Morgunblaðið - 16.04.1982, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 16.04.1982, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. APRÍL 1982 35 Hepburn og Fonda Þaö hefur tekiö Katherine Hepburn og Henry Fonda tæpa hálfa öld aö leika saman í einni kvikmynd. Reyndar hittust þau aö- eins í annað skipti á ævinni er upp- tökur á „On Golden Pond“ hófust 1980. Fonda er hlédrægur aö eölisfari og sat einn og yfirgefinn í hljóöveri 20th Century Fox kvik- myndaversins í maí 1980, er Hep- burn rakst á hann. Hann segir svo frá: „Kate labbaði inn, brosti, horföi framan í mig og sagöi: „Þaö er kominn tími til.““ Undir þau orö geta víst allir tekiö af heilum huga. Bæöi heföu getaö veriö hætt öllum afskiptum af kvikmyndum á þess- um aldri, en þess í staö er frammi- staöa þeirra í „On Golden Pond" rós í hnappagat beggja. Fonda á viö erfiöan hjartasjúk- dóm aö stríða, en gerir sér engu aö síöur vonir um aö koma fram á Broadway á næsta ári. Hepburn hefur undanfarna mánuöi átt hug og hjörtu leikhúsgesta í Phila- delphiu og á Broadway í leikritinu „The West Side Waltz“. Þaö leikrit er skrifaö af sama höfundi og „On Golden Pond“, Ernest Thompson, 31 árs rithöfundi. Bæöi eiga þau, Hepburn og í sinni fyrstu kvikmynd, A Bill of Divorcement. Mótleikari hennar var John Barrymore og leikstjóri George Cukor. Hann hefur leik- stýrt 10 myndum hennar á hálfrar aldar leikferli. Hún sló í gegn í sinni fyrstu mynd og svo virtist sem tví- víddin væri henni ekki nóg. Skarpir andlitsdrættir, löng hakan og hin hvella rödd geröu hana aö verald- legri Jóhönnu af Örk. Tilfinningahiti hennar á hvíta tjaldinu skapaöi henni sérstööu strax á fjóröa áratugnum. Hún var ágengari og ákveönari en kven- réttindakonur á þeim tíma. Kvik- myndahúsagestir biöu því eftir aö einhver, sem nyti verulegrar sér- stööu steypti henni af stalli gyöj- unnar til jaröar. Á þessum árum var þaö Cary Grant, glaölyndur sem Heþburn og enn aösópsmeiri. Á fimmta áratugnum og æ síöan var þaö hinn yfirvegaöi og viö- kvæmi Spencer Tracy. Um hann sagöi Laurence Olivier m.a.: „Ég hef lært meira í leiklist á aö horfa á hann en meö nokkrum öörum hætti." Tracy og Hepburn kunna aö hafa virst óbrúanlegar andstæöur viö fyrstu sýn. Hann akkerið og hún segliö flaksandi. En ást þeirra á starfinu, þörf og skilningur á eðli- Katherine Hepburn ásamt manni sínum, Spencer Tracy, (mynd- inni „Philadelphia Story“. Fonda, margt sameiginlegt frá uþþvexti sínum, rétt eins og þau Norman og Ethel í myndinni. Þau eiga ennfremur sínar andstæöur. Fjölskyldur beggja skutu rótum á nýiendutímabilinu á 18. öldinni. Epliö fellur sjaldan langt frá eikinni og þaö sannaöist á þeim Hepburn og Fonda er þau lögöu út á leiklist- arbrautina. í raun gætu þau svo vel verið tvíburar í hinni heföbundnu gam- aldags fjölskyldu Bandaríkjanna. Hún; bráöþroska, framagjörn, velviljuö og trúir statt og stööugt á velgengni. Hann; feiminn og grannvaxinn, en um leiö sauöþrár sé stolti hans eöa lífsmáta misboö- iö. Hún iðar af lífi, hann er rólynd- ur. Atgervi hennar er eins og ómótstæöilegur hvirfilvindur. Hann er jarðbundinn, traustur og tekur hlutunum meö stóískri ró. Skrambi frábær „Ég heföi getað notaö öll þau tækifæri, sem mér hafa boöist í