Morgunblaðið - 27.02.1982, Qupperneq 44
44
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. FEBRÚAR 1982
»
K/oti^ þið -So'ona lagcxb oi þinni
f)tanetu ? "
... af> lofa honum ad sjá
nýju hártjreiásluna.
Með
morgunkaffinu
Mamma, mamma. Ilann .scgist Við getum ekki hrakið þá í burtu,
gjarnan vilja verða fyrsti eiginmað- ‘ en við getum gert þá að tóbaks-
urinn minn? þrælum!
HÖGNI HREKKVÍSI
Christian G. Favre skrifar:
Bflafagmennska eða áróður?
— fyrri hluti
I bókinni „Svo mælti Zara-
þústra" skrifaði þýzki heimspek-
ingurinn F. Nietzsche fyrir einni
öld: „Almúginn snýst og suðar
ávallt í hring um látbragðs-
leikara heimsins — hann laðast
að látum þeirra — en heimurinn
sjálfur snýst um önnur verð-
mæti, hann snýst um þau er
minnst láta að sér kveða.“
Vitanlega hafði heimspeking-
urinn frægi ekki bílamarkaðinn í
huga, er hann samdi þessar
hugsterku línur, en á hinn bóg-
inn þykja mér slík spakmæli vel
til orða kveðin varðandi bifreiða-
áróðursbrellur þær, sem dagblöð
hérlendis láta án afláts frá sér
fara.
í Þýskalandi, Sviss, Frakk-
landi og BENELUX-löndum
(hugsanlega í fleiri löndum) hafa
þarstarfandi bifreiðaklúbbar
myndað eftirlitsnefndir í þeim
tilgangi að gæta sannleiksgildis
auglýsinga bílamarkaðarins.
Auk þess gefa þessir klúbbar út
bílablöð eða tímarit, þar sem all-
ar fáanlegar upplýsingar varð-
andi bílaframleiðsluna eru fyrir
hendi. Unnt er að finna í þeim
fagmannlegar rannsóknir og at-
hugasemdir um bifreiðagreinina.
Niðurstöður þeirrara nefnda eru
um leið besta trygging fyrir
áframhaldandi gæðum bílaiðn-
aðarins. Þessar nefndir hafa
einnig tryggt dómsvald í höndum
sínum, sem gerir þeir kleift að
kæra fyrirtæki fyrir ósannindi.
Fyrstu tvö fórnarlömb eftirlits-
nefndanna voru í fyrra, Fíat
(ósannindi varðandi öryggi og
bensíneyðslu) og Saab Turbo
(varðandi bensíneyðslu og við-
brögð — sjá neðar).
Fróðlegt væri að rifja upp
nokkur atriði varðandi öryggið,
akstureiginleika og stöðugleika,
viðbrögðin og bensíneyðsluna.
Hér fer ekki á milli mála að
mælikvaröinn er tekinn úr helstu
tímaritum bifreiðafélaga bæði í
Þýskalandi (sjá heimildir) og í
Frakklandi.
Öryggið
Víða um heim hefur verið lögð
mikil áhersla á öryggi farþeg-
anna, en hérlendis sérstaklega á
svokallað „passivt öryggi". I því
hugtaki fellst ætlunin að styrkja
farþegaklefann og vélarrýmið,
styrkja hliðar bílsins og þak
hans, þannig að ökumaðurinn og
farþegarnir gætu komist hjá al-
varlegum meiðslum við harðan
árekstur (talið milli 18 til 120
km/ klst) Bílbelti eru einnig
mikilvægur þáttur í „passívu
öryggi".
('hristian G. Favre
Á þessu sviði eru sænsku bíl-
arnir framarlega, bæði Saab og
Volvo bjóða ökumönnunum full-
nægjandi öryggi í tilfelli „fyrsta
til annars stigs" ákeyrslu (að 120
km/ klst), en „Crash-test“
(árekstrartilraunir með brúðum
innan hús) sanna að Mercedes
Benz og BMW geta boðið álíka
mikið öryggi og hinir sænsku.
Hvað gagna þessir ógurlegu stuð-
arar sem skemma útlit „Sví-
anna“? Jú, á litlum hraða getur
ökumaðurinn á Volvo sannfærst
um að bíllin sleppi við beyglu ef
til árekstrar kemur, en sé hinn
ökumaðurinn á hraðferð, fer bíll-
inn hans samt sem áður í mask.
„Aktivt öryggi“ („virkt öryggi“
á móti „þolandi öryggi“) leitast
við að komast hjá slysi fremur en
að reyna að komast lífs af frá
því. í bráöhættulegum kringum-
stæðum er ekki nema tvennt sem
getur forðast manni frá árekstri:
Öruggir aksturseiginleikar en
fyrst og fremst fullkomin stjórn,
og ennfremur mjög góð vélar-
viðbrögð, þ.e.a.s. að alltaf sé
nægilegur orkuforði fyrir hendi
til að geta hraðað sér fljótt úr
hættunni — t.d. í tilfelli framúr-
aksturs.
