Morgunblaðið - 17.03.1982, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 17.03.1982, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. MARZ 1982 Leikllst Jóhann Hjálmarsson l.cikflnkkurinn Hvammstanga: KTUNDARFRIÐUR eftir Guðmund Steinsson. Leikstjóri: Magnús Guómundsson. Stjórn hljóóbanda: Oddur Sigurðs- son. Stjórn Ijósa: Tryggvi Ólafsson, Egg- ert Antonsson. Setíja má að það sé ofdirfska hjá áhugaleikflokki utan af landi að koma með Stundarfrið Guðmund- ar Steinssonar á höfuðborgar- svæðið. Sýning Þjóðleikhússins er mönnum í fersku minni, leikstjórn og sviðsmynd voru með þeim hætti að mikill síRur gat talist. Leikritið að sama skapi vel heppn- að. En Leikfélagið á Hvammstanga hefur sannað að þar ríkir ósvikinn áhugi og kjarkur til að glíma við erfið verkefni. Það væri náttúr- Stressið kemur frá Hvammstanga lega firra að halda þvi fram að sýning leikfélagsins á Stundar- friði jafnaðist á við sýningu Þjóð- leikhússins, en vel var unnið engu að síður. í Þjóðleikhúsinu naut leikritið leikstjórnar og leikmyndar. Engin atriði voru dauð. Aftur á móti er það staðreynd að víða í sýningu Leikfélags Hvammstanga verður stemmningin um of dauf, þar sem þarf hárnákvæma túlkun og hreyfingar missa áhugaleikararn- ir tökin. Ljóst er að sýning Þjóðleikhúss- ins hefur verið leikstjóranum fyrirmynd. Það er eðlilegt. Mér þótti sýningin mun betri en ég þorði að vona, en hefði kosið meira sjálfstæði í uppsetningu verksins. Játa skal að þær kröfur eru nokk- uð ósanngjarnar. Meðal þess skemmtilegasta í Sýningu Leikfélags Hvammstanga var frammistaða þeirra Vilhelms V. Guðbjartssonar og Anne Mary Pálmadóttur í hlutverkum gömlu hjónanna, Ornólfs og Guðrúnar. Vilhelm ýkti kannski um of hreyf- ingar gamalmennisins, en það vakti kátínu. Guðmundur Sigurðsson var Haraldur, stress borgarsamfé- lagsins holdi klætt. Guðmundur féll vel inn í hlutverkið og túlkaði það laglega. Ingunni konu hans lék Hrönn Albertsdóttir mjög smekklega, en fékk áhorfandann ekki til að trúa þeirri vanlíðan sem einkennir frúna í raun. Páll Sigurðsson stóð sig vel í hlutverki Arna, en framsögn hans var á köflum of viðvaningsleg. Berglind Magnúsdóttir náði stöku sinnum býsna góðum tökum á Mörtu. Guð- rúnu Ernu Friðriksdóttur skorti herslumun. Þeir Marteinn Reim- arsson og Kristinn Sigurðsson voru fremur sviplitlir í hlutverk- um vina Mörtu, en ekki til skaða. Stundarfriður er ekki bara leikbrögð heldur skáldverk sem leynir á sér. í því er sögð harm- saga nútíma lífshátta og stungið á ýmsum kýlum. Þetta náði Leikfé- lag Hvammstanga vel að sýna og er það ekki lítils vert. Eins og stundum hefur verið bent á áður í þessum skrifum er engu að síður heillavænlegra að áhugaleikfélög taki fyrir önnur verkefni en atvinnuleikhúsin, m.a. til þess að þau verði ekki vasaút- gáfa þeirra eða bergmál. „Stórkostleg auglýsing fyrir ísland“ „Myndirnar hennar eru fullar af lífi og fjöri alveg eins og hún sjálf,“ sagði Edward Duae, for maður The Arts Cltib of Washington, um mvndir Ástríðar Andersen sendiherrafrúar ís- lands í Bandaríkjunum. Ástríður sýnir um þessar mundir 45 olíu- og acrylic myndir í í húsakynn- um klúbbsins í höfuðborginni. Sýningin var opnuð 21. febrúar og mun standa í þrjár vikur. Þegar henni lýkur mun Ástríður halda til Palm Beach í Flórída og opna sýningu á verkum sínum í James Hunt Baker Galleries 23. mars. „Ég mun sýna um 25 stórar myndir í Flórída," sagði Ást- ríður. „Sú sýning var ákveðin fyrir löngu en þessi kom til þegar fréttist að ég var hvort eð er með sýningu í undirbún- ingi og ég sló bara til.