Morgunblaðið - 27.02.1982, Page 48
Sími á ritstjórn og skrifstofu:
10100
Síminn á afgreiðslunni er
83033
LAUGARDAGUR 27. FEBRÚAR 1982
Vidskiptahallinn jafnvirdi árs-
launa 13.700 verkamanna
VIÐSKIPTAHALLI íslendinga 1981 nam 946 m.kr., eða sem
svarar árslaunum 13.700 verkamanna í dagvinnu. Þessa dag-
ana er Ragnar Arnalds fjármálaráðherra að undirrita lána-
skjöl í Lundúnum, afborgunarlaus fyrstu fjögur árin, sem
samsvara sameiginlegu fasteignamati alls íbúðarhúsnæðis í
kjördæmi hans, Norðurlandskjördæmi vestra, að Hornafirði
viðbættum. I’etta kom fram í ræðu Kjartans Jóhannssonar í
umræðu á Alþingi í gær um „bandorm“ ríkisstjórnarinnar.
Lárus Jónsson sagði stefnt í
meiri skuldaaukningu 1982 en
nokkru sinni fyrr í sögu þjóð-
arinnar, þrátt fyrir ráðgerðan
40% samdrátt á árinu í orku-
og iðjuframkvæmdum og 30%
samdrátt í hitaveitufram-
kvæmdum.
Gaf út gúmmítékka fyrir
hundruð þúsunda króna
LANDSBANKI íslands hefur sent
Kannsóknarlögreglu ríkisins kæru
vegna þriggja innstæðulausra ávís-
ana, sem hankinn keypti og stílaðar
voru á Barcley’s-bankann í Lundún-
um. Landsbankinn keypti í desem-
ber þrjár ávísanir að upphæó liðlega
9 þúsund pund, eða sem nam um
150 þúsund krónum. Maðurinn
hafði stofnað reikning, en hafði ekki
Einar Hákonarson mótmæl-
ir listkynningum í sjónvarpi
Sjónvarpið fékk ekki að mynda
sýningu hans á Kjarvalsstöðum
Á BLAÐAMANNAFUNDI, sem Einar Hákonarson listmálari hélt í
fyrradag vegna opnunar á málverkasýningu sem hann opnar á Kjar
valsstöðum í dag, óskaði hann eftir því að sjónvarpsmenn héldu sig
fjarri og bað hann fulltrúa sjónvarps, sem kom á fundinn, að víkja af
honum.
„Þetta mál allt á sér nokkurn
aðdraganda," sagði Einar þegar
Morgunblaðið ræddi við hann.
„Þegar árið 1971 mótmælti Fé-
lag íslenzkra myndlistarmanna
fréttafiutningi sjónvarps frá
myndlistarsýningum. Þá var
sagt frá myndlist í lok frétta-
tíma á föstudögum. Eftir þessi
mótmæli kom Vökuþátturinn,
sem nú er orðinn að mestu þátt-
ur um kvikmyndir og leiklist.
Síðast þegar ég hélt mál-
verkasýningu, þá vildi ég ekki
fara í þessa ruslakistu sjón-
varps, sem myndlistarmenn
kalla sín á milli, vegna þess að
ekki er lagt neitt mat á myndlist
í sjónvarpi, eins og gert er með
leiklist, tóniist og svo framvegis.
Fréttaflutningur sjónvarps af
menningarviðburðum er al-
mennt fyrir neðan allar helltjr,
en ef bolta er lyft, þá er rokið
upp til handa og fóta,“ sagði
Einar.
Þess má geta, að þegar Kjart-
an Guðjónsson listmálari hélt
sýningu á Kjarvalsstöðum í
fyrra, óskaði hann ekki eftir
nærveru sjónvarps, af svipuðum
ástæðum og Einar.
A fundi útvarpsráðs í gær
vakti Erna Ragnarsdóttir máís á
því að Ríkisútvarpið tæki upp
einhverja stefnu varðandi gæða-
mat á list vegna þáttarins „Á
döfinni" í sjónvarpinu, en þar er
vikulega greint frá helstu
menningarviðburðum. Taldi hún
rétt að þátturinn væri áfram á
dagskrá til að sinna þessu hlut-
verki sínu, en meiri háttar list-
viðburðir yrðu teknir á dagskrá
með öðrum hætti.
Á fundinum gerði Erna að til-
lögu sinni að starfsmenn sjón-
varps legðu fram valkosti um
efnismeðferð fyrir fundi út-
varpsráðs, sem síðan tæki
ákvörðun um hvaða leið skyldi
farin. Hún benti á að ráða mætti
sérstakan listráðunaut um
myndlist sem hefði m.a. það
verkefni með höndum að meta
hvað teldist til meiri háttar
listviðburða. Einnig kæmi e.t.v.
til greina að fja.Ha sérstaklega
um t.d. sýningar viðurkenndra
sýningarsala þar sem ákveðið
gæðamat hefði þegar farið fram.
Ríkisútvarpið verður að leggja
mat á gæði þess sem flutt er og
gera ákveðnar kröfur. Hlutleysi í
þessum efnum er í raun útþynn-
ingarstefna. Fólk þarf að geta
treyst því að það sem flu.tt er og
fjallað er um í útvarpi eða sjón-
varpi sé af ákveðnum gæðum. Is-
lensk menning stendur og fellur
með okkar bestu listamönnum
og það er nauðsynlegt að gera
þeim eitthvað hærra undir höfði
en öðrum, sagði Erna að lokum.
