Morgunblaðið - 27.02.1982, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. FEBRÚAR 1982
39
félk í
fréttum
Á vélsleðum til Norðurpólsins
+ Danska blaðið Politiken
greindi frá því nýverið að vél-
sleðamenn í Noregi, Bretlandi
F'rakklandi og Rússlandi hygð-
ust fara á sleðum sínum til
Norðurpólsins á þessu ári. Mun
hópur norskra vélsleðamanna
ríða á vaðið og byrja leiðangur
sinn frá norðurströnd Kanada
nú í marsbyrjun. Ragnar Thor-
seth, 33ja áa gamail blaðamaður
mun verða fyrirliði norska hóps-
ins, en hann hnýtir jafnan titlin-
um „ævintýramaður" aftan í
nafn sitt og hefur oftlega áður
ferðast um heimskautssvæðið.
Norski hópurinn þarf að fara um
800 km leið á vélsleðum frá norð-
urströnd Kanada til Norðurpóis-
ins og verða með álbát við hönd-
ina, þvi marga kílómetra komast
þeir ekki nema sjóleiðina.
Norsku ieiðangursmennirnir
verða í daglegu sambandi við út-
varpsstöðvar í Kanada og á
Svalbarða, en þeir búast við að
verða rúman mánuð á Norður-
pólinn og síðan munu þeir halda
áfram yfir ís og sjó til Sval-
barða, þar sem leiðangrinum
telst lokið ...
Hættulegt
starf
blaða-
mennskan!
+ Hann gaf ófagrar lýsingar á
blaðamannsstarfinu, þessi. Hann
er franskur og heitir Bernard
Poulet.
Hann var á leið í viðtal í Rúm-
eníu fyrir franskt blað sitt við
verkalýðsleiðtogann Vaslie Par-
aschiv, sem er í ónáð hjá yfirvöld-
um, þegar tveir fílefldir menn
gegnu skyldilega að honum, illi-
legir á svip og tóku að berja uppá
honum, þegar hann átti sér einsk-
is ills von. Hann var sleginn í rot
og af áverkum dæmdu læknar að
það hefði verið sparkað duglega í
hann góða stund eftir það.
Þetta gerðist aðeins nokkrum
metrum frá herstöð nokkurri
norður af Búkarest, — en þar
kannaðist auðvitað ekki sála við
að hafa orðið vitni að atburðinum,
hvað þá heyrt stunu ...
Pabbi, þetta er tengdasonur þinn!
+ Við höfum sagt frá því fyrr á
þessari síðu að kjördóttir Rich-
ard Burtons og Elisabeth Tayl-
ors, sem Maria heitir, hafi ný-
verið gengið í það heilaga. Nú er
hún á brúðkaupsferðalagi með
manni sínum, Steven Carson og
hitti Maria pabba sinn í Vínar-
borg fyrir skömmu. Hann leikur
þar í miklum sjónvarpsmynda-
flokki um líf og störf tónskálds-
ins Richard Wagners. Myndin
var tekin þegar Burton hitti
tengdason sinn í fyrsta skipti, en
hann gat ekki verið viðstaddur í
brúðkaupinu, þar eða hann stóð í
miðjum fyrrnefndum upptökum
á myndinni um Wagner ...
Karl Júlíusson sýnir
skúlptúra að Kjarvalsstöðum
KARL Júlíusson opnar í dag sýningu
á skúlptúrum og lágmyndum í aust-
urforsal Kjarvalsstada. Sýnir hann
þar verk sem mörg hver eru unnin
úr ýmsum hlutum sleða og segir
hann þær vera vangaveltur um ýmsa
þróun.
Karl Júlíusson starfar sem
handverksmaður og rekur nú Leð-
ursmiðju á Skólavörðustíg i
Reykjavík og segist hann vera
sjálfmenntaður. Hann hefur áður
sýnt tvisvar, í Djúpinu, og voru þá
á ferðinni verk að mestu unnin úr
bambus. Verkin á þessari sýningu
Karls Júliussonar eru úr margs
konar efni, tré, áli, blikki, nyloni
og tágum, einnig notar hann hráa
húð í eitt verk sitt, og segl. Verkin
eru unnin síðustu mánuðina og
eru þau 16 að tölu og öll til sölu.
Er sýningin opin daglega kl. 14 til
22 og lýkur henni 14. mars.
Karl Júlíusson er hér við eitt verka
sinna sem hann smíðar að mestu úr
Sleða. l.jÓHfn.: KÖK
f FARIÐ Á 1 11,1 V
NORRÆNAN LÝÐHÁSKÓLA
í Danmörku
Norræn tungumál. hljómlist, sund, stórt verklegt tilboó, þ. á m. vefnaöur, málun,
textíl, spuni. 6 mán. 1/11—30/4. 4 mán. 3/1 —1/5. Lágmarksaldur 18 ár. Skrifiö eftir
stundatöflu og nánari uppl. Góöir námsstyrksmöguleikar.
UGE FOLKEHÖJSKOLE
! DK-6350 Tinglev, sími 04-643000.
BM VALLA
Laugardalshöll í dag kl. 14 leika
KR og Fram
í fyrstu deild.
Áfram KR.
Pontiac Phonix ’78. Einn meö öllu.
Uppl. í síma 28255.
Utgerðarmenn
— Skipstjórar
Kraftaverkanet fyrirliggjandi.
Hagstætt verö og greiösluskilmálar.
ísfjörð
Umboös- og heildverslun,
Dugguvogi 7, sími 36700.