Morgunblaðið - 27.02.1982, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 27.02.1982, Qupperneq 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, LAVGAfctiÁGUR 27. FEBRÚAR 1982 --- 1 J-' ~ ' ' - - ' --- -------— .....— ' Margt spennandi framundan hjá rallökumönnum í sumar: Islendingum boðin þátttaka I þekktu ralli í Tékkóslóvakíu Eftir nokkurra ára fæðingar- hríðir er rallakstur hér á landi orð- inn viðurkenndur meðal almenn- ings og einnig hefur hann hlotið viðurkenningu á erlendum vett- vangi. Á tæplega sex ára tímabili hefur þessi akstursíþrótt vaxið frá því að vera „sunnudagsskemmtun" stráklinga upp í alþjóðlega viður- kennda keppni. Erlendir ökumenn eru nú farnir að líta Island hýru auga og mun áhugi þeirra væntan- lega aukast á þessu ári, þar sem nú er farin af stað mikil auglýsinga- herferð til kynningar á hinu árlega alþjóðaralli. Bifreiðaíþróttaklúbb- ur Reykjavíkur hefur útbúið kynn- ingarbæklinga um rallið og sam- fara því hefur Ferðamálaráð leitað fyrir sér um aðstoð ferðaskrifstofa á auglýsingum fyrir ferðamanna- bransann. Þeir erlendu ökumenn sem hér hafa dvalist hafa ekki hvað síst hjálpað til við kynningu á rallinu. Morgunblaðið fór á stúfana og ræddi við nokkra aðila, bæði um alþjóðlega rallið og ennfremur um hvað er á döfinni hjá þeim. Er með- al annars rætt við þá bræður Ómar og Jón Ragnarssyni, sem eru ís- landsmeistarar í rallakstri. Bílar Gunnlaugur Rögnvaldsson „Rallinu sjónvarpað um gjörvalla Italíu Tveir ítalskir ökumenn kepptu hér í fyrra í alþjóðarallinu, en ekki tókst betur til en að þeir veltu bíl sínum mjög snemma í k*ppn- inni. Morgunblaðið leitaði upplýs- inga um þá hjá Halldóri Gíslasýni, sem hefur tekið það að sér að vera umboðsmaður þeirra fyrir keppni. „Það er helst að frétta, að ég fékk bréf frá ítölunum fyrir stuttu. Þar kváðust þeir ætla að koma aftur og að auki með vini sína. Giskuðu þeir á, að jafnvel yrði um fjóra bíla að ræða frá ít- alíu. Var þó hafður sá fyrirvari, að ekkert gerðist í millitíðinni." í fyrra brann bíll sem koma átti í alþjóðarallið stuttu áður en átti að halda af stað til íslands. Ennfrem- ur sögðu Italirnir í bréfinu að tveir kvikmyndatökumenn kæmu með þeim ásamt fjölda frétta- manna. Ætluðu þessir menn síðan að sjónvarpa rallinu um alla Ítalíu að keppni lokinni. Bílarnir sem ít- alirnir koma með verða líklkega flestir af Opel-gerð. Munu þessir ökumenn njóta aðstoðar íslenskra viðgerðarmanna ef til þarf. IIAFSTEINN HAUKSSON: „Kalla það gott ad ná um tuttugasta sæti af 130 keppendum Hafsteinn Hauksson hyggur á utanlandsferð á þessu ári og ætlar sér að taka þátt í rallkeppni er- lendis. Tveir möguleikar eru fyrir hendi, annars vegar að taka þátt í ralli í Svíþjóð og hins vegar í Skotlandi. Enn hefur ekki verið fastákveðið hvort verður, en Haf- steinn er nú að leita nákvæmra upplýsinga um hvort rall fyrir sig. Blaðamaður ræddi stuttlega við Hafstein. í hvoru rallinu finnst þér Ifklegra að þú takir þátt? „Það er nú allt saman óvíst enn- þá. Ég er enn að athuga aðstæður, t.d. vantar mig að vita um mögu- leika á viðgerðarþjónustu og vara- hluti og fleira í þeim