsakynnum.
Nýtt merki. Þriðja atriðið, sem
gerir árið 1982 að merkisári í sögu
ráðsins, er, að nú tekur Verzlun-
arráð í notkun nýtt félagsmerki,
sem hér er í fyrsta sinn á öllum
prentuðum gögnum. Merkið er
teiknað hjá einum af félíMfum
ráðsins, Auglýsingaþjónustu Ólafs
Stephensen.
Þetta nýja merki sýnir okkur
ekki einungis stafina VÍ á mynd-
rænan hátt, heldur er það einnig
táknrænt fyrir markmið Verzlun-
arráðsins. Það minnir okkurx'á
/
blómið, sem táknar vöxtinn og eld-
inn, sem er tákn frelsisins. Er það
vel við hæfi, því að Verzlunarráð
er kyndilberi frjálsra atvinnu-
hátta og vill stuðla að vexti og
grósku í atvinnulífi landsmanna.
Er það von mín, að þetta nýja
merki eigi eftir að falla félögum
ráðsins jafnvel og það gamla hef-
ur gert.
Ný stefna. Loks er rétt að nefna
fjórða atriðið sem markar tíma-
mót í sögu ráðsins, en það er, að
nú leggur Verzlunarráð fram
stefnu sína í efnahags- og at-
vinnumálum í endanlegri útgáfu,
eins og hún var samþykkt á Viðsk-
iptaþingi sl. haust. Verzlunarráð
hefur lagt mikla vinnu í gerð þess-
arar stefnuskrár, og þar hafa
margir lagt hönd á plóginn: Félag-
ar ráðsins, stjórn og starfslið.
Stefnan felur í sér heildarvið-
horf Verzlunarráðs til efnahags-
og atvinnumála, bæði markmið og
leiðir. Er stefnan mikilsvert inn-
legg í þjóðmálaumræðuna og til-
lögur Verzlunarráðs til nýrrar
sóknar í atvinnulífinu á grundvelli
frjálsra atvinnuhátta.
Helztu störf 1980 og 1981
í ársskýrslu Verzlunarráðsins,
sem hér liggur frammi, er ítarlega
greint frá störfum ráðsins á árun-
um 1980 og 1981. Engin tök eru á
því að rekja efni hennar hér, en þó
langar mig til að drepa á nokkur
atriði.
Á tveimur síðustu árum hefur
starfsemi skrifstofu Verzlunar-
ráðsins verið með líku sniði og
undanfarin ár. Ráðið annast
rekstur upplýsingarskrifstofu og
telexþjónustu, sem 32 fyrirtæki
nýta sér, og veitir hagfræðilega og
lögfræðilega ráðgjöf.
Framkvæmdastjórnin hélt alls
58 fundi á síðasta starfstímabili
og aðalstjórn 21 fund. Þá voru
haldnir almennir félagsfundir
meðal annars um skattamál og
verðlagsmál og Verzlunarráðið
stóð að ráðstefnum í samvinnu við
önnur samtök og félög.
Sérstakt átak var gert til að afla
nýrra félaga og hefur þeim fjölgað
um 64 frá síðasta aðalfundi. Aðil-
ar að Verzlunarráði eru nú orðnir
um 430 og er sérstök ástæða til að
fagna þessum árangri.
Verzlunarráð hefur sem fyrr
lagt áherzlu á málefnanlega um-
fjöllun og sjálfstæða tillögugerð,
sem byggir á stefnu þess í efna-
hags- og atvinnumálum. Verzlun-
arráð hefur lagt sérstaka áherzlu
á að fylgjast náið með störfum al-
þingis.
Á síðustu tveimur þingum mun
Verzlunarráðið hafa sent umsagn-
ir um eða gert athugasemdir við
um ein 40 þingmál svo eitthvað sé
nefnt.
