Morgunblaðið - 16.04.1982, Síða 2
34
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. APRÍL 1982
uállr** a°‘'1 rtean °ömAth'
• ieikarar
„On Golden Pond“
Myndin fjallar um prófessor á
eftirlaunum, konu hans og dóttur,
sem Jane Fonda, dóttir Henrys,
leikur. Þegar ævi hjónanna er bet-
ur skoðuð, kemur í Ijós, að þau
hafa oröið að taka breytingunum,
sem fylgja ellinni, rétt eins og hver
annar, utan hvað fátækt hefur ekki
hrjáð þau.
Augljóst er, að þau hjón, Nor-
man Thayer jr. og kona hans, Eth-
el, eins og þau heita í myndinni,
eru af góöum ættum og efnuöum.
Einangrunin, sem svo oft fylgir ell-
inni, er hins vegar versti óvinur
þeirra. Þau dvelja ein í sumarhus-
inu við Gullnu tjörnina og engir
vinir eru í nágrenninu.
Dóttir þeirra, Chelsea, hefur ver-
iö fráhverf föður sínum frá því i
barnæsku og heimsækir þau sára-
sjaldan. Hún er fráskilin og barn-
laus og reynir þess vegna aö lifa lifi
konu á fertugsaldri í leit aö sjálfri
sér. Loforð hennar um heimsókn
áður en sumarið er á enda er
Norman síður en svo tilhlökkunar-
efni.
Þegar betur er aö gáð, virðist
svo sem ekkert gæti lífgaö upp á
hann. Hann þjáist af hjartveiki,
hann óttast 80. afmælisdaginn
sinn, sem er tilefni heimsóknar
Chelsea, og hann hugsar stööugt
um dauðann.
„Hefuröu ekkert betra aö hugsa
um,“ segir kona hans viö hann.
„Ekkert eins áhugavert," svarar
hann bitur í bragöi. Þó er svar
hans háði blandið eins og flest
önnur tilsvör hans. Hvort heldur :
bitur eða ekki, eru svör hans síö-
asta hálmstráiö, því Norman
hræðist dauðann meira en nokkuð
annað.
Hann kvíðir fyrir hverjum degi, I
því heilsan er farin að gefa sig.
Hann gleymir í sífellu og minniö er |
farið að svíkja. Hann getur ekki
lengur munað hverjir eru á mynd-
inni á símaboröinu, né heldur til
hvers hann tók upp símtóliö. Hann
getur ekki lengur annast einföld-
ustu heimilisverk, getur ekki lagað
útidyrahurðina, getur ekki kveikt
upp í arninum án þess að stefna
húsinu í hættu.
í því augnamiöi að hressa upp á
Norman sendir Ethel hann einn
daginn út í skóg til aö tína ber.
Hann ruglast í ríminu, getur ekki
munað leiðina, og staulast heim
niðurlútur. í einhverju hjartnæm-
„Vissi ég ekki,“ var þaö eina er Henry Fonda
sagði, er honum voru borin þau tíðindi, aó
hann hefði hlotið Óskarsverðlaun fyrir leik
sinn í kvikmyndinni „On Golden Pond“, er
þeim var úthlutað um síöustu mánaðamót.
Þetta voru fyrstu Óskarsverðlaun Fonda á 48
ára leikferli. Hann er nú orðinn 76 ára gamall
og á viö alvarlegan heilsubrest að stríöa. Þótt
ekki fengi Fonda Óskarsverðlaun fyrr en nú,
hefur hann hlotið fjölda annarra verölauna
fyrir leik sinn. Hann var tilnefndur til Óskars-
verðlauna fyrir leik sinn í myndinni Þrúgur
reíðinnar, en hlaut ekki verðlaunin. Ekki að-
eins var Fonda verðlaunaður fyrir bestan leík
í karlhlutverki, heldur hlaut mótleikari
hans í myndinni, Katherine Hepburn, Óskar-
inn fyrir bestan leik í kvenhlutverki. Verölaun
af þessu tagi eru ekkert nýnæmi fyrir
Hepburn. Hún hefur þrívegis orðið
þeirra aðnjótandi áður.
