Morgunblaðið - 16.04.1982, Qupperneq 6
38
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. APRÍL 1982
/T
m
tekinn í sátt
JOHN STEINBECK lézt 1968,
66 ára að aldri. Hann hefði
oröið áttræður fyrir nokkrum
vikum ef hann hefði lifað. íbúarnir
í Salinasdalnum, þar sem nób-
elsskáldið fæddist og ólst upp, og
kvikmyndafélagiö MGM halda upp
á afmælið fyrir hann.
Borgin Salinas og MGM sáu í
sameiningu um frumsýningu
kvikmyndarinnar „Ægisgata"
(Cannery Row), sem kostaði 11,3
milljónir dollara að framleiöa, meö
Nick Nolte og Debra Winger í hlut-
verkum sjávardýralíffræðingsins
og vændiskonunnar. Steinbeck
hafði litla ástæðu til að kvarta yfir
samvinnu sinni við kvikmynda-
framleiðendur í Hollywood, þótt
reynsla flestra annarra rithöfunda
hafi verið önnur.
Kvikmynd, sem var gerö eftir
bók hans „Kátir voru karlar" (Tor-
tilla Flat), var sæmileg, en kvik-
myndirnar „Mýs og menn“ og
„Þrúgur reiöinnar", gerðar eftir
samnefndum sögum hans, urðu sí-
gildar og hlutu tilnefningu til
Oscars-verðlauna 1939 og 1940.
John Ford hlaut verðlaunin fyrir
beztu leikstjórn í „Þrúgum reiðinn-
ar“. Kvikmynd Elia Kazans frá
1955, „Austan Edens“, er enn í
minnum höfð vegna túlkunar Jam-
es Deans á unglingi, sem hefur átt
erfiöa æsku, og ný kvikmynd, sem
hefur veriö gerð eftir bókinni, hef-
ur nýlega fengið Golden Globe-
verölaunin sem bezta sjónvarps-
kvikmyndin 1981.
Steinbeck notaöi 4.000 dollara,
sem hann fékk fyrir „Kátir voru
karlar", til þess að reisa sér hús og
fara aö fá sér kjöt t kvöldmatinn í
staö þess aö lifa á baunum og
rauövíni. Seinna voru þrjú kvik-
myndahandrit, sem hann samdi,
tilnefnd til Oscars-verðlauna —
„Lifeboat” 1944, „A Medal for
Benny“ 1945 og „Viva Zapata!“
1952.
Samskipti Steinbecks og Salin-
as —„salad-höfuöborgar heims-
ins“ — voru talsvert tvíræöari en
samband hans við Hollywood.
Gömlu og viröulegu fjölskyldurnar
í dalnum hötuöu hann fyrir lýsingu
hans á þeim í „Austan Edens", en
sérstaklega þó fyrir beinskeyttar
árásir hans á meöferð þeirra á far-
andverkamönnum í „Þrúgum reið-
innar". Borgarar Monterey, bæjar-
ins viö ströndina við vesturenda
Salinasdalsins, höföu horn í siöu
hans vegna lýsinga hans á sérvitr-
um iðjuleysingjum í „Kátir voru
karlar“ og utangarösmönnum og
vændiskonum í „Ægisgötu".
Steinbeck sagði alltaf sjálfur að
íbúar Salinas yröu ekki ánægöir
fyrr en hann yröi fluttur heim í lík-
kistu, en tíminn og Nóbelsverð-
launin hafa grætt flest sár. Mið-
aldra afgreiöslukona í veitinga-
stofu, sem áður var setustofa á
heimili Steinbeck-fjölskyldunnar,
segir: „John hefði oröiö áttræður
27. febrúar. Samtíðarmenn hans
eru látnir. Það var við þá sem hann
deildi. Hann sagöi ekkert misjafnt
um okkur. Við höfum engra harma
að hefna."
Steinbeck-húsiö er sumpart
minjasafn, sumpart vel sótt veit-
ingahús. Mynd af Steinbeck þegar
hann var umsjónarmaöur i efsta
bekk i gagnfræöaskólanum í Sal-
inas hangir á veggnum fyrir ofan
munnhörpu hans og gleraugu. Or
glugganum í svefnherbergi hans
sjást bæöi „hin gylltu" Gabilan-
fjöll, sem voru tákn lífsins í hans
augum, og Santa Lucia-fjöll,
„dimm, leyndardómsfull og hættu-
leg“, þar sem söguhetjan í smá-
sögu hans „Flóttinn" er grafinn að
eilífu. Þótt húsiö frá Viktoríutíman-
um, þar sem Steinbeck fæddist,
hefði veriö selt einu eða tveimur
árum eftir lát móöur hans 1934
gerðu nokkrar konur þaö upp fyrír
nokkrum árum.
Þetta er ekki eini staöurinn í
dalnum sem ber nafn Steinbecks
með stolti. i dalnum eru Stein-
beck-íbúðir, Steinbeck-humarhell-
irinn og nafni fataverzlunar var ný-
lega breytt í Steinbeck Lady.
Kór gagnfræðaskólanemenda,
„The Steinbeck Singers", söng
fyrir gesti á frumsýningu „Ægis-
götu“. Ágóöinn af frumsýningunni
rann til John Steinbeck-bóka-
safnsins, sem áöur hét Almenn-
ingsbókasafn Salinas. Ágóðinn,
sem nam 30.000 dollurum, fer upp
í kaup á handriti Steinbecks aö
skáldsögunni „Perlan", sem er til
sölu á 75.000 dollara. Handritið er
þegar til sýnis í hinu rúmgóöa og
viökunnanlega bókasafni, sem viö
Steinbeck er kennt, en þar eru
ainnig til sölu skyrtur meö áletrun-
inni „Ég er vinur Steinbecks" á sex
dollara.
