Morgunblaðið - 27.02.1982, Síða 46
46
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. FEBRÚAR 1982
1. deild kvenna:
Lið Þróttar
fallið í
2. deild
TVEJR leikir fóru fram í I.
deild kvenna í íslandsniólinu í
handknattleik í síóustu viku.
Valur og KK skildu jöfn,
14—14, og eiga stúlkurnar í
Val nú litla möguleika á sigri í
deildinni. l»á vann lid ÍA naum-
an sigur á l'rótti í Laugardals-
höllinni, 16—15.1»ar með er lið
hróttar fallið niður í 2. deild.
En allt útlit cr fyrir að lið FH
ætli sér að verja Islandsmeist-
aratitilinn í ár.
Staðan í 1. deild kvenna er
nú þessi:
FII 10 9 I
Valur 11 6 4
Fram 10 7 2
Vík. II 50
KK II 4 I
ÍR 114 0
ÍA 1140
hróttur II 0 (I
0 196—128 19
1 173—135 16
I 181 — 147 16
6 182—177 10
6 179—163 9
7 187—189 8
7 149—208 8
II 124-234 0
Ul-mót í
fimleikum
tlm helgina fer fram ungl-
ingameistaramót íslands í fim-
leikum. Um 80 keppendur taka
þátt í mótinu sem fram fer í
íþróttahúsi Kennaraskólans.
Keppnin á laugardag hefst kl.
10 fyrir hádegi. En klukkan
14.00 á sunnudag fer úrslita-
keppnin fram.
Hörö keppni
á skíðum
Um síðustu helgi fór fram
Stefánsmótið á skíðum i Skála-
felli á vegum skíðadeildar KR.
Úrslit í mótinu urðu þessi:
Stúlkur 10 ára og yngri:
Sifjrún KrtNtinsdnttir ÍK 59.00
tlitdur Vr < .udmuruisrioinr Á 03.25
Ílraínhildur Mooncy Á 65,53
V aldÍM Arnarsdóftir ÍK 69,45
llelga IVtursdóflir ÍK 77,50
Ilrengir 10 ára og yngri:
l'álmar l'étursson Á 65,35
llaukur ArnórsHon Á 70,99
Stúlkur 11 ára og yngri:
l»órdw lijórleifHdóttir Víkingi 57*55
ilanna (áylfadóttir ÍK 60,20
llörn (.issurardóttir \ íkingi 60,#0
AuÓur Arnardóttir ÍK 63,09
Svala Skúladóttir Á 66,71
Drengir 11 til 12 ára:
lijarni Pétursson KK 55,91
Kagnar Sverrisson ÍK 63,61
Kgill Injíi ÍK 66,44
\ alur Valsson KK 68,49
Olafur Kirgisson KK 77,20
Körfubolti:
Valur mætir
KR og ÍBK
leikur gegn
Grindavík
EINN leikur fer fram í úrvals-
deildinni um helgina. Valur og
KR lcika í llagaskóla kl. 20.00
á sunnudagskvöldið. ÍBK og
Grindavík leika í 1. deild í dag
kl. 14.00 í Keflavík.
„Pétur hefur alla burðl til að
vera atvinnumaður í fremstu röð“
- segir Marv Harshmann körfuknattleiksþjálfari
Körfuknattleikskappinn Pétur
Guðmundsson þykir hafa vakið
verðskuldaða athygli hjá NBA-félag-
inu Portland Trailblazers, en eins og
komið hefur fram margsinnis er Pét-
ur fyrsti útlendingurinn sem kemst í
bandarísku atvinnumannadeildina.
Nýlega rakst Mbl. á stóra grein/við-
tal við Pétur sem birtist í vestur
íslenska blaðinu Lögberg-Heims-
kringla, en LH fékk greinina að láni
frá dagblaðinu Seattle Times. Hér
fer á eftir útdráttur úr greininni.
