Morgunblaðið - 27.02.1982, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 27.02.1982, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. FEBRÚAR 1982 25 Kristinn Guðmundsson ísafirdi: Lítum dimmt til framtíðarinnar ef fella á niður áhaldadaggjöld „VIÐ LÍTIIM dimmt til framtíðar innar, ef fella á nidur áhaldadag- gjöld og kannski tæplega að greiða okkur hallann. En þad eru laga- ákvæði um það, að hann á að greið- ast upp á 5—8 fyrstu mánuðunum, en ég veit nú ekki ncma það takist enn þá. Við höfum ekki endanlegt uppgjör fyrir hallann á sl. ári, en útlit er fyrir að hann fari ekki yfir 5%, þannig að ástandið er víða verra,“ sagði Kristinn Gumundsson forstjóri Sjúkrahúss ísafjarðar. Kristinn sagði, að Sjúkrahúsið á Isafirði fengi 40% af þeirri upp- hæð sem beðið hefði verið um til tækjakaupa og viðhalds. Hann sagði daggjöldin sjálf ekki fjarri lagi, þeir fengju nú 871 kr. en höfðu 862 kr. í desember. Um hugsanlegar aðgerðir sagði hann: „Það þýðir kannski ekkert að vera að berja sér, og það má segja að við skrimtum enn þá. Þegar ríkis- spítalarnir eru í vandræðum þá loka þeir bara heilu deildunum, en það getum við ekki. Auðvitað er hægt að koma út með sæmilega afkomu, þegar sagt er stopp þegar ástandið krefst þess. Við bíðum og sjáum til.“ Björn Ástmundsson Reykjalundi: Reikningsleg skekkja á daggjöldum sjúkrahúsa v / 1 „HÉR HAFA ekki verið gerðar nein- ar þær rekstrarlegar breytingar sem kalla á 12,5% hækkun. Ég tel að hér sé um að ræða reikningslega skekkju hvað varðar daggjöld. Við erum komnir í þá stöðu gagnvart bönkunum að ég held að það verði ekki lengra komist. Við þurfum sennilega að fækka um 15 manns til að ná saman endum. Skuldir um ára- mótin við lífeyrissjóði, vegna þing- gjalda og fleira, voru um 1,8 til 2 milljónir króna, en þar er ekki með- talið það sem við höfum tekið úr eigin sjóðum og eðlileg rekstrarlán," Eyjólfur Pálsson Vestmannaeyjum: Hlýtur að koma til stöðvunar „ÞAÐ LIGGUR á borðinu, að ef ekki verða breytingar hér á, þá hlýtur inn- an skamms að koma til hreinnar stöðvunar. Það gildir það sama um okkur og velflesta, að staðan er mjög slæm. Til viðbótar þessum almenna fjárhagsvanda stöndum við einnig frammi fyrir því, að vera með stærra sjúkrahús en markaðurinn gerir kröfu til. Hallinn hjá okkur um áramótin var um 2 milljónir króna,“ sagði Eyjólfur 1‘álsson, forstjóri sjúkrahúss Vest- mannaeyja. Hann sagði, að bæjarsjóður Vest- mannaeyja hefði að hluta aðstoðað við reksturinn, en það væri sama með þann sjóð og aðra bæjarsjóði, að hann hefði nóg með sitt. Um lausn vandans sagði hann: „Það er mitt mat að við eigum að reka okkar mál á sameiginlegum vettvangi, þ.e. á vettvangi Landssambands sjúkra- húsa. Daggjaldakerfið hefur nokkuð óvenjulega náttúru, því ef draga á saman að því marki að það leiði til fækkunar sjúklinga, þýðir það í Gunnar Sigurbjörnsson Akureyri: Getum aldrei reiknað teknahliðina í peningum lengjast og fleira mætti til taka. Þá komum við að spurningunni um hvað borgar sig fyrir þjóð- félagið. Það er nú svo með okkar þjónustu. Við höfum kostnað- arhliðina fyrirliggjandi, en við getum aldrei reiknað það sem við skilum af okkur, þ.e. tekna- hliðina, í peningum." Gunnar sagði að sjúkrahúsið