Morgunblaðið - 27.02.1982, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. FEBRÚAR 1982
27
AFMÆLISTÓNLEIKAR FÍH:
Árai Khrar ttegir aögukatla tr jassinum.
Hauki Morthens fylgdi
sannkölluð Broadway-stemmn ing
Björn R. rifjaði upp sögu um
Sibaba Sibaba og minnti á að
þegar hann söng þetta lag á sín-
um tíma fyrir 30—40 árum hafi
menn gagnrýnt það opinberlega
að nú stefndi í það að börnin
syngju Sibaba Sibaba í staðinn
fyrir Bí bí og blaka, en þrátt
fyrir það hefur hið síðarnefnda
lifað bærilega af.
Það var sannkölluð Broadway-stemmning eins og hún gerist
bezt við þá rómuðu götu í New York þegar Haukur Morthens
gafí á sviði skemmtistaðarins Broadway á afmælishátið Fé-
lags íslenskra hljómlistarmanna sl. fimmtudagskvöld þegar
tekinn var fyrir ferill íslenzkra hljómsveita frá árunum 1942
til 1952. Húsið var þétt setið gestum sem skemmtu sér vel,
enda gamalreyndir listamenn sem voru á ferðinni með fágað-
an stíl og glæsilegan.
Rómantíkin sigldi í sal-
inn með gömlu dönsunum
Ij.íkerhihtilegir hljómlistarmenn
og söngvarar eru til hér á landi,
listamenn sem væru í fremstu
röð hvar sem er í heiminum þar
sem hinn vestræni stíll er við
lýði.
Björn R. Einarsson og hljóm-
sveit tóku næst til við árarnar
og var ekki að spyrja að leiks-
lokum. Þeir fylgdu vel eftir
stuði Hauks og rifjuðu upp
kunn lög, bæði sungin og leikin
án söngs. Það var ofsa stuð á
þeim félögum og skemmtilegt
að sjá þá enn einu sinni í réttu
ljósi, þ.e. öndvert við aðalstarf
þeirra nú, að leika með Sin-
fóníuhljómsveit Islands. Þegar
Björn R. söng Sibaba Sibaba fór
kliður um salinn, því þar var á
ferð eitt af hinum gömlu góðu
lögum sem margar kynslóðir
hafa raulað af vörum fram og
einnig má nefna lögin Twelfth
Street Rag og Alexanders Rag
Time Band.
Haukur Morthens í dúndrandi stuði. Ijóamyndir \lhl. EmiUt Björnadóllir.
Það var óskemmtilegt fyrir
gesti Broadway að heyra í bor-
Sigg* Maggj og Áageir Srerriaaom.
Björn R. Kinarsson meó vinu stna, bisúnunn.
Það var Grettir Björnsson
harmonikkuleikari sem reið á
vaðið með miklu trukki, enda er
hann orðinn sígildur snillingur
á nikkuna. Hljómsveit hans lék
með sveiflustílnum svokallaða,
eins og Hrafn Pálsson kynnir
kvöldsins orðaði það, og nikkan
naut sín vel. Lög hljómsveitar
Grettis Björnssonar komu strax
við hjartað í gestum Broadway
og gömlu góðu dagarnir rifjuð-
ust upp, þessir gömlu góðu sem
eru þó síungir eins og sú tónlist
sem Grettir og hans lið léku.
Asgeir Sverrisson og hljóm-
sveit með söngkonunni Siggu
Maggý kom næst fram, dæmi-
gerð hljómsveit gömlu dans-
anna, sem hætti fyrir nokkrum
árum eftir áratuga sífelldan
leik á dansleikjum og skemmt-
unum við góðan orðstír. Sigga
Maggý lék á als oddi eins og
aðrir félagar sveitarinnar og líf
og fjör var þeirra aðall.
Þá kom til sögu Árni Elvar
með tríó sem sagði sögu jassins
í stórum dráttum og hóf Árni
lotuna á því að leika Scott Jopl-
in, en það er með ólíkindum sú
leikni og þekking sem Árni býr
yfir á þessu sviði, enda var flyg-
illinn eins og hugur hans og
hvern „söguþátt" túlkaði hann
af frábæru öryggi. Hánn sýndi
skemmtilega og fjölbreytta
mynd af jassinum en umfram
allt ljóðræna og lagvissa.
Með hljómsveit Braga Hlíð-
bergs sigldi rómantíkin í salinn,
enda léku þeir félagar af fingr-
um fram eins og það gerðist
bezt á gömlu dönsunum bæði
fyrr og síðar. Þeir hófu leik sinn
á blíðu tónunum og síðan fór
stemmningin stigvaxandi, enda
allt miklir listamenn sem koma
við sögu í hljómsveit Braga.
Þótt segja megi að margar
stjörnur í íslenzkum hljómlist-
arheimi hafi komið fram á
Broadway í gærkvöldi má segja
með sanni að Haukur Morthens
hafi verið stjarna kvöldsins.
Þessi síungi söngvari sem er bú-
inn að syngja samfleytt opin-
berlega í 36 ár var í dúndrandi
stuði og kom fram með miklum
glæsibrag og af þeim léttleika
sem hann er þekktur fyrir.
Hann söng alkunn lög eins og
Lóu litlu á Brún og fleiri góð
sem allir kunna í hjarta sínu og
viðbrögð áheyrenda spruttu
fram eins og blóm á vori meðan
Haukur lék á als oddi. Haukur
fór í rauninni eins og eldur í
sinu um salinn og undirstrikaði
það hve margir snjallir og
vélum ofan úr bíóhöllinni fyrir
ofan Broadway, þar sem verið
var að festa sæti í sal, en á með-
an dagskráin fór fram var sú
vinna þó stöðvuð. Að öðru leyti
var rífandi fjör upp á gamla
móðinn, enginn æsingur, en blik
í augum fólks og bros á vör þeg-
ar gömlu kempurnar voru í ess-
inu sínu og menn hittu gamla
„vini“ á ný.
á.j.
Illjomsvvit Áageirs Srerrissonnr og Siggn Mnggý.
Hljómsveit Brngn HMÓberg ásnmt tiunnnri Kgik, t.uómundi R Kimnrssyni og Oeirum. iiretiir Björnsson þenur nikkunn meé tilþrifum.