Morgunblaðið - 12.03.1982, Page 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. MARZ 1982
Kosningar til Stúdentaráðs:
Vaka og umbótasinnar
bættu við sig manni
SamsUiTslistarnir í Stúdentaráði
lláskóla íslands, A-listi Vöku og
C-listi umbótasinnadra stúdenta,
bættu við sig einum manni í Stú-
denUráði, en kosningar til ráðsins
fóru fram í gær. LisUrnir höfðu 16
menn í Stúdentaráði, en hafa nú 17.
B-listi vinstrisinna hafði 14 menn í
ráðinu en hefur nú 13.
Urslit kosninga til Stúdentaráðs
urðu: A-listi Vöku hlaut 534 at-
kvæði, eða 31,9% atkvæða og 4
menn kjörna. B-listi vinstrimanna
hlaut 688 atkvæði, eða 41,2% og 6
menn kjörna og C-listi umbóta-
sinna hlaut 449 atkvæði, eða
Flugumferðar-
stjóramálið:
„Gríp inn
í málið
26,9% og 3 menn kjörna. Kjörsókn
var 47,7%. Úrslit kosninga til Há-
skólaráðs urðu þau, að A-listi
hlaut 562 atkvæði og 1 mann kjör-
inn, B-listi 729 atkvæði og 1 mann
kjörinn og C-Iisti 391 atkvæði og
engan mann kjörinn.
„Við í Vöku erum mjög ánægð
með þessi úrslit, því Vaka og um-
bótasinnar bæta við sig manni.
Við höfum nú 17 menn í Stúdenta-
ráði en höfðum 16 í fyrra. Hins
vegar hafa vinstri menn unnið
mann af umbótasinnum. Það er
greinilegt, að félagshyggjumenn
sem stutt höfðu umbótasinna hafa
snúið við blaðinu og farið til
vinstrimanna. Því standa Vaka og
umbótasinnar, ef þeir ætla að
halda áfram meirihlutasamstarfi
sínu, sterkari en áður og það telj-
um við meginniðurstöðu þessara
kosninga," sagði Atli Jónsson,
formaður Vöku, í samtali við Mbl.
í gærkvöldi.
Mvnd Mbl.: RAX.
Um þessar mundir starfar fjölmennt lið frá BBC að því að kvikmynda leiðangur Shakletons til SuðurskauLsins.
Kvikmyndatökur fara fram í Angmagssalik á Grænlandi. Að undanförnu hafa staðið yfir flutningar til Græn-
lands og hafa Grænlandsflug og Leiguflug Helga Jónssonar annast flutninga.
í vikunni“
- segir samgönguráðherra
„JÁ, ÞAÐ er komið í slæma klemmu
og ég mun grípa inn í málið í vik-
unni,“ sagði Steingrímur Her
mannsson samgönguráðherra, er
Mbl. spurði hann i gær, hvað gert
yrði í svokölluðu flugumferðarstjóra-
máli. Kkki vildi Steingrímur tjá sig
frekar um til hvaða ráða hann myndi
grípa.
Málið fjallar, eins og komið hef-
ur fram í fréttum, um flugumferð-
arstjóranema, sem neitað hefur
verið um að fá mat á prófum sín-
um, þar sem stúdentsprófskírteini
hans hafði verið breytt á þann veg
að einkunn hafði verið hækkuð.
Mál þetta hefur m.a. verið sent
rannsóknarlögreglunni til athug-
Flugleiðir óska eftir
mati á eignum Iscargo
Meirihluti stjórnar Arnarflugs hefur skrifað undir kaup-
samning við Iscargo og félagið skilað flugleyfum sínum
Á stjórnarfundi Flugleiða í gær var samþykkt að fara fram á að óvilhallir
menn verði fengnir til að meta þær eignir Iscargo, sem meirihluti stjórnar
Arnarflugs samþykkti á fundi sl. mánudagskvöld að keyptar yrðu af Iscargo.
Minningarathöfn
MINNINGARATHÖFN um Krist-
ján K. Yíkingsson, lækni, sem fórst
við björgunarstörf er belgíski togar
inn Pelagus strandaði við Vest-
mannaeyjar, fór fram í Landakirkju
í gær. Prestur var séra Kjartan Örn
Sigurbjörnsson.
Á morgun fer fram minningar-
athöfn um Kristján K. Víkingsson
í Neskirkju í Reykjavík og hefst
hún kl. 11.
