Morgunblaðið - 27.02.1982, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAG.UR 27. FEBRÚAR 1982
31
Áttræð í dag:
Jóhanna Guðbjörg
Hannesdóttir
Augljóst er, að við sem komin
erum yfir miðjan aldur og erum
fædd og uppalin bara á „mölinni",
eigum okkar sérstæðu minningar
aðeins bara af „mölinni" og það
ekki síður en þeir sem voru aldir
upp í hinni margrómuðu sveita-
sælu við grængresi og fagra fjalla-
sýn og við urðum að sætta okkur
við með svolítilli minnimáttar-
kennd og parti af öfund. Fyrrum
var þó nokkuð um ryðgaða og
svona og svona ekki of vel hirta
húskofa, sem hímdu í umkomu-
leysi kreppuára og jafnvel ennþá
meiri fátækt fyrri tíma. Sum hús-
in blasa við manni í dag vel máluð
og hirt og með dásamlegri minn-
ingu. Og jafnvel hálfar og heilar
götur geyma ljúfar minningar um
hjartfólgnar persónur, t.d. fyrir
mér hefur partur af Hverfisgöt-
unni slíkt minningargildi vegna
þess, að um þá götu gekk sá maður
til og frá vinnu, sem mér fannst
fallegastur þeirra er ég hafði aug-
um litið.
Ég geri ráð fyrir, að minningar
margra jafnaldra séu t.d. gamli
„rúnturinn", sem er með slíkt
minningargildi rómantíkurinnar
að mönnum hefur ávallt vafist
tunga um tönn, er þeir áttu að lýsa
Svonefndir „Gentlemen Scient-
ists“ hafa fáir verið hér á landi,
enda hefur aldrei verið hér neinn
aðall, nema þá kaupmanna-aðall,
togara-aðall eða embætt-
ismanna-aðall. En slíkum aðli
voru vísindi sjálfsagt bæði fram-
andi og fjarri skapi. í Evrópu og
Ameríku var það hins vegar al-
gengt að menn, sem í rauninni
þurftu ekkert að gera, fengjust við
vísindi, og margir frægir vísinda-
menn hafa verið af því tagi, t.d.
Newton sjálfur og þeir Jefferson
og Benjamín Franklin. Þeir eru
því „amatörar" í þess orðs bezta
skilningi — fást við visindin vegna
ástarinnar einnar.
Ég hef jafnan ímyndað mér, að
Sturla Friðriksson erfðafræðingur
væri eini íslendingurinn í þessum
hópi, fyrirmannlegur heim að
sækja eins og milljóneri á Mið-
jarðarhafsströnd, með silkiklút
um hálsinn og mundi sóma sér vel
með laxveiðistöng í hönd eða á
fílaveiðum í Afríku. En þótt dr.
Sturla taki sér vafalaust veiði-
stöng í hönd á stundum, eða skjót-
hvaða fyrirbæri „rúnturinn“ var.
Helst hefur það verið í hástemmd-
um ljóðum Tómasar eða með lög-
um Fúsa okkar, sem réttilega hef-
ur slegið á strengi í huga okkar
um áhrif götunnar sem slíkrar.
Þá er það hinn stórkostlegi
Laugavegur, þessi dæmigerða líf-
æð, sem óx og dafnaði við áhrif,
sem urðu, að talið var, frá kreppu-
árunum. Fullur af lífi og fjöri,
dæmigerð smáverslunargata, með
glingri og nauðsynjavörum, er
fylltu verslanir um og eftir stríðs-
árin. Gangandi mannlíf, þar sem
menn hittust og heilsuðust og
„hofflegir" menn tóku ofan hatta
sína að hætti heldri manna og
„sigldra".
Um þá götu gekk ávallt bein-
vaxin, glæsileg og fasfögur kona,
sem einmitt setti svip sinn á þessa
sérstæðu götu og ekki síst fyrir
það, að hún bar íslenskan búning
betur en aðrar konur, vegna
skörulegs fas, sem einkenndi
göngu hennar alla tíð.
Hvern virkan dag gekk hún til
og frá vinnu, tvisvar á dag. Einnig
á hátíðardögum á stundum, senni-
lega. Leiðin var ávallt nokkurn
veginn sú sama, frá Hverfisgötu
86 upp Vitastíg og þaðan niður all-
ist til Afríku með evrópsku fyrir-
fólki, þá er hann fyrst og fremst
vísindamaður, bæði óvenjufrjór
hugsuður og afkastamikill í sínu
sviði.
