Morgunblaðið - 27.02.1982, Síða 45
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. FEBRÚAR 1982
45
Þessi berangur kall-
aður útivistarsvæði
Skrítin er sú þula sem nú heyr-
ist stundum kveðin að allir þrei
sem séu með þéttingu byggðar á
höfuðborgarsvæðinu séu vinstri-
menn, og veit ég ekki hverjum sú
kenning eigi að vera til fram-
dráttar. Ókunnugur myndi helst
ætla að það séu Framsóknar-
menn sem séu á móti þéttingu
byggðar, því að þeir eru oftast
álitnir talsmenn dreifbýlisins
öðrum fremur og að sjálfstæð-
ismenn væru þeir sem vildu helst
þétta byggðina í borginni og gera
hana sem mest í samræmi við
þær hugmyndir sem menn hafa
um borgir, og mun á þeim og
dreifbýli. Hér í borg hefur ungu
fólki verið vísað á heiðar í þús-
undatali með ærnum tilkostnaði
fyrir það sjálft og borgaryfirvöld-
in í heild, svo ekki sé minnst á
allan þann kostnað streitu og
tíma sem það tekur að flytja allt
þetta fólk í framhaldsskóla og til
vinnu á hverjum degi, og þó er af
nógum stórum svæðum af að taka
til húsabygginga miklu nær borg-
arkjarnanum og víðsvegar á
minni svæðum.
Sum þessara svæða, eins og t.d.
efst á Kleppsholtinu, eru blásnir
melar og holt sem minnir okkur á
hvernig rányrkjan hefur leikið
þetta land, þar sem lengi fram
eftir öldum voru runnar og birki-
skógur, svo sem allt Reykjanesið
mun hafa verið fyrir nokkrum
öldum. Einhverjum háðfuglum
hefur dottið í hug að kalla þenn-
an berangur útivistarsvæði þó að
engar hræður sjáist þar á ferli
nema þeir af aldamótakynslóð-
inni sem stytta sér leið um keldur
þegar borgarbúinn kýs heldur
krókinn — og steypta stétt.
Annar berangur er víðsvegar í
kringum Laugardalinn, þar eru
móar fullir af alls kyns forvitni-
legu drasli fyrir börn og ungl-
inga, bíladekk og ýmiskonar
ryðguð hræ af neyslutækjum
nútímafólksins. Þessum svæðum
mætti breyta í skjólgóða lysti-
garða í nánum tengslum við lág-
reist íbúðarhús þar sem reynslan
sannar að fólk er ötult að koma
upp gróðri við hús sín og gætu
þau orðið eins og gróðurkögur eða
belti utan um opinbera garða, til
skjóls fyrir norðannæðingnum.
Við höfum mörg dæmi þess á
Norðurlöndum hvernig hægt er
að samræma íbúðarhverfi og
skjólgóða lystigarða þar sem fólk
sækist eftir að koma, njóta góðra
sumardaga og sjá annað fólk.
Lystigarðar okkar svo sem
Hljómskálagarðurinn og
Klambratún eru einkennilega
lífvana og lítið sóttir af fólki. Eg
hef oft farið um þessa garða og
undrað mig á því á góðviðris-
kvöldum hvað sárafáir sækja
þangað, þeir eru einhvernveginn
lífi firrtir þrátt fyrir þá alúð sem
garðyrkjumenn hafa lagt við að
koma þar upp nokkrum gróðri.
Sennilega myndu þeir vera eitt-
hvað meira sóttir af fjölskyldu-
fólki ef flestar konur í barneign
byggju nú ekki utan Hringbraut-
ar og þaðan fjær.
Þessir garðar minna svolítið á
„fínu stofurnar" í sumum húsum
í gamla daga, en þær voru svo
fínar að þar mátti helst enginn
koma inn og alls ekki börn, og þar
stóðu mublurnar og gulnuðu í
heitu sólskininu inn um lokaða
glugga. Þar var ekkert líf nema í
hæsta lagi suð í húsflugu, en
frammi í eldhúsinu var lif og
hlátrasköll. Þessi sömu einkenni
eru víða á borgarlífinu sjálfu og
má vera að varla sé við því að
búast að það hafi ennþá þróast
meir í átt til borgarlífs en orðið
er, þegar haft er í huga að stór
hluti Reykvíkinga er ennþá að-
fluttir sveitamenn sem vilja helst
flytja sveit sína með sér á mal-
bikið og njóta þess að hafa ber-
angur og blásin svæði í námunda
við sig öfugt við borgarbúa sem
vilja miktu fremur skjól og gróð-
ur, líf og glaðværð.
Að endingu vil ég eindregið
vara við því að menn fari vísvit-
andi að rugla saman pólitík og
smekk manna, nógu hvimleið er
þessi pólitíska árátta í sumu fólki
þó að persónulegum viðhorfum sé
haldið utan hennar. Borgarmenn-
ing á enn erfitt uppdráttar hér og
það er skiljanlegt þar sem sveita-
menningin var okkar eina menn-
ing til skamms tíma, en með því
að taka mið af nágrannaþjóðum
sem okkur eru skyldastar má
margt læra um það hvernig hægt
sé að gera þéttbýli í borgum bæði
aðlaðandi og aukið fjölbreytni
mannlífsins að miklum mun,
óttinn við þéttbýlið verður smám
saman að þoka fyrir auknum
samskiptum við annað fólk og ör-
yggi í framkomu.
