Morgunblaðið - 17.03.1982, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 17.03.1982, Blaðsíða 1
56 SÍÐUR 59. tbl. 69. árg. MIÐVIKUDAGUR 17. MARZ 1982 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Thatcher og Reagan hafna boði Brezhnevs London, Moskvu, W ashington, 16. marz. AP. RONALD Reagan, Bandaríkjaforseti, og Margrét Thatcher, forsætisráðherra Bretlands, höfnuðu í dag tilboði Brezhnevs forseta Sovétríkjanna að stöðva staðsetningu á kjarnorku- eldflaugum í Evrópu á þeirri forsendu að það væri tilraun af hálfu Rússa til að tryggja eigin yfirburði á þessu sviði í álfunni. Leiðtogar í VesturEvrópu tóku flestir tilboði Rússa með varfærni og bandarískir leiðtogar sögðu það áróðurs- bragð af hálfu yfirvalda í Moskvu, og tilraun til að einangra Bandaríkjamenn. Reagan sagði að ef Brezhnev hefði ein- hvern áhuga á takmörkun vígbúnaðar mundi hann leggja til fækkun í vopnabúrum stórvcldanna. Thatcher sagði í brezka þing- inu, að hafa yrði í huga, að Rússar hafa yfir að ráða hundr- uðum hreyfanlegra kjarnorku- flauga af gerðinni SS-20, sem hægt væri að skjóta á skotmörk í Bretlandi frá svæðum austan Úralfjalla, og því væru það blekkingar að bjóðast til að hætta staðsetningu þessara flauga í Evrópu gegn því að Atl- antshafsbandalagsríki hætti við áætlanir um staðsetningu bandarískra stýriflauga í Evrópu. Tilboð Brezhnevs kemur að- eins einum degi eftir að banda- ríska utanríkisráðuneytið hélt Brezhnev 201 skæruliði SWAPO felldur Jóhanncsarhorg, 16. marz. AP. SÉRSTÖK 45 manna víkinga- sveit hers SuðurAfríku felldi 201 skæruliða SWAPO-samtakanna í áhlaupi á bækistöðvar samtak- anna í Angóla á laugardag, að því er herstjórnin í S-Afríku tilkynnti í dag. Féllu þrír s-afrískir her menn í bardögum, sem stóðu yfir í sjö klukkustundir. t Yfirvöld í Angóla sögðu í dag að engar stöðvar SWAPO væri að finna í Angóla. Suður-Afríkumenn hafa sagt angólska ráðamenn bera ábyrgð á hryðjuverkum SWAPO, sem berst fyrir sjálf- stæði Suðvestur-Afríku eða Namibíu, með því að reisa þeim búðir í Angóla. Háttsettur maður í her S-Afríku sagði jafnframt að sannanir hefðu fengist fyrir því í árásinni að skæruliðar SWAPO nytu tilstyrks stjórnar Roberts Mugabe í Zimbabwe, í formi vopna- og matvælagjafa, og í formi þjálfunar og leið- sagnar í skæruhernaði. því fram, að Rússar hafi nú komið fyrir 300 SS-20 meðal- drægum eldflaugum, alls búnum 900 kjarnaoddum, sem hægt væri að miða á Vestur-Evrópu. Sérfræðingar halda því fram að tilboð Rússa sé fram komið, þar sem þeir hafi nú lokið við smíði þeirra eldflauga sem gildandi áætlanir gera ráð fyrir. „Við höfum boðist til að koma ekki fyrir einni einustu meðal- drægri eldflaug í Evrópu gegn því að Rússar leggi sínum eld- flaugum. Það eitt getur talist sanngjarnt," sagði Reagan. Hann sagði Nato-ríki ekki miða einni einustu eldflaug á sovézk skotmörk. Brezhnev tilkynnti ákvörðun Rússa um að hætta staðsetningu kjarnorkueldflauga í ræðu á þingi sovézku verkalýðssamtak- anna. Sjónvarpsvélunum var beint frá háborðinu er hann kom til þingsins, og rofin var hefð með því að sýna ekki ræðu hans beint. Hennar var aðeins getið í fréttapistlum frá þing- inu, og þykir það benda til hrörnandi heilsu forsetans. Diplómatar segja Brezhnev hafa virtst mjög veikburða. I fylgd hans voru Tikhonov forsætis- ráðherra og Konstantin Chern- enko, sem talin er vera næst- J æðstur að völdum í Kremlín. I Hins vegar lá engin skýring fyrir hendi á fjarveru Andrei P. Kirilenkos, sem látið hefur að sér kveða í verkalýðsmálum, en hann hefur verið orðaður sem hugsanlegur eftirmaður Brezhn- evs. Claus von Biilow Ivgnir aftur augunum þegar niðurstöður kviðdóms eru tilkynntar við réttarhöld í máli hans. s'm*myiid — ai*. Fundinn sekur um tvær morðtilraunir Newport, 16. marz. AP. TOLF manna kviðdómur komst að þeirri niðurstöðu eftir 36 klukku- stunda umfjöllun. að Claus C. von Biilow væri sekur um að hafa tvisvar reynt að myrða konu sína með insúlíngjöf. Von Biilow sýndi engin svipbrigði þegar formaður kviðdómendanna skýrði frá úr skurði kviðdómsins. Hann á yfir höfði sér allt að 40 ára fangelsi. Hann fékk þó að fara frjáls ferða sinna gegn 100.000 dollara trygg- ingu, og hafa