Morgunblaðið - 27.02.1982, Side 24

Morgunblaðið - 27.02.1982, Side 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. FEBRÚAR 1982 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthias Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Að- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 100 kr. á mánuöi innanlands. I lausasölu 6 kr. eintakið. Alþingi og iðnaðurinn Talið er að 28 þúsund manns eða 28% starfandi fólks í landinu vinni að framleiðslu- og þjónustuiðnaði, þegar fiskiðnaður er undanskil- inn. Viðgangur iðnaðar er því mikilvægur frá sjónarmiði atvinnuörygg- is. Það er því alvarlegt mál þegar könnun Hagstofu og FÍI á markaðs- hlutdeild íslenzks iðnaðar sýnir samdrátt milli áranna 1980 og 1981 og hagsveifluvog FII og LII bendir til að samdráttar sé þegar farið að gæta. Afkoma iðnaðar hefur rýrnað ár frá ári undanfarið. Þjóðhagsstofnun taldi meðalhalla útflutningsiðnaðar fyrir síðustu gengislækkun um 19% sem hlutfall af tekjum. Rekstraraðstæður, sem leiða til slíks taps, hafa ekki einun'gis skammtímaáhrif, heldur draga úr iðnþróun í landinu. Það er því tímabært þegar ellefu þingmenn úr þremur þingflokkum (öllum nema Alþýðubandalagi) sameinast um tillögu til þingsályktunar til að efla iðnað og styrkja stöðu hans. Fyrsti flutningsmaður er Matthí- as Bjarnason, en meginmarkmið tillögunnar er að efla atvinnu í iðnaði og stuðla að aukinni markaðshlutdeild innlendrar framleiðslu. Meðal leiða sem flutningsmenn benda á í greinargerð eru: 1) niðurfell- ing ýmissa opinberra gjalda til lækkunar á kostnaði, 2) endurskoðun á orkuverði innlendri framleiðsli> í hag, 3) sérstakt átak verði gert til að nýta opinber innkaup til eflingar innlendri framleiðslu, 4) lögum og reglum um gjaldeyrisviðskipti verði breytt þann veg að þau örvi útflutn- ing og iækki tilkostnað við hann, 5) aðflutningsgjöld af vélum og tækj- um verði felld niður, einkum á framleiðniaukandi tækjum, svo sem tölvum, 6) athugun verði gerð á því, hvaða áhrif stuðningsaðgerðir við iðnað í viðskiptalöndum okkar hafi haft á samkeppnisstöðu innlendra fyrirtækja, 7) gert verði átak til að hvetja til framleiðslu innanlands á vörum, sem nú eru eingöngu innfluttar. Flutningsmenn telja að með skjótum viðbrögðum stjórnvalda á þess- um sviðum megi verulega rétta við stöðu íslenzks iðnaðar og tryggja betur atvinnuöryggi í landinu. Mismunandi verðþróun í höftum og verzlunarfrelsi Verðlag hefur reynzt stöðugra, verðbólga afgerandi minni og verð- skyn almennings þroskaðra í þeim löndum, sem hurfu frá verðlags- höftum fyrir áratugum og hafa búið að frjálsri verðmyndun og sölusam: keppni síðan, en hér á landi, þar sem verðlagshöftin hafa haldið velli. í umræðu um stjórnarfrumvarp um verðlag, samkeppnishömlur og ólögmæta verzlunarhætti benti Geir Hallgrímsson, formaður Sjálfstæð- isflokksins, á þá staðreynd, að verðstöðvun hafi verið í lögum á íslandi allar götur síðan haustið 1970, en þessi rúmi áratugur hafi reynzt tími meiri verðhækkana og meiri verðbólgu en nokkur annar í íslandssög- unni. Geir Hallgrímsson rifjaði upp að ríkisstjórn hans hefði fest í lög árið 1978, að verðlagning yrði frjáls þar sem samkeppni væri næg, en viðtak- andi ríkisstjórn hafi frestað framkvæmd laganna og síðan breytt þessu meginatriði. I lögunum frá 1978 var það meginregla að verðlagning væri frjáls — en undanteknig, háð aðstæðum ónógrar samkeppni, að verð- lagshöft kæmu til. I frumvarpi því, sem hér liggur fyrir, væri meginregl- an áfram verðlagshöft, en frjáls verðlagning undantekning, þ.e. heimild, sem Verðlagsráð getur beitt, ef það metur aðstæður þann veg. Þingmenn Sjálfstæðisflokks hafa nú flutt breytingartillögur við frumvarpið, sem fela í sér hliðstæð ákvæði og vóru í verðlagslögunum frá 1978, er illu heilli komu aldrei til framkvæmda. Geir Hallgrímsson sagði mál að hverfa frá sjónarmiðum þeirra, sem alltaf tækju opinbera