Morgunblaðið - 27.02.1982, Síða 19
MORGUNBLAÐI-Ð, LAUGA'RDAGUR 27. FEBRÚAR 1«82
19
verin til viðbótar þeim umsvifum,
sem það nú hefur í atvinnulífinu,
sjáum við framundan framtíð
ríkisrekstrar en ekki framtíð
einkarekstrar. Þá fær einstakling-
urinn, framtak hans og hug-
kvæmni ekki notið sín.
Ægisvald ríkisins. A undanförn-
um árum hefur Verzlunarráð
itrekað vakið athygli á þeirri
stærð sem hið opinbera hefur náð
í atvinnulífinu og hversu víðtæk
afskipti þess eru af málefnum
þess. Frekari vöxtur þess er því
afar óæskilegur þegar við sjáum
nú þegar að:
45% af þjóðartekjunum renna í
skatta til rikis- og sveitarfélaga,
og nú vinnur 5. hver maður í þjón-
ustu hins opinbera.
Með" sama áframhaldi verður
skattheimtan komin í 75% af
þjóðartekjum árið 2000 og þá
vinnur 2. hver maður hjá hinu
opinbera. Ef ríkisvaldið á að hafa
allt frumkvæði í orkumálum verð-
ur þessi mynd mun dekkri og
stærri hluti mannaflans mun
vinna hjá hinu opinbera.
Stöðnun vegna ofvaxtar ríkisins.
Mun þessi mynd rætast má
spyrja. Nágrannalönd okkar á
Vesturlöndum, einkum á Norður-
löndum veita okkur viss svör. Það
sjáum við, að skattheimtan og
vöxtur ríkisvaldsins hefur leitt til
stöðnunar. Hagvöxtur hefur
stöðvast, atvinnuleysið hefur
haldið innreið sína og erlendar
skuldir vaxa til að halda lífskjör-
um uppi.
Við íslendingar erum á sömu
braut, en ekki eins langt leiddir.
Sömu einkenna verður vart hér.
Við erum á tímamótum og þurfum
að ákveða, hvernig við viljum
bregðast við.
Það er því ekki að ástæðulausu,
að á þennan aðalfund eru komnir
tveir merkir menn til að fjalla um
þetta vandamál. Báðir þessir
menn eru ekki aðeins þjóðkunnir
hvor í sínu heimalandi, heldur
báðir vel þekktir af verkum sínum
langt út fyrir landamæri sinna
heimalanda.
Ég vil fyrir hönd Verzlunarráðs
íslands færa þeim dr. Curt Nicolin
og dr. Gylfa Þ. Gíslasyni sérstakar
þakkir fyrir að koma til okkar á
þennan aðalfund og taka til um-
fjöllunar það mál, sem við teljum
svo brýnt í dag. Fleiri og fleiri velta
því fyrir sér, hvert velferðarríkið
stefnir og þá um leið, hvort sívax-
andi ríkisforsjá sé undirrót þeirrar
stöðnunar, sem einkennir efnahags-
líf Vesturlanda.
Lokaord
Góðir félagar,
Ég hef ákveðið að gefa ekki kost
á mér til endurkjörs sem formað-
ur Verzlunarráðs íslands.
Ég hef gengt formannsstarfinu í
fjögur ár og hefur sá tími bæði
veitt mér ánægju og lífsfyllingu.
Mér hefur gefist tækifæri til að
vinna að margvíslegum verkefn-
um í fylkingarbrjósti, verkefnum
sem eru okkur öllum sameiginleg
áhugamál. Sum þessara mála hafa
komist í höfn, önnur hafa þokast
áleiðis, en fyrir mörgum er þó bar-
ist...
Ég vil þakka ykkur fyrir það
traust og þann stuðning, sem þið
hafið veitt mér í þessu starfi. Án
þeirrar uppörvunar hefði allt unn-
izt á annan veg.
Starfsfólki Verzlunarráðsins
þakka ég gott samstarf, þó held ég
að á engan sé hallað, þegar ég
þakka Árna Árnasyni sérstaklega
ánægjulegt og árangursríkt sam-
starf. Samstarfsmönnum mínum í
stjórn og framkvæmdastjórn
ráðsins færi ég einnig beztu þakk-
ir fyrir samstarfið.
