Morgunblaðið - 27.02.1982, Page 37
*
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. FEBRÚAR 1982 3 7
bjuggu þarna í nærri aldarfjórð-
ung, minnisstæður rausnargarður
og áttu bæði hjónin þar jafnan
hlut að. Um þessar mundir var
Selfoss orðin mikil samgöngu-
miðstöð og áfangastaður, þar sem
sjálfsagt var að hvílast í heilan
eða hálfan tíma, þegar farið var
til Reykjavíkur austan úr sveitum
eða á austurleið þaðan, og þá þótti
frændfólki og vinum þeirra hjóna
sjálfsagt að heimsækja þau og
þiggja þar góðgerðir. Laufey
kunni að veita gestum af því lát-
leysi og nærgætni, að sá stóri
vinahópur, sem naut gestrisni
þeirra hjóna, fann ekki annað en
að hann hefði sýnt þeim vinar-
bragð að koma þar, enda voru
móttökur allar í þeim anda.
Eg stundaði nám við Mennta-
skólann á Akureyri veturinn
1934—’35. Ég var þar að sjálf-
sögðu öllum ókunnugur en Laufey
sendi mig með kveðju til foreldra
sinna, sem bjuggu þá enn þar á
Akureyri og ráku þar litla verslun.
Mér var tekið þar afbragðsvel og
fann ég þá fljótt, þegar ég kynnt-
ist þeim Carli og Ágústu Lillien-
dahl og heimili þeirra, sem var
bæði fágað og fallegt, að Laufey
myndi hafa fengið holt veganesti
úr föðurgarði. Allt var þar hreint
og fágað, aldrei heyrðist styggðar-
yrði í nokkurs manns garð, en góð-
leiki og vinsemd ríkti í allra garð.
Þetta umhverfi og þessa þætti
flutti Laufey með sér suður á land,
og með því yljaði hún okkur, vin-
um og vandamönnum, sem heim-
sóttum hana og nutum gestrisni
hennar.
Árið 1935 var Einar Pálsson
skipaður bankastjóri við útibú
Landsbankans á Selfossi og því
starfi gengdi hann í 36 ár eða til
ársins 1971. Við þetta lögðust að
sjálfsögðu nýjar skyldur á herðar
Laufeyjar, þar sem oft þurfti að
taka á móti háttsettum mönnum á
vegum bankans. En það, sem
sýndi best hver maður bjó í Lauf-
eyju var það, að hún var eftir sem
áður jafn gjafmild við gesti og
gangandi og boðin og búin að taka
þreytta ferðamenn inn á heimili
sitt, þó að hún væri nú komin á
hærri þrep í þjóðfélaginu.
Ég flutti að Selfossi með fjöl-
skyldu mína í árslok 1945 og bjó
því í nábýli við þau Einar og Lauf-
eyju í meira en aldarfjórðung.
Ohætt er að segja að þetri og
elskulegri nágranna varð ekki á
kosið. Én það sem mér er þó efst í
huga nú þegar Laufey Lilliendahl
er kvödd hinstu kveðju er hve
barngóð hún var og hve mikið við
eigum henni mörg að þakka, og
raunar þeim hjónum báðum vegna
barnanna okkar. Ég hef ekkert
heimili þekkt og hvergi komið, þar
sem börn voru svo afgjört látin
skipa 1. sætið eins og hjá Einari
og Laufeyju. Það er ógleymanlegt,
að minnast jólaboðanna hjá þeim
hjónum og sjá hvernig börnin
geisluðu af gleði, sjálfsvitund og
öryggi, en þau hjónin umgengust
þau sem mikilsvirtar persónur og
létu þau taka þátt í margs konar
uppbyggilegum leikjum, sem allir
urðu að vera með í.
Ég held að ég geti ekki lýst
heimili þeirra Einars og Laufeyjar
á Selfossi með öðrum orðum en
þeim, að það hafi verið sannur
hamingjureitur, þar sem friður og
ró og glaðværð réðu ríkjum.
Þau hjónin eignuðust 4 börn,
eitt dó skömmu eftir fæðingu, en
hin þrjú, tveir synir og ein dóttir,
komust upp og eru öll efnisfólk,
sem hafa hlotið góða menntun og
eru nú öll búsett í Reykjavík.