Kannsóknarverkefni. Verzlun-
arráð hefur staðið að nokkrum
rannsóknarverkefnum á starfs-
tímanum og vil ég geta tveggja
þeirra sérstaklega. Seint á árinu
1979 var skipuð nefnd til að taka
fyrir starfsemi Pósts og síma.
Nefndin gerði tillógur um úrbætur
á þjónustu Pósts og síma. Þar má
nefna tiUögu um afnám einkaleyf-
is á sölu notendabúnaðar, niður-
fellingu 30% aukaálags á verzlun-
ar- og atvinnusíma og tillögu um
endurskoðun á afsláttarkerfi
póstsins. í framhaldi af starfi-
nefndarinnar náðist sá árangur að
frjálsræði var aukið í innflutningi
símtækja, sem er nú á síðustu
misserum að skila sér í fjölþætt-
um nýjungum á markaðnum.
Einnig hefur afsláttarkerfi pósts-
ins verið breytt.
Þar hefur nefnd um opinber
innkaup unnið mikið starf. Grein-
argerð nefndarinnar er því sem
næst tilbúin og þar á eftir að
koma margt athyglisvert fram.
Ekki gefst tóm til að kynna niður-
stöður hennar hér. Það fellur í
hlut næstu stjórnar ráðsins að
taka afstöðu til niðurstaðna
ncfndarinnar og hvernig þær skuli
kynntar.
Samningur VÍ og VSÍ. í desember
síðastliðnum var undirritaður
samningur milli Verzlunarráðs ís-
lands og Vinnuveitendasambands
íslands um samstarf, verkaskipt-
ingu og tengsl milli samtakanna.
Með þeim samningi er kveðið á
um, að Verzlunarráð hafi einkum
efnahags- og viðskiptamál með
höndum gagnvart stjórnvöldum,
en Vinnuveitendasambandið efna-
hags- og kjaramál. Með samn-
ingnum hættir Verzlunarráðið
beinni aðild að gerð kjarasamn-
inga, þótt það haldi áfram tengsl-
um við Lífeyrissjóð verzlunar-
manna og Félagsheimilasjóð.
Verzlunarráð lætur það hins vegar
félögum sínum eftir að ákveða
með hvaða hætti þeir vilja tengj-
ast kjarasamningum, en tryggði
þeim einungis rétt til að eiga
beina aðild að VSÍ, ef þeir óska.
Gerðardómur endurreistur.
Verzlunarráð endurreisti Gerð-
ardóm sinn í viðskiptamálum á
síðasta starfstímabili. Gerðar-
dómurinn hefur þann tilgang að
skera úr um ágreiningsmál, sem
geta komið upp í viðskiptum, og
eru niðurstöður hans bindandi.
Kostir Gerðardómsin8 eru meðal
annars þeir, að málsmeðferð tekur
skemmri tíma en fyrir venjulegum
dómstólum auk þess sem íslenzk-
um fyrirtækjum gefst kostur á að
reka mál, sem upp kunna að koma
vegna ágreinings í viðskiptum við
erlenda aðila, fyrir innlendum
-gerðardómi, sé þess gætt að koma
ákvæðum þar um inn í viðskipta-
samninga.
Kéltarverndarsjóður. Á árinu
1981 gekkst Verzlunarráð fyrir
stofnun sérstaks Réttarverndar-
sjóðs í vörzlu ráðsins. Tilgangur-
inn með þessari sjóðsstofnun er að
hvetja einstaklinga og fyrirtæki
til að leita réttar síns fyrir dóm-
stólum gagnvart ákvörðunum
stjórnvalda og annarra opinberra
aðila, sem ætlað er að brjóta gegn
ákvæðum laga, reglugerða eða
stjórnarskrár svo og hvers konar
valdníðslu, sem beint er gegn at-
vinnurekstri í landinu.
