Morgunblaðið - 27.02.1982, Page 38
38
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. FEBRÚAR 1982
Mrjomu-
iPÁ
IIRÚTURINN
21. MARZ— 19.APRIL
l*essi dagur verdur þér til mikil.s
gagns jafnvel þó allt j»an^i mjög
hagt. Kndurnýjaðu kynnin vid
I'amlan vin. Mjög gódur dagur
fyrir þa sem eru í skóla.
NAUTIÐ
20. APRlL-20. MAl
Láttu ekki aðra vita um áform
sem þú ætlar ad hrinda í fram-
kvæmd í hyrjun næsta mánaóar.
Ini hittir ættingja í kvöld sem er
mjög spenntur að hitta þig.
k
TVÍBURARNIR
21. MAl-20. JÚNl
l»ú færð jróðar fréttir langt að,
líklega eitthvað í lögfræðilegu
samhandi. Biddu aðra í fjöl
skyldunni að hjálpa þór varð-
andi breytingar sem þú vilt gera
á heimilinu.
m KRABBINN
ss
21. JlINl—22. JÍJLl
Mjög gciður dagur og fátt heldur
aftur af þér. Samstarfsmenn og
félagar eru hjálplegir og sam
vinnuþýðir. Vertu vakandi yfir
tækifærum sem geta fært þér
aukapening.
LJÓNIÐ
ií^23. JÍJLl—22. ÁGÍIST
I pplagður dagur til að gera
hreytingar á heimilinu, en gættu
þess samt að eyða ekki of
miklu. Nú gefst góður tími til að
ræða málin í rólegheitum við
maka eða félaga.
MÆRIN
23. ÁGÍJST-22. SEPT
Iní kemst ekki langt á eigin
spýtur í dag, samvinnan er það
sem gildir. Stutt ferðalög gætu
orðið mjög ánægjuleg í dag.
Wn
?Fi| VOÍilN
23.SEPT.-22.OKT.
(ióður dagur til að vinna að
verkefnum sem krefjast róleg-
heita. Maki eða félagi er hjá-
plegur og þeir sem vinna utan
heimilis ættu að gera það gott.
d DREKINN
23.0KT.-21.NÓV.
Iní ert ána gður með sjálfan þig
í dag. Fjölskyldan skilur vel ef
þú þarft að eyða meiri tíma í
vinnu utan heimilis en innan.
Svaraðu þeim pósti sem þú átt
ósvarað.
fj| BOGMAÐURINN
22. NrtV -21. DES.
I*að er kominn tími til að þú
sýnir fólki í áhrifastöðu hvað í
þér býr. I*ú færð merkilegar
fréttir með póstinum sem gætu
orðið til þess að þú farir í
skemmtilegt ferðalag.
m
STEINGEITIN
22.DES.-19.JAN.
Farðu yfír fjármálin og reyndu
að spara meira. Ff þú hefur ver
ið að hugsa um að selja eign
sc m þú átt, ættirðu að láta meta
hana af fagmönnum, hún er lík-
lega meira virði en þig grunar.
VATNSBERINN
20.JAN.-18. FEB.
I*ú ert mjög skarpur í hugsun
um þessar mundir. Samstarfs-
menn þínir Hnna þetta og leita
ráða hjá þér. Finkalífið er það
ina sem ekki gengur að óskum.
V FISKARNIR
Q 19. FEB.-20. MARZ
Kólegur dagur, þér gefst tæki-
færi til að vinna að verkefnum
sem þú hefur þurft að láta sitja
hakanum að undanfornu. I*ér
vcrður trúað fyrir leyndarmáli.
CONAN VILLIMAÐUR
DYRAGLENS
MACHO-ScmACHO ' ÉG>
feroast 'a fi'lsukjöa Ar þ'vi
þ’EIR ERU 5VO pýotR/
LJÓSKA
TOMMI OG JENNI
G "€T«0-MLI)WY«-WY|« inc .
BRIDGE
Umsjón: Gudm. Páll
Arnarson
Má vinna 3 grönd í suður med
bestu vörn?
Norður
s 62
h ÁDG10
11053
17642
Vestur
s G10983
h 64
t Á8
1 K853
Austur
s 74
h K872
t G9642
1 D9
Suður
SÁKD5
h 953
t KD7
I ÁG10
Útspilið er spaðagosinn.
Við borðið er ekki ólíklegt
að spilið gengi þannig fyrir
sig: Sagnhafi tekur fyrsta
slaginn á spaðahákarl og svín-
ar strax í hjartanu. Áustur
fær á kónginn og skilar spaða.
Nú er spilið dautt. Sagnhafi
þarf bæði að næla sér í slag á
lauf og tígul, en getur það ekki
án þess að hleypa vestri tvisv-
ar inn. Vestur getur þá brotið
spaðann og vörnin fær 5 slagi:
hjartakóng, laufkóng, tígulás
og tvo á spaða.
Þú hefur kannski komið
auga á það að sagnhafi getur
gert betur. Hann getur gefið
vestri fyrsta slaginn á spaða-
gosann! Ef vestur spilar áfram
spaða er spilið unnið. Því nú á
austur engan spaða til að spila
þegar hann kemst inn á
hjartakónginn.
En sagnhafi á ekkert svar
við bestu vörninni. Ef vestur
skiptir yfir í lauf í öðrum slag
er engin leið að vinna spilið.
Því nú vinnst sagnhafa ekki
tími til að fría níunda slaginn
á tígul. Vörnin verður á undan
að krækja sér í 5: spaðagosa,
hjartakóng, tígulás og tvo á
lauf. Það er því vörnin sem á
síðasta orðið.
SKAK
Umsjón: Margeir Pétursson
Á alþjóðlega mótinu í
Bochum í V-Þýzkalandi í
fyrra kom þessi staða upp í
skák þeirra Hort Tékkóslóv-
akíu, sem hafði hvítt og átti
leik og Lobron, V-Þýzkalandi.
DRATTHAGI BLYANTURINN
r©R* J f 1 7
\ V- /
24. Hxf7+! — Kxf7, 25. Rxd6+
— Ke7, 26. Hxc7+ — Kxd6,
27. Hxa7 og hvítur vann enda-
taflið án hinna minnstu örð-
ugleika.