Morgunblaðið - 17.03.1982, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. MARZ 1982
27
Gestur Kristinn
Loftsson — Minning
Fæddur 26. aprfl 1924
Dáinn 23. febrúar 1982
Með fáum orðum vil ég minnast
vinar míns Gests Loftssonar, Vík í
Kaldrananeshreppi. Við Gestur
vorum leikfélagar, vinnufélagar
og vinir frá barnæsku. Foreldrar
Gests voru hjónin Loftur Bjarna-
son og Hildur Gestsdóttir sem
bjuggu á Hafnarhólmi og síðar í
Vík á Selströnd. Frá báðum þessm
býlum var sjósókn og landbúnaður
stundaður jöfnum höndum, Loftur
var formaður á bátum og byrjaði
Gestur ungur að stunda sjó með
honum. 17 ára gamall fór Gestur
til Akraness og réri þar á vélbáti á
vetrarvertíð, hann varð strax
mjög liðtækur og duglegur sjó-
maður. Hann var upp frá því fjöl-
margar vertíðir sjómaður, sunn-
anlands og víðar um land og var á
sínum sjómannsferli ýmist háseti,
kokkur, vélstjóri eða skipstjóri.
Þegar Gestur var rúmlega hálf-
þrítugur að aldri eignaðist hann
14 tonna bát með bræðrum sínum,
og voru þeir formenn á honum til
skiptis. Heppnaðist útgerð þeirra
vel, og síðar eignaðist hann minni
fleytur, ýmist einn eða með öðr-
um.
Gestur átti alla tíð sitt lögheim-
ili hjá foreldrum sínum. Hann
missti föður sinn 1964 og um það
leyti tók Gestur við bústjórn
heimilisins ásamt Hildi móður
sinni, og höfðu þau þokkalegan
landbúskap, ræktaði hann tún og
bætti jörðina. Gesti var margt til
lista lagt, hann var góður sund-
maður, skarpur spretthlaupari og
knattspyrnumaður. Hann endur-
reisti ungmennafélagið Neista á
Selströnd ásamt sveitungum sín-
um, og var þar vel virkur félagi og
formaður þess um árabil. Hann
var stórhuga til allra fram-
kvæmda, vildi hann gjarnan
byggja félagsheimili á Drangsnesi
og íþróttavöll og endurbyggja
sundlaug í Hveravík. Þetta voru
hans draumsýnir, sem því miður
hafa ekki orðið að veruleika nema
að litlu leyti.
Það er margs góðs að minnast
af okkar ungmennafélagsskap á
Selströnd. Þar var oft glatt á
hjalla hjá mannskapnum, bæði á
íþróttavelli og á skíðum, og kapp
mikið. Alltaf var Gestur glaði og
góði drengurinn og ekki hvað síst
við börnin sem hann umgekkst.
Nú er vinur minn horfinn af þess-
um heimi, margar voru gleði-
stundirnar okkar Gests er við átt-
um saman á lífsleiðinni, þær eru
geymdar í minningunni um hann.
Guð blessi látinn vin.
Innilegar samúðarkveðjur til
móður Gests, systkina og annara
ástvina.
Jóhann G. Halldórsson frá Bæ
Ingunn Magnúsdótt-
ir - Minningarorð
Fædd 14. október 1903
Dáin 8. mars 1982
I dag er til moldar borin vin-
kona mín Ingunn Magnúsdóttir,
Hringbraut 97, hér í borg, og lang-
ar mig til að minnast hennar með
nokkrum orðum.
Ingunn fæddist að Grund í
Garði þann 14. október 1903. For-
eldrar hennar voru hjónin Sigríð-
ur Jónsdóttir og Magnús Gríms-
son, sem þar bjuggu. Systkinin á
Grund voru 8 sem komust á legg.
