Morgunblaðið - 17.03.1982, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 17.03.1982, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. MARZ 1982 29 Eyvör Stefánsdóttir Júlíus Snorrason Trausti I>orsteinsson llelgi I'orsteinsson Dalvík: l’orsteinn M. Aðalsteinsson Listi sjálfstæðismanna birtur FYRIR skömmu var gengið frá framboðslista sjálfstæðismanna við bæjarstjórnarkosningarnar á Dalvík 22. maí nk. Sjálfstaðismenn hlutu tvo menn kjörna í kosningunum 1978, þá Trausta l'orsteinsson og Júlíus Snorrason, en þeir óskuðu eftir að taka sæti neðar á listanum í komandi kosningum. Listinn á Dalvík er þannig skipaður: 1. Helgi Þorsteinsson, Ásvegi 2. 2. Þorsteinn Már Aðalsteinsson, Mímisvegi 17. 3. Eyvör Stefánsdóttir, Bárugötu 13. 4. Júlíus Snorrason, Goðabraut 19. 5. Trausti Þorsteinsson, Böggvisbraut 7. • 6. Björn Elíasson Hólavegi 9. 7. Lína Gunnarsdóttir, Dalbraut 10. 8. Zophonías Antonsson, Goðabraut 17. 9. Guðbjörg Antonsdóttir, Dalsmynni. 10. Oskar Jónsson, Stórhólsvegi 7. 11. Björgvin Gunnlaugsson, Sunnubraut 9. 12. llallfríður Þorsteinsdóttir, Drafnarbraut 12. Prófkjör á Bolungarvík: Átta hlutu bindandi kosningu á D-listann Bolungarvík, 15. marz. IIM 50% kosningaþátttaka varð í sameiginlegu prófkjöri stjórnmála- flokkanna í Bolungarvík, sem fram fór laugardag og sunnudag. ílrslit í prófkjörinu urðu sem hér segir: B-listi Framsóknarflokks hlaut alls 59 atkvæði. í efsta sæti varð Benedikt Kristjánsson, í 2. sæti Sveinn Bernódusson, í 3.—4. sæti Elísabet Kristjánsdóttir og Gunn- ar Leósson, I 5.—6. sæti Bragi Björgmundsson og Örnólfur Guð- mundsson. Enginn fékk bindandi kosningu á lista Framsóknar- flokks. D-listi Sjálfstæðisflokks hlaut alls 186 atkvæði. Til samanburðar má geta þess, að það munu vera 80% þeirra atkvæða, sem flokkur- inn fékk við sjðustu sveitarstjórn- arkosningar. Átta hlutu yfir 60% atkvæða og fengu því bindandi kosningu í prófkjörinu. Röð þeirra varð sem hér segir: 1. Olafur Kristjánsson. 2. Guðmundur Agn- arsson, 3. Einar Jónatansson, 4. Björgvin Bjarnason, 5. Örn Jó- hannsson, 6. Björg Guðmundsdótt- ir, 7. Víðir Benediktsson, 8. Hreinn Eggertsson. G-listi Alþýðubandalags fékk 25 atkvæði. Þar varð hlutskarpastur Kristinn H. Gunnarsson, 2. Þóra Hansdóttir, 3. Guðmundur H. Magnússon, 4. I^ára Jónsdóttir. Þau tvö fyrsttöldu hlutu bindandi kosn- ingu. Mörg ár eru liðin síðan Ai- þýðubandalagið bauð fram til sveitarstjórnar í Bolungarvík. H-listi, listi jafnaðarmanna og óháðra, fékk 94 atkvæði. Af þeim lista fengu fjórir bindand kosn- ingu. Röð efstu manna varð sem hér segir: 1. Valdimar L. Gíslason, 2. Kristín Magnúsdóttir, 3. Aðal- steinn Kristjánsson, 4. Daði Guð- mundsson, 5. Jónmundur Kjart- ansson, 6. Ingibjörg Vagnsdóttir, 7. Jón S. Ásgeirsson. Ákveðið hefur verið að fjölga bæjarfulltrúum á Bolungarvík úr 7 í 9 við næstu bæjarstjórnarkosn- ingar. Núverandi bæjarstjórn er skipuð þremur af lista Sjálfstæð- ismanna, þremur af lista vinstri manna og óháðra og einum af lista Framsóknarflokksins. — Gunnar eru brandar tungunnar. Enn er mörgum í minni hverning skít- menni eins og Stalín og Hitler gátu eitrað hugi