Morgunblaðið - 22.04.1982, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 22.04.1982, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. APRÍL 1982 + Minningarathöfn sonar okkar og bróöur, ÆVARS RAGNARSSONAR, Hrísalundi 8e, sem fórst með ms. Suöurlandi 25. mars sl., fer fram frá Akureyrar- kirkju laugardaginn 24. apríl kl. 13.30. Sigriöur Tryggvadóttir, Ragnar Pálsson og systkini. Maðurinn minn, fósturfaöir, stjúpfaöir, tengdafaöir og afi, PÉTUR M. ÓSKARSSON, Móabaröi 22, Hafnarfiröi, veröur jarösunginn frá Þjóökirkjunni föstudaginn 23. apríl kl. 2. Þeim sem vildu minnast hans er bent á styrktarsjóö Sveins Auðunssonar. Elísabet Narfadóttir, Ingibjörg S. Jónsdóttir, Siguróur Jónsson, Höröur Hallbertsson, Dúfa Kristjónsdóttir og barnabörn. Þökkum innilega auösýnda samúö viö andlát og jaröarför litlu dóttur okkar KOLBRÚNAR. Kristinn Skúlason, Anna Pétursdóttir. Faöir okkar, MAGNÚS VÍGLUNOSSON, ræöismaöur Spánar, Brekkulæk 6, veröur jarösunginn frá Háteigskirkju, föstudaginn 23. apríl, kl. 15.00. Geirlaug Herdís Magnúsdóttir, Magnús Magnússon, Víglundur Magnússon, Haraldur Magnússon. + Elskulegur eiginmaöur minn, tengdafaöir og afi, ÁRNI INGVAR VIGFÚSSON, bifreiöastjóri, Njörvasundi 9, Rvík, veröur jarösunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík , föstudaginn 23. apríl, kl. 13.30. Hulda Halldórsdóttir, Gunnar Maggi Árnason, Stefanía Flosadóttir, Vigfús Þór Arnason, Elín Pálsdóttir, Halla Vilborg Árnadóttir, Gísli Jónsson, Rúnar Jón Árnason, Kristín Eiríksdóttir og barnabörn. Lokað eftir hádegi föstudaginn 23. apríl, vegna jaröarfarar ÁRNA VIGFÚSSONAR. Prenttækni. Vegna útfarar ÞÓRÐAR BENEDIKTSSONAR, fyrrum formanns SÍBS, veröa skrifstofur sambandsins í Suöurgötu 10 lokað- ar eftir hádegi föstudaginn 23. apríl. SÍBS. Lokað vegna jarðarfarar Skrifstofur, söludeild og vöruafgreiösla verða lokaðar frá hádegi föstudaginn 23. apríl vegna útfarar ÞÓRÐAR BENEDIKTSSONAR, fyrrverandi formanns SÍBS. Vinnuheimiliö Reykjalundi. Minning: Magnús Víglunds- son stórkaupmaður Fæddur 24. september 1912 Dáinn 16. apríl 1982 Nú að leiðarlokum get ég ekki látið hjá líða að skrifa nokkrar línur í minningu Magnúsar Víg- lundssonar og þakka honum sam- fylgdina. Sem unglingur réðst ég í vinnu til Magnúsar og ílentist þar í hart- nær aldarfjórðung. Er mér minnisstætt hversu fyrirmannlegur og glæsilegur mér þótt Magnús vera strax við fyrstu kynni, enda kom í ljós að hann var mjög stórbrotinn persónuleiki. Magnús var mikill hugsjóna- maður og hafði bjargfasta trú á íslenskum iðnaði og má segja að sú trú hafi orðið honum dýrkeypt í bókstaflegri merkingu. Þegar umsvif Magnúsar voru sem mest átti hann verksmiðjur sem framleiddu alfatnað og spunavörur og flutti inn vörur til iðnaðar, allt frá títuprjónum upp í stærstu vélasamstæður. Þá hefðu fáir trúað að hann ætti eftir að loka öllum þessum fyrirtækjum, sem stofnuð voru af stórhug og framsýni, en sú varð raunin á, því allt er í heiminum hverfult. Kannski er erfiðast af öllu að hafa þá hugsjón að íslenskur iðnaður geti dafnað hér á landi. Margar ferðir fór ég með Magn- úsi austur að Höfða í Biskups- tungum, en þar voru æskustöðvar hans. Fróðlegt var þá að hlusta á Magnús rifja upp uppvaxtarár sín þar og hafði hann strax í æsku haft brennandi áhuga á að komast til mennta, enda komst Magnús úr sveitinni sinni alla leið til