Þau eru nú öll látin. Ingunn ólst
upp hjá foreldrum sínum til 11 ára
aldurs, þá fór hún að Reykjafossi í
Ölfusi til hjónanna Jónínu
Bjarnadóttur og Erlends Þórðar-
sonar. Bjó hún þar þangað til að
hún stofnaði sitt eigið heimili er
hún giftist Bjarna Ilaraldssyni
frá Fögrueyri í Fáskrúðsfirði
þann 30. júní 1934. Bjuggu þau í
hamingjusömu hjónabandi þar til
Bjarni lést 1972. Þau eignuðust
eitt barn sem dó í fæðingu. Áður
en Ingunn giftist eignaðist hún
eina dóttur, Kristínu. Ólst hún
fyrst upp hjá Jónínu og Erlendi,
en þau bjuggu í sama húsi og Ing-
unn og Bjarni. Að þeim báðum
látnum bjó hún ásamt syni sínum,
Erlendi Jóni, með móður sinni og
stjúpa. Erlendur Jón var mesta
gleðin í lífi ömmu sinnar síðari
árin og þótti þeim einstaklega
vænt hvoru um annað.
Ingunn helgaði heimilinu krafta
sína og bar það gott vitni um
snyrtimennsku hennar. Hún var
ákaflega vinaföst, ekki síst ef börn
áttu í hlut. Ég og fjölskylda mín
þökkum henni áratuga vináttu.
Hún andaðist á Landspítalanum
að kvöldi 8. mars, eftir fárra mán-
aða sjúkrahússlegu.
P.S.
t
Hjartans þakkir til allra sem veittu okkur ómetanlega hjálp og
auösýndu okkur samúö í veikindum og viö fráfall
KARLS GUNNLAUGSSONAR
bónda, Birnuatööum.
Guö blessi ykkur æfinlega.
Guörún Jónsdóttir,
börn, tengdabörn og barnabörn.
t
Innilegar þakkir fyrir samúö og vinarhug viö andlát og jaröarför,
FRÚ LAUFEYJAR LILLIENDAHL
Dyngjuvegi 12, Raykjavík.
Ágústa Eínarsdóttir, Guöjón Styrkársson,
Gestur Einarsson, Laufey Guöjónsdóttir,
Páll Einarsson, Einar Guöjónsson,
Ragna Pálsdóttir, Þórdís Guöjónsdóttir.
TENGIMŒ
• Örugg
steypumóta-
tenging.
• Jafnþykkir
og beinir -j
veggir.
• Engin gliön-
un móta.
• Tengin eru \
slitin 2 cm
inni í veggn-
um.
Engir ryö
taumar.
Þú leigir eða
kaupir
krækjurnar.
-
Tengimót
in spara efni
og vinnu.
Steypumót eru okkar sérgrein
BREIÐFJÖRÐS
BLIKKSMIÐJA HF
Leitiö nénmri uppiýsinga
aöSÁ túni7 Simit29022
Auglýsing
um aðalskoðun bifreiða
í lögsagnarumdæmi Keflavíkurflugvallar
fyrir árið 1982.
Aöalskoöun bifreiöa fer fram í húsakynnum bifreiöa-
eftirlitsins aö Iðavöllum 4, Keflavík, eftirtalda daga
frá kl. 08 til 12 og 13 til 16.
Þriöjudaginn 23. mars
Miðvikudaginn 24. mars
Fimmtudaginn 25. mars
Föstudaginn 26. mars
Viö skoðun skal framvísa kvittun fyrir greiöslu bif-
reiöagjalda, svo og gildri ábyrgöartryggingu.
Vanræki einhver aö færa bifreið til skoöunar á aug-
lýstum tíma, veröur hann látinn sæta ábyrgö aö lög-
um og bifreiðin tekin úr umferö hvar sem til hennar
næst.
Lögreglustjórinn á Keflavíkurflugvelli,
9. mars 1982.
J-1 til J-75
J-76 til J-150
J-151 til J-225
J-226 og yfir.
Vertu ekki í vafa um
hvað ódýrast er að verzla,
og kjörin bezt
hvar úrvalið er mest
Ekki færri en 16 tegundir hárra veggskápa og veggeininga eru til sölu í
stærstu húsgagnaverzlun landsins á lægra verði en þú sérð annars
staðar.
Sem sagt:
Vertu ekki
í vafa