Morgunblaðið - 27.02.1982, Qupperneq 36
36
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. FEBRÚAR 1982
+ Eiginmaöur minn, GUDMUNDUR JÓNSSON, Eyöi-Sandvík, andaöist i Sjúkrahúsi Suöurlands aöfaranótt 26. febrúar. Fyrir hönd barna og annarra vandamanna, Kristín Bjarnadóttir.
t Elskuleg móðir mín og tengdamóöir, DAGBJORT ÓLAFÍA ÞORSTEINSDÓTTIR, Langholtsvegi 73, lést 26. febrúar. Fyrir hönd vandamanna, Kristjana Guójónsdóttir, Aöalsteinn Stefánsaon.
+ Faöir okkar, tengdafaöir og afi, GUÐMANN SIGURJÓI SIGFÚSSON frá Ægissíðu, Lindargötu 42, veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju, mánudaginn 1. mars kl. 13.30. Katrín Guómannsdóttir, Steingrímur Guöjónsson, Matthildur Guömannsdóttir, Olga Steingrimsdóttir.
+ Útför móöur okkar og tengdamóöur, GUDRÚNARHELGADÓTTUR frá isafirói, fer fram frá Fossvogskirkju, mánudaginn 1. mars kl. 15.00. Valgeröur Stefánsdóttir, Aöalsteinn Jónsson, Sigríður Stefánsdóttir, Karl Guðmundsson.
+ PÁLL SIGURGEIRSSON, Hvassaleiti 153, Reykjavík, verður jarösunginn frá Fríkirkjunni í Reykjavík, mánudaginn 1. mars kl. 13.30. Steinunn Theódórsdóttir, Gylfi Pálsson, Ellen og Sverrir Pálsson, Helga 1. Helgadóttir.
+ Bróöir minn, JÓN STURLAUGSSON, Skúlagötu 58, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju, mánudaginn 1. mars kl. 10.30. Þóröur Sturlaugsson.
+ Þökkum af alhug alla hjálp, hlýju og samúö viö andlát og jaröarför mannsins míns og fööur okkar, GUDLAUGS GUÐMANNSSONAR, Þorsteinsgötu 19, Borgarnesi. Guö blessi ykkur. Helga Haraldsdóttir og börnin.
+ Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö viö andlát og útför eigin- manns mins, fööur okkar, tengdafööur og afa, SVAVARSÁRNASONAR. Ingunn Ólafsdóttir, Árni Svavarsson, Guóbjörg Björnsdóttir, Ólafur Svavarsson, Þórdís Eyjólfsdóttir, Svavar Svavarsson, Stella Kristjánsdóttir, Gunnar Svavarsson, og barnabörn.
+ Þökkum auösýnda samúö og hlýju viö andlát og útför móður okkar og tengdamóöur, JÓHÖNNUGUNNLAUGSDÓTTUR frá Litla-Ósi. Sérstakar þakkir til lækna og starfsfólks á sjúkrahúsinu á Hvammstanga fyrir góöa umönnun. Þorvaldur Björnsson, Unnur Agústsdóttir, Gunnlaugur Björnsson, Ursula Björnsson, Jón Björnsson, Hildur og Aöalsteinn Michelsen, Ingibjörg Björnsdóttir, Jón Stigsson, og barnabörn.
Laufey Lilliendahl
Selfossi - Minning
Fædd 31. maí 1902
Dáin 21. febrúar 1982
I dag fer fram frá Selfosskirkju
útför frú Laufeyjar Lilliendahl, en
hún lézt í Landakotssspítala eftir
alllanga vanheilsu, en stutta
sjúkrahúsvist að morgni sunnu-
dagsins 21. febrúar.
Laufey fæddist á Vopnafirði 31.
maí 1902 og var þvf á 80. aldursári,
er hún lézt. Foreldrar hennr voru
hjónin Ágústa Jónasdóttir frá
Kjarna í Eyjafirði og Carl J.
Lilliendahl kaupmaður á Akur-
eyri. Hann var sonur Carls
Lilliendahls, hafnsögumanns á
Skálanesi í Vopnafirði, Jakobsson-
ar Lilliendahls beykis á Vopna-
firði, Lorenzsonar Lilliendahls,
beykis á Akureyri, sem fluttist
fyrstur sinna ættmenna til ís-
lands og giftist íslenzkri konu.