Sturla er sem sagt sextugur í
dag. Því miður sjáumst við alltof
sjaldan nú orðið, síðan Rann-
sóknastofnun landbúnaðarins
fluttist úr eggi raunvísinda í land-
inu, Atvinnudeildarhúsinu gamla,
upp á Keldnaholt. Enn í því húsi
kynntumst við Sturla fyrir mörg-
um árum á dögum Surtseyjargoss-
ins, en hann var mjög virkur í
rannsóknum á þeirri eyju, og
skrifaði m.a. merka bók um eyj-
una og landnám lífsins á henni.
Sturla er raunar einn af fáum sem
andvígir voru því að Atvinnudeild
háskólans vær lögð niður með nýj-
um lögum, og háskólinn þannig
slitinn úr tengslum við rannsóknir
í þágu atvinnuveganna. Enda
harma nú allir það spor sem þá
var stigið.
Ég hygg að Sturla sé fyrsti
vistfræðingur íslands, því hann
fór að fást við vistfræðilegar
an Laugaveg og Bankastræti að
húsi því, þar sem fyrirtækið Ála-
foss var til húsa, þá upp á sauma-
stofuna, þar sem hún vann hjá því
fyrirtæki, meiripartinn sem yfir-
saumakona. Og enn starfar hún
hjá því fyrirtæki eftir 55 ár og
sennilega rúmlega það.
Ixia frænka er dæmigerð lífæð
hins þekkta fyrirtækis, sem fyrr-
um var stofnað af mikilli framsýni
og hugsjón, enda er hjá Lóu
frænku tryggðin og samviskusem-
in í hávegum höfð. Hvað hún hlýt-
ur að hafa verið þessu fyrirtæki —
Álafossi.
Að hugsa sér, að manni skuli
finnast að lx>a frænka hafi ekki
bara sett svip á eina merkilegustu
götu bæjarins, heldur er hún þráð-
ur í lífi í einu merkilegasta fyrir-
rannsóknir löngu áður en það orð
og fræðigrein komust í tízku. Af
því tagi voru rannsóknir hans í
Surtsey, en áður hafði hann feng-
izt við rannsóknir á vistfræði
mýrlendis og áhrifum sinubruna á
það. Hann varð því fyrstur til að
gera fræðilega úttekt á þeirri að-
ferð bænda, sem lengi hefur tíðk-
azt, að brenna sinu á vorin, og
skilgreina þau áhrif sem sú aðgerð
hefur á landið.
En merkasti árangur rannsókna
Sturlu hlýtur þó að vera sá, að
Sextugur:
Dr. Sturla Fridriksson
tæki sem stofnsett var af einka-
framtaki. Einhver hefði fengið
orðu fyrir minna.
Lóa frænka heitir auðvitað
myndarlegu nafni, Jóhanna Guð-
björg, og ber hún nafn fósturfor-
eldra sinna, Jóhanns Þorsteins-
sonar frá Köldukinn, og konu hans
og ömmu Lóu frænku, Guðbjargar
Filipusdóttur, stórbónda á Bjólu,
sem nefndur var hinn ríki.
En Lóa frænka var annars fædd
27. febrúar 1902 að Sumarliðabæ í
Holtum. Foreldrar hennar voru
Sigríður Hafliðadóttir og Hannes
Magnússon, búendur þar. Systkini
Lóu, sem upp komust, voru: Helgi,
fæddur 1896, seinna kaupfélags-
stjóri á Rauðalæk, Hafliði Sigurð-
ur, fæddur 1898, bóndi að Sumar-
liðabæ, seinna í Keflavík (látinn),
Friðrik, fæddur 1900 (látinn), þá
Jóhanna Guðbjörg, Þórhildur
fædd 1903, (látin) og Þórður Helgi,
fæddur 1904, sjómaður, en börnin
munu alls hafa verið tíu, fjögur
létust í æsku.
Oft hef ég heyrt Lóu frænku
dásama fósturforeldra sína og
heyrt hana lofa þá gæfu að fá að
fylgja þeim er þau fluttust búferl-
um til Reykjavíkur, enda á Lóa
frænka óvanalega farsælan feril
til þess sem hugur hennar hefur
hneigst til, en það er saumaskapur
og hannyrðir. Heimili hennar ber
ekki síst vott um það, þvílík
óhemju afköst og fallegt hand-
bragð sem þar er. Útsaumuð borð,
stólar, púðar og fleiri, fleiri
kúnstbróderaðar landslagsmynd-
ir, fyrir utan allt það sem hún hef-
ur gefið af dúkum, reflum og út-
saumuðum sængurfatnaði í tæki-
færisgjafir, þá mætti enn nefna
hann lengdi sumarið á íslandi um
einn mánuð með því að kenna
mönnum að rækta grænfóður.