Nú þegar hefur verið ákveðið að
Réttarverndarsjóður styrki málss-
ókn eins af félögum Verzlunarráðs
á hendur ríkisvaldinu vegna ál-
agningar kjarfóðurgjaldsins. Gildi
slíkra málssóknar felst ekki að-
eins í því að hjálpa einstaklingum
til að ná rétti sínum, heldur felst
það einnig og ekki sízt í því að
veita stjórnvöldum aðhald og
gæta þess að þau fari ekki út fyrir
verksvið sitt.
Viðskiptaþing. Verzlunarráð hélt
fjórða Viðskiptaþing sitt 15.
október 1981 og var þar fjallað um
framtíð einkarekstrar. Helztu
niðurstöður þingsins voru þær, að
nauðsynlegt væri að efla einka-
reksturinn í landinu og skapa hon-
um stærra starfssvið, bætt
starfsskilyrði og aukið frjálsræði.
Stefna Verzlunarráðsins í efna-
hags- og atvinnumálum var einnig
samþykkt á Viðskiptaþinginu. Til
þeirrar stefnuyfirlýsingar hefur
verið vel vandað og er það von mín
að hún eigi eftir að reynast drjúgt
veganesti í starfsemi Verzlunar-
ráðsins á næstu árum. Ég ætla
ekki að tíunda efni hennar hér, en
um þessar mundir er stefnan að
koma út í vönduðum búningi og
næsta skrefið er að kynna hana
vel fyrir stjórnvöldum og almenn-
ingi.
I tengslum við Viðskiptaþingið
var gerð nokkur úttekt á einka-
rekstri og umsvifum hins opin-
bera. Því starfi verður haldið
áfram og er það eitt af þeim meg-
inverkefnum sem sett hafa verið á
framkvæmdaáætlun fyrir næsta
starfstímabil.
Kfnahags- «g vidskiptamál
Ég hef hér að framan drepið á
nokkur atriði úr almennri starf-
semi ráðsins. Þótt þessi viðfangs-
efni séu mikilvæg, lætur Verzlun-
arráðið sig þó mestu skipta, þau
starfsskilyrði, sem atvinnulífinu
eru búin á hverjum tíma. Allar
aðgerðir í efnahags- og viðskipta-
málum, stjórn þessara mála og sú
stefna, sem fylgt er á þessu sviði,
snertir kjarnann í starfsemi
Verzlunarráðsins.
Verðbólgan. Verðbólgan er viss
mælikvarði á gæði hagstjórnar,
enda er stöðugt verðlag yfirleitt
yfirlýst markmið í efnahagsmál-
um og nauðsynleg forsenda heil-
brigðrar efnahagsstarfsemi. Frá
ársbyrjun 1972 til ársloka 1981 —
á 10 árum — hefur verðlag hér-
lendis 30faldast, eða m.ö.o. hækk-
að um 40% árlega til jafnaðar.
Enn er ekkert lát hér á og virðist
Verzlunarráðinu, að verðlag muni
___________________________________
hækka um 50% í ár og verðbólgan
fari vaxandi í árslok.
Orsakir verðbólgunnar eru í
stórum dráttum kunnar: Röng
fjarfesting, misbeiting verðjöfn-
unarsjóðs fiskiiðnaðarins, erlend
skuldasöfnun, vaxandi skatt-
heimta og óraunhæfir kjarasamn-
ingar. Öll þessi atriði má lagfæra
og til eru leiðir til þess að vinna á
verðbólgunni á skömmum tíma,
án þess að atvinnuleysi hljótist af.
Einmitt er æskilegt að fara leiðir
eins og Verzlunarráðið bendir á í
stefnuskrá sinni, þar sem sam-
hliða er lagt til að ráðast í nýja
framfarasókn til að efla atvinnu-
lífið og fjölga arðbærum atvinnu-
tækifærum, um leið og unnið er á
verðbólgunni með snöggu mark-
vissu átaki.
Verðbólgan eyðir verðmætum
og grefur jafnt og þétt undan at-
vinnulífinu. Útfærsla landhelg-
innar, aukinn afli og gott verð á
afurðum okkar bjargaði miklu á
síðasta áratug. Nú horfir ekki
lengur svo vel. Undan því verður
því ekki lengi skotizt að grípa til
raunhæfra aðgerða gegn verðbólg-
unni.