Þegar sporin fóru að þyngjast
hjá Éinari og Laufeyju, eftir að
þau fluttu til Reykjavíkur að lok-
inni langri og góðri starfsævi,
nutu þau góðrar umönnunar barn-
anna, sem sýndu þá í verki á fagr-
an hátt, þakklæti sitt fyrir um-
hyggju foreldranna í uppvextin-
um.
Það er oft erfitt að sætta sig við
fallvaltleik lífsins og þá óhaggan-
legu staðreynd að hingað komum
við með undursamlegum hætti og
erum svo kölluð héðan aftur eftir
misjafnlega farsælt eða ham-
ingjusamt æviskeið. Laufey var
hamingjusöm kona og veitti öllum
sínum nánustu eitthvað af sínum
góðleika og jafnaðargeði. Við
þökkum henni öll hennar ævispor
og biðjum henni blessunar á ferð-
inni miklu til framtíðarinnar.
Hjalti Gestsson
I janúar síðastliðnum sá ég
Laufeyju Lilliendahl í síðasta
sinn. Það var á Selfossi, við jarð-
arför Kristins Vigfússonar. Mér er
hún minnisstæð á þeirri stund,
fullorðin kona, smávaxin og farin
að heilsu. Ekkert aftraði henni að
fylgja vini sínum og nágranna
hinstu sporin, þó hún þyrfti að
setjast á leiði í kirkjugarðinum
þennan kalda vetrardag, til að
hvíla sig.
Og nú er hún sjálf borin til graf-
ar í þessum sama kirkjugarði á
bökkum Ölfusár.
Laufey var gift Einari Pálssyni
frá Hlíð, uppeldisbróður mínum,
og hvílir hann einnig á bökkum
Ölfusár.
Ég man þegar ég sá Laufeyju
fyrsta sinn. Það var veturinn
1929—30, á Selfossi, í gamla
bankahúsinu, stóra húsinu sem
byggt hafði verið í Búðardal, rifið
og flutt suður og byggt á ný á Sel-
fossi. í þessu gamla húsi dvaldi
Laufey veturinn 1929—30. Hún
var þar hjá vinkonu sinni ölfu,
sem var frá Akureyri eins og hún
sjálf, en Alfa var gift Eiríki Ein-
arssyni frá Hæli. Hann var móð-
urbróðir Einars Pálssonar frá
Hlíð, sem vann þá í bankanum hjá
frænda sínum.
Þær stallsystur, Alfa og Laufey,
voru ekki líkar okkur úr Hreppun-
um. Þær voru svo miklar dömur,
það var eins og allt yrði svo „lekk-
ert“ kringum þær. Þær töluðu
öðruvísi en við, orðin hljómuðu
svo fallega af þeirra vörum,
fannst mér. Þær buðu mér „bolsí-
ur“. Ég hafði aldrei heyrt þetta
orð fyrr og varð heldur glöð, þegar
ég sá að þetta var brjóstsykur,
rauður og gljándi. Betri brjóstsyk-
ur hef ég aldrei smakkað.
Þennan vetur kynntust þau Ein-
ar og Laufey, opinberuðu trúlofun
sína að áliðnu sumri 1930 og gengu
í hjónaband á sumardaginn fyrsta
1931, þann 25. apríl.
Svo skemmtilega vildi til, að á
50 ára brúðkaupsafmæli þeirra,
þann 25. apríl 1981 — Einar var
dáinn — giftist bróðursonur Ein-
ars. Man ég hlýjuna í rödd Lauf-
eyjar þegar hún sagði: „Þetta er
dagurinn okkar Önnu“, en brúður-
in hét Anna.
Aldrei gleymi ég þegar ég kom í
fyrsta skipti til Einars og Laufeyj-
ar. Það var sumarið 1931 og þau
voru að byggja húsið sitt á Sel-
fossi. Kristinn Vigfússon, sem
Laufey var að kveðja nú í janúar,
var smiðurinn. Ég kom í tjaldið
þeirra á árbakkanum þar sem
Laufey sinnti húsmóðursstörfum
um sumarið. Það var sólskin og
veislumatur á borðum í tjaldinu.
