Morgunblaðið - 27.02.1982, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARÐAGUR 27. FEBRÚAR 1982
35
Minning:
Hannesína Bjarna-
dóttir ísafirði
Fædd 1. desember 1907
Dáin 21. febrúar 1982
I dag verður til moldar borin frá
Isafjarðarkirkju amma mín,
Hannesína Bjarnadóttir, en hún
lést á gjörgæsludeild Landspítal-
ans að kvöldi hins 21. febrúar sl.
eftir langvinn og erfið veikindi.
Hannesína fæddist 1. desember
1907 á Stokkseyri og var því 74 ára
Fæddur 21. júní 1912
Dáinn 18. febrúar 1982
Varnarleysi lífsins gagnvart
dauðanum er almælt. Jú, horfa
uppá sína nánustu kveðja þennan
heim án þess að geta gripið inní
atburðarásina, gert eitthvað.
Orrustan tapast og þá er máttur
mannsins, þessarar voldugu
skepnu, smár.
Mér verður stirt um stef þegar
ég nú stoppa við til þess að skrifa
um vin minn og tengdaföður lát-
inn.
Það var veturinn 1962 að kynni
okkar Páls Jónssonar hófust um-
fram það sem gerist og gengur í
byggðarlagi eins og Siglufirði, þar
sem allir þekkja alla. En þá tók ég
að venja komur mínar á heimili
hans að sækja heim einkabarnið,
skærasta ljósið i lífi þessa manns,
sem nú er allur.
Páll Sigurvin Jónsson hét hann
fullu nafni og var fæddur að Jaðri
í Dalvík. Foreldrar hans voru Jó-
hanna Halldórsdóttir, ættuð úr
Hörgárdal og Jón Ágústsson,
Svarfdælingur. Páll var elstur 7
systkina, en þau eru: Óli sjómaður
á Dalvík nú látinn, Ragnar póst-
maður á Dalvík, Árni matreiðslu-
maður í Reykjavík, Almar verzl-
unarmaður á Dalvík, Kristján
matreiðslumaður í Hafnarfirði og
yngst systirin Sigríður húsmóðir
að Hofsárkoti í Svarfaðardal.
Hlutverk Páls var, eins og
margra í þann tið, að byrja ungur
að vinna fyrir sér og sínum, hjálpa
til við að sjá farborða þungu barn-
mörgu heimili, þar sem heimilis-
faðirinn var ekki heilsuhraustur.
14 ára gamall fór hann á sjóinn
og var lengstum viðloðandi hann
framanaf, ýmist sem sjó- eða
landmaður. Hann var verklaginn
svo að í minnum er haft og eftir-
sóttur til vinnu. Gamlir vinnufé-
lagar hans hafa haft á orði við
mig að útsjónarsamari og
skemmtilegri verkmaður væri
vandfundinn. Sama hvort unnið
var við beitingu, flatningu, flökun
eða að passa og þrífa vélar og
tæki, en við það var hann sérlega
laginn og hafði gaman af. Aðeins
12 ára gamall eignaðist Palli sína
fyrztu byssu og varð fljótt afburða
góð skytta. Kom það sér oft vel
þegar lítið var á borðum hjá fjöl-
skyldunni stóru. Ungur að árum
hóf hann trésmíðanám á Akur-
eyri, en hætti fljótt, því aurarnir
entust skammt og svo var þörfin
brýn fyrir hendurnar heima. Oft
talaði Palli um, að meðan hann
var yngri, hefði hann hvorki haft
tíma né fjárráð til þess að kaupa
sér verkfæri eða annað til þess að
gera ýmislegt sem hann langaði
til. En svo þegar rýmdist um síð-
ari árin „þá nennir maður engu“.
Þetta var mat hans á heilsubresti
sínum.
P’jölskyldan bjó á ýmsum stöð-
um áður en hún flutti að Holti við
Dalvík, en þar bjó hún lengst af og
við þann bæ var Palli oftast
kenndur: Palli i Holti.
Eins og áður sagði var hans að-
alstarf að vera við báta, og kom
m.a. tilSiglufjarðar og var hér
er hún lést. Foreldrar hennar voru
hjónin Arnlaug Sveinsdóttir og
Bjarni Jónasson formaður þar.