Þetta framlag hans mun vera ein
hin allra happadrýgsta afleiðing
landbúnaðarrannsókna í landinu
frá upphafi.
Auk þess er Sturla brautryðj-
andi um kynbætur á íslenskum
nytjagrösum: hann safnaði fræi af
túnum, t.d. vallarfoxgrasi og tún-
vingli, og kynbætti grösin, en
þetta starf bar síðar þann ávöxt
að upp er komin fræræktarstöðin
á Sámsstöðum.
Þá hefur dr. Sturla haldið uppi
um árabil umfangsmiklum til-
raunum með uppgræðslu á há-
lendinu, sem hafa sýnt að hægt er
að rækta upp örfoka land á há-
lendi íslands.
Sturla nam fræði sín í Bandar-
íkjunum og Kanada, hinum mestu
landbúnaðar- og akuryrkjulönd-
um veraldar. Hann er með af-
brigðum hugmyndaríkur, og eins
og gengur hafa ekki allar hug-
myndir hans borið ávöxt. Þannig
er það jafnan með vísindin, enda
er það eðli þeirra að fást við hið
óþekkta, en tækninnar að nýta hið
þekkta.
Við hjónin óskum Sturlu og Sig-
rúnu til hamingju með daginn.
Sigurður Steinþórsson
jftlar úlpur, buxur og föt á lítið
frændfólk, jafnvel litlir inniskór,
stangaðir úr afgöngum sem til
féilu. Slíkur er myndarskapurinn í
hvívetna, en of langt mál yrði að
telja það allt upp. Þessu var öllu
afkastað jafnframt fullum vinnu-
degi, sem hún skilar enn þann dag
í dag, þó hún sé komin á full heið-
urslaun og þyrfti ekki að vinna.
Þetta sýnir ekki síst hvað hún er
óvenjuleg manneskja að margri
gerð.
í tilefni dagsins óskum við öll,
ég og fjölskylda mín, Lóu frænku
innilega til hamingju. Hún tekur á
móti gestum í Snorrabæ (Austur-
bæjarbíói, uppi) í dag, laugardag-
inn 27. febrúar, milli klukkan 14
og 17.
Sigríður Björnsdóttir
Bókavarðan:
Bókaskrá með
785 titlum
BOKAVARÐAN á Hverfisgötu 52 í
Kevkjavík, verslun með gamlar bækur
og nýjar, hefur nýlega gefið út febrú-
arskrá sína yfir þær bækur sem á
boðstólum eru um þessar mundir.
Skráin skiptist eftir efni og eru
helstu flokkar íslenzk fræði og nor-
ræn, þjóðlegur fróðleikur, ævisögur
Islendinga og erlendra manna, póli-
tísk smárit, ádeilurit margskonar,
náttúrufræði, handbækur af ýmsu
tagi, tímarit, Ijóð, islenzkar skáld-
sögur, leikrit, afmælisrit félaga og
stofnana og nokkrir fleiri flokkar
bóka.
Auk þess eru kynnt í skránni
nokkur fágæt og gömul verk, sem
mjög sjaldan sjást á markaði, t.d.
tímaritið Birtingur, komplet tímarit
um menningarmál, umdeild á sinni
tíð og þótti framúrstefnusinnaðm,
verk Hugo Gering, Islenzk ævintýri
I—II bindi, pr. í Halle 1882—1884,
Píslarsaga sr. Jóns Magnússonar,
kápueintök af öllum heftunum af
frumútgáfunni, aðeins voru prentuð
600 eintök og einnig má nefna geysi-
sjaldséð rit um íslenzkar bókmennt-
ir á 19. öldinni, Geschichte der is-
lándischen Dichtung der Neuzeit
1800—1900, I—II hefti, þar sem
fjallað er um íslenzka skáldsagna-
og Ieikritagerð.
Bóksöluskrá þessa geta allir
landsbyggðarbúar fengið senda sér
að kostnaðarlausu, en Reykjavik-
ursvæðisfólk verður að sækja hana í
verzlun Bókhlöðunnar að Hverfis-
götu 52.
MATVÖRUR