Gert er ráð fyrir að tillögur frá
sjónvarpsmönnum verði teknar
upp á fundum útvarpsráðs fljót-
lega.
á löglegan hátt gert grein fyrir hon-
um fyrir íslenzkum gjaldeyrisyfir
völdum.
Maður þessi var tekinn til yfir-
heyrslu hjá RLR í vikunni og við-
urkenndi hann að hafa vísvitandi
gefið út innstæðulausar ávísanir á
reikninginn, sem hann stofnaði í
Lundúnum.
Þá barst RLR kæra í gær vegna
innstæðulausrar ávísunar, sem
maðurinn gaf út á innlent ávís-
anahefti. Mbl. er kunnugt um, að
maðurinn stofnaði heildsölufyrir-
tæki í desember síðastliðnum og
komst yfir ávísanahefti með því
að fá systur sína sem prókúru-
hafa. Hann var síðan óspar á út-
gáfu ávísana og var reikning hans
lokað 29. janúar vegna yfirdráttar,
en síðan reikningnum var lokað
hafa borist innstæðulausar ávís-
anir fyrir um 250 þúsund krónur.
Við rannsókn kom í ljós, að mað-
urinn hefur leyst til sín og samið
um greiðslur á megninu af inn-
stæðulausu ávísununum, sem
hann gaf út á innlenda ávísana-
heftið.
Maður þessi á að baki langan
feril fyrir fjármálamisferli.
I>að var líf og fjör í rennibrautinni á nýju dagheimili við
Ægissíðu í gær, þar sem Ijósmyndari Morgunblaðsins,
Kristján Örn Elíasson tók þessa mynd.
Morfínlyf fjarlægð úr
gúmmíbjörgunarbátum
,Líklegast aldrei þurft ad nota þau við sjóslys,“ segir Hjálmar R. Bárðarson
nrr i nnnii f naiKT n* i . r _n_! • ■ ' ■ r i_ e a u ? tt!/i
STARFSMENN Siglingamálastofnunar ríkisins hafa nú haf-
ist handa við að fjarlægja morfín og önnur vanabindandi lyf
úr gúmmíbjörgunarbátum íslenzka flotans, en önnur lyf, sem
ekki eru vanabindandi verða framvegis í bátunum, sem fyrr.
„Læknar hafa almennt verið Ur aldrei þurft að nota þessi
mjög á móti því, að morfín og
ávanalyf verði fjarlægð úr
gúmmíbjörgunarbátum, en ég
lét gera könnun á því hve oft
hefur þurft að nota morfín og
önnur sterk vanabindandi lyf
við sjóslys hér við land. Niður-
staðan varð sú að líklegast hef-
Mikil hækkanaskriða framundan:
Hækkanir á bilinu 7 til 15%
MIKIL hækkanaKkriða er nú fram-
undan og koma flestar hækkananna
til framkvæmda á næstu dögum.
Mest er það ýmiskonar þjónusta sem
hækkar, en það hefur aftur áhrif til
hækkunar vöruverðs. Þær hækkanir,
sem nú eru framundan eru almennt
á bilinu 7,5% til 15%.
Morgunblaðinu er kunnugt um
eftirtalið, sem hækkar á næstu
dögum: steypa hækkar um 12%,
sement um 12%, sandur og möl um
12%, farmgjöld flutningaskipa um
8%, fargjöld olíuskipa innanlands
um 13,5%, farmgjöld og fargjöld í
innanlandsflugi um 7%, fargjöld á
sérleyfisleiðum og í hópferðum um
12%, flutningataxtar Landvara
um 15%, gjaldskrá vinnuvélaeig-
enda um 14%, útseld vinna hækk-
ar um 7,5% og neyslufiskur um
7,5%.
lyf. Þegar það varð ljóst taldi
ég augljóst að fjarlægja bæri
morfín úr bátunum, enda er sí-
fellt verið að brjótast í þá og
stela morfíni og vanabindandi
lyfjum. Ég er þeirrar skoðunar
að mikilvægast sé að koma bát-
unum heilum í sjó, heldur en að
eiga á hættu að þeir séu óvirkir
þegar á þarf að halda, vegna
skemmdarverka," sagði Hjálm-
ar R. Bárðarson siglinga-
málastjóri þegar Morgunblaðið
ræddi við hann.
„Það sem réði þessari
ákvörðun minni einnig, var að
Ólafur Ólafsson landlæknir
studdi mig í málinu og eru
starfsmenn Siglingamálastofn-
unarinnar þegar farnir að fjar-
lægja morfín og önnur vana-
bindandi lyf úr gúmmíbjörgun-
arbátunum," sagði Hjálmar
ennfremur.
Siglingamálastofnun hefur
nú gefið út rit um notkun
gúmmíbjörgunarbáta og er rit-
ið hið fyrsta í flokki sérrita
sem Siglingamálastofnunin
hyggst gefa út. í ritinu er
nákvæmlega skýrt frá notkun
bátanna, og hvað í þeim er.
Ákveðið er að pakka riti Sigl-
ingamálastofnunar í vatnsþétt-
ar umbúðir og koma því fyrir í
gúmmíbjörgunarbátunum og
hafa menn því leiðbeiningarn-
ar um borð þegar á þarf að
halda.
IttorjEjxtnblnfoib
Frá og með 1. mars nk. kost-
ar mánaðaráskrift Morgun-
blaðsins kr. 110 og í lausasölu
kr. 7.
Grunnverð auglýsinga verð-
ur frá sama tíma kr. 66 pr.
dálksentimetra.