þjóða. Og enn eru einstrengingslegir menn, Brésnjef og Reagan, að spenna þjóðir í skeifilegt fjas. Hinn eðlislægi friðarvilji al- mennings er þannig kæfður í áróðri um nauðsynlega varúð gagnvart fólki, sem innst inni býr yfir sömu friðarþrá, en er uppá- lagt að ætla, að engum skuli treysta á tilgreindu svæði jarðar- innar. Það er ógeðslegt skapleysi að vera niðurlútur jábróðir þeirra skálkabragða, sem hneppa mann- lundina í slíka sjálfheldu. Heims- friðurinn er of dýrmætur til að vera háður þess háttar mönnum eingöngu. Hann verður ólíklega knúinn fram með herbrestum, og þegar örvænt má þykja um rök- semdir hnefans, er nokkru hætt- andi til að reyna mátt mildari eðl- isþátta. Og öll umræða, hversu óraunhæf sem hún kann að sýnast við að færast á svið tiífinn- inganna, getur varla verið ómerki- legri en sá bragur, sem nú er í móð. En hefir nokkru sinni reynt á þennan friðarvilja milli framandi manna? Að því skulum við nú gá. Síðla árs 1915 barst hingað sú frétt að sérstakar ráðstafanir hafi orðið að gera vegna heragabrota milli Rússa og Þjóðverja á páskum þ.á. Fréttin var rakin til norsks rithöfundar, Eivind Berggrav- Jensen (síðar biskups). Bók hans kom út í nóvember 1915 og heitir Krigerliv og religiösitet. Til að fullvissa mig um þessa merkilegu frétt pantaði ég bókina hjá Steen’ske Forlag í Kristianíu (nú Osló). Ef ég réði yfir nógu plássi væri fróðlegt að „citera“ þaðan mikið lesmál. Þetta byrjaði á aðfangadags- kvöldið 1914 er veikur klukkna- hljómur frá nærliggjandi þorpi snart svo óvinina, enska og þýska, sem höfðu bækistöðvar í gryfjum með skotlengdarbili, að þeir fleygðu vopnum og hrópuðu á máli mæðra sinna Not shoot ... Nicht schieszen .. Síðan sameinuðust þeir á opnu svæði milli skotgraf- anna og sungu Silent night, holy night og Stille Nacht, heilige Nacht. Menn skoðuðu fjölskyldu- myndir og sögðu Fröliche Weih- nachten og A merry Christmas. Með tár í augum skoðuðu þeir myndir eiginkvenna og barna. Hinn norksi höfundur tilgreinir orð eins kapteins: „hjertene var for fulde, taarene stod mandfolk- ene í öinene, ingen kunde faa nog- et frem.“ Þýskur stúdent skildi svo mikið í ensku að samningar tókust um það, að ekki skyldi hleypt af skoti það sem eftir lifði nætur, heldur ekki á jóladag né næstu nótt. Svo var það á páskunum að þessi sam- skipti þóttu keyra svo úr hófi að fyrrnefnd ráðstöfun var gerð. Þetta eru dæmi um þann friðar- draum, sem býr í sérhverju óspilltu hjarta. Mér er þessi kennd ekki ókunn. Árið 1930 stóð ég í miklu mannhafi í Almannagjá. Messa stóð yfir og lagboðinn hafði ómað. Skarinn hóf að syngja Af himnum ofan boðskap ber. Jafn- snemma, og við hlið mér kvað við hreimfögur raust, sem söng sömu bakrödd og ég, en hann sagði: Vom Himmel hoch ... Er minnið þraut tókum við tal saman, skiptumst á adressum og mæltumst til vináttu. Mér er það ákaflega vel ljóst að heimurinn er allur annar nú — með sitt ofbeldi, jafnvel innan af- markaðra landamæra. En eitt stendur þó stöðugt: Draumur fjöldans um frelsið og svikalausa tilveru. Að þeirri friðarþrá þarf að hlynna, ekki bara með andríkum skáldskap og hátíðlegu hljóðskrafi heldur