Morgunblaðið - 16.04.1982, Síða 5

Morgunblaðið - 16.04.1982, Síða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. APRÍL 1982 37 senu,“ segir Jane. „Viö vorum aö setja upp Ijós og ég vildi fá þaö fært svo ég gæti betur séö framan í pabba og hann mig. Pabbi sagöi þá: „Ég þarf ekkert aö sjá þig. Ég er ekki þannig leikari.“ Ég skamm- aöist mín stórlega og langaöi mest til aö fara aö gráta. Kate skildi mig, kom til mín og lagöi arm sinn yfir axlir mér. „Tracy var alltaf svona viö mig. Þeir eru bara svona.““ Þótt Hepburn hafi komi Jane til hjálpar í þessu tilviki lét hún til sín taka á meöan á upptöku myndar- innar stóö. Tveir hinna ungu manna, sem hlut áttu aö máli í kvikmyndinni, fengu hressilegar ofanígjafir frá henni. Rifrildi „Hún var sífellt aö reyna í mér þolrifin," segir Gilbert, sem er framleiöandi myndarinnar, sem kostaöi 7,5 milljónir dala í vinnslu. „Kate er gamaldags stjarna, sem gerir kröfur um gamaldags hluti — blóm, veislur og kvöldverðarboð — og rífst þar aö auki stööugt viö myndatökumennina. En auövitaö myndi ég gera aöra mynd með henni á stundinni ef svo bæri und- ir. j þaö sinniö myndi ég gefa henni boxhanska.“ Ernest Thompson, höfundur handritsins, lítur á sig sem „strokuson" Kate. „Viö erum af sama bergi brotin, nema hvaö hún á meiri peninga en ég. Hún tendrar baráttuandann í mér því hún er þannig sjálf,“ segir Thompson. „Hún setti heldur betur ofan í viö mig fyrsta daginn, sem upptökur fóru fram. „Ekki var ég í þínu her- bergi þegar þú skrifaöir söguna — því skyldir þú vera hér þegar ég er aö leika,“ sagöi hún viö mig.“ Henry Fonda og Mark Rydell þreytast aldrei á að dást aö Hep- burn. „Hugrekki hennar er ein- stakt,“ segir Rydell. „Fonda var hér, í baráttu viö banvænan sjúk- dóm, aö leika mann sem óttaöist þaö sem hann átti í vændum. Hepburn var hans stoö og stytta. Naktar tilfinningar þeirra voru eng- in uppgerö. Þær voru raunveru- legar. Þaö var mér mikill heiöur aö fá aö vera hluti af þessu.“ Fonda segir sjálfur: „Þetta var stórkostlegt sumar fyrir okkur bæöi. Viö unnum saman eins og viö heföum gert þaö allt okkar líf. Kate er einstæö — útlit hennar, leikur hennar og síöast en ekki síst persóna hennar sjálfrar. Ég met Kate mikils fyrir aö leika meö mér í þessari mynd. Aörar myndir mínar hafa veriö mér þýöingarmiklar — Þrúgur reiðinnar, The Ox Bow Inci- dent, Mister Roberts, 12 Angry Men, en „On Golden Pond“ er besta hlutverk leikferils míns.“ Minningu skýtur upp í huga hans. „Viö Kate hittumst aöeins í annaö sinn fyrsta morguninn viö Squam Lake. Hvernig, sem á því stóö tíndist fólk í burtu og viö stóöum skyndilega eftir ein og yfir- gefin. Hún var með eitthvaö í krepptum lófanum og rétti aö mér. „Handa þér," sagöi hún. Þaö, var uppáhaldshatturinn hans Spenc- ers. Ég var meö hann á höföinu í fyrsta atriöinu.“ Ef eitthvað er til, sem heitir Paradís leikaranna er víst aö Kate Hepburn og Hank Fonda veröur fagnaö meö himneskum lúðra- blæstri og halastjörnum er þau ganga inn um dyr hennar. (Þýtt og endursagt — SSV.) Jane Fonda tekur viö Óskarnum fyrir hönd fööur hennar. Bókin með nýju húsunum frá Húseiningum erkomin! Rúmlega 80 litprentaðar blaðsíður með margvíslegum upplýsingum og teikningum eftir Bjarna Marteinsson, Helga Hafliðason og Viðar A. Olsen. Teikningarnar ( bókinni gefa hugmyndir um byggingu einlyftra og tví- lyftra einbýlishúsa fyrir viðráðanlegt verð, - sambærilegt við góða íbúð (fjöl- býlishúsi (Reykjavík. Bókin er ókeypis. Hafið samband við Húseiningar h/f á Siglufirði, s(mi 96-71340 eða söluskrifstofuna í Reykjavík, Laugavegi 18, sími 91-15945 og bókin fer í póst til ykkar samdægurs. HÚSEININGAR HF ös* — SVARSEÐILL Vinsamlega sendiö mér eintak | af bókinni, mér að kostnaðarlausu! I l \ Nafn: Heimilisfang: Póstnr.: Sími: Herförin til Los Malvinas Mynt Ragnar Borg Mikil dýröartíö er upprunnin fyrir myntsafnara um heim allan. Árás Argentínumanna á Falklands- eyjar, hertaka þeirra og allt um- stangiö kringum eyjarnar þessa dagana, er eins og hvalreki á fjörur myntsafnara. Hugsiö ykkur bara hve herför Breta á eftir aö gefa af sér mörg merki, boröa, oröur og annaö skraut handa hermönnum, jafnvel þótt flotanum veröi snúiö viö og hann komist aldrei til Malv- inaseyja! Eöa þá hitt, aö nú gildir mynt frá Argentínu á eyjunum. Myntsaga Falklandseyja hefir veriö afar litlaus fram aö þessu. Þó hefir veriö slegin mynt fyrir Falklands- eyjar árin 1974, 1977 og 1979. Hefir veriö slegin gangmynt handa eyjaskeggjum, en aö auki silfur og gullmynt fyrir safnara. Upplag myntarinnar hefir veriö lítiö. Ég er svo heppinn aö eiga mynt frá Falk- landseyjum. Dr. Sturla Friöriksson, vinur minn, hefir nokkrum sinnum gefiö mér peninga frá fjarlægum löndum, er hann hefir heimsótt. Hann fór til Falklandseyja áriö 1978 og gaf mér viö heimkomuna myntsett þaöan. Aö sjálfsögöu er nú Falklandseyjamyntin oröin sjaldgæf núna. Argentínumenn innkölluöu alla peninga, sem í um- ferö voru, er þeir hernámu eyjarn- ar. Þeir örfáu peningar, sem eru í eigu myntsafnara eru því nú komn- ir í margfalt verö. Þaö hefir veriö fremur dauft yfir myntsöfnurum í Evrópu undanfarin 2 ár, þótt hér á landi starfi Mynt- safnarafélagiö meira en nokkru sinni fyrr. Myntsafnarar fylgjast sérlega vel með framvindu mála, eru afar ánægöir meö aögeröir, bæöi Breta og Argentínumanna. Viö styöjum af einlægni málstaö beggja. Ekki spillti þó fyrir, ef úr yröi smástríö þarna suðurfrá til aö skerpa myntsafnið lítillega. Af þessu getur þú séð, lesari minn góöur, aö ekki er öll vitleysan eins.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.