Hann var fæddur í Flensborg í
Slesvig 1768 og dó á Akureyri
1841.
Þeim Carli og Ágústu varð fjög-
urra barna auðið. Auk Laufeyjar,
þiggja sona, sem allir störfuðu
sem símritarar. Elstur var Theo-
dór, skrifstofustjóri ritsímans í
Reykjavík, sem lést 25. nóv. sl.,
Jónas, fulltrúi bæjarsímastjórans
í Reykjavík, lést 12. mars 1975 og
yngstur var Alfreð, símritari á
Siglufirði, lést 25. sept. 1969.
Laufey var barn að aldri, er fjöl-
skylda hennar fluttist búferlum til
Akureyrar og faðir hennar tók við
bókarastarfi hjá verzlun Ottós
Thuliníusar. Að loknu venjulegu
barnaskólanámi, hóf Laufey nám
við gagnfræðaskólann á Akureyri
og lauk þaðan gagnfræðaprófi
vorið 1920. Hóf hún þá störf hjá
landsímastöðinni á Akureyri og
starfaði þar samfellt næstu tíu ár-
in, ef undan er skilin rúmlega
misserisdvöl í Kaupmannahöfn
við frekara nám og lauk þar námi
í húsmæðraskóla.
Veturinn 1929—’30 lágu leiðir
Laufeyjar suður á land að heim-
sækja æskuvinkonu sína, Ölfu
Pétursdóttur, konu Eiríks Ein-
arssonar útibússtjóra Landsbank-
ans í hinni nýju byggð við Ölfus-
árbrú. Það átti síðar fyrir hinni
norðlenzku heimasætu að liggja
að eiga þar heima næstu 4 áratug-
ina sem mikilsvirt húsmóðir og
una hag sínum vel. Við bankann
starfaði þá systursonur Eiríks,
Einar Pálsson, frá Hlíð í Gnúp-
verjahreppi. Felldu þau hugi sam-
an og giftust sumardaginn fyrsta
1931. Bjuggu þau fyrsta misserið í
lítilli íbúð í Bankahúsinu. Þá var
Selfoss ekki til í þeirri mynd, sem
við þekkjum í dag. Norðan þjóð-
vegarins voru þá ekki önnur hús
komin en Tryggvaskáli, Pósthúsið
Bankahúsið og Mjólkurbúið. Allt
svæðið norðan vegarins voru þess
utan móar og melabörð sem biðu
nýrra landnema.
Og þarna riðu hin ungu hjón á
vaðið, keyptu iandspildu norður
við ána og reistu þar fallegt íbúð-
arhús og nefndu Svaibarð. Örlögin
höguðu því svo, að það var einmitt
faðir minn, Kristinn Vigfússon,
sem þau réðu til þess að reisa hús-
ið.
Oft minntist hann þessa sumars
með mikilli ánægju — sem eins
þess bezta, sem hann hefði lifað.
Hann svaf þar í tjaldi og veðrátt-
an var með eindæmum góð. Allan
júlímánuð kom ekki skúr úr lofti.
Annað tjald höfðu þau Einar og
Laufey þar á barðinu, og þar eld-
aði hún um sumarið. Lax var þar
oft á borðum, því laxveiði var þá
með eindæmum í Ölfusá, svo að
menn mundu ekki annað eins.
Minntist faðir minn þess oft síðar,
hvað sér hefði liðið þarna vel við
smíðarnar og viðurgerning Lauf-
eyjar og þeirra hjóna. Taldi hann
að þetta hefði ráðið úrslitum, að
hann afréð að setjast að á Selfossi
og kaus að eiga þau að sínum
næstu nágrönnum. Reisti sitt eigið
hús þá um haustið og lauk því um
vorið. Þá hófst sú nágrannavin-
átta, sem ekki varð betri á kosin.
Einkum vou þær Aldís, móðir mín,
og Laufey, sérlega samrýndar og
mikill trúnaður á milii þeirra. Og í
skjóli þeirrar vináttu ólumst við
bræðurnir upp.