dúr. Skoska rallið er viðurkennt sem mjög erf- itt rall og kæmi sér betur að ná árangri þar heldur en í hinu svonefnda suður-sænska ralli. Góðan árangur kalla ég að ná tuttugasta sæti eða þar fyrir ofan af 130 keppendum. Það er margt sem spilar inn í ákvörðun hjá mér. Skotland er á erfiðum stað í sambandi við flutn- inga á bílnum, en þó líst mér betur á að fara þangað, því rallið þar er líkara íslenskum röllum. Þar kem- ur svo annað inní, á sama tíma og skoska rallið fer fram, er Borg- arfjarðarrallið í fullum gangi hér heima og væri leitt að missa af því. í Svíþjóð yrði ekið í snjó, en þó hægt að nota sömu dekk og hér heima. Þar er hugsanlegt að fá hjálp frá Islendingum í sambandi við viðgerðir og aðstoð í keppni. Slíkt yrði ómetanlegt." Þú talaðir áðan um að ná um tutt- ugasta sæti. Ætlarðu að sýna ein- hverjum erlendum aðilum góðan ár angur? „Ja, það er aldrei að vita, það kemur þá bara í ljós. Það þýðir ekkert annað en að fara bjartsýnn í svona keppni." Hvað á síðan að gera hér heima í rallinu? „Vinna röllin öll. Ómar Ragn- arsson hefur sýnt hvers hann er megnugur, en þá er bara að reyna að gera betur. Hafsteinn Aðal- steinsson er óskráð blað á hinum nýja Escort 2000. Ég reyni mitt besta og gott betur." ÓMAR OG JÓN RAGNARSSYNIR: „Frakkarnir rólegir yfir raudvíninu“ Ómar og Jón Ragnarssynir halda áfram að aka Renault 5-bif- reið sinni á þessu ári. Bíllinn verð- ur þó verulega endurbættur, m.a. fá þeir nýtt „body“ fyrir það gamla, sem farið er að gefa sig eftir ágæta frammistöðu. Vél bíls- ins verður sú sama að hestafla- tölu, en tekin rækilega í gegn og skipt um flest er hægt að skipta um í henni. Renault Ómars og Jóns verður þó hlutfallslega kraftmeiri, þar sem bíllinn verður léttur um á annað hundruð kíló frá því sem fyrr var. Morgunblað- ið náði tali af bræðrunum. Ilvernig gengur með undirbúning fyrir næsta rall? „Ha-ha. Við vorum að frétta það, að „bodyið" er ennþá inni á gólfi í verksmiðjunni í Frakklandi. Þeir eru ekki að flýta sér yfir rauðvínunu Frakkarnir," sagði Jón og hló dátt. „Þeir ætla að senda hlutina með flugi, það þarf þó að athuga það betur. Það er alltof dýrt.“ „Ég er að hugsa um að mála bílinn gulan og svartan þegar þar að kemur,“ sagði Jón. „Þeir eru þannig rallbílarnir sem Renault- verksmiðjan gerir út í keppni." Jón var fljótur að svara ummæl- um Hafsteins Haukssonar. „Hann vinnur öll röllin, en það verður einn bíll fyrir framan." Ómar svaraði þessu með því að segja, að þeir bræður myndu aka hraðar enn á liðnu ári. Það yrði þá undir öðrum ökumönnum komið, hvort þeim tækist að sigra eður ei. Þeir bræður Ómar og Jón stefna á Is- landsmeistaratitilinn í þriðja sinn. Þó er óvíst hvort þeir komast í næsta rall, en hugsanlegt er, að þeir aki Renault-bílnum þó svo að varahlutirnir séu enn ókomnir. Blaðamaður spurði Ómar að lok- um, hvort einhverjar utanlands- ferðir væru á stefnuskránni næstu árin. „Nei varla. Ég hef ekki efni á þátttöku í erlendu ralli nema einu sinni á ævinni. Það er mikið nær að einhverjir yngri menn skelli sér út í keppni." „Draumur bíla* áhugamannsins“ íslandsmeistarinn í rally-cross, Jón