í frétt sem Mbl. barst í gær frá
Arnarflugi segir, að samkomulag
hafi verið undirritað milli stjórna
Arnarflugs og Iscargo um kaup
Arnarflugs á verulegum hluta
eigna Iscargo fyrir 29 millj. króna.
Hefur Iscargo þar með hætt flug-
rekstri og skilað flugleyfum sínum
til samgönguráðuneytisins. Hefur
Arnarflug sótt um að fá þessum
leyfum úthlutað og er sú umsókn
nú í umfjöllun hjá ráðuneytinu.
Steingrímur Hermannsson tjáði
Mbl. í gær að hann myndi í dag
eiga fund með Flugleiðamönnum
vegna áætlunarflugleyfa til meg-
inlands Evrópu og kvaðst hann
vonast til að mál þessi leystust
með samningum Arnarflugs og
Flugleiða.
Eignirnar sem Arnarflug kaup-
ir eru: Lockheed Electra flugvél
með varahlutum, allar húseignir
Iscargo á Reykjavíkurflugvelli
með tilheyrandi búnaði og réttind-
um og tækjabúnaði vegna flug-
afgreiðslu. Þá var samið um að
Iscargo leggi Arnarflugi til eina
flugáhöfn á Lockheed vélina, flug-
stjóra, flugmann og flugvélstjóra
til að annast fyrirliggjandi verk-
efni. Gildir samningurinn til júní-
loka og jafnframt hafa starfs-
menn Arnarflugs hafið könnun á
nýjum verkefnum fyrir Lockheed
Electra flugvélina.
Fulltrúar Flugleiða í stjórn
Arnarflugs vildu ekki samþykkja
kaupin og báðu þeir um frest til að
leggja málið í heild fyrir stjórn
Flugleiða. Var því hafnað, en á
stjórnarfundi Flugleiða í gær
lögðu þeir fram greinargerð sína
um kaup Arnarflugs á tilteknum
eignum Iscargo. Samþykkti stjórn
Flugleiða með hliðsjón af greinar-
gerð þeirra, að fram fari mat
óvilhallra manna á þeim eignum
Iscargo sem meirihluti stjórnar
Arnarflugs samþykkti að kaupa af
Iscargo.
Tryggingamenn um hækkunarbeiðni
á bifreiðatryggingum:
Uppsaftiað vandamál
Athyglin beindist að
skjaldböku á heimilinu
Rætt við Þorvarð Brynjólfsson heilsugæzlulækni f Árbæ
„STULKA í Árbæjarhverfi var lögð
inn á sjúkrahús og þá uppgötvaðist
að hún hafði veikst af taugaveiki-
bróður. Kg var látinn vita um
þetta, en aðeins klukkustundu eft-
ir ég fékk fregnir af veikindum
stúlkunnar barst tilkynning um, að
systir hennar væri veik og um svip-
að leyti veiktist þriðji heimilismað-
urinn. Þegar á staðinn var komið
beindist athyglin fljótlega að
skjaldl>öku, sem hafði komið inn á
heimilið mánuði áður,“ sagði Þor
varður Brynjólfsson, heilsugæzlu-
læknir í Árbæ í samtali við Mbl.
„Við fyrirspurnir beindist
grunur að skjaldbökunni. Við
ræktun kom svo í ljós að sá
grunur var á rökum reistur. Litl-
ar vatnaskjaldbökur hafa verið
þekktar fyrir að bera taugaveiki-
bróðursýkil (salmonella parath-
yphi B) og það er auðvitað al-
varlegt mál, að slik kvikindi
skuli hafa verið flutt inn í land-
ið.
Taugaveikibróður sá sem nú
er á ferðinni, virðist ekki eins
skæður og sá er geisaði hér fyrir
um 20 árum síðan. Stúlkan sem
veiktist er á góðum batavegi.
Hún er að vísu ekki enn búin að
ná fullri þyngd né fullum kröft-
um en líður að öðru leyti vel.
Hins vegar ber hún sýkilinn enn-
þá.
Hitt er svo, að ómögulegt er að
segja til um hve margir hafa
sýkst, það getur verið þó nokkuð
stór hópur, þannig að við sjáum
ekki enn fyrir endann á þessu.
Það sem veldur áhyggjum er, að
nánast allar skjaldbökur sem
hafa verið sendar til rannsókn-
ar, hafa borið sýkil," sagði Þor-
varður Brynjólfsson, læknir.