Á þessu sviði höfðu Svíarnir
lítið sem ekkert uppá að bjóða —
úreltar vélar þeirra eru nær
viðbragðslausar (að Saab-Turbo
undanteknum, sjá neðar), en
sænsku bílarnir eru ekki hinir
einu fátæklegu varðandi vélaafl-
ið og tæknina — hið sama gildir
um frönsku, amerísku, ensku og
japönsku bílana. Einu bifreiðirn-
ar sem geta boðið virka öryggið
(fyrir utan sportbílana) eru
framleiddir í Þýskalandi. VW og
Audi — t.d. Golf TS, Passat TS
og Audi 18—100 — eiga nægan
orkuforða og bjóða dágóð við-
brögð í geigvænlegri aðstöðu. En
efst á listanum í þessari grein
koma þó BMW-bílarnir
(316—318 ...) Þar er alltaf nógur
kraftur í 4. gír sem í þeim fyrsta.
Mércedes Benz, sem er mun
þyngri, sker sig ekki eins vel úr
og keppinautur hans frá Múnch-
en.
Varðandi japönsku bílana ætla
ég ekki að hafa mörg orð, þar
sem þá skortir algjörlega öryggi
— hvort sem er um að ræða
„virkt eða þolandi". Annars veg-
ar er það vegna ítrasta sparnað-
ar á málmi og efni (það kemur
dæld á þá við spark og jafnvel við
þrýsting) og hins vegar vegna
kraftlausra véla. Þeir hlutu í
Þýsklandi og Sviss heiðursnafnið
„hægfara líkkistur". Megin-
landsbúar láta ekki blekkjast af
glansandi málmum eða lituðum
rúðum, eða álíka „trixum" í
mælaborðinu — heldur dæma
bíla eftir aksturseiginleikum og
öryggi, og eftir vönduðum frá-
gangi.
hrPðun: hámarkshraði oensineyJsla: a) innanb-’jar bjutanbnar
oifreiðato* índ 0 tll 100 KO * á: (haldinn)
"chirocco (V. ’) Audi 100 10,6 s 10,5 s 1 76 !cm/ i<ls 1 70 icin/':l8 0-141 a)12 b)9 a)13 b)10
i.:.: íis 10,3 s 1 76 kn/i.ls 6- 14 1 a)l2 b)10
3.TV.' 320 (5 r.^li'idra) 9,0 s 196 ':n/ ls r - 15 1 9)13 •.) 11 c)12 við 140 n/ 1í
o.- . : 325 i ieð 5 -"Íra’:as3a 6,0 s 210 'cn/kl. 8-14 1 °-) 1 1 , j n) 10
3.,*;../ 3231 (venjulef^ir) 3.9 3 108 km/kls n - 1T6 1
í»essir hringdu . . .
Um sjónvarps dag-
skrána - Byrjið að
sýna Dallas aftur
6726—5807 hringdi og hafði eftir-
farandi að segja: „Mig langar til að
beina því til útvarpsráðs að Dallas-
þættirnir allir sem eftir eru verði
keyptir. Mér skilst að það hefðu verið
teknir 180 þættir, þá eru eftir 153 —
mig langar nefnilega að sjá þá alla.
Mér hefur alltaf þótt gaman af fjöl-
skylduþáttunum sem hafa verið
sýndir í sjónvarpinu. Ég veit að sum-
um finnst Dallas-þættirnir leiðinleg-
ir, en ég held að hinn hópurinn sé
stærri, sem hefur gaman af Dallas.
Ég segi fyrir mig, ég hafði aldrei
gaman af Ættarsetrinu þegar það
var sýnt og ennþá síður hafði ég gam-
an af I^oðri. Ég hef þó aldrei kvartað.
Ég veit að erfitt er að gera öllum til
hæfis. En ég óska eindregið eftir að
byrjað verði með Dallas aftur og fólk
fái þannig að velja og hafna því efni
sem á boðstólnum er.
Ég las í haust, að því að mig minni
í Velvakanda, að einhver var að ónot-
ast úr í lijarna Felixson út af list-
skautasýningum sem hann sýnir
stundum í sjónvarpinu Mér finnst
afskaplega gaman að því að sjá list-
dans á skautum. Ég þakka Bjarna
heilshugar fyrir að sýna þá og vona
að framhald verði á. Ég er svo hissa á
fólki, sem ekki hefur gaman af þessu,
að vera að reyna að spilla fyrir þeim
sem vilja sjá þetta — getur það bara
ekki slökkt á sjónvarpinu rétt á með-
an?“
Hver ber ábyrgð á
götu- og húsamerkingum?
Sendiferðabílsljóri hringdi og sagði
að í starfi sínu yrði hann oft fyrir
töfum vegna þess hve götur í borg-
inni væru illa merktar — stundum
vantaði alveg götumerkingar og sama
væri að segja um númer á bygging-
um. „Hér væri auðvelt og varla dýrt
að bæta úr,“ sagði hann. „Mig langar
til að koma þeirri fyrirspurn á fram-
færi hvaða starfsmaður hjá borginni
á að sjá um að þessi mál séu í góðu
lagi. Það væri allur munur að vita
það því þá gæti maður hringt i hann
og rekið á eftir því að þessu yrði kom-
ið í sómasamlegt lag.“