S. Halldórsson, fór á sl. ári í Norðurlandameistarakeppni í Sví- þjóð ásamt Þórði Valdimarssyni. Þeir stóðu sig ágætlega í keppn- inni. Á þessu ári mun að nýju verða keppt í rally-cross hér á landi, en sú keppnisgrein lá niðri á sl. sumri. Jón ekur BMW-bifreið búinni 200 hestafla vél. Hann hyggst keppa á erlendri grund í sumar í a.m.k. einni keppni. Hann hafði eftirfarandi um það að segja: „Ég er harður á því að fara út í Norðurlandameistarakeppni í rally-cross. Þó bíllinn sé aðeins kraftminni en þeir bestu úti stefni ég á innan við 10. sæti. Bíllinn verður betur búinn en áður og ég fæ hugsanlega aðstoð frá íslend- ingum í Svíþjóð." Jón lætur þetta þó ekki nægja. Hann hefur eignast forláta Porsche-bifreið, sem sennilega er draumur flestra bíla- áhugamanna. Á þeim bíl hyggst hann keppa í „rally-special", en það ætti að vera glæsilegum bíln- um skaðlaust. Porsche-bíllinn er fremur lágur frá jörðu miðað við flesta bíla og ekki fyrir íslenskar aðstæður nema með nokkrum breytingum. Er ætlun Jóns að nota bílinn sem einkabíl á götu borgarinnar. Það er greinilegt að áhugi fyrir þátttöku í erlendri rallkeppni er að aukast, en hvernig er málum háttað hér heima? Þó nokkrir nýir bílar verða með næsta sumar. Aðrir endurbæta bíla sína og hugsa gott til glóðarinnar. „Sama og nýtt“ Einn þeirra sem mun verða með nýjan bíl er Logi Einarsson. Hann tók á það ráð að breyta ’73 Escort í fyrsta flokks rallbíl. Til gamans fyrir lesendur verður lauslega tal- ið hvað gert hefur verið við bílinn og hver kostnaðurinn er samfara því að búa til „alvöru“ rallbíl. Fyrst og fremst var hafist handa að rífa bílinn í sundur stykki fyrir stykki þar til aðeins „bodyið" stóð eftir. Þá var ryðvörn öll skafin af bílnum og málað yfir. Til styrk- ingar þurfti að sjóða í bílinn hér og þar og var það gert eftir for- skrift Ford-verksmiðjanna. Gömlu dempararnir fengu að fjúka en þó voru þeir af vandaðri gerð. I staðinn komu Bilstein- gasdemparar, sem sérstaklega eru gerðir fyrir rallakstur. Slíkir demparar kosta í kringum 10.000 krónur. Breyta þurfti festingum Innan sovéska Björn Bjarnason Bókin „The Liberators — Inside the Soviet Army“ eða „Frelsararn- ir — innan dyra í sovéska hern- um“ eftir Viktor Suvorov, kom út hjá breska forlaginu Hamish Hamilton á síðasta ári. Hún er þannig kynnt, að aldrei fyrr hafi Rússi tekið sér fyrir hendur að lýsa lífi sovésks nútíma hermanns jafn skýrt og heiðarlega. Viktor Suvorov er á miðjum fertugsaldri, hann var foringi í sovéska hernum en strauk og komst yfir til Vestur- landa. Af ótta við hefndarráðstaf- anir gegn ættingjum og vinum, sem enn dveljast í Sovétríkjunum, ritar hann bókina undir dulnefni. Heiti bókarinnar vísar til þess, að Suvorov var í liðinu, sem gerði dyra í hernum innrás í Tékkóslóvakíu 1968 og fjalla síðustu kaflar bókarinnar um reynslu hans þar. Bókin er 202 síður og almennt finnst mér hún nokkuö losaraleg, ef þannig má að orði komast. Hún ber þess greini- lega merki, hve litla yfirsýn for- ingjar í her Sovétríkjanna hafa, raunar vita þeir sjaldnast, hvert þeir eru að fara eða hvað þeir eiga að gera, þegar þeim berast