Af hinum mörg hundruð körfu-
knattleiksmönnum sem voru
skráðir til reynslu hjá atvinnu-
mannaliðunum bandarísku og
voru flestir nýkomnir úr
háskólakörfuknattleiknum, héldu
aðeins 52 velli. Einn þeirra var Is-
lendingurinn Pétur Guðmundsson
sem Portland réði til reynslu. Pét-
ur, sem er 2,17 metrar á hæð, lék í
þrjú ár með University of Wash-
ington og skoraði að meðaltali 6,7
stig í leik. Dagblöðin Seattle Tim-
es, Seattle Post Intelligenser og
Bellevue Journal American voru
óvægin í garð Péturs áður en
keppnistímabiliö hófst. Gagnrýnin
fór mjög í taugarnar á Ed Pepple,
fyrrverandi þjálfara Péturs hjá
Mercer Island Highschool. Hann
ritaði lesendabréf til varnar Pétri
og þar stóð m.a.:
„Ég tel að Pétur hafi staðið sig
furðu vel miðað við að margir hafa
einhverra hluta vegna haft horn í
síðu hans og beitt sér gegn honum.
Ég vil með bréfi þessu undirstrika
að til er fólk sem ber fullt traust
til Péturs. Menn eru ekki ráðnir til
NBA-félaga éf þeir hafa ekkert til
brunns að bera, það er eitthvað
nýtt ef NBA-deildin er orðin að
góðgerðarstarfsemi."
Þjálfari Péturs hjá Portland,
Jack Ramsey, tók undir orð
Pepple. Ramsey sagði: „Við mun-
um styðja við bakið á honum og
gerum okkur góðar vonir um góða
frammistöðu hjá honum. Hann
hefur styrkst mjög mikið frá því
hann kom til okkar, hann lumar á
góðum sendingum, er hittinn og
síðast en ekki síst er hann 217
sentimetrar á hæð og það býður
upp á mikla möguleika."
Én hvernig stendur á því að Pét-
ur hefur ekki getið sér nógu gott
orð meðal margra? Svo virðist
sem skýringin sé fólgin í því að
hann átti erfitt með að gefa sig að
verkefnum af fullum krafti, skorti
einbeitingu. Að minnsta kosti var
það skoðun Marv Harshman, sem
var þjálfari Péturs hjá Huskies-
liðinu á árunum. Pétur, sem var
uppgötvaður á íslandi aðeins 15
ára gamall, var óharðnaður ungl-
ingur og útlendingur í þokkabót.
Þess var krafist af honum að hann 1
• Pétur Guömundsson I Isik moö Portland Trailblazers.
aðlagaðist bandarískum venjum
og siðum á augabragði. En það
reyndist honum um megn, hann
var bara barn, og það tók sinn
tíma að aðlagast nýju umhverfi.
Þegar Pétur kom til Bandaríkj-
anna hóf hann að leika með liði
Mercer Island-menntaskólans.
Hann var tvö ár í byrjunarliði
skólans og lék sem miðherji. Þeg-
ar Mercer Island hafnaði í þriðja
sæti skólamótsins flutti Pétur
þakkarræðu fyrir verðlaun sín á
íslensku.
Hjá Washington-háskólanum
gekk á ýmsu hjá Pétri, ýmist eins
og í sögu, eðá hreinlega eins og í
martröð. Veikindi og meiðsli komu
einnig við sögu. En það var hjá
Washington sem hann gagnrýndi
Harshman eitt sinn opinberlega
fyrir að klúðra leik með bjána-
legum innáskiptingum.
En svo hætti Pétur í skólanum
og lét þau orð falla að svo virtist
sem skólinn væri það sem allir
vildu sér. Allir utan hann sjálfur.
Hann vildi frekar reyna að komast
einhvers staðar að sem atvinnu-
maður. Pepple sagði: „Um er að
ræða ungling sem var alinn upp í
iframandi landi. Við flytjum hann
til okkar og stillum honum upp í
gersamlega framandi umhverfi.