Hún ólst upp í foreldrahúsum og
var yngst fimm systkina. Eru
fjögur þeirra látin, Sigurður skip-
stjóri, Jónas skipstjóri, Sighvatur
skipstjóri og útgerðarmaður, allir
í Vestmannaeyjum, og nú síðast
Hannesína, en á lífi er Sveinbjörg,
fyrrum húsfreyja í Oddhól á
nokkrar vertíðir. Kynntist hann
þá eftirlifandi konu sinni, Sigur-
laugu Sveinsdóttur frá Steinaflöt-
um í Siglufirði. Hófu þau búskap á
Dalvík, en fluttu til Siglufjarðar
1941. Árið 1942 fæddist barn
þeirra hjóna og var það skírt
Rannveig eftir systur Sigurlaugar
Sveinsdóttur frá Steinaflötum í
Siglufirði. Hófu þau búskap á
Dalvík, en fluttu til Siglufjarðar
1941.Um það leyti festu þau kaup
á húsinu nr. 13 við Hverfisgötu og
bjuggu þau alla sína tíð þar, í
nágrenni við Steinaflatafjölskyld-
una. Var þar ætíð mikili samgang-
ur og staðið saman i blíðu og
stríðu, því að töluverð veikindi
áttu eftir að herja á heimilin bæði.
Fljótlega eftir að þau hjónin
fluttu til Siglufjarðar fór Páll að
vinna hjá Síldarverksmiðjum
ríkisins, fyrst í verksmiðjunum,
en síðan í frystihúsinu. Um árabil
átti Páll við bakveiki að stríða og
lá rúmfastur um nokkurt skeið.
Það var honum erfitt tímabil. Síð-
ustu 2—3 árin barðist Palli við
hinn falda eld, sem að lokum lagði
hann af velli, eins og margan góð
an og vaskan drenginn. Palli var
fróður og stálminnugur og las allt
sem hann komst yfir. Hann var
mikill náttúruunnandi og voru
ófáar stundir barnabarnanna við
að hlusta á afa segja frá blómum,
dýrum og öllu mögulegu. Stundum
lagði ég við eyrun og það var með
ólíkindum hvað hann kunni og
vissi um marga hluti, hafandi ekki
annað en rúmlega barnaskólapróf
uppá vasann.
Ekki höfðum við Palli sömu
lífsskoðun, né heldur voru allar
mínar gjörðir né orð honum að
skapi. En aldrei hraut styggðar-
yrði frá hans grandvara munni til
mín fyrir það eða nokkuð annað.
Stórt var umburðarlyndi þessa
manns. Hans er nú sárt saknað af
fjölskyldu og vinum. Mikill er
söknuður afabarnanna: Hrannar,
Páls yngra, Guðrúnar og Perlu.
Ekki má gieyma langafabarninu,
litlu Rönnu, sem lífsins skilning
öðlast senn.
Ég bið hinn hæðsta hofuðsmið
sem öllu ræður að varðveita minn-
ingu tryggðatröllsins og prúð-
mennisins Páls Jónssonar.
Sigurður Fanndal
Rangárvöllum, næst--elst þeirra
systkina.
Hannesína fluttist með foreldr-
um sínum til Vestmannaeyja árið
1925 og bjó þar til ársins 1931, að
hún fluttist til ísafjarðar, þar sem
hún átti heimili æ síðan.
Hinn 1. nóvember 1930 gekk
Hannesína að eiga Magnús Jóns-
son frá Isafirði, síðar skipstjóra.
Bjuggu þau, fyrst í stað í Ási í
Vestmannaeyjum, og þar fæddist
elsta dóttir þeirra. Vorið 1931
fluttu þau búferlum vestur á ísa-
fjörð og settust að í Mjallargötu 8,
þar sem þau bjuggu síðan. Fyrst
bjuggu þau í sambýli við foreldra
Magnúsar, Jón Magnússon fisk-
matsmann og konu hans, Sigríði
Jóhannesdóttur. Eftir andlát Jóns,
1933, bjó Sigríður með þeim að
Mjallargötu 8, allt þar til hún lést
1960.
Hannesína og Magnús eignuð-
ust fimm börn og eru fjögur þeirra
á lífi. Börn þeirra eru: Sjöfn, f.
03.12. 1929, gift Jóhannesi Þor-
steinssyni, búsett á ísafirði. Jón, f.
05.09. 1931, skipstjóri, drukknaði
með m/b Trausta frá Súðavík út
af Vestfjörðum í febr. 1968. Mar-
grét f. 17.09. 1933, gift Jóni F.
Þórðarsyni, búsett í Laugarási í
Skjaldfannadal, N-ísafjarðar-
sýslu. Bragi f. 06.08.1936, kvæntur
Láru Steinþórsdóttur, búsett á
ísafirði og Sigurlaug f. 11.06 1938,
búsett í Reykjavík.
Magnús stundaði sjómannsstörf
allt frá upphafi búskapar þeirra á
ísafirði, og var jafnan skipstjóri á
fiskiskipum allt fram til ársins
1961, er hann réðst sem fiskmats-
maður til Ferskfiskseftirlitsins og
síðar Framleiðslueftirlits sjávar-
afurða. Hann varð bráðkvaddur
hinn 29. ágúst 1979.