gegnum árin, á miklu betri hátt,“ segir Hepburn. „Heföi ég lagt meira af mörkum, heföi ég getaö oröiö skrambi frábær." I tilviki Hepburn hafa blandast saman á einstæðan hátt listhæfi- leiki og sterkbyggö persóna. Ástúö og góðar gáfur fékk hún í vöggu- gjöf. Faðir hennar var skurölæknir í Hartford, Connecticut. Móðir hennar kvenréttindakona, sem baröist fyrir takmörkun barneigna. „Ég var alin upp meö kynslóö þar sem afsakanir giltu ekki,“ segir hún er hún minnist æsku sinnar. „Mér var kennt aö segja þaö sem mér bjó í brjósti hverju sinni. Mamma og pabbi voru alltaf tilbúin til viöræöna, eöa rökræöna ef svo bar undir. Þaöan hef ég raunsæi mitt.“ Hepburn nam aö mestu leyti í heimahúsum og sóttist námiö vel. Hún var 24 ára gömul er hún lók legu heimilislífi færöi þau í hjóna- sæng og hélt þeim þar allt fram til dánardægurs Tracy 1967. Hvort sem var á hvíta tjaldinu eöa utan þess var hann hennar leiðarljós. Barnalegt starf Hepburn á aö baki eins glæstan feril ( kvikmyndum og þeir gerast. Sennilega efast enginn um ágæti hennar nema hún sjálf. Nú eyðir hún tíma sínum í vinnustofu sinni í Turtle Bay-hverfinu á Manhattan, eöa þá heima hjá sér þar sem hún býr meö yngri bróöur sínum í Fenwick, Connecticut. Hún er vel á sig komin. Hjólar og syndir reglu- lega auk þess sem hún leikur tenn- is af miklum krafti. Henni veitist létt aö tala um lif sitt og starf. Hún er fljót í hugsun þó stundum gleymi hún einu og einu smáatriöi. Minni hennar er í besta lagi, fullt af lífsreynslusögum, bröndurum, erf- iöleikum og mótsögnum. „Sú Hepburn, sem ég þekki er sú, sem býr í Fenwick," segir hún. „Þegar ég tala um leiklist finnst mér ég aldrei vera aö tala um sjálfa mig heldur einhverja aöra. Leiklist er ósköp indælt og barna- legt starf. Þú þykist vera einhver annar, en ert á sama tíma aö selja þína eigin hæfileika.” Eftir góöan málsverö eiga þau til aö fara til mágs hennar og horfa þar á eina af gömlu myndunum hennar. Stjarnan sjálf er ekkert yfir sig hrifin. „Mér finnst ég ekki vera neitt sérstaklega tengd þessari vesalings mannveru á tjaldinu. Eg vildi heldur horfa á einhverjar myndanna, sem pabbi tók af okkur sem börnum. Þær eru sko fyndnar. Þar sést vel hvar ég reyni aö heilla alla upp úr skónum — löngu áöur en ég varö víst fræg fyrir slíkt. Ég gat bara ekki beöið.“ Hepburn gerir þó alls ekki lítiö úr starfi leikarans. Hún lítur þaö raunsæum augum. Þaö er henni síður en svo óljúft aö tala um karl- mennina, sem léku á móti henni. Spencer Tracy: (sem lék meö henni í 9 kvikmyndum, allt frá Mitsubishi býður línuna með túrbínu TÚRBÍNUKNÚNIR bílar veröa aí- fellt vinsælli og hafa margir atærstu bílaframleiöendur heimsina fariö út í aö framleiöa allt niöur í smábíla með túrb- ínuvélum. Einn framleiðandi bætist í hópinn í ár, en þaö er Mitsu- bishi frá Japan, sem ( haust mun bjóöa alla línuna meö túrb- ínuvél, auk þess sem mark- aössettur verður nýr sportbíll, sem nefndur hefur veriö Star- ion, en hann veröur einnig fáan- legur meö túrbínuvél. Mitsubishi mun byrja í næsta mánuöi á því, aö bjóöa Mitsu- bishi Colt meö túrbinuvél, en sá bill hefur m.a. notiö vinsælda hér á landi. Hann veröur meö 1,4 litra vél, 105 hestafla, og há- Staríon, nýr sportbíll frá Mitsubishi