forsjá, eða stýringu ofanfrá, fram yfir vilja og valfrelsi hins almenna borgara. Færa ætti verðlagseftirlitið í hendur fólksins sjálfs, treysta sölusamkeppni, almennt verðskyn og neytenda- samtök, en reynsla bæði hérlendis og erlendis vitnaði um yfirburði verzlunarfrelsis fram yfir haftabúskap. Rfkisstjórnin, bankar og sparifjáreigendur Meginhluti þeirra tekna, sem til verða hjá viðskiptabönkum, til að bera uppi rekstrarkostnað og væntanlega skila einhverjum rekstr- arhagnaði, kemur af mismun á útláns- og innlánsvöxtum. Það er við- komandi bankaráðherra, fyrir hönd ríkisstjórnar, í samráði við Seðla- banka, sem ákvarðar þessa vexti og þar með afkomu viðskiptabankanna, og axlar ábyrgð af þeirri stefnumörkun. Ef hagnaður viðskiptabanka er of mikill, sem hér verður ekki tekin afstaða til, þ.e. mismunur útláns- og innlánsvaxta sé of mikill, er spurning, hvort sparifjáreigendur, sem leggja bankakerfinu og þjóðarbúinu sparnaðinn til, eigi ekki forgangs- rétt á leiðréttingu, eins og allt er í pottinn búið, fram yfir skattheimtu ríkisvaldsins. Inn í þetta mál kemur og nauðsyn þess að bankastofnanir búi að ákveðnu lágmarkshlutfalli milli eiginfjárstöðu annarsvegar og innlána og annarra skuldbindinga hinsvegar. Undirbúningi þessa nýja skattafrumvarps og gagnaframlagi það varð- andi er mjög ábótavant. Sköttun viðskiptabanka, sem þegar er nokkur (27,5% af brúttótekjum 1980), getur verið réttlætanleg, en sýnt þykir, að hér hafi offors skattaglaðra ráðherra ráðið meiru en vönduð vinnubrögð — eða umhyggja fyrir nauðsynlegri sparifjármyndun í þjóðarbúskapn- um. Rekstur dag- gjaldasjúkrastofnana siglir í strand I framhaldi af frétt Mbl. í gær um mjög slæma fjárhagsstöðu sjúkrastofnana, sem reknar eru á daggjöldum, eru hér birt viðtöl við forstjóra slfkra stofnana víðs vegar um land. I viðtölunum kemur í Ijós, að rekstrarstaðan er nokkuð misjöfn, en allar stofnanirnar standa uppi með skuldahala frá síðasta ári. Hjá mörgum þeirra er fyrirséð að allt stefnir í stöðvun rekstrar, ef ekki konia til lagfæringar. Daggjaldanefnd ákvað 1,1% hækkun daggjalda í janúar, og umbeðnar 70 milljónir sem stofnanirnar töldu sig þurfa til áhaldakaupa og viðhaldskostnaðar voru skornar niður í tæpar 27 milljónir. Svavar Gestsson heilbrigðisráðherra hefur nýverið ritað stjórnum þessara stofnana bréf, þar sem hann, samkvæmt heimildum Mbl., ítrekar að ekki verði varið auknu fjármagni til þessa rekstrar og verði stjórnendur stofnananna að draga stafsemina saman sem nemur því fjármagni sem á vantar. Stefán I>orleifsson Neskaupstað: Aukin útgjöld einungis til að bæta þjónustuna „ÉG HKLI) að ckkert sjúkrahús sé til á daggjaldakerfi, sem bruðli þannig med fé, að aukin útgjöld séu til annars en ad bæta þjónustuna. Landspítali og aðrir ríkisspítalar eru ekki búnir að sanna okkur aö það hafi verið sparað í þeim rekstri. Ég óttast að við afnám daggjaldakerfis og upptöku fastra fjárveitinga verði frumkvæðið um rekstur stofnana og þjónustuhlutverk tekið úr höndum heimamanna og það kalli á meiri miðstýringu. Til að þess- ar þjónustustofnanir þróist til heilla fyrir fólkið þá álft ég nauðsynlegt að ,,VH) SIGLUM hreinlega í strand með daggjaldaákvörðunina frá í janúar að baki. Ástandið er afleitt fjárhagslega og búið að vera lengi, en með þessari ákvörðun siglir hreinlcga í strand. Okkar daggjald hér lækkaði í krónu- tölu um 23 krónur, þrátt fyrir mikinn hallarekstur og dýrtíðarhækkanir, svo það segir sig sjálft hvert stefnir. Með- altalshalli allra þessara stofnana á sl. ári er 12,5%, en við hér á Landa- kotsspítala erum með 16% halla, svo útlitið er svart,“ sagði Olafur Örn Arn- arson, yfirlæknir á Landakotsspítala. Olafur sagði að spítalanum væri haldið gangandi upp á krít og engir reikningar greiddir. Sum fyrirtæki hefðu nú þegar sett stopp á spítal- ann og neituðu að afgreiða vörur til hans nema gegn staðgreiðslu. Þá hlæðu