John Stoénbock — Ljósmynd
Yousf Karsh (1969).
Þrátt fyrir ágæta samvinnu
Steinbecks við kvikmyndaiönað-
inn tók það Michael Phillips, fram-
leiðanda „Ægisgötu", og David
Ward, leikstjóra og höfund kvik-
myndahandritsins, rúmlega þrjú ár
aö fá kvikmyndafélag til aö standa
straum af kostnaöi við kvikmynda-
gerðina.
Ward var höfundur handritsins
að „The Sting“ og Phillips annar
framleiöandi þeirrar kvikmyndar,
sem aflaði Universal-félaginu
tekna að upphæð tæpar 80 millj-
ónir dollara og varö ein af 10 vin-
sælustu kvikmyndum sögunnar.
Auk þess hafði Phillips unnið meö
öörum að gerð „Close Encounters
of the Third Kind“, sem slagaði
upp í „The Sting“ að vinsældum.
En „Ægisgata" Steinbecks fjallaöi
um róna og þá sem undir uröu í
lífsbaráttunni í Monterey. Eini
trausti borgarinn í hópnum var
„Doc“, sjávardýralíffræöingur, en
lýsing Steinbecks á honum er í
raun lýsing á bezta vini hans, Ed
Ricketts. Ward kryddaöi söguna
með því að styðjast einnig við
„Sweet Thursday", ástarsögu sem
Steinbeck samdi um Doc 1954,
eftir aö Rickett fórst þegar bifreið
hans rakst á járnbrautarlest.
Kvikmyndir höfðu ekki veriö
gerðar áöur eftir „Ægisgötu“ eöa
„Sweet Thursday“, en stuözt hafði
verið við efnið í söngleik Rodgers
Úr kvikmyndinni „Þrúgur roidinnar" som John Ford loikatýrdi (1940). Honry Fonda ssm Tom Joad, Jane
Darwell og Ruaael Simpson.
£
Náttúrufegurð er mikil í nágrenni Toronto.
Víöa liggja
leiöir frá
Ferðalög
Sveinn Guðjónsson
Samvinnuferöir-Landsýn hafa nú hafiö reglubundiö
leiguflug til Toronto í Kanada og hafa þar með
opnaö nýja möguleika fyrir íslenska feröalanga að
kanna lönd í vesturálfu. Stórborgin Toronto er ein
og sér áhugaveröur dvalarstaöur, en frá henni
liggja leiöir um öll Bandaríkin og Kanada og hafa
Samvinnuferðir-Landsýn skipulagt feróir um aust-
ur- og vesturströnd Ameríku í tengslum viö leigu-
flugiö til Toronto. Aö auki hafa Samvinnuferöir-
Landsýn skipulagt þrjár þriggja vikna feröir til Haw-
aii í tengslum viö þetta flug, en þaö er raunar
kapítuli út af fyrir sig og munu Hawaii-feröir því
bíöa betri tíma til umfjöllunar í þessum pistlum.
DVALIÐ í TORONTO
í Toronto blasir heimsmennlngin
við hvert sem litiö er og því er engin
þörf á að halda feröinni áfram þegar
þangaö er komið. Verslanir, veitinga-
og skemmtistaöir eru á viö þaö besta
sem þekkist í heiminum auk þess
sem í borginni og nágrenni hennar
eru margir markverðir staðir sem
vert er að skoða. Þar er til dæmis
hæsti turn veraldar, C.N. Tower, 530
metra hár. Einhverjir stærstu og
sérkennilegustu fossar heims, Niag-
ara-fossar, eru skammt frá borginni
og viö borgarmörkin er einn þekkt-
asti dýragaröur veraldar.
Meginlandsloftsiag er í Toronto og
er veðrátta á sumrin því víða mjög
góð, að jafnaöi um 25 til 30 stiga hiti.
Almenningssundlaugar eru víöa og
baðstrendur viö nálæg vötn þannig
að sóldýrkendur ættu að una sér þar
vel. Golfvellir eru einnig víða og
börnin upplifa ótal ævintýri í undra-
heimi „Ontario Palace“ og í „Canada
Wonderland", hinu nýja „Disney-
landi" Toronto-búa. Þá hefur borgin
einnig ýmislegt á boöstólum fyrir
sögu- og listunnendur, þar er fjöldi
merkra safna og í hljómleikahöllinni
er vlkulega boðið upp á heimsþekkt
nöfn úr tónlistarheiminum.
Stuttar ferðir. Auðvelt er að
bregða sér í stuttar ferðir fró Toronto
og eru þær skipulagöar af kanadísku
ferðaskrifstofunni Sunflight. Má þar
til dæmis nefna þriggja daga ferö til
Montreal, fimm daga ferð til New
York og Atlantic City, siglingu á
hjólknúnum lystiskipum um Ontario-
vatniö til Montreal og víðar. Auk þess
eru bílaleigubílar ódýrir ef menn vilja
skoða sig um á eigin vegum og til
slíkra ferða má einnlg fá leigöa þægi-
lega húsbíla með öllum heimilisþæg-
indum.
Gististaöir Samvinnuferöa-