Um eitt hundrað skjaldbökur
hafa verið sendar til heilbrigðis-
yfirvalda til förgunar og hvetja
yfirvöld alla þá, sem slík dýr
eiga, að gera slíkt hið sama við
fyrsta tækifæri. Daglega berast
heilbrigðisyfirvöldum ný veik-
indatilfelli og munu nú hátt í
tuttugu manns hafa veikst af
taugaveikibróður.
„MEGINSKÝRINGIN liggur í því,
að þarna er um að ræða uppsafnað
vandamál, hækkunin í fyrra var ekki
næg til að við kæmum út á sléttu, og
svo vefur þetta upp á sig.“ sagði
Bjarni Þórðarson forstjóri íslenzkr
ar endurtryggingar, er Mbl. spurði
hann hvað ylli því að tryggingafélög-
in færu fram á svo mikla hækkun
ábyrgðartrygginga bifreiða, en eins
og kom fram í Mbl. í gær hljóðar
hækkunarbeiðni þeirra upp á83,2*,
en Tryggingaeftirlit ríkisins hefur
mælt með &\,2% hækkun við ráð-
herra. „Ég mun athuga þetta mál
eftir helgina, en ég hef enga trú á að
við föllumst á þetta mikla hækkun,“
sagði Svavar Gestsson trygginga-
ráðherra, er Mbl. spurði hann hve-
nær hann tæki ákvörðun um hækk-
unina, og hversu mikla hann teldi
hana verða.
Erlendur Lárusson, forstöðu-
maður Tryggingaeftirlits ríkisins,
var spurður hvað hann teldi helst
valda svo mikilli hækkunarþörf.
Hann svaraði: „Þetta er nú ein-
faldlega mitt mat á því hvað þarf
til að koma til að það nægi til að
standa undir tjónum yfir árið. Ég
get ekki sagt annað en að þarna sé
reynt samkvæmt lagaboöi að gæta
hagsmuna hinna tryggðu og einn-
ig verður samkvæmt lögum að sjá
til þess að tryggingafélögin geti
staðið við sínar skuldbindingar."
Erlendur sagði einnig að
ábyrgðartryggingar bifreiða væru
sérstakar hvað það varðaði að þær
hefðu ekki neina sérstaka trygg-
ingaupphæð, eins og t.d. í heimil-
istryggingum og öðrum slíkum
þar sem vátryggingafjárhæðin og
iðgjöldin hækkuðu í samræmi við
verðbólguna. Ef sérstök vísitölu-
viðmiðun yrði sett á ábyrgðar-
tryggingarnar myndi þetta hækka
sjálfkrafa.
Hann var í lokin spurður, hvort
miklar breytingar hefðu orðið á
grundvelli útreikninga ábyrgð-
artrygginganna og svaraði hann
því til, að það hefði orðið veruleg
fjölgun á eignatjónum á milli ára.
Slysatjón hefðu verið með svipað-
an fjölda, en slysin mun alvarlegri
að meðaltali og því kostnaðarsam-
ari. Eignatjónum hefði fjölgað
verulega. Meðalslysatjón hefðu
hækkað í peningum talið um
97,4%, en eignatjón um 45%.
Hávaðamælingar í Njarðvík
UTANRIKISRAÐUNEYTIÐ hefur í
dag rætt við Ilarald S. Holsvik, heil-
brigðisráðunaut hjá Heilbrigðiseft-
irliti ríkisins, um að framkvæmdar
verði hávaðamælingar í Njarðvík og
nágrenni vegna flugumferðar um
Keflavíkurflugvöll, sagði Helgi
Ágústsson, deildarstjóri í varnar
máladeild utanríkisráðuneytisins í
samtali við Morgunblaðið í gær.
Helgi sagði, að ætlunin væri að
þessar mælingar yrðu fram-
kvæmdar af fulltrúum Heilbrigð-
iseftirlitsins og bandarískra aðila.
í samtalinu við Helga Ágústs-
son kom fram, að í dag, föstudag,
yrði fundur með fulltrúum varn-
armáladeildar og hreppsnefndinni
og sveitarstjóranum í Gerða-
hreppi um framkvæmdirnar í
Helguvík og erindi það, sem
hreppsnefndin lagði fyrir utanrík-
isráðherra á miðvikudaginn.