Þegar hugurinn er látinn reika
til þess tíma, er þau amma og afi
setjast að á ísafirði, má ætla, að
það hafi ekki verið ömmu með öllu
átakalaust að flytjast vestur og
stofna þar heimili í nýju umhverfi
svo fjarri æskuslóðum sínum og
nánustu ættingjum. Líf hennar,
fyrstu árin á ísafirði og á meðan
börnin voru að komast á legg, hef-
ur að líkindum, um margt, verið
svipað lífi annarra eiginkvenna
sjómanna á þeim tíma. Þá voru
fjarvistir sjómanna frá heimilum
sínum enn meiri en nú er. Skip
voru að jafnaði minni og verr búin
en nú er og sjóslys mun algengari.
Auk þess var afi í stöðugum sigl-
ingum með fisk milli Islands og
Bretlands öll heimsstyrjaldarárin
síðari við þær erfiðu aðstæður,
sem styrjöldin skapaði. Er mér
ekki grunlaust um, að amma hafi
oft orðið að fela áhyggjur sínar
fyrir börnunum, sem þá voru flest
á unga aldri. Með sínum einskæra
karfti og óeigingirni, sem ein-
kenndi hana alla tíð, tókst hún á
við verkefnin hverju sinni, leysti
þau farsællega og dró hvergi af
sér.
Amma var mjög heilsteypt
manneskja, raunsæ og dugleg og
gekk að hverju verki, sem hún tók
sér fyrir hendur með það fyrir
augum að leysa það sem best af
hendi. Þegar heimilisstörfin urðu
léttari, starfaði hún töluvert utan
heimilis aðallega við störf, er
tengdust fiskvinnu. Mér er óhætt
að fullyrða, að þessi störf hafi hún
unnið af dugnaði og samviskusemi
í hvívetna. Hún var í eðli sínu
jafnaðarmanneskja, sem mátti
ekki vamm sitt vita, en gat verið
föst fyrir, ef henni fannst á rétt
sinn gengið.
Amma var trúuð kona, þó ekki
bæri hún trú sína á borð. Trúin
veitti henni þann styrk, sem hún
þurfti svo oft á að halda á lífsleið-
inni meðal annars við fráfall ást-
kærs eiginmanns og sonar og í erf-
iðum veikindum hennar sjálfrar,
hin síðustu ár.
Árið 1977 kenndi hún sér meins
og háði upp frá því harða og erfiða
baráttu, þar til yfir lauk. Hún tók
veikindum sínum með æðruleysi
og raunsæi, eins og hennar var
von og vísa.
Nú, þegar amma er öll, rifjast
upp minningar frá liðnum árum,
minningar sem tengjast uppvexti
mínum, systkina og frændsystk-
ina á ísafirði. Hjá ömmu í Mjall-
argötu, eins og við vorum vön að
kalla hana, var okkur ekki í kot
vísað, ef þurfti að fá fyrir okkur
gæslu í lengri eða skemmri tíma.
Síðar meir, þegar við fórum að
fara okkar eigin ferða, varð heim-
ili þeirra ömmu og afa vinsæll við-
komustaður, hvort sem var til að
þiggja góðgerðir í frímínútum eða
til að spjalla saman að loknum
vinnudegi. Einnig rifjast upp sam-
fundir fjölskyldunnar á heimili
þeirra á stórhátíðum eða öðrum
tyllidögum, þar sem dugnaður og
myndarskapur ömmu við húsmóð-
urstörfin komu sérstaklega vel í
ljós.
Nú, þegar ég kveð ömmu mína,
Hannesínu Bjarnadóttur, er mér
efst í huga þakklæti fyrir þá
gæsku og góðvild, sem hún ávallt
sýndi mér og fjölskyldunni. Megi
friður Guðs og blessun fylgja
minningu hennar alla tíð.
Magnús Jóhannesson
NYJA HCISQVARNA 6690
TÖLVaVÉLIN
„Hún er svo ótrúlega einföld
- bara að ýta á hnapp”
Munurinn á „venjulegri” saumavél og Husqvama 6690
er, að í Husqvama 6690 er Irtil ör-tölva. Þessi ör-tölva getur í raun og veru
hjálpað þér að búa til eigin mynstur,
skrifað orð og setningar og saumað af mikilli nákvæmni.
Allt sem þarf að gera, er að ýta á hnapp! Þetta er saumavél sem hefur hlotið
margar viðurkenningar um heim allan.
Gunnar Ásgeirsson hf.
Suöurlanásbfaut 16 Simi 9135200
Akurvik, Akureyri
Páll Jónsson Siglu-
firði - Minningarorð