Þannig var ætíð að heimsækja
Laufeyju. Gesturinn gekk að
veisluborðinu.
Fáa hef ég vitað jafn umtals-
fróma og orðvara og Laufeyju.
Ég var samferða henni að aust-
an, suður til Reykjavíkur á síð-
astliðnu ári. I tal barst maður,
sem stundum kom á heimili þeirra
Einars á Selfossi. „Ósköp var hann
nú ófríður," sagði þílstjórinn.
„Hann var nógu fríður," var svar
Laufeyjar. „Hann kom líka alltaf
rétt fyrir matinn, svo hann fengi
að borða." „Það var bara gott,“
ansaði hún, „það var nógur mat-
ur.“ „Verst hvað lyktin af honum
var vond,“ sagði bílstjórinn. „Það
gerði nú ekkert til. Það mátti opna
glugga," svaraði hún. Svona var
Laufey. Á engan mátti halla.
Og nú er komið að kveðjustund.
i Einar og Laufey hvíla nú bæði á
bakka fljótsins, sem streymdi
fram hjá heimili þeirra svo lengi.
Eitt sólskinssumar fyrir 50 árum
stóð hvítt tjald á bökkum þessa
fljóts,
„Það er bjart fyrir austan,
þar er blíðskapar veður“,
kvað Eiríkur frá Hæli eitt sinni.
I huga Einars og Laufeyjar var
alltaf „bjart fyrir austan".
Hulda Runólfsdóttir frá Hlíð
Frú Laufey Kristjana Lillien-
dahl, fyrr bankastjórafrú á Sel-
fossi, er látin og verður borin til
grafar í dag. Hún var eiginkona
móðurbróður míns, Einars Páls-
sonar frá Hlíð í Gnúpverjahreppi.
Þegar svo nákomin heiðurskona
fellur frá, fer ekki hjá því að
bernskuminningar mínar þyrpist
að. Ég minnist hlýlegs heimilis
þeirra hjóna á bökkum Ölfusár í
skjóli fagurs trjágróðurs sem þau
voru ötul að koma upp. Ég minnist
glaðværra frændsystkina minna,
sem sýndu þann dugnað að kenna
frændanum í sveitinni á „borgar-
menninguna". En fyrst og síðast
minnist ég húsbændanna, Einars
og Laufeyjar, fyrir þá hjartahlýju
og gestrisni sem þau sýndu stór-
um frændgarði ofan úr Hrepp og
neðan úr Flóa. Þau virtust njóta
þess að búa um þjóðbraut þvera.
En mér finnst eins og þessi félags-
lyndu hjón hafi talið allt þetta
margfaldlega goldið með þeirri
samheldni sem varð í fjölskyld-
unni og þeirri nautn að geta
blandað geði við frændfólkið.
Laufey Lilliendahl var alin upp
á Akureyri. j föðurætt hennar
voru kaupmenn og borgarar svo
langt aftur sem rakið var hér á
landi. Bræður hennar allir gengu í
þjónustu símans, og sjálf starfaði
hún við símann á Akureyri áður
en hún fluttist suður. í fjölskyldu
hennar var tónlistin í hávegum
höfð: faðir hennar lék á fiðlu,
bræður hennar allir léku á hljóð-
færi og hún einnig. Þau léku oft
saman og lögðu fram sinn skerf til
hinnar miklu menningarstarfsemi
á Akureyri.
Þessi listfenga Akureyrardama
iðraðist þess samt aldrei að slíta
rætur sínar fyrir norðan og setj-
ast að í harla fámennu sveitaþorpi
eins og Selfoss var um 1930. Hún
hafði hugarfar Bergþóru að fylgja
eiginmanni sínum í blíðu og
stríðu, og gæfa þeirra Einars var
að lifa í farsælu hjónabandi um
nær fimmtíu ára skeið. En Lauf-
eyju var einnig gefin þessi eigind
heimsborgarans að geta hvar-
vetna unað sér þar sem mikil
verkefni voru.