Oft minntist Laufey á æsku-
stöðvar sínar, Akureyri, sem olli
því, að í huga okkar bræðranna í
Árnesi var í æsku okkar meiri
ljómi yfir Akureyri en nokkrum
stað öðrum norðan fjalla.
Laufey var myndarleg og elsku-
leg húsmóðir, sem laðaði fólk til
sín og með henni fluttist ferskur
og gamall menningarblær frá Ak-
ureyri. Á heimili þeirra Laufeyjar
og Einars var því oft gestkvæmt.
Einar þekkti marga og bauð
óspart ferðamönnum og gömlum
sveitungum heim í mat og kaffi,
og alltaf tók Laufey jafn elskulega
á móti öllum, hvernig sem á stóð.
Auk húsmóðurstarfsins tók Lauf-
ey nokkurn þátt í félagsmálum og
var kosin í fyrstu stjórn Kvenfé-
lags Selfoss, þegar það var stofnað
1948.
Þeim Laufeyju og Einari varð
fjögurra barna auðið. Þau eru:
Gestur f. 16. marz 1933, ljósmynd-
ari í Reykjavík, Ágústa f. 11. sept.
1935, stúdent og kennari, gift Guð-
jóni Styrkárssyni hrl., Páll, f. 1.
febr. 1937 d. 15. maí s.á. og Einar
Páll f. 26. okt. 1939, vélstjóri, verk-
stjóri hjá Stálvík í Garðabæ.
Einar hóf starf við útibú Lands-
bankans á Selfossi í nóvember
1921 og varð útbússtjóri í sept.
1935. Hann lét af því starfi 1. des.
1971 og hafði þá starfað við útibú-
ið í 50 ár. Þá fluttust þau til
Reykjavíkur, þar sem þau Laufey
bjuggu síðan að Dyngjuvegi 12, en
hann lézt 19. júní 1980.
Ég vil að leiðarlokum þakka
Laufeyju ævilanga vináttu og ótal
ánægjustundir, bæði á æskuárun-
um í hinu góða nágrenni og síðar,
er ég gerðist starfsmaður bank-
ans. Vandaðri konu í viðkynningu
og sérstaklega í umtali hef ég ekki
kynnst. Ég óska henni blessunar í
nýjum heimkynnum og sendi
börnum hennar og fjölskyldum
þeirra alúðarkveðjur.
Guðm. Kristinsson
Með þessum fáu línum vil ég
minnast Laufeyjar K. Lilliendahl,
sem lést 21. febrúar sl. eftir
skamma sjúkrahúslegu.
Síðasti dagur í lífi hennar var
bjartur og hlýr eins og fagur vor-
dagur og var það vel, því birtan og
hlýjan einkenndu Laufeyju alla
tíð.
Er mig rekur fyrst minni til,
fyrir um 30 árum, höfðu þau Lauf-
ey og Einar heitinn Pálsson, föð-
urbróðir minn, búið í húsi sínu í
rúm 20 ár. Oft minntust þau hjón-
in á þær ánægjustundir þegar þau
hófu búskap sinn í tjaldi á bakka
Ölfusár sumarið 1930 og reistu þar
hús sitt.
Það sumar skein sól oft í heiði
og mér finnst eins og sú sól, er þar
gaf þeim hjónum geisla sína hafi
ávallt skinið yfir þeim eftir það.
Mér er það í barnsminni hve til-
hökkunin var rík að koma í heim-
sókn á heimili þeirra hjóna. Þar
ríkti í senn umhyggja og ástúð
fyrir þeim yngstu, fáguð fram-
koma og fas heimsborgarans,
glaðværð og glettni þeirra er vildu
og gátu öðrum gefið.
Laufey flutti með sér á bakka
Ölfusár akureyrska menningar-
arfleifð og siðfágun og einkenndu
þessir þættir hana alla tíð. Heim-
ili þeirra hjóna var sannkallað
menningarheimili, sem hverjum
og einum varð hollt af að kynnast.
