Morgunblaðið - 16.04.1982, Side 22
54
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. APRÍL 1982
tt€£/n/\fíll
„ba oet\a fcL málnin^u sem
náeqir á. -fcvö -fjöll, fimm tré og
eitfc l.'tiá stöðuvatn."
... ad tala um fjármál
J'ram á nótt.
TM Reg. U.S. Pat. Oft — all rigtitt ruerved
•1M2 Lo* Angetee Tlmee Syndlcale
Anæyjulegt aö bera á borð fyrir
mann sem ekki þrasar út af matn-
um!
Með
morgunkaffinu
Kg vona að þið hafið svo sagt kon-
unni minni hvenær á að vekja
hann Lilla á morgnana?
Hver vill skrifa?
Hver vill tala?
Sebúlon skrifar 10. apríl:
„Kæri Velvakandi.
Mér rennur til rifja að sjá og
heyra hversu óskaplega er
þjarmað að Ísraelsríki, aftur og
aftur, og hve formælendur þess
eru fáir og fámálir. Sjá menn
ekki, að þessi einmana þjóð er
umkringd hatrömum óvinum,
sem hafa sett sér það markmið
að útrýma henni, hrekja hana í
hafið?
Hjá Sameinuðu þjóðunum
blása vindar á móti ísraels-
mönnum. Ætli séu nema eitt
eða tvö ár síðan á annað hundr-
að þátttökuríki samþykktu þá
ályktun, að Palestínumenn und-
ir stjórn PLO ættu rétt á að
stofna eigið ríki í Mið-Austur-
löndum? í samþykktinni var
ekki vikið einu orði að því, að
Israelsmönnum bæri réttur til
að njóta öryggis innan landa-
mæra sinna. Fulltrúar ýmissa
Vesturlandaþjóða, sem vita vel
að hverju arabaþjóðir stefna,
sátu hjá í stað þess að tala máli
ísraelsmanna. Enn er jökulkalt
í þingsölunum þar vestra og
kemur það fram aftur og aftur.
Hverjir eru Palestínumenn?
Eru þeir eingöngu fólk, sem átti
heima í landi því, er nú heitir
Israel? Nei, alls ekki. Það er
ekki mjög langt síðan Zuheir
Moshin, sem stjórnaði hernað-
araðgerðum PLO, sagði við hol-
lenzkt blað:
„Það er enginn munur á Jórd-
önum, Palestínumönnum, Sýr-
lendingum og Líbönum. Við til-
heyrum allir sömu þjóð. Það er
einungis af pólitískum ástæð-
um, sem við leggjum svona
mikia áherzlu á palenstínska
einingu okkar. Það er aröbum í
hag að undirstrika slíka einingu
í andstöðu við zíonismann.
Þetta er bara herbragð, að við
köllum okkur alla Palestínu-
menn.“ Þetta er vert að hafa í
huga í því gjörningaveðri, sem
fer um heiminn vegna deiln-
anna fyrir botni Miðjarðarhafs.
Segja má að raunverulegir
Palestínumenn hafi orðið til
sem þjóð kringum miðja þessa
öld. Þeir þurfa að sjálfsögðu að
njóta lífsréttinda eins og aðrir
— en ekki á kostnað annarra,
ekki heldur á kostnað ríkis, sem
stofnað er í samræmi við al-
þjóðlegar samþykktir, er gerðar
voru 1920 og 1947. Ísraelsríki
var komið á fót samkvæmt al-
þjóðlegu samkomulagi.
Svo má að orði komast, að
Palestínuþjóðin hafi myndast í
flóttamannabúðum. En hvernig
urðu þær flóttamannabúðir til?
Þegar Ísraelsríki var stofnað,
áttu allir íbúar landsins, gyð-
ingar sem aðrir, að njóta sömu
réttinda. En hafa menn gleymt
því, að arabaríkin umhverfis
Palestínu hvöttu íbúa Palestínu
til að hverfa á brott? Man eng-
inn lengur, að þessir flóttamenn
voru neyddir til að dveljast í
flóttamannabúðunum árum
saman? Gerir fólk sér ekki ljóst,
að arabar vilja ekki leysa flótta-
mannabúðirnar upp — þær eiga
að vera eins og opið sár af völd-
um ísraelsmanna, heppilega ill-
þefjandi í áróðursstríðinu gegn
Israel?