Á Selfossi fundu hún og margir
aðrir verk við hæfi. Litla þorpið óx
á hennar tíð upp í höfuðstað Suð-
urlands með um þrjú þúsund íbúa.
Landsbankaútibúið óx að sama
skapi og á seinni árum sinum
fluttu þau hjónin frá Svalbarði yf-
ir götuna í fallega embættisíbúð í
nýja bankahúsinu. Söm var þar
gestrisni og hógværð þeirra hjóna
enda varð Laufey annáluð fyrir
það hve fallega hún tók á móti
gestum.
Af mörgu mátti ráða að Laufey
hlaut góða menntun í æsku. Víða
var hún heima, reyndist afburða
dugleg í tungumálum, ensku og
dönsku, og því góð að bjarga sér á
ferðalögum. Skólastjóri hennar
við Barnaskólann á Akureyri var
Halldóra Bjarnadóttir kvenskör-
ungur, sem elst hefur orðið íslend-
inga. Bundust þær ævilöngum vin-
áttuböndum, og því lét Laufey
kvenfélagamál mikið til sín taka.
Ásamt nokkrum öðrum konum
stofnaði hún Kvenfélag Selfoss 4.
mars 1948. Var hún í fyrstu stjórn „
þess allnokkur ár og gjaldkeri alla
þá tíð.
Laufey Lilliendahl var ekki há
vexti, en fríð sýnum og bar með
sér slíkan þokka að allir löðuðust
að henni. Mest um verður var sá
innri þokki hennar, að hún mátti
helst ekki heyra nokkum manni
hallmælt. Þá var hún ósjálfrátt
farin að bera í bætifláka og tíndi
margt til.
Sjálfum fannst mér alltaf mest
virði hversu mikill jafningi hún
vildi vera öðrum. Kornungur man
ég hana fyrst í blóma síns aldurs,
glaðværa með leiftrandi og skær
augu. Þá talaði hún við mig eins
og kynslóðabilið væri ekki til. Því
trúi ég að hún eigi góða heimvon í
því ríki þar sem eilífur jöfnuður
ríkir. Ég bið hennar nánustu
huggunar og blessunar.
Páll Lýðsson
5VAR MITT
EFTIR BILLY GRAHAM
Eg á við vanda að stríða. Eg var drykkjumaður í þrjátíu ár. Nú hef
eg snúið mér til Drottins. Það gerðist fyrir áhrif predikunar yðar.
Allir vinir mínir hafa verið „rónar", og nú er eg ákaflega einmana.
Mér þætti vænt um, ef þér gætuð gefið mér góð ráð.
Þér eruð augljóslega félagslyndur maður. Þér eign-
uðust vini á vínstofunni. Hvað ætti þá að aftra yður
frá því að eignast kristna vini?
Þó að maður verði kristinn, á hann ekki að einangra
sig frá heiminum í kringum sig. Þér ættuð einmitt að
segja gömlu vinunum yðar frá þeirri breytingu, sem
hefur orðið á yður. Jafnvel Jesús umgekkst toll-
heimtumenn og syndara til þess að hjálpa þeim. Þér
ættuð að fara eins að. Jesús sagði: „Látið ljós yðar
lýsa mönnunum, svo að þeir sjái góðverk yðar og
vegsami föður yðar, sem er á himnum."
Aður áttuð þér aðeins vini á vínstofunni. Nú getið
þér átt tvenns konar vini, þá í söfnuðinum og vinina,
sem þér þekktuð.
Samfélag við aðra kristna menn er eitt af því stór-
kostlegasta, sem fylgir því að vera kristinn. Postulinn
þekkti þetta. Hann sagði: „Yfirgefum ekki vorn eigin
söfnuð“, þ.e. vanrækjum ekki að koma saman. Þetta
hefur yður orðið á, að því er virðist, og þér hafið orðið
einmana.
Byrjið nú upp á nýtt. Eignist vini með því að vera
vingjarnlegur. Bestu dagar yður eru framundan.
KÍKTU VIÐ, ÞÚ FÆRÐ ÖRUGGLEGA EITTHVAÐ VIÐ ÞITT HÆFI