Við drógum þá ályktun að vegna
þess að pilturinn var vel gefinn og
átti gott með að umgangast fólk,
þá myndi hann aðlagast hinu nýja
umhverfi greiðlega. En breytingin
var of mikil. Stundum lék hann
hreint frábærlega, en þess á milli
var hann hreinlega ekki með. Það
fór í taugarnar á mér og ég reidd-
ist honum stundum vegna þess að
ég vissi að hann gat leikið stór-
kostlega allan tímann ef hann
hefði einungis lagt sig í verkefnið
af alhug. Hann gat hreinlega troð-
ið fólki ofan í körfuna, slíkur var
krafturinn þegar best lét.“
Marv Harshman sagði: „Pétur
hefur alla burði til að vera
atvinnumaður í fremstu röð. En
ég ber alls ekki illan hug til Péturs
þrátt fyrir að slest hafi upp á
vinskapinn okkar á milli um tíma.
Er hann yfirgaf okkur þótti mér
það afar leitt. Og það fór einnig í
mig að Pétur skyldi ekki ná þeim
styrkleika sem augljóst var að
hann gat náð er hann var í okkar
röðum. En það er eitt að búa yfir
hæfileikum og annað að beisla
þá.“ Er Pétur fékk sínu fram og
hann hvarf á braut til Argentínu
þar sem hann lék sem atvinnu-
maður um skeið.
Pétur staðfesti að hann hafi far-
ið til Argentínu m.a. til þess að
freista þess að þroskast sem
körfuknattleiksmaður. „Ég varð
að fá einbeitinguna í lag og í Arg-
entínu var málið auk þess, að mað-
ur lærði að bjarga sér. Þjálfun og
dómgæsla er ekki upp á það besta
þar um slóðir og körfuknattleikur-
inn fyrir vikið grófur. Þetta var
dýrmæt reynsla sem hjálpaði mér
mikið." Pétur féllst einnig á að
margt væri hæft í kenningu
Pepples um íþróttalegt uppeldi
sitt á íslandi. „Það er margt til í
því, heima á íslandi var ég lang-
stærstur og lék alltaf gegn mun
minni leikmönnum. Ég gat því
gert hluti án þess að beita mér
[verulega. Nú, þegar ég kom til
Bandaríkjanna lék ég aðeins tvö
keppnistímabil með háskólaliðinu
og það er lítið miðað við þá
reynslu sem flestir körfuknatt-
leiksmenn hér hafa. Svo var ég
seinn til í líkamlega þroskanum,
þ.a.e.s. á þverveginn.
— En eftir því sem mér sýnist
er ég sannfærður um að ég er nógu
góður fyrir NBA-deildina. Ég þarf
bara að fá smátíma til að aðlagast
henni. Það besta við þetta er, að ég
Ivirðist passa vel inn í dæmið, allir
eru með í uppbyggingunni og und-
irbúningnum."
Portland-þjálfarinn Jack Ram-
sey kvartar ekki, hann er sem fyrr
segir ánægður með þær framfarir
sem Pétur hefur sýnt og segir enn
fremur: „Það eina sem hef.ur vald-
ið vonbrigðum er hversu gjarn
Pétur er að meiðast. Síðan hann
kom til liðs við okkur hefur hann
meiðst í baki, á ökkla og í hásin.
En þegar hann hefur fengið næði
fyrir meiðslum hefur ekki setið á
góðri frammistöðu og við hjá
iPortland eru afar ánægðir með
það. Pétur passar í kerfi hjá okkur
eins og flís við rass.“
Og látum Marv Harhsman eiga
síðustu orðin: „Ég held að Pétri
hafi ekki mislíkað við okkur per-
sónulega, en við vildum og hvött-
um hann til að æfa og leika með
meiri áhuga og krafti en hann var
tilbúinn að gera í þá daga. Það
gleður mig að hann skuli hafa
fengið tækifæri með Portland, ég
hef alltaf talið að hann gæti hæg-
lega orðið einn besti miðherjinn í
bandaríska körfuknattleiknum,
einn af þremur-fjórum bestu. Ef
menn geta leikið stórkostlega
tvisvar eða þrisvar þá er hæfileik-
inn fyrir hendi að gera það 20—30
sinnum."
