Morgunblaðið - 16.04.1982, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 16.04.1982, Qupperneq 17
MORGUNBLÁÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. APRÍL 1982 49 Bettina Huebers með móður sinni Eriku í íbuð þeirra í Berlin. fclk f fréttum Paul McCartney er pabbiminn — segir 19 ára gömul stúlka í Vestur-Þýskalandi + Kona ein í Vestur-Þýskalandi heldur því statt og stööugt fram aö hún og Paul McCartney, popp- stjarnan úr Bítlunum, eigi saman dóttur. Dóttirin sú heitir Bettina Huebers og er nú oröin 19 ára gömul og kveöst ætla aö feta í fótspor föður síns og reyna fyrir sér á tónlistarbrautinni. Móöir hennar, Erika, segir barniö hafa komiö undir í Þýskalandi á upp- hafsdögum Bítlanna, en þeir spil- uöu þar óþekktir um tima og fyrir einmitt tæpum 20 árum. Bettina krefst nú geysimikilla peninga af Paul McCartney, svo sem henni beri sem dóttur hans, en eignir hans eru metnar á 250 milljónir punda. (Og því má hnýta við aö Paul McCartney er þar aö auki kvæntur einkaerfingja Kodak-fyr- irtækisins svo Liverpool-strákurinn hefur komiö ár sinni vel fyrir borö.) Paul McCartney hefur neitaö því opinberlega aö hann sé faöir Bett- inu, en engu aö síöur ákváöu lög- fræöingar hans aö ganga til samn- inga viö Eriku áriö 1966, þar sem stúlkunni var úthlutaö 5.500 pund- um meö jöfnum greiðslum þar til hún varö 18 ára gömul. En lög- fræðingar McCartneys fullyröa aö í þessu samkomulagi felist engin viöurkenning á staöhæfingum hinnar vestur-þýsku konu. Lög- fræöingur Eriku leitar nú réttar Bettinu, eins og þeir oröa þaö, fyrir þýskum dómstólum, en á meöan reynir Bettina fyrir sér sem söng- kona. Hún tekur þátt í hverri hæfi- leikakeppninni á fætur annarri. Hún sagöi viö blaöamenn: „Ég vil veröa söngkona, þaö er allt og sumt. Ég tek þátt í tveimur hæfileikakeppnum á viku í von um að einhver taki eftir mér og gefi mér tækifæri. Ég fæ ekki séö aö ég sé aö reyna aö notfæra mér frægö fööur míns í söngnum; ég hef notiö þess aö syngja frá því óg var lítil stúlka. Heitast af öllu vildi ég veröa söngkona." Bettina fæddist einungis viku eftir aö Bítlarnir höföu slegiö í gegn meö „Love Me Do“-söngnum og aö sögn móöur Bettinu geröi Paul McCartney þaö sem í hans valdi stóö til aö telja hana frá því aö eignast barniö. Eftir aö Erika skildi viö mann sinn tók hún upp störf í bjórverksmiöju einni en fluttist svo búferlum til Berlínar þar sem hún geröist forstööumaöur matsölustaöar nokkurs og einmitt á þessum tíma greiddi McCartney mánaöarlega 46 pund til þeirra mæögna. Þær segja blaöamönn- um aö þær séu fátækar, en lítil merki fátæktar er aö finna í ibúö þeirra. Bettina hefur til dæmis sjónvarpstæki út af fyrir sig i her- berginu og kassettuspilara. Sem stendur vinnur Bettina sem verk- smiöjustúlka og eyðir peningum sínum í föt og hljómplötur. En hún segir aö þaö muni veröa fariö var- lega meö alla þá fjármuni sem hún muni fá frá fööur sínum og einung- is örlítill hluti þeirra fari í fatnaö og hljómpiötukaup. Paul McCartney áriö 1964. I Lundúnum var lögfræöingur McCartneys, Sam Sylvester, spuröur um máliö. Hann sagöi: „Hr. McCartney veit um þær kröfur sem kona þessi gerir, en hefur ekki viöurkennt þær, og ég sem lög- fræðingur hans mun athuga þetta mál meö þeim hætti sem ég tel hæfilegan ...“ Töfrakúlan + Töfrateningur Rubiks hefur nú fengiö samkeppni: Töfrakúlan var kynnt á mikilli leikfangasýningu í Nuremburg nýveriö. Svo sem sóst á myndinni er stúlkan sem í leiöslu handleikandi nýju töfrakúluna en ‘ óvíst er þó hvort hún slær jafn rækilega í gegn og töfrateningur Rubiks, sem fengiö hefur hreint ótrúlega útbreiðslu um allan heim. Jafnvel bækur um töfratekninginn seljast í metupplögum. En fram- leiöendur nýju töfrakúlunnar gera sér sem sagt vonir um að hún veitl töfrateningnum einhverja sam- keppni... COSPER tOSPER ee* Megrunarnámskeið Vegna mjög mikillar eftirspurnar hefst nýtt megrunarnámskeið 20. apríl (bandarískt megrunarnámskeið sem hefur notið mik- illa vinsælda og gefið mjög góðan árangur). Námskeiðiö veitir alhliöa fræöslu um hollar lífsvenjur og vel samsett mataræöi, sem getur samrýmst vel skipulögöu venjulegu heimilismatar- æöi. Námskeiðió er fyrir þá: • sem vilja grennast • sem vilja koma í veg fyrir aö vandamáliö endurtaki sig • sem vilja forðast offitu og þaö sem henni fylgir Upplýsingar og innritun í síma 74204. Kristrún Jóhannsdóttir, manneldisfræðingur. Jarðhæð (verslunarhæð) við Rauðarárstíg aö stærö 580 fm í fyrirhugaðri byggingu á lóö- inni Laugavegur 116— 118 er til sölu. Uppl. ásamt teikningum eru fyrirliggjandi á skrifstofu BSRB, Grettisgötu 89, sími 26688. Þeir sem áhuga hafa á kaupum þessum snúi sér skriflega til Bandalags starfsmanna ríkis og bæja fyrir 28. apríl 1982. 18.—25. APRÍL 1982 HEILSUVIKA Æ A HÚSAVÍK Þarftu að missa nokkur aukakíló? Viltu losna við streitu og eril hverdagsins? Viltu njóta heilsusamlegrar útivistar i þægilegu og fallegu umhverfi? VIÐ HÖFUM LAUSNINA MEGRUN - HVÍLD - LÍKAMSRÆKT - ÚTIVERA Á HEILSUVIKU ÁHÚSAVÍK bjóðum við upp á létt en girnilegt fæði -sund -leikfimi -gufuböð - heitan pott - nudd - gönguferðir - ýmiskonar tómstundagaman og fræðileg erindi. SÉRHÆFT STARFSFÓLK svo sem læknir - sjúkraþjálfari - íþróttakennarar leiðsögumenn og lipurt (hótel) starfsfólk munu sjátil þessað þér líði sem þest. HÓTEL HÚSAVÍK býður þér að dvelja í vistlegum tveggja manna herbergjum með baði meðan á þessari sæluviku stendur. VERÐIÐ fyrir allt þetta er aðeins frá kr: 3950 fyrir manninn og flugfar innifalið. ALLAR UPPLÝSINGAR fást hjá Flugleiðum h.f. sími 26622 og Hótel Húsavík sími 96-41220. VERTU VELKOMIN H Hótd M Húsavik

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.