Gamall miðbæingur
/ Vclvakanda fyrir .'10 ánim
Sól tér sortna
Sú var tíð, að menn litu sól-
myrkva óhýru auga, jafnvel
sem tákn og stórmerki. Nú er
öldin önnur, því að mönnum
þykir gaman að virða fyrir sér
þetta fyrirbrigði. Og löngu er nú
ljóst, að sólmyrkvi verður, þegar
máninn skyggir á sóluna, þegar
hann ber í hana frá okkur að sjá.
Ef þig skyldi langa til að virða
fyrir þér sólmyrkva, þá er al-
myrkvi á sólu á morgun. Hann
hefst í Reykjavík kl. 8.04 og
stendur til kl. 8.33. Þegar hann
er hér mestur, þá nær hann þó
ekki yfir nema V35 af þvermáli
sólar.
Hlaupársdagur
rið 1582 gerði Gregor páfi
XIII, endurbætur á tímatal-
inu, og er það við hann kennt
síðan.
Á íslandi gekk það þó ekki í
gildi fyrr en 1700, en þá kom 1.
marz daginn eftir 18. febrúar.
Hefir það löngum verið kallað
nýi stíll gagnstætt gamla stll,
sem til þess tíma gilti.
I nýja stíl er gert ráð fyrir, að
fjórða hvert ár sé hlaupár —
þegar 4 ganga upp í ártalinu.
Aldamótaár eru þó ekki hlaupár
nema 400 gangi upp í ártalinu.
Þannig verður hlaupár árið 2000.
Hlaupár eru að því leyti frá-
brugðin venjulegum árum, að
aukadegi er laumað inn í febrú-
armánuð eftir hinn 24. Sam-
kvæmt þessum hugleiðingum
okkar er hlaupársdagur á morg-
un.
Knn um norsku
kandidatana
ér hefir borizt mikill sæg-
ur bréfa um námsferil
norsku tvíburanna, er braut-
skráðust frá læknadeild Háskól-
ans eftir þriggja ára nám hér.
Eru þau ýmist til sóknar eða
varnar. Með greinargerð Jóns
Steffensens, prófessors, sem
birtist hér í þáttunum í gær,
taldi ég þau úr sögunni.
Ég get þó ekki stillt mig um að
lofa ykkur að lesa glefsu úr bréfi
frá læknanema, með því að þar
gægist fram nýtt sjónarmið.
Heiður Háskóla íslands
Læknaneminn segir m.a.:
„Fyrir tvíburana skipti ein-
kunn í raun og veru engu máli,
því að þeir þurfa hvort eð er að
endutaka prófið úti til að fá þar
lækningaleyfi.
Hitt er svo annað mál, hvort
það verður til álitsauka Háskóla
Islands, þegar snöggsoðnir lækn-
ar kynna sig sem kandidata frá
honum erlendis. Engum íslend-
ingi dytti í hug né leyfðist að
fara á hundavaði gegnum námið
... X“
Ys og þys á kjörstað
ikil þröng er þessa dagana
við Málarann í Banka-
stræti þar sem Vinnufatagerðin
hefur varning sinn til sýnis. Og
þegar inn er*komið kárnar gam-
anið enn, því að allir vilja kjósa.
Það er að vísu hvorki verið að
kjósa í bæjarstjórn né til þings,
en þarna er nú samt kosið. Kjör-
seðlar og kjörkassi eru á kjör-
stað eins og vera ber, og það er
víst ekki trútt um að nokkrum
áróðri sé haldið uppi.
Það er verið að kjósa um,
hvaða flík í sýningarglugganum
sé eigulegust og sá kjósandi sem
er allra heppnastur hreppir eft-
irsóknarvert fat.
Kjartan Helgason og Flugleiðir:
Skoskir kynningardag-
ar á Hótei Loftleiðum
SKOSKIR kynningardagar verða
haldnir á Hótel Loftleiðum vikuna 27.
fehrúar til 6. mars, en það eru Ferða-
skrifstofa Kjartans llelgasonar, Hótel
Loftleiðir og Flugleiðir, sem gangast
fyrir kynningardögunum.
Kjartan Helgason sagði í samtali
við blaðamann Morgunblaðsins, að
tilefni þessarar Skotlandsviku nú,
væri að ferðum Flugleiða til Skot-
lands væri nú aftur að fjölga mjög,
og væri því. ástæða til að kynna
landið að nýju fyrir íslenskum
ferðamönnum, þó flestir kunni vafa-
lítið nokkur skil á Skotlandi.