verjendur hans kraf- izt nýrra réttarhalda. Verður krafa þeirra tekin fyrir 2. apríl næstkom- andi, en ekki hefur verið ákveðið hvenær dómur verður kveðinn upp í máli von Biilows. Réttarhöldin í máli von Bul- ows hafa staðið í margar vikur. Hann var ákærður fyrir að hafa tvisvar reynt að myrða vellauð- uga eiginkonu sína í von um að erfa milljónir dollara eftir hana, og til að ganga að eiga unga ástkonu sína. Stjúpsonur von Bulows og þjónustustúlka á heimilinu voru helztu vitnin gegn honum, en þau, ásamt tengdamóður hans, grunuðu von Búlow um græsku, þegar kona hans, Sunny, veiktist alvarlega og missti meðvitund í desember 1980 með alveg sama móti og árið áður, þegar hún var flutt meðvitundarlaus í sjúkra- hús og reyndist hafa of mikið insúlínmagn í blóðinu. Einnig kom vitnisburður ást- konunnar von Búlow mjög illa, en hún sagði hann oft hafa nefnt hjónaband við sig, en ekki virst tilbúinn að skilja við Sunny. Sjá „Morðtilraun meðal millj- ónamæringa" á bls. 36 og 37. Stjórnin í Nicaragua amemur mannréttindi Managua, 16. marz. AP. RÍKISSTTJÓRN Nicaragua hefur afnumið öll mannréttindi í einn mánuð og hægt verður að lengja þann tíma „eftir efnum og ástæðum". Stjórnin kvað þetta nauðsynlegt vegna „áforma um árás á land okkar" af hálfu Bandaríkjastjórnar og útlaga í Honduras og Miami. Skömmu áður var tilkynnt að skæruliðar hefðu sprengt upp tvær mikilvægar brýr í norður- og norðvesturhluta landsins og vald- ið alvarlegum samgönguerfiðleik- um. Miguel d’Escoto utanríkisráð- herra minntist á skemmdarverk í orðsendingu til Bandaríkjaþings Hafna breytingum á hafréttarsáttmála Samcinudu þjóóunum, 16. marz. AP. ÞRÓUNARLÖNDIN á Hafrétt- arráðstefnu Sameinuðu þjóð- anna kunngerðu í dag, að þau myndu leggjast gegn breyt- ingartillögum Bandaríkjastjórn- ar á drögum að nýjum hafrétt- arsáttmála, á þeirri forsendu að þau hefðu þegar orðið að slá af mörgum kröfumálum sínum við gcrð draganna sem fyrir liggja. Alls eru breytingartillögur Bandaríkjamanna rúmlega 230. þar sem hann sagði að „fyrirætl- anir af þessu tagi (um að grafa undan stjórninni) neyða ríkis- stjórnina til að grípa til lagalegra ráða til að verja ríkisstjórnina og stofnanir okkar og reglu og öryggi í landinu.“ Daniel Ortega Saavedra úr herforingjastjórninni sagði við hátíðlega athöfn, sem þúsundir manna úr vopnuðum borgara- sveitum Sandinista sóttu, að ríkis- stjórnin mundi halda uppi ströngu eftirliti með fjölmiðlum. Rétt áður hafði innanríkisráðu- neytið tilkynnt að útvarpsstöð kaþólsku kirkjunnar hefði verið lokað vegna brota á fjarskiptalög- um, sem hafa verið í gildi í tvö ár. Stöðinni var lokað þar sem hún sagði frá skemmdarverkunum á brúnum áður en ríkisstjórnin gaf út tilkynningu. Nýskipaður sendiherra Banda- ríkjanna, Anthony C. E. Quaiton, sagði, þegar hann kom til Man- agua í gærkvöldi, að Bandaríkja- stjórn óskaði eftir góðum sam- skiptum. Aðspurður hvort stjórn hans hygðist steypa Nicaragua- stjórn sagði Quaiton: „Ég get ekki rætt áform sem eru ekki til.“ Hann bætti við: „Bandaríkin reyna ekki að hlutast til um inn- anríkismál Nicaragua eða nokkurs annars ríkis í Mið-Ameríku.“ Vextir hækka í Bandaríkjunum New Vork, London, 16. marz. AP. Gullúnsan hækkaði um tíu dollara að jafnaði í dag, eða álíka mikið og hún lækkaði í gær. Á sama tíma styrktist dollar vegna hálfs prósents vaxta- hækkunar þriggja helztu banka Bandaríkjanna. Að sögn sérfræðinga, var framboð á gulli óeðlilega mikið síðustu daga, og verðhækkun því yfirvofandi. Hækkaði únsan í 322,25 dollara í London, eða um rúma níu dollara, í 322,50 dollara í Zurich, eða um tíu dollara, og um 12,45 dollara í Hong Kong í 326,61 dollara. Jafnframt hækkaði verð á silfri. Dollar styrktist alls staðar, hækk aði í 2,3785 mörk úr 2,3725, í 6,1187í Frakklandsfranka úr 6,0925, og 1,8832 svissneska franka úr 1,8745 Hins vegar hækkaði sterlingspundil lítillega gagnvart dollar, úr 1,805( dollurum í 1,80575. Jafnframt þessu féll fransk frankinn gagnvart helztu gjaldmiðl um á frönskum peningamörkuðum og er ástæðan talin áfall það sen stjórnarflokkarnir frönsku urði fyrir í kosningunum til héraðsþingi á sunnudag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.