markshraöi hans veröur um 180 kílómetrar á klukkustund. i kjölfariö verður svo hægt aö fá bæöi Lancer og Galant meö túrbínuvél, en þeir hafa ennfrem- ur notið vinsælda hér og mun þaö því eflaust gleöja marga aö geta fengiö þessa bíla meö túrb- ínu, en þeir veröa aö sjálfsögöu mun kraftmeiri fyrir vikið, en eru sagöir eyöa svipuöu benzíni, eöa jafnvel minnu. Auk þess aö markaössetja Starioninn, sem verður meö 170 hestafla vél meö um 200 kíió- metra hámarkshraöa á klukku- stund, mun Mitsubishi á þessu ári kynnan nýjan sportbíl, sem nefndur hefur veriö Cordia. Hann er nokkru minni en Starioninn, og verður meö 110 hestafla vól, en veröur eigi að síður meö 200 kílómetra hamarkshraða á klukkustund. Um 17,7% samdráttur hjá bandarísku bíla- framleiðendunum í ár BÍLASALA þriggja stærstu bíla- framleiöenda Bandaríkjanna dróst saman um 16,7% fyrstu 10 dagana í apríl, samanborið viö sama tíma á árinu 1981. Fram- leiöendurnir þrír, General Mot- ors, Ford og Chrysler, seldu fyrstu 10 dagana í apríl 129.159 bíla, samanboriö viö 155.088 bíla sömu 10 dagana í fyrra. Chrysler var reyndar eini fram- leiðandinn, sem tilkynnti um söluaukningu, sem var upp á 2% á umræddu 10 daga tímabili, en hins vegar var samdrátturinn hjá General Motors 19,1% og um 20,7% hjá Ford. Talsmaöur Chrysler sagði, aö þeir heföu selt 20.852 bíla á um- Bílar Jóhannes Tómasson Sighvatur Blöndahl ræddu tímabili samanboriö viö 20.444 bíla í fyrra á sama tíma- bili. Hjá General Motors fengust hins vegar þær upplýsingar, aö seldir heföu veriö 76.093 btlar fyrstu 10 daga apríl, samanboriö viö 94.023 bíla í fyrra og hjá Ford fengust þær upplýsingar, aö seldir heföu veriö 32.214 bílar nú samanboriö viö 40.621 bíl í fyrra. Ef áriö er skoöað í heild, þ.e. þaö sem af er, þá kemur í Ijós, aö þessir þrír framleiöendur hafa selt samtals 1.485.972 bíla, sam- anboriö viö 1.806.405 bíla á sama tímabili í fyrra. Samdráttur- inn er því um 17,7%. Chrysler hefur selt 194.284 bíla, samanboriö viö 232.073 bila í fyrra, eöa um 16,3% færri. Gen- eral Motors hins vegar hefur selt 924.526 bíla, samanboriö viö 1.156.083 bila á sama tímabili i fyrra, eöa um 20% færri. Ford hins vegar hefur heldur rétt úr kútnum frá fyrra ári, en þá var gífurlegur samdráttur i sölu þeirra. Samdrátturinn þaö sem af er þessu ári er 12,2% miöaö viö sama timabil í fyrra, en seldir hafa veriö 367.162 Ford bilar þaö sem af er árinu, samanboriö viö 418.249 bíla á siöasta ári. SLÖKUN '82 þriöjudagskvöld 20. apríl nk. kl. 20.00. Hulda Jensdóttir býöur öllum slökunarkonum frá liðnum árum til slökunarkvölds á BROADWAY ásamt gestum þeirra og öðrum meöan húsrúm leyfir. Kynnir nýútkomna slökunarkassettu „SLAKAÐU Á — STREITAN BURT“ og hinar óvenjulegu og óviöjafnanlegu lífrænt ræktuöu og unnu jurta- snyrtivörur ásamt ýmsum geröum HEILSURÚLLUNNAR og svissneska gullverölaunatækiö gegn gigt og verkjum. NOVAFONINN Slökun '82 hefst stundvíslega kl. 20.00 meö því aö Þjóödansafelagiö sýnir þjóödansa. Aögöngumiöasala i verzluninni Þumalínu, Leifsgötu 32 og verzluninni MOONS, Þingholts- stræti í dag föstudag, mánudag, þriöjudag og einnig viö innganginn frá kl. 19.00 þriöjudaginn 20. apríl. Slökun ’82.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.