fyrir- mæli. Þeir reyna að lesa á milli línanna í dagblöðum eða draga ályktanir af útvarpsfréttum. Lýsir höfundur þessu til dæmis í tengsl- um við sex-daga-stríðið milli ísra- elsmanna og Egypta 1%7. í véla- og skriðdrekasveitinni, sem hann tilheyrði þá, voru allir foringjarn- ir sannfærðir um það, að Egyptar búnir sovéskum skriðdrekum myndu á svipstundu leggja undir sig Israel, landið væri ekki einu sinni jafn stórt og æfingasvæði hersins í Sovétríkjunum. Viti for- ingjarnir lítið, eru þó óbreyttir hermenn enn síður með á nótun- um. Þegar innrásin var gerð í Tékkóslóvakíu, var hersveit Suvo- rovs skipuð mönnum austan úr Asíu og öðrum „lýðveldum" Sov- étríkjanna og skyldu fæstir her- mannanna rússnesku og gátu lítið sem ekkert ræðst saman sín á milli. Segir höfundur, að það hafi haft hin vcrstu áhrif í liðinu, að Tékkar snerust ekki til varnar heldur sýndu hinum skítugu og illa búnu hermönnum jafnvel vorkunnsemi. Hafi sovéska her- stjórnin orðið að senda stærsta hluta liðsins í pólitíska endurhæf- ingu við landamæri Kína að her- ferðinni lokinni — hermennirnir hafi nefnilega komist að raun um, að lífskjörin voru betri í Tékkósló- vakíu en Sovétríkjunum og byrjað að velta því fyrr sér, hvers vegna í ósköpunum þeir væru sendir gegn þessu vingjarnlega fólki. Stjórnarhættirnir innan hersins bera sömu einkenni og á öðrum sviðum sovésks þjóðlífs, alið er á ótta og haldið uppi aga með því að beita grimmdarlegum refsingum. Mönnum er refsað fyrir stórt sem smátt, enginn er óhultur, en í ger- ræðinu myndast hið furðulegasta samtryggingarkerfi, svo að oft er tekið vægara á stórum brotum en smáum. Smjaðrað er fyrir yfir- boðurum og ekkert sparað til að sýna þeim undirgefni og virðingu. Því til staðfestingar segir höfund- ur frá þessu: „Áður en Gretskó, marskálkur Sovétríkjanna, (nú látinn innsk.) kom til Severodvinsk, ákvað yfir- stjórn Norðurflotans að láta mála klettana á ströndinni gráa. Þegar verkinu var lokið, hafði 20 km löng strandlengja verið máluð. Sjóliðar í tveimur flotadeildum og ein sveit landgönguliða vann að þessu gíf- urlega verkefni í nokkrar vikur, og til að Ijúka því notuðu þeir árs- birgðir af ryðvarnarmálningu alls flotans. Gretskó, varnarmálaráð- herra, hreifst af gráu klettunum, og síðan hefur sú hefð verið í há- vegum höfð í flota okkar að mála sjávarkletta fyrir komu háttsettra gesta.“ Sú mynd, sem dregin er upp af sovéska hernum í þessari bók, er ekki beinlínis ógnvekjandi. Spill- ing, drykkjuskapur, öryggisleysi og lélegur tækjabúnaður setja svip sinn á lýsinguna. Þá gefur höfundur oftar en einu sinni til kynna, að alls ekki eigi sovéskir hermenn von á því, að á þá verði ráðist frá Vestur-Evrópu. Eftir að hafa lýst hinum hörmulegu að- stæðum í sovésku þjóðlífi, fátækt- inni og skortinum, kemst höfund- ur á einum stað svo að orði: „Þeir, sem leggja á ráðin um hernaðar- átök við þessar aðstæður (eins og þær eru í Sovétríkjunum innsk.) hljóta að treysta á stutt leiftur- stríð öllum að óvörum, þar sem á fyrstu mínútum yrði gripið til kjarnorkuvopna, eða vera við því

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.