Hepburn er heldur ekkert unglamb lengur,
orðin 74 ára gömul. Þótt e.t.v. komi það fólki
kynduglega fyrir sjónir, er það þó engu aö
síður staðreynd, að Hepburn og Fonda mætt-
ust í fyrsta sinn á hvíta tjaldinu í myndinni
„On Golden Pond“. Hafa þau þó leikið í__
kvikmyndum í 95 ár til samans og eiga að
baki 129 kvikmyndahlutverk í sameiningu,
auk þess sem þau hafa ótal sinnum komið
fram í sjónvarpi á sviði og við ýmis önnur
tækifæri. Mörgum fannst því kominn tími til,
að þau spreyttu sig saman. í fjölda ára hafa
þau komið kvikmyndaunnendum fyrir sjónir í
hinum ýmsu gervum. Á unga aldri voru þau
ímynd ástarinnar. Þegar þau komust á miöjan
aldur, voru þau staöfestan og virðuleikinn
uppmáluð, þannig, að e.t.v. var það óumflýj-
anlegt aö þau mættust í fyrsta sinn fyrir fram-
an upptökuvélarnar í sameiningu og túlkuðu
áhrif ellinnar þegar þau höföu aldur til.
Henry Fonda, fársjúkur á heimili sínu, meö Óskarsverðlaunin eftirsóttu eftir tæplega hálfrar aldar leikferil.
asta atriöi myndarinnar viöurkenn-
ir Norman fyrir Ethel af hverju
hann hafi komiö svona fljótt heim.
„Ég var dauöhræddur, þess vegna
hljóp ég heim. Til að sjá fallega
andlitið þitt og finna öryggi hjá
þér."
Ér kona hans svarar honum og
slær honum gullhamra, sem aug-
Ijóslega eiga ekki viö nein rök að
styðjast, segir hún hann vera
„draumaprinsinn sinn — riddar-
ann hugdjarfa“. í svari hennar
gætir mótsagnar. Um leið og hún
reynir að telja honum trú um ágæti
hans, er hún farin aö verja hann
sannleikanum.
Ethel þarf því aö leggja haröar
að sér en áöur. Chelsea kemur í
heimsókn meö nýja elskhugann
sinn, Bill, og son hans, Billy, 13 ára
gamlan. Bill er hlédrægur að eölis-
fari, en fer ekki leynt með stálvilja
sinn. Syni hans, Billy, finnst hann
vera einn og yfirgefinn eftir aö for-
eldrar hans skildu. Finnst hann
hvergi eiga heima. Tilhugsunin um
að þurfa aö dvelja hjá Norman og
Ethel á meðan faöir hans og
Chelsea fara i leyfi til Evrópu, vek-
ur honum engan fögnuð.
Þegar Chelsea kemur, tekst
Norman að halda aftur af fjand-
semi sinni í hennar garð, en ekki
nema rétt svo. „Sjá þessa feitu litlu
stelpu,“ er það fyrsta sem hann
lætur út úr sér. Hann fer strax aö
ráöskast með hvar Chelsea og Bill
eiga aö sofa. „Þið gætuö fengiö
herbergið þar sem ég flekaöi Ethel
fyrst," segir hann í hæönistón.
Vinskapur tekst ekki með Billy litla
og Norman fyrr en þeir lenda í slysi
úti á vatninu þegar báturinn brotn-
ar undan þeim.
Hvort sættir takast meö þeim
feöginum, Norman og Chelsea, er
ekki sýnt í myndinni. Þó myndin
endi ekki á þann hátt, sem fær alla
bíógesti til að vatna músum, gefur
hún til kynna að ekki sé öll von úti
enn.
Norman og Ethel taka saman
pjönkur sínar og koma þeim fyrir í
skutbílnum. Ganga síðan niöur aö
tjörninni til aö kveöja vatnafugl-
ana, sem hafa veriö félagar þeirra
allt sumarið. Ungarnir eru flognir
úr hreiðrinu, aöeins foreldrarnir
eftir. Fonda lítur á þá og segir meö
fjarrænum, þurrum rómi, sem lifað
hefur í minningu kvikmyndahúsa-
gesta í hálfa öld: „Börnin eru vaxin
úr grasi... og flutt til Los Angeles
eða eitthvert annað.