á Akureyri hefði fengið 1% hækkun á daggjöldum í janúar, en reiknað hefði verið út fyrir nokkru, að til að geta staðið undir rekstrinum og jafnað skuldahalann þyrfti 25% hækk- un að koma til. Hann sagði í lokin: „Heilsugæzluþjónusta á Islandi er mjög góð og með því bezta sem gerist meðal ná- grannaþjóðanna, og ég þekki það af eigin reynslu. Auðvitað vilja allir halda góðri heilbrigð- isþjónustu, en þá er einnig spurningin: Hvað viljum við leggja á okkur? Einhvers staðar frá verða peningarnir að koma?“ raun að tekjurnar minnka, þannig að slíkar aðgerðir yrðu neikvæðar hvað þetta varðar. Samdráttur þýð- ir því að minnka þarf þjónustuna við hvern og einn.“ Eyjólfur sagði í lokin: „Við höfum óskað eftir við hið háa ráðuneyti að það tjái sig um hvaða þjónustu- skerðing eigi að fara fram og á þessu stigi bíðum við átekta og væntum ákveðnari svara heilbrigð- isyfirvalda við þeim tillögum, sem samþykktar voru á fundi sem Landssambandið hélt fyrri hluta þessa mánaðar." sagði Björn Ástmundsson forstjóri Reykjalundar. Björn gerði að umræðuefni fund Landssambands sjúkrahúsanna nýverið og sagði að þar hefði verið leitað svara ráðherra. „Ráðuneytið hefur haldið því fram, að það hafi greitt allar kostnaðarhækkanir sem orðið hafa en að þessi halli sé myndaður fyrir ákvarðanir og að- gerðir stjórnenda sjúkrahúsanna og séu okkar mál. Það sé okkar hlutverk að snauta heim og lag- færa stöðuna. Ég tel að þarna sé um að ræða reikningslegan feil a.m.k. hvað varðar Reykjalund og á von á að við fáum lagfæringu þar á.“ Þá sagði Björn og þrátt fyrir að hann hefði starfað í átta ár á Reykjalundi hefði hann í fyrsta sinn heyrt, á áðurnefndum fundi, að einhver vísitala væri notuð til ákvörðunar um daggjöld. Hann sagðist telja að daggjaldanefnd hefði helst unnið sér það til ágæt- is, að senda sjúkrahúsunum dreifi- bréf um hver daggjöld þeirra skyldu vera. Hann hefði aldrei fengið svör við þeim ályktunum eða ábendingum sem Reykjalund- ur hefði sent nefndinni, hvað þá heldur fengið fulltrúa nefndarinn- ar í heimsókn til að kynna sér starfsemina. Um niðurskurðinn til viðhalds og áhaldakaupa sagði Björn: „Ég á ákaflega erfitt með að sjá, hvernig unnt er að standa svo að skiptingu þessa fjár, eftir að búið er að skera upphæðina úr umbeðnum 70 millj. kr. í 27 millj., að Reykjalundi, sem er 37 ára gömul stofnun, séu út- hlutaðar 27 kr. á dag á sama tíma og nýju dvalarheimili aldraðra, DAS í Hafnarfirði, eru ætlaðar 56 kr. Okkar fjárveiting rétt nægir til að lagfæra 18 smáhýsi hér á lóð- inni, auk eðlilegrar endurnýjunar annarra húsa. Við eigum ekki eftir eina krónu til tækjakaupa. Björn Astmundsson gerði dag- gjaldakerfið sérstaklega að um- ræðuefni í lokin og sagði að sér fyndist furðuleg sú umræða sem borið hefði á undanfarið um að koma fleiri sjúkrastofnunum inn á fjárlög og tiltók hann þar sérstak- lega, að rætt hefði verið um að setja Fjórðungssjúkrahúsið á Ak- ureyri inn á fjárlög. Hann sagði: „Mér er daggjaldakerfið ekkert heilagt, en það er ekki búið að benda á neitt annað, sem yrði betra. Þetta kerfi má lagfæra, ef áhugi er á því. Það að taka sjúkra- hús inn á föst fjárlög hangir ekk- ert saman við lækningu á pen- ingastreyminu til stofnananna. Hér