Með þessum orðum vil ég segja
60. aðalfund Verzlunarráðs Is-
lands settan og biðja Jón Magn-
ússon að taka við fundarstjórn.
Kynningarfundur
KSS í kvöld
Kristileg skólasamtök í Reykjavfk
efna í kvöld til sérstaks útbreiðslu—
og kynningarfundar og verður hann
haldinn í húsi KFUM og K að
Amtmannsstíg 2b og hefst kl. 20:30.
llndanfarna daga hafa félagar KSS
heimsótt nokkra grunnskóla í
Reykjavík og kynnt starfsemi félags-
ins fyrir nemendum í 7.—9. bekk.
í frétt frá Kristilegum skóla-
samtökum segir m.a. að svipuð
kynning hafi verið í 8 grunnskól-
um í fyrravetur. Sé nemendum
safnað á sal og meðal dagskrár-
atriða hafi verið stuttur leikþátt-
ur þar sem leitast var við að gefa
innsýn í kristna trú, sýndar
skuggamyndir frá starfi félagsins,
kenndir léttir söngvar og að lokum
afhentir kynningarbæklingar um
félagið og nemendum boðið á
kynningarfundinn. •
Félagar eru nú kringum 300 og
er markmið félagsins, sem starfar
innan þjóðkirkjunnar, að safna
saman ungu fólki undir kjörorðinu
Æskan fyrir Krist.
Einn af mörgum þáttum í starfi KSS eru ferðalög og er myndin úr einu
þeirra.
Harðger
sveit
er á ferð
um Norðurland
dagana
27.febr.- 2 . mars
TOYOTA LAND CRUISER
Nýr glæsilegur bíll frá Toyota meö styrkleika^ jeppabilsins en aksturseiginleika
fólksbilsins Bíll til aö mæta þörfum þeirra sem þurfa aö feröast mikiö
Vökvastýri, velstistýri. 6 cyl. dieselvél 3900 cc 4ra gíra 4x4. 5 dyra
Þar eru á ferð fjórir bílar sem hver
og einn hefur farið sigurför um
heiminn og sannaTTágæti sitt við
erfiðustu aðstæður.
Bílar sem henta íslenskum
aðstæðum öðrum betur.
BILA
KYNNING
Mánudag 1. 3.
SAUÐÁRKRÓKUR:
Bifreiöaverkst. K.S.
frá kl. 11 — 14
BLÖNDUÓS:
Bílaverkst. K.H.
frá kl. 17—19
Þriðjudag 2. 3.
HVAMMSTANGI:
Söluskálinn
frá kl. 11 — 13
BÓRGARNES:
Bifreiöa og trésmiöja
Borgarness
frá kl. 17—18
5A
HI-LUX
Laugardag 27. 2.
AKUREYRI:
Bláfell sf. Óseyri
frá kl. 13—18
Bíll sem (ariö hefur sigurför um heiminn lipur og
sparneytinn Vinnutæki sem hentar öllum. 2ja og
4ra hjóla drifinn. Bensin vél 2000 cc 4ra gíra
LAND CRUISER
PKKUP
Vinnuhestur til aö nota hvenær sem er
j hvað sem er, enda lítiö breyttur i 20 ár
nemaávallttæknilega fullkomnari
4ra cyl. diesel vél 4ra gira
Sunnudag 28. 2.
HÚSAVÍK:
Bif.verkst. Foss
Garöarsbraut 48
frá kl. 14—17
LAND CRUISER
Bíll sem hefur fengiö
vlöurkenningu um allan
heim fyrir styrkleika og gæöi.
TOYOTA
P. SAMÚELSSON & CO. HF.
UMBOÐIÐ A AKUREYRI: BLAFELL S/F ÓSEYRI 5A — SÍMI 96-21090
UMBOÐIÐ
NÝBÝLAVEGI 8
KÓPAVOGI
SÍMI44144