“ Ástríð- ur byrjaði að stunda málara- list í Noregi þegar maður hennar, Hans G. Andersen, var sendiherra Islands þar á 7. áratugnum. Hún hefur sýnt myndir sínar í Noregi, Sviss, New York og á Islandi. Ástríður hélt sína fyrstu sýningu í Washington fyrir ári. Sú sýning var einnig hald- in í húsakynnum Listaklúbbs- ins. Það er klúbbur listamanna og áhugafólks um hinar ýmsu listgreinar. Hann var stofnað- ur í Washington árið 1916 og er til húsa í 177 ára gömlu húsi sem er friðað af sögulegum ástæðum. James Monroe for- seti bjó þar í hálft ár á meðan verið var að gera við skemmdir á Hvíta húsinu frá því í stríð- inu 1812. Cleveland Abbe, prófessor og stofnandi veð- urstofu Bandaríkjanna, bjó i húsinu um margra ára skeið. Klúbburinn keypti það skömmu eftir að hann var stofnaður en fjármagnið kom að hluta til af sölu listaverka meðlima klúbbsins. Húsakynnin eru notuð fyrir móttökur og þannig sjá fleiri en þeir sem gera sér sérstaka ferð á málverkasýningar verkin sem þar hanga. Ástríð- ur var ánægð með viðbrögð fólks við sýningunni. Hún sagði að opnunin hafi verið vel sótt og hún hefur þegar selt nokkrar myndir. Flestar mynda Ástríðar eru í sterkum, lifandi litum en nokkur mýkt virðist hafa færst yfir stíl hennar að und- anförnu. Ástæðan kann að vera sú að hún sækir nú tíma í notkun vatnslita sem reyndur vatnslitamálari gefur í klúbbnum. „Ég hef áður feng- ist við vatnsliti," sagði Ástríð- ur, „en þeir hafa aldrei átt við mig. Hver veit nema mér finn- ist ég nú ná almennilegum tök- um á þeim.“ Hún sagðist einn- ig hafa áhuga á að læra tækni sem Duae formaður klúbbsins beitir við notkun glits í mynd- um sínum, en hann sagðist sjálfur hafa lært mikið af Ástríði. Ástríður vinnur heima. Hún leikur klassíska músík þegar hún málar og sagðist oft gleyma sér alveg fullkomlega við vinnuna. En hún þarf einn- ig að gegna skyldum sendi- herrafrúar íslands og það tek- ur tíma frá málaralistinni. Undirbúningur sýningarinnar í Washington og Flórída hefur krafist mikils tíma en eins og varaformaður klúbbsins í Washington sagði um Ástríði og starf hennar: „Hún er stórkostleg auglýsing fyrir ís- land.“ ab Lifið lífinu lifandi Kvikmyndír Sæbjörn Valdimarsson REGNBOGINN: MONTENEGRO llandrit og leikstjórn: Dusan Makavejev. Kvikmyndataka: Tom- islav Pinter. Tónlist: Kornell Kov- ach. Aðalhlutverk: Susan Anspach, Erland Josephson, Per Oscarsson, Bora Todorovch, Lisbeth Zachari- asson. Sænsk frá 1981. Efnisútdráttur úr mynd eftir Dusan Makavejev segir ósköp lít- ið, því verk hans eru full af ill- útskýranlegum uppákomum og súrrealískum innblæstri, svo ekki sé minnst á erótíkina. Sjón er sögu ríkari. I sem skemmstu máli er lífs- leiði og uppreisn Marilyn Jordan (Anspach) megininntak nýjustu myndar hins júgóslavneska leik- stjóra. Marilyn er bandarísk en býr í Stokkhólmi þar sem hún er gift vellauðugum, sænskum kaupsýslumanni (Erland Jos- ephson). En gæfan er ekki föl fyrir fé og í myndarbyrjun sjáum við Marilyn dauðleiða á tilbreyt- ingarleysi hversdagsins — mitt í allsnægtunum. Hún er jafnvel farin að kveikja í rekkjuvoðunum ofaná bónda sínum, byrla heimil- ishundunum eitur, svona rétt til þess að glæða lífið ofurlítilli spennu. Að sumra áliti eru þetta býsna vafasöm uppátæki og sálfræð- ingurinn (Per Oscarson) kallaður til. Getur hann lítið gert til að hressa uppá sálarhró Marilynar. Það er aftur á móti heldur betur á færi júgóslavneskra farand- verkamanna og innflytjenda sem hún kynnist eftir röð hinna kostulegustu tilviljana. Með þeim dvelst Marilyn yfir ára- mótadagana sem nú ganga í hönd, og nýtur lífsins meðal hinna lægstu af lágum. Og þegar hún snýr til baka heim á leið, grípur frúin til eigin ráða . .. Makavejev fer ekki troðnar slóðir í kvikmyndagerð, það leyndi sér ekki í hinni umtöluðu Sweet Movie, sem sýnd var hér á kvikmyndahátíð fyrir nokkrum árum. Að þessu sinni er Maka- vejev mun hógværari, (þó að nokkur atriði í Montenegro komi örugglega einhverjum úr andlegu jafnvægi) en í „sætu myndinni" sinni, en stíllinn er jafn herskár og frjálslegur, andinn jafn eró- tískur og skopið flokkast að öllu jöfnu undir gálgahúmor. Makavejev stillir hér upp and- stæðunum miklu í