Morgunblaðið - 17.03.1982, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 17.03.1982, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. MARZ 1982 23 Susan Anspach á stórleik í mynd Dusan Makavejev, MONTENEGRO. leikkonunnar. Tveir margreyndir og ágætir sænskir leikarar leggja sitt af mörkum til að bæta heildar- myndina — þeir Per Oscarson, sem sálfræðingurinn og Erland Josephson í hlutverki sem hann er sem skapaður í, hins ráðvillta eiginmanns. Þá er júgóslavneski leikarinn Bora Todorovic hreint magnaður í hlutverki kráareig- andans, sannarlega eftirminni- legur og sama verður sagt um Lisbeth Zachariasson í erfiðu hlutverki fyrrverandi eiginkonu hans. Tæknilega er Montenegro prýðisvel gerð, tónlistin sprottin frá rótum sögunnar og hás gleði- konurödd Marianne Faithful er hún syngur slagarann um Lucy Jordan ómissandi. En Montenegro er fyrst og fremst kvikmynd frumlegs, ein- staks leikstjóra sem hvergi er smeykur við að fara eigin götur og koma sínum mjög svo per- sónulegu skoðunum á framfæri. Hann á örugglega eftir að hneyksla suma með þessari fyrstu mynd sinn í ein átta ár og þá einkum vegna erótískra uppá- tækja, en skemmta fleirum og það rækilega. hafi N-Ameríku. Er ekki til full mikils mælst að ætlast til þess að nemar í leiklistarskóla smáþjóðar ráði við verk sem listamenn risa- veldis kveinka sér undan? Ekki held ég það. Ef Brynja Bene- diktsdóttir getur ekki gert krafta- verk með undarlegan texta þá geta starfsbræður og systur annars- staðar á hnettinum það varla. Brynja Benediktsdóttir hefur nefnilega til að bera alveg furðu- legan skilning á möguleikum leiksviðs. Finnst mér hún gjarnan nálgast textann á svipaðan hátt og myndhöggvari marmarablokk. Þannig öðlast textinn í meðferð Brynju einskonar þrívíddarskír- skotun, hann hljómar og hann verður að sjónrænni upplifun sem lykur um áhorfandann líkt og landslag séð úr opinni bifreið. I sýningu leiklistarskólans á Le Balcon verður hinn sjónræni þátt- ur ef til vill full áleitinn, í það minnsta tapaði ég mér í myndmáli textans og hinnar óaðfinnanlegu leikmyndar Sigurjóns Jóhannes- sonar (sem fenginn var til sýn- ingarinnar með góðfúslegu leyfi Þjóðleikhússtjóra eins og segir í leikskrá). Ég stóð mig að því hvað eftir annað að sjá ekki leikarana heldur þær ímyndir sem þau stóðu fyrir. Svona eins og á sviðinu dönsuðu dúkkur, viljalaus verk- færi í höndum hins hvassa skáld- lega vilja Jean Genet/ Sigurðar Pálssonar/ Brynju Benediktsdótt- ur/ Sigurjóns Jóhannssonar og ljósameistarans David Walters. Ég gat ómögulega gert mér ljósa grein fyrir sjálfstæðum vilja hinna ungu leikara. Þótt vissulega mætti greina baráttu hinna ungu leitandi sálna við tálmyndir verksins, baráttu sem kiknaði undan ógnarlegri yfirbyggingu stjórnenda sýningarinnar. Vissulega tókst hinum ungu leikurum misvel að sigrast á oki yfirbyggingarinnar og þar með að festa hendur á tálmyndum Le Balcon en ég tel ekki rétt að gera hér upp á milli manna. Tíminn á eftir að greina hafrana frá sauð- unum. Ég vil að lokum þakka hin- um hugrökku lífsþyrstu ungu leik- urum fyrir að gefa okkur hvers- dagsmönnum tækifæri til að up- lifa heimsmynd Jean Genet. Hin ungu leikaraefni heita Arnór Ben- ónýsson, Ellert A. Ingimundarson, Kjartan Bjargmundsson, Erla B. Skúladóttir, Pálmi Á. Gestsson, Ragnheiður Tryggvadóttir, Sól- veig Pálsdóttir og Örn Árnason. Þá er ótalinn Pétur Einarsson sem er í því öfundsverða hlutverki að vera í senn lærifaðir krakkanna og meðreiðarsveinn á listagyðj- unni. Sambandið og LÍÚ: Selja 25 þúsund þorskanet frá Portúgal á þessu ári Innnutningsdeild Ijtndssambands íslenzkra útvegsmanna og sjávarafurð- adeild Sambands ísl. samvinnufélaga hafa nú byrjað á innflutningi þorska- neta frá Portúgal og er reiknað með að að minnsta kosti 25 þúsund net frá I’ortúgal verði seld hérlendis á þessu ári. Sambandsfréttir skýra frá því fyrir skömmu, að innflutningur þessara neta frá Portúgal hafi meðal annars verið hafinn til að auka hingað innflutning frá Portúgal, sem sé nauðsynlegt, sökum hinna gífur- legu viðskiptahagsmuna íslendinga þar í landi. Haft er eftir Guðmundi Ibsen hjá sjávarafurðadeild Sam- bandsins, að LÍÚ og Sambandið hafi snúið sér til fyrirtækisins Fabrica Lusandesa SARL í Oporto í því skyni að fyrirtækið framleiddi þorskanet fyrir Islendinga og hefði fyrirtækið endurnýjað vélakost sinn að veru- legum híuta vegna þessa. Þorskanet hafa til þessa mest ver- ið keypt frá Japan og Suður-Kóreu, og seinni árin einnig frá Taiwan og lítilsháttar frá Hong Kong og Kína. Portúgölsku netin voru fyrst seld á Islandi í fyrravetur og gáfust þau vel og er því gert ráð fyrir aukinni sölu á þessari vertíð. Guðmundur Ibsen segir að verðið á portúgölsku netun- um sé hagstætt, enda sé Portúgal EFTA-land og þurfti því engan toll að greiða af netunum. ÖRBYLGJU- OFN rfiöð snúnings‘ disk' l/l >>» Katmi •: ,'x*- >•> V iHH ■ J Örbylgjuofn með snún- ingsdiski gerir matargerð fljótari ... betri ... og hollari Hafir þú lítinn tíma, eöa leiöist aö standa lengi yfir matargerö er örbylgjuofninn frá SHARP svariö. Meö örbylgjuhitun tekur örstund aö hita, sjóöa eöa steikja matinn án þess aö bragö eöa ilmefni taþi sér. Snún- ingsdiskur í ofninum tryggir jafna hitun. Ef tíminn er Verð aðeins 5.250,- jgamm' sv- Ofninn hefur þrjár stillingar: Simmer/Smásuða Full power/Fullur styrkur Defrost/Þýöir Hitun á ostasamlok- Kartöflur steiktar á 5 mín. Þýðir djúpfrystan mat, t.d. 200 gr. um og upphitun rétta. Kótilettur steiktar á 7 mín. kjötstykki á 4 mín., steikir eggjarétti. Útsölustaðir: Karnabær Glæsibæ — Fataval Keflavík — Portið Akranesi — Eplið isafiröi — Radíóver sf. Húsavík — Álfhóll Siglu- firði — Cesar Akureyri — Hornabær Hornafirði — M.M. hf. Selfossi — Eyja- bær Vestmannaeyjum. Hverfisgata 103. Sími 25999.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.