skuldirnar utan á sig með vöxtum og vaxtavöxtum og taldi Olafur málið vera komið í einn víta- hring, sem erfitt væri að sjá út úr. Ólafur var spurður hvort gripið yrði til einhverra aðgerða, fækkun- ar sjúklinga eða lokun deilda. Hann svaraði: „Nei. Við getum ekki fækk- að sjúklingum. Við erum á neyðar- vakt og erum með sjúklinga á öllum göngum. Við verðum að taka við fólkinu á meðan einhver þarf að komst inn, svo við getum ekkert gert. Við höldum áfram þar til lána- drottnarnir segja stopp. En eitthvað verður til bragðs að taka og við von- umst eftir viðbrögðum frá hinu opinbera,* sagði hann í lokin. frumkvædið verdi í höndum heima- manna," sagði Stefán Þorleifsson, for stjóri Sjúkrahússins á Neskaupstað. Stefán sagði að staðan hjá þeim væri vart verri en verið hefði. Skuldabyrðin um áramótin hefði numið 7%. Hann lagði mikla áherslu á að sú löggjöf sem dag- gjaldakerfið væri byggt á hefði lengstum reynst mun betur en það fyrirkomulag sem áður hefði verið, þ.e. þegar miðað hefði verið við daggjöld Landspítalans. Um leiðir til lausnar sagði hann: Þess má geta, að grein um mál- efni þetta eftir Ólaf Örn birtist í Mbl. í gær, en þar hefur hann sér- staklega að umfjöllunarefni þá vísi- tölu sem daggjaldanefnd notar við útreikning daggjalda. Niðurstaða hans er sú, að daggjaldanefnd hafi algjörlega brugðist í starfi sínu. Hún leggi rangar tölur til grund- vailar útreikningum sínum sem stjórnvöld taki síðan ákvarðanir eftir. „ÁSTANDID er ekki gott hér. Við er um óhressir, sérstaklega með niður- skurðinn til tækjakaupa og viðhalds. Daggjaldið til þess þáttar var skorið niður úr 43 kr. í 24 kr. hjá okkur, eða um nálægt helming. En staðan í heild er sú, að okkur vantaði tæp 6% upp á að endar næðu saman um áramótin, þannig að við drögum á eftir okkur skuldahala,“ sagði Olafur Erlendsson forstjóri sjúkrahúss Húsavíkur. Ólafur sagði, að ástandið hjá þeim væri samt sem áður eflaust „Ég held nú að í raun og veru sé ekki um aðrar leiðir að ræða en aukna fjárveitingu eða að draga saman þjónustu, og ég tel að það sé einungis um það að ræða að fá auknar fjárveitingu. Þá er ég ekki að halda því fram, að ekki sé hægt að draga eitthvað úr, en ég held að það muni einungis koma fram í auknum kostnaði síðar. Mannahald er nú einu sinni um 70% af kostnað- inum og svo koma liðir eins og lyf, matvæli og annað slíkt. Vextir eru einnig orðnir stór liður. Það mætti eflaust breyta greiðsluformi til stofnananna, koma á fyrirfram- greiðslum frá tryggingunum, það myndi draga úr vaxtakostnaði. En allt sem viðkemur viðhaldi og tækjakaupum segir til sín síðar, og ef það yrði gert í ríkum mæli myndu þessar stofnanir eingöngu drabbast niður. Það ætti að vera sómi hvers þjóðfélags að láta stofnanir sem þessar líta vel út og þróast í fram- faraátt. Við getum aldrei haft ann- að markmið. Og ég vil leggja áherslu á að við getum aldrei metið það til fjár sem aukin heilsugæzla og aukin þjónusta við sjúka gefur í aðra hönd.“ Stefán sagði í lokin, að hjá þeim hefði ekki verið farið út í að segja upp fólki eða gera aðrar ráðstafnir. Ekki væru neinir möguleikar á að loka deildum eða draga saman segl- in í sambandi við sumarfrí. Þeir biðu því átekta eftir því hvert yrði næsta skrefið. betra en hjá mörgum öðrum. Um lausnir sagði hann: „Okkur er tjáð að ekki sé til meira fé til að reka heitbrigðisþjónustuna en var á síð- asta ári og það megi ekki fara fram úr því, en ég tel að ef til samdráttar þarf að koma, verði að standa að slíku í sameiningu. Það er ekki hægt að hver og einn sé í sínu horni með einhverjar ráðstafanir. Við bíðum nú eftir heildarskipunum frá yfir- mönnum heilbrigðismála um hvað gera skuli.“ Ólafur Örn Arnarson Landakotsspítala: Siglum hrein- lega í strand Olafur Erlingsson Húsavík: Sérstaklega óhressir með niðurskurð til tækja- kaupa og viðhalds

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.