velferðarríkj- um Norður-Evrópu — annars- vegar allsnægtum hátekju- manna, hinsvegar þeim lægst settu af öllum, farandverka- mönnum og allslausum innflytj- endum úr heimalandi sínu. En af þeirri mynd sem Makavejev dregur af þessum gjörólíku þjóð- félagshópum er erfitt að ráða hvorum líður betur. Montenegro getur þó tæpast flokkast undir þjóðfélagsádeilu, í stífustu merkingu þess orðs, öllu frekar meinhæðna og ærið holdlega gamanmynd sem rís hæst í minnisstæðum fáránleik. Til að koma þessu marg- slungna handriti frá sér, nýtur Makavejev fulltingis úrvalsleik- ara sem hann virðist eiga einkar gott með að nýta til hins ýtrasta. Susan Anspach, sem eftir leik sinn í myndinni Five Easy Pieces, var talin ein bjartasta von kvikmyndaborgarinnar og það ekki hvað síst af sjálfri sér, á hér stórleik sem fæstir hafa reiknað með að hún ætti til. Yfirbragð Anspach fellur einnig mjög vel að persónunni; hún er ákveðin og sterk að sjá en undir niðri búa brothættar tilfinningar. Marilyn Jordan verður örugglega eitt af eftirminnilegustu hlutverkum Listagyöjan valhoppar Leíklist Ólafur M. Jóhannesson Le Balcon eftir Jean Genet. Þýðing: Sigurður Pálsson. Umsjón tæknivinnu: Ólafur Örn Thoroddsen. Leikmynd og búningar: Sigurjón Jóhannsson. Leikstjórn: Brynja Benediktsdóttir. Nemendaleikhús Leiklistarskóla íslands í Lindarbæ. Undarlegur maður Jean Genet. Máski einn um að sitja til borðs með höfuðsnillingum á borð við Sartre, Beckett, Ionesco, en teljast samt til undirheimalýðs — þeirra sem lifa eins og rottur innan um rottur og ylja sér við útgufun skólpræsa. Að lifa þannig á mörk- um efsta og neðsta þreps samfé- lagsins hlýtur að gefa skáldi hvassa sýn í þjóðfélagsmunstrið. Hvort sú sýn er réttari en okkar hinna sem höfum hreiðrað um okkur í hinu útmælda hólfi er svo aftur annað mál. Allt um það þá hefur Jean Genet gáfu skáldsins þess sem mótar litlar veraldir úr orðum. Er verk hans Le Balcon eða Svalirnar, sem leiklistarskóli ís- lands sýnir nú, býsna innblásið og skáldlegt eins og kemur vel fram í þýðingu Sigurðar Pálssonar skálds. En Sigurði Pálssyni er léð orðnæmi sem dugir til að festa hugsun Jean Genet í íslenskan búning. Vil ég leyfa mér að grípa ofaní þýðinguna til að staðfesta hve skáldlegur Sigurður/Genet er oft á tíðum. Ein persónan (Chant- al) lýsir tilfinningum sínum svo- felldum orðum: Ég elska þig af því þú ert blíður og mildur, þú sem ert harðastur og strangastur allra manna. Þú ert svo blíður og mild- ur að þú verður léttur eins og slit- ur af grysjulíni, leikandi eins og þokuhnoðri, loftkenndur eins og ástarduttlungar. Stæltir vöðvarn- ir, handleggirnir, lærin og hend- urnar á þér eru óraunverulegri en skil dags og nætur. Þú umlykur mig og ert í mér fólginn." Ég læt þessa tilvitnun nægja en sums staðar bregður fyrir stirðara máli hjá Sigurði enda ekki auðvelt að fylgja Jean Genet eftir á fluginu. Hvað um aðra þætti sýningar Leiklistarskólans á Le Balcon? Réðu krakkarnir við þetta slungna verk sem ber ekki aðeins merki um aðdáun Jean Genet á leikhúsi fáránleikans heldur ást hans á grimmdarleikhúsi Antonin Art- aud? Þá er ótalið að Genet hafði mjög persónubundnar hugmyndir um leikhúsið. Eða eins og hann segir í bréfi til Roger Blin: „Auð- vitað er ég alls fáfróður um leik- hús, en ég veit alveg nóg um mitt eigið leikhús." Tekst nemendum leiklistarskólans að koma til skila hugmyndaheimi sem er saman- slúnginn úr svo undarlegum efni- við sem hér er lýst? Áður en ég svara þessari spurningu vil ég minna á ummæli þekkts gagnrýn- anda vestanhafs sem lýsti yfir eft- irfarandi eftir að hann hafði setið undir sýningu Le Balcon í New York: „Við höfum ekki yfir nægi- lega góðum kröftum að ráða í Bandaríkjunum til að setja upp svona viðamikið verk þannig að sómi sé að.“ Hér er minn ágæti starfsbróðir að tala um uppsetningu í þjóða-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.