í djarfri, einlægri al- heimshreyfingu um allsherjar af- vopnun. Hérlendis er áberandi hópur, sem kallar sig hernámsandstæð- inga. Þeir mættu vera okkar stolt. Þetta fólk hefir frelsi til að koma fram hvar sem því sýnist, segja allt sem í hugann kemur og getur gengið geiglaust frammi fyrir hrammi hervaldsins. Þessi frum- legi hópur, svo agnarsmár í sam- anburði við hið íburðarmikla mannhaf heimsins, getur samt látið til sín taka. Því miður eru fleiri lönd herset- in en ísland. Efalaust þráir fólk þar einnig alfrjálst svið. Eitt sinn glumdi kallið: Öreigar allra landa sameinist. Nú er annað kall tíma- bært: Hernámsandstæðingar allra landa sameinist. Þar geta íslend- ingar haft sögulega forgöngu. Okkar fólk ætti að geta átt greiða leið inn í öll hersetin lönd, sagt þar frá reynslu sinni og verið tákn um skoðanafrelsi. Heiminn vantar samstilita tilkenningu um afvopn- un — óháða allri valdastreitu. íslendingar, sem eitt sinn höfðu manndráp og herhlaup sem eins- konar atvinnubótaföndur, hefðu mikil rök fram að færa við að und- irbúa hinn nýja grundvöll. Þá gæti svo farið að stríðsjaxl- arnir, þegar þeir fara á sín her- málamót, bjóði með sér hjarta- hlýjum mæðrum til að þær gætu haldið ráðstefnur í anda sáttfýsi og umburðarlyndis meðan þeir eru að spilla heiminum. Þær þekkja hugarangrið, nísting þess og kvöl harnanna. Þetta eru bara hugarburðir, sem urðu til við að hlusta á erindi dr. Gunnars Kristjánssonar. Fridrik Þorvaldsson 13. Sveinbjörn Sveinbjörnsson, Dalbraut 14. 14. Sigfús Þorleifsson, Dalbæ. Skip Sambandsins munu ferma til íslands á næstunni sem hér segir: GOOLE: Arnarfell ...... 29/03 Arnarfell ...... 12/04 Arnarfell ...... 26/04 ROTTERDAM: Arnarfell ...... 17/03 Arnarfell ....... 31/3 Arnarfell ...... 14/04 Arnarfell ...... 28/04 ANTWERPEN: Arnarfell ...... 18/03 Arnarfell ...... 01/04 Arnarfell ...... 15/04 Arnarfell ...... 29/04 HAMBORG: Helgafell ...... 31/03 Helgafell ...... 19/04 Helgafell ....... 7/05 HELSINKI: Zuidwal ........ 13/04 Disarfell ...... 29/04 LARVIK: Hvassafell ..... 29/03 Hvassafell ..... 13/04 Hvassafell ...... 26/4 GAUTABORG: Hvassafell ..... 30/03 Hvassafell ..... 14/04 Hvassafell ..... 27/04 KAUPMANNAHÖFN: Hvassafell ..... 17/03 Hvassafell ..... 31/03 Hvassafell ..... 16/04 Hvassafell ..... 29/04 SVENDBORG: Pia Sandved .... 17/03 Helgafell ....... 1/04 Pia Sandved .... 13/04 Hvassafell ..... 16/04 Helgafell ...... 20/04 GLOUCESTER, MASS.: Jökulfell ...... 20/03 Skaftafell ..... 23/03 Jökulfell ...... 18/04 HALIFAX, KANADA: Skaftafell ..... 25/03 Jökulfell ...... 21/04 SKIPADEIUD SAMBANDSINS Sambandshúsinu Pósth. 180 121 Reykjavik Sími 28200 Telex 2101 HÚS- BYGGJENDUR Til afgreiðslu af lager: Niðurfallsrör Rennubönd Þakrennur Þakgluggar Þaktúður Gaflþéttilistar Kjöljárn Klippt og beygt járn af ýmsum gerðum. Öll almenn blikksmíði. 'B BREIÐFJÖRÐS BLIKKSMIÐJA HF Leitió núnari upplýsinga ad Sigtúni 7 Simh29022 r HITAMÆLAR ftynrOauuigpuir USiSl®]l Vesturgötu 16, sími 13280. WIKA Þrýstimælar Allar stæröir og geröir Sðyuflaiuigjiyir Vesturgötu 16, sími 13280

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.