er að mínu mati fyrst og fremst fólgin hugmynd um mið- stýringu a stjórnun sjúkrahús- anna. Og það held ég að sé í takt við þau stjórnvöld sem nú sitja. Markmiðið er ríkisrekstur. — Maður gæti haldið að þessi með- ferð á daggjaldakerfinu sé ekki bein tilviljun." Haukur Benediktsson Borgarspítalanum: „SKULDAHALINN frá í fyrra var upp á 11,5 milljónir króna. Vid höfum hér stytzta meðallegutíma á landinu og það hefur mikil áhrif til hækkunar rekstrarkostnaðar. Það er mjög erfitt að reka þetta með slíkum skuldahala. Þetta vindur upp á sig og við erum sífellt að reyna að ná í halann frá síðasta ári. Með vöxtum og vaxtavöxtum hleður þetta utan á sig. Við erum komnir með langa skuldahala í flestum viðskiptafyrirtækjum okkar,“ sagði Gunnar Sigur björnsson, aðstoðarforstjóri Fjórð- ungssjúkrahússins á Akureyri. Um leiðir til lausnar vandan- um sagði hann: „Við erum að reyna að undirbúa okkur á allan hátt. Við verðum að vera tilbúin að minnka þjónustuna ef við fáum ekki aukið fé. Það má auð- vitað lengja meðallegutímann og vera ekki með eina starfsemi um helgar, en auðvitað bitnar það á einhverjum. Biðlistar Rekið meira og minna á lánum og vanskilum „VIÐ GERIJM ráð fyrir að þurfa aó borga 5,7 millj. kr. í vexti á árinu. Það er sama upphæðin og þarf til að greiða árslaun 40 manna i heilbrigðiskerfinu. Á sama tíma er verið að þrátta um hvort bæta eigi við einum manni í vinnu. Það er engin leið að standa undir þessu lengur. Þetta er allt fjár magnað með lánum og þó borgarsjóð- ur sé ábyrgur fyrir þessu og verði að greiða launin, þá hafa þeir tilkynnt okkur að það sé enginn grundvöllur fyrir því áframhaldandi," sagði Hauk- ur Benediktsson forstjóri á Borgar spítalanum og formaður Landssam- bands sjúkrahúsa um áslandið á Borg- arspítalaum. Haukur sagði, að á fundi sem Landssambandið gekkst fyrir ný- verið um málið hefði verið óskað eftir upplýsingum ráðuneytisins um hvernig ætlast væri til að brugðist yrði við 12% heildarhallarekstri þessara stofnana á sl. ári. Ekki hefði verið reiknað með að svör bærust samdægurs, en Landssam- bandið biði enn svara. Hann sagði einnig: „Út af fyrir sig er ágreining- ur um þennan halla, þ.e. hvort hann sé vegna útþenslu eða vanmats á verðbólgunni, og trúlega má nú segja að það sé hvort tveggja. Það skiptir nú meginmáli, hvort þarna er þá um að ræða óleyfilega og óeðlilega útþenslu á rekstri eða van- mat á dýrtíðinni. Það er viðurkennt af ráðuneytinu að það þurfi að endurskoða vísitölu daggjalda- nefndar til að reikna út ýmsa kostn- aðarliði. Ef til samdráttar á að koma til að minnka þennan halla, þá er auðvitað hægt að segja upp fólki, en við viljum fá ákvarðanir um slíkt frá réttum aðilum. — Við bíðum því svara þar að lútandi, og reiknum með að menn ætli að setj- ast niður með okkur og kryfja þetta mál til mergjar. Aðspurður um hversu lengi hann teldi að sjúkrastofnanirnar héldu starfsemi sinni gangandi á þennan hátt sagði Haukur: „Svo lengi sem menn vilja lána peninga. Þetta er rekið meira og minna á lánum og vanskilum hér á Borgarspítalanum og það er einungis spurning um hversu lengi menn komast upp með slíkt, en auðvitað er engin framtíð í slíku."

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.