Mér eru í fersku minni ýmsar
kurteisisreglur, sem Laufey
kenndi mér sem barni, sömuleiðis
eru kurteisislegar málfarsábend-
ingar Einars frænda míns mér
hugstæðar. Menn kunna að halda
að slíkar umvandanir við æsku-
fólk hafi haft þau áhrif, að það
laðaðist ekki að þeim, er þær gáfu.
En það var öðru nær, enda gert á
þann hátt, sem höfðingjum einum
sæmir, með hógværð og lítillæti
ellegar kerskni og gamni.
Er leið að jólum hlökkuðum við
frændsystkinin á Reynivöllum
mest af öllu til jólaboðsins hjá
Laufeyju og Einari, enda hvergi til
sparað að auka á ánægju okkar
barnanna.
Fyrir 12 árum fluttu þau hjónin
til Reykjavíkur, þegar Einar lét af
störfum í bankanum. Fannst mér
þá skarð fyrir skildi. Fyrir hug-
skotssjónum mínum voru þau
hjónin tákn þeirrar reisnar, sem
einkenndi byggðarlag þeirra um
langan aldur.
Én þetta er lífsins saga. Laufey
er okkur horfin á annað tilveru-
svið. Fyrir allt, sem hún gaf mér
vil ég þakka að lokum, alla um-
hyggju, ástúð og hjartagæzku og
hlýju.
Fjölskylda mín, foreldrar og
systkini biðja henni blessunar á
guðs óförnu stigum með þökkum
fyrir allt.
Ágústu, Gesti og Páli ásamt
þeirra fjölskyldum sendum við
innilegustu samúðarkveðjur.
Helgi Bjarnason.
Ég held, að það hafi verið komið
fram í miðjan ágúst árið 1931, að
við sáum karl og konu koma áleið-
is yfir engjarnar til okkar, þar
sem við fólkið á Hæli vorum að slá
og raka. Það hafði eitthvað rignt
um morguninn, og það var vel rakt
í og beit vel á og teigurinn stækk-
aði ört, enda rakstrarkonur nægi-
lega nærri til þess að við sláttu-
mennirnir héldum okkur vel að
slættinum og litum varla upp. En
hvaða fólk gat þetta verið, sem
átti leið um teiginn hjá okkur
þennan síðsumardag, mildan og
hlýjan og með vaxandi heiðríkju á
suðurlofti að sjá yfir Þríhyrning
og Vestmannaeyjar.
Jú, þetta var enginn annar en
Einar Pálsson frændi okkar frá
Hlíð, bankaritari á Selfossi og
unga konan, sem með honum var,
nett og fríð og létt í spori var nátt-
úrlega engin önnur en konan hans,
Laufey Lilliendahl frá Akureyri,
en þau giftust snemma vors þetta
ár. Nú voru þau að heimsækja
æskustöðvar Einars, höfðu komið
með áætlunarbílnum að Geldinga-
holti og þaðan var ekki nema
klukkustundar gangur að Hlíð og
því sjáifsagt að kynna okkur,
frændfólkið á Hæli, fyrir henni
laufeyju, strax og þau komu auga
á okkur þarna á teignum.
Unga konan bauð þegar við
fyrstu kynni af sér svo góðan
þokka, var svo blátt áfram, að
þarna varð hún strax eins og ein
af okkur, vingjarnleg og elskuleg,
en þeir eiginleikar hafa fylgt
henni þau rúm 50 ár sem liðin eru
síðan.
Þau Einar og Laufey reistu
snoturt einbýlishús norður undir
Ölfusá skammt frá bankahúsinu á
Selfossi og nefndu það Svalbarð.
Nafnið átti vel við staðinn, þegar
þau hófust handa við að byggja
þarna, en innan fárra ára urðu
þarna mikil stakkaskipti bæði úti
og inni, því að fljótlega gerðu þau
fagran garð umhverfis húsið með
fjölbreyttum og þroskamiklum
trjágróðri og innan dyra voru þau
hjónin samhent um að skapa hér
eitt hlýlegasta menningarheimili í
héraðinu. Nafnið á húsinu varð
því hið mesta öfugmæli, enda féll
það að mestu í gleymsku, en þang-
að komu margir, því að húsráð-
endur voru einstaklega gestrisnir
og var heimili þeirra, á meðan þau