Þýtt og endurs. — gg.
40 manns á A-stigsnámskeiði KSÍ
- spjallað við Þór Símon Ragnarsson, formann tækninefndar KSÍ
„TÆKNINEFND KSÍ hélt nám
skeið, a-stigs námskeið, um síðustu
helgi og voru þeir Guðni Kjartans-
son, Haukur Hafsteinsson, Anton
Bjarnason, Sölvi Oskarsson, Jóhann
Ingi Gunnarsson, Magnús Jóna-
tansson og Örn Eyjólfsson leiðbein-
endur. Mikill áhugi var á námskeið-
inu og mættu 40 manns, sem mun
vera fjölmennasta a-stigs námskeið
sem KSÍ hefur haldið,“ sagði Þór
Símon Kagnarsson, formaður tækni-
nefndar Knattspyrnusambands ís-
lands í samtali við Mbl.
„Við erum með almennt nám-
skeið nú um helgina og hafa um 60
manns boðað þátttöku. Á nám-
skeiðinu verður umfjöllun um
meiðsli og stjórnar Halldór
Matthíasson þeim þætti, Guðni
Kjartansson mun halda fyrirlest-
ur um þjálfun markvarða og Youri
Sedov flytur erindi um sálfræðileg
atriði þjálfunar.
Við höfum lagt upp námskeiða-
áætlun í ár og vonumst til að geta
bætt við eftir því sem aðstæður
leyfa. Fyrir utan að halda nám-
skeið og skipuleggja þau, þá leggj-
um við áherzlu á að efla knatt-
þrautir, en þær hafa verið í nokk-
urri lægð að undanförnu, utan
hvað einstök félög hafa unnið þar
gott starf. Eitt meginverkefni
nefndarinnar er að afla upplýs-
inga og koma áleiðis upplýsingum
um tæknimál, einkum erlendis frá
og vinna að endurskoðun náms-
efnis í námskeiðum á vegum KSÍ.
Þá fyrst og fremst afmarka enn
frekar hvað tekið verður, sníða
vankantana af núverandi kerfi og
það tel ég stærsta verkefni nefnd-
aiinnar nú.
Ég hef verið svo heppinn, að
hæfir og góðir menn starfa með
mér í nefndinni, þeir Guðni Kjart-
ansson, Eggert Jóhannesson,
Haukur Hafsteinsson og Sölvi
Óskarsson," sagi Þór Símon Ragn-
arsson.
Námskeið þau sem fyrirhuguð
eru á vegum KSI eru:
Almennt opið námskeið sem
hefst kl. 19.30 föstudaginn 26.
febr., um umfjöllun meiðsla og
stjórnar Halldór Matthíasson
þessum þætti.
Gert er ráð fyrir að liðsstjórar
eða aðstoðarmenn þjálfara geti
tekið þátt í þessum hluta nám-
skeiðsins sérstaklega. Árdegis
laugardaginn 27. febr. heldur
Guðni Kjartansson fyrirlestur um
þjálfun markvarða og kynnir nýja
bók, Markvörðinn, sem hann hefur
þýtt úr sænsku ásamt Þorsteini
Olafssyni.
Eftir hádegi mun Youri Sedov,
þjálfari Víkings, flytja erindi um
sálfræðileg atriði í þjálfun.
26. — 28. mars er áætlað að
halda c-stigs námskeið. Dagskrá
liggur ekki fyrir ennþá, og verður
auglýst nánar síðar.
I október og november er áætlað
að halda b-, c- og d-stigs nám-
skeið, auk almenns námskeiðs með
erlendum fyrirlesara um efnið
Heimsmeistarakeppnin í knatt-
spyrnu 1982.
Á næsta ári er að svo komnu
áætlað að halda tvö a-stigs, eitt
b-stigs, eitt c-stigs og tvö almenn
námskeið.