Á skosku kynningardögunum
verður skoskur matur framreiddur
alla daga. Þá hefur vínstúkan verið
búin upp á skoska vísu, eða eins og
„Miners welfare club“, eins og Skot-
ar nefna bari sína eða pöbba. Meðal
rétta verður að sjálfsögðu „haggis",
sem er eins konar þjóðarréttur
Skota, en undir borðum verður boð-
ið upp á margvísleg skosk skemmti-
atriði, sagði Kjartan.
Þar á meðal má nefna að söngvar-
inn Calum Kennedy syngur skosk
þjóðlög og er óskað eftir því að gest-
ir taki undir með honum. Sum
kvöldin verður íslenskt söngfólk
honum til aðstoðar. Þá má nefna að
sekkjapípuleikarinn Duncan Mc-
Fadden leikur við ýmis tækifæri, og
honum til aðstoðar er harmoniku-
leikarinn John Carmichael. Þá mun
dansparið Rosemary og Christopher
Bay dansa skoska dansa, og margt
fleira verður til skemmtunar, enda
Skotar þekktir fyrir að kunna vel að
skemmta fólki, ekki síst Hálend-
ingar, sagði Kjartan.
Frá skosku Hálöndunum: Loch
Duich ad vetrarlagi.
Enn má nefna, að golfíþróttin er
upprunnin í Skotlandi, og er ætiun-
in að kenna gestum að „pútta“ í
heimahúsum, og verða , verðlaun
veitt á staðnum þeim er sigrar í
hverju pútti. Skotland verður einnig
k.vnnt á sérstökum myndasýningum
á Hótel Loftleiðum 1. og 2. mars í
ráðstefnusal, þar sem bæði verða
litskyggnur og kvikmyndir, kynn-
ingarbæklingar verða afhentir og
framkvæmdastjóri ferðamálaráðs
Glasgow-borgar mætir báða dag-
ana.
Frá og með 1. apríl mun ferðum
Flugleiða til Glasgow fjölga sem áð-
ur sagði, og verður flogið þangað
alla mánudaga, miðvikudaga og
föstudaga.
Afmælishátfð FÍH:
Uppselt á flest dag-
skráratriði hátíðarinnar
NÚ EK komið að lokum Afma lishá
tíðar Félags íslenzkra hljómlistar-
manna, aðeins eftir hátíðartónleikar
Sinfóníuhljómsveitar íslands í dag.
Rotninn verður síðan sleginn í hátíð-
arhöldin í Broadway á sunnudags-
kvöldið en þá halda hljómlistar
menn árshátíð sína og sletta úr
klaufunum eftir vel heppnaða
afmælishátíð.
„Hátíðin hefur verið í einu orði
stórkostleg, við höfðum ekki gert
okkur í hugarlund að þetta gæti
gengið svona vel,“ sagði Sverrir
Garðafsson, formaður FÍH, í
stuttu spjalli við Mbl. í gær. Upp-
selt hefur verið á öll kvöldin í
Broadway og uppselt á tvö jass-
kvöld af þremur. Þá hefur sömu-
leiðis verið mikill áhugi á
kaffihúsatónlistinni og þangað
komið eldra fólk til að rifja upp
gömlu, góðu árin, að sögn Sverris.
„En það hefur líklega glatt okkur
mest hve heimsóknirnar á sjúkra-
hús, skóla og elliheimili hafa
heppnast vel, það rignir yfir okkur
blómum og þakkarkortum. Það er
stórkostlegt að yfir 300 hljómlist-
armenn skuli hafa tekið þátt í
þessu af slíkum áhuga og gleði án
þess að fá krónu fyrir,“ sagði
Sverrir.
Uppselt er á hátíðartónleika
Sinfóníunnar kl. 14 í dag í Há-
skólabíói, en þar verður Vigdís
Finnbogadóttir, forseti íslands,
heiðursgestur.
Aðalskoðun
bifreiða 1982
í Mýra- og Borgarfjarðarsýslu
Aöalskoöun bifreiöa og bifhjóla í Mýra- og Borgar-
fjarðarsýslu fer fram viö Bifreiöaeftirlitiö í Borgarnesi
eftirtalda daga:
Borgarnes
Borgarnes
Borgarnes
Borgarnes
Logaland
Lambhagi
í Olíustöðinni
Hvalfiröi
2.-15. mars
8.-12. mars
15.-19. mars
22.-24. mars
29. mars
30. mars
kl. 9-12 og 13-16.30.
kl. 9-12 og 13-16.30.
kl. 9-12 og 13-16.30.
kl. 9-12 og 13-16.30.
kl. 9-12 og 13-16.30.
kl. 9-12 og 13-16.30.
kl. 9-12 og 13-16.30.
31. mars
Endurskoðun veröur í Borgarnesi 3.-5. maí kl. 9—12
og 13—16.30.
Endurskoðun veröur í Lambhaga 6. maí kl. 10—12.
Endurskoðun veröur í Olíustöðunni sama daa kl.
13—15.
Viö skoöun ber aö framvísa kvittunum fyrir greiddum
bifreiðagjöldum og tryggingagjöldum, svo og gildu
ökuskírteini.
Skrífstofa Mýrar- og Borgarfjarðarsýslu,
23. febr. 1982.