A sama tíma, þ.e. í byrjun,
tók ísrael á móti 800 þúsund
flóttamönnum frá Jemen, Sýr-
landi, írak, Túnis, Marokkó og
öðrum arabalöndum og aragrúa
flóttamanna úr öðrum hlutum
heims. En arabalöndin sýndu
enga slíka tilburði gagnvart
þeim hundruðum þúsunda, sem
þó áttu samleið með þeim í
sögu, tungu, trúarbrögðum og
erfðavenjum.
Eru allir vissir um að PLO,
þessir grimmu menn, sem hafa
„Kjötpotturinn tómur“
C.B. kom aA máli við Velvakanda og hafdi meðferdis kort með
áprentuðu kvæði og mynd, sem hér birtast hvort tvegjya. Lanjjaði hann
til að vita nánari deili á kvæðinu, sem ort er árið 1923, og eins hvaða
menn eru á skopmyndinni og hvað heir em að íera.
Kjðtpotturinn tómur.
1. Ég skrapp um daginn skemtifÖr til Spánar;
þið skiljið, það eru’ ekki neinir bjánar,
sem fara slíkar ferðir yfir pollinn,
— en fjárútlátin við þessar skemtanir —
eru versti skoilinn.
2. Heim kom ég svo aftur æði þunnur;
ausinn var til þurðar sérhver brunnur,
mig fýsti því að flýta mér að vita,
— hvað framorðið væri í kjötpotti Iandsins, ef
vera kynni að ég gæfi fengið mér þar —
ofurlítinn bita.
3. Kappar fimm við kjötpottinn þá voru,
en klökkir allir burtu þaðan fóru,
því þar var ekki agnar ögn að finna,
— sem ætilegt mætti kallast, svo að pottvörður-
inn gat ekki einu sinni látið bita —
til beztu vina sinna.
4. Þar var einn svo óttalega lítill,
eiginlega bara svolítill tritill,
hann sagðist gjarnan vilja fá að vita,
— hvort væni, stóri maðurinn við pottinn vildi
ekki fá hjá sér nokkur Alþýðublöð fyrir —
ofurlítinn bita.
5. Annar var þar óttalega magur,
eiginlega hvorki stór né fagur,
og sagðist fyrir sitt leyti vilja hafa
— samvinnu um það á komandi árum —
pottinn innan skafa.
6. Stuttur, hnellinn stóð þar einn í þanka
og studdi sig við lán úr islands banka,
hann ætlaði svona rétt að reyna að vila,
— hvað reikna mætti ferðakostnaðinn á þing milli
Hafnarfjarðar og Reykjavíkur, því ef hann gæii
ekkert fengið —
myndi’ 'hann heima silja.
7. Hinn síðasti var feykilega fattur
og fremur svona af gómlum manni brattur,
sem verzlunarólagið ætlaði þó að drepa
— • og af því sagðisí hann nú eiginlega vera kom-
inn, ef vera kynni að hann gæti að minsta kosti fengið
c eitthvað til að lepja.
Des. 1923. Gylfi.
„Kjötpotturinn
tómur“:
Birtist i
Speglinum
árið
1923
Gamli gamli skrifar í Kefla-
vík 6. apríl:
„Velvakandi góður.
I dálkum þínum í dag var
verið að spyrja um gaman-
kvæði sem ber heitið „Kjöt-
potturinn tómur“. Ég get upp-
lýst ykkur um það með glöðu
geði, að kvæði þetta birtist í
skopblaðinu Speglinum árið
1923, en að því er myndina
varðar, held ég ekki að þar sé
átt við neina sérstaka, bara
verið að sýna ástandið á þess-
um tíma.
Páll Skúlason var ritstjóri
Spegilsins á þessum árum, en
Tryggvi Magnússon teiknari.
Ég var búinn að eiga þetta
blað í mörg ár, en nú er það
ónýtt fyrir löngu. Ég var
nefnilega útsölumaður Speg-
ilsins hér fyrir Pál.
Um höfundarnafnið veit ég
ekkert. Páll vildi aldrei neitt
segja um það.
Með góðri kveðju og ósk um
gleðilega páska.“