Skýrsla starfsskilyrðanefndar.
Nýlega skolaði áliti nefnd, sem
ríkisstjórnin skipaði í september
1980 til að gera samanburð á
starfsskilyrðum atvinnuveganna.
Niðurstöður nefndarinnar eru
ýmsar mjög fróðlegar og falla
saman við málflutning og baráttu-
mál Verzlunarráðs, að atvinnu-
lífinu verði búin sömu starfsskil-
yrði og því sé ekki mismunað í
löggjöf og athöfnum stjórnvalda.
Af tillögum nefndarinnar má
nefna, að hún leggur til að jafna
launaskatt milli atvinnugreina og
afnema aðstöðugjald. Engin
trygging er þó fyrir því, að tillögur
nefndarinnar komist í fram-
kvæmd. Þeim er t.d. ekki fylgt í
því frumvarpi um launaskatt, sem
nú er fyrir alþingi og við sáum
hvað varð um afnám aðstöðu-
gjaldsins fyrir áratug.
Nefndir eru góðar, til síns brúks,
þegar það á við. Á síðari árum virðist
þó færast í vöxt, að nefndir séu skip-
aðar til að fela stefnuleysi og slá
ákvörðunum á frest. Stefnuleysið og
aðgerðarleysið er að verða einkenni
stjórnmálanna. Mörg fleiri dæmi má
taka.
Verðlagsmálafrumvarp. Fyrir al-
þingi liggur nú frumvarp til breyt-
inga á verðlagslögum. Einkenni
þess er stefnuleysi. Þar er alþingi
ekki ætlað að ákveða, hvort fylgt
skuli frjálsri verðmyndun eða
haftastefnu. Sú stefnuákvörðun er
látin verðlagsráði eftir, sem jafn-
vel getur einnig skotizt undan
þeirri ábyrgð og falið þriggja
manna nefnd undir forsæti verð-
lagsstjóra allt ákvörðunarvald
sitt.
Tollkrít. Annað dæmi er
greiðslufrestur á aðflutnings-
gjöldum. í september á sl. ári skil-
aði nefnd, sem fjármálaráðherra
skipaði, tillögu um frumvarp
ásamt greinargerð í ítarlegri
skýrslu, hvemig innleiða mætti
slíkan greiðslufrest. Vann nefndin
mjög fljótt og vel, en fram-
kvæmdastjóri Verzlunarráðs átti
sæti í nefndinni fyrir hönd ráðs-
ins.
Enn hefur frumvarpið ekki
komið fram á alþingi 5 mánuðum
síðar. Þegar er þó farið að nota
tilvist þess að einu leyti, og það án
eðlilegs tilefnis, til að réttlæta
nýja tekjuöflun fyrir ríkissjóð,
svokallað tollafgreiðslugjald.
Orkumál. Alvarlegasta dæmið
um aðgerðarleysi og stefnuleysi er
staðan í orkumálum. Hvar á að
virkja? Hver á að kaupa orkuna?
Þannig má spyrja, en engin svör
er að fá.
í orkumálum hefur ríkisvaldið
lögverndaðan einkarétt sem mein-
ar einkaaðilum að reisa virkjanir.
Einkaaðilum eru einnig settar
skorður í margvíslegri löggjöf, svo
að þeir stofni ekki til stjóriðjuvera
einir sér eða í samvinnu við er-
lenda aðila til að skapa verðmæti
úr þeirri orku sem framleidd er í
landinu.
Þessi skipan er einnig áhyggju-
efni fyrir þá sök, að þetta svið
býður okkur mesta möguleika á
komandi árum. Ef ríkisvaldið á að
reisa orkuverin og reka stóriðju-
Ræða Hjalta Geirs Kristjánssonar
á aðalfundi Verzlunarráðs íslands