Spánar til verslunarnáms og var það ekki heiglum hent í þá daga. Magnús var mjög ljóðelskur maður og dáði Einar Benediktsson skáld mjög. Ég lýk því þessum fáu kveðjuorðum mínum með einu af ljóðum Einars og votta aðstand- endum Magnúsar samúð mína. (iengi er vall, þar fé er falt, fagna skall í hljóAi. Hitt varð alltaf hundraðfall sem hjartað galt úr sjóði. Árni Ferdinandsson Fyrir tæpum mánuði átti ég er- indi við Magnús Víglundsson á skrifstofu hans í Austurstræti 17 og hitti hann þar hressan og kátan að vanda. Kvaðst hann þá vera nýkominn úr læknisskoðun og ekkert amaði að sér. Grunaði mig þá sízt, að þetta yrðu okkar síð- ustu fundir. En skjótt skipast veð- ur í lofti og rétt fyrir páska veikt- ist hann alvarlega og var fluttur á Borgarspítalann, þar sem hann lézt hinn 16. apríl sl. eftir aðeins nokkurra daga sjúkdómslegu. Magnús Víglundsson var fædd- ur að Höfða í Biskupstungum hinn 24. september 1912. Foreldrar hans voru hjónin Jóhanna Þor- steinsdóttir og Víglundur Þor- steinsson bóndi á Höfða. Börn þeirra hjóna voru átta og lifa þrjár systur Magnús, þær Guðrún, Gunnþórunn og Sesselja. Magnús hélt ungur utan til náms og stundaði verzlunarnám við verzlunarháskóla í Bilbao á Spáni 1933—35. Um skeið rak hann svo verzlunarskrifstofu í Barcelona, en kom alkominn heim 1936. Stofnaði hann þá í félagi við Sigfús heitinn Bjarnason heild- verzlunina Heklu og starfaði við það fyrirtæki fram til 1940, að hann hóf iðnrekstur í stórum stíl. Stofnaði hann fyrst Verksmiðjuna Fram hf., en síðan hverja verk- smiðjuna af annarri og tvær verzl- anir, alls 11 fyrirtæki. Kynni okkar Magnúsar hófust árið 1954, er ég hugði á háskóla- nám á Spáni. Fann ég fljótt, að þar fór öðlingur, sem átti fáa sína líka. Bar öll hans fyrirgreiðsla í mínum máium vitni góðvild og höfðingsskapar. Ég hef oft kallað þetta mín fyrstu beinu kynni af Spáni og ég man hvað mig furðaði á því hve kunnuglega og hlýlega hann talaði um þetta fjarlæga land eins og Spánn var þá í hug- skoti manns. Síðan skildist mér við frekari kynni við Magnús, hversu djúpt námsdvölin á Spáni hafði hrifið hann. Er ég viss um að ég tala fyrir munn allra þeirra mörgu, sem erindi eða viðskipti áttu við hann í sambandi við Spán, að ljúfari fyrirgreiðslu hefði varla verið völ á hjá nokkrum manni. Næstu árin dvaldist ég erlendis, en Iauslegt samband hélst þó, enda hafði Magnús ánægju af að fylgjast með atburðum í hinum rómanska heimi. Eftir heimkomu mína urðu þessi kynni nánari og þar kom, að ég réðist til starfa hjá Magnúsi á miðju ári 1963 og hélst það samstarf meira og minna í röskan áratug. Þegar hér var komið, höfðu orð- ið veigamikil straumhvörf í ís- lensku viðskiptalífi. Ymis við- skiptahöft, sem lengi höfðu verið við lýði, sum allt frá kreppuárun- um eftir 1930, voru nú afnumin og innflutningshömlum að mestu af- létt eftir 1960. Þetta nýfengna viðskiptafrelsi notfærðu menn sér auðvitað fegins hendi og þurfti ekki að hvetja Magnús til stórræð- anna, hvorki þá né endranær. Endurnýjaði hann vélakost allra iðnfyrirtækja sinna á mjög skömmum tíma og af þeim mynd- arskap, sem hann átti vanda til. En ýmsir samverkandi þættir reyndust viðkvæmum samkeppn- isiðnaði skeinuhættir og átti iðn- aður þessi brátt í vök að verjast. Frjáls innflutningsverzlun varð þess valdandi, að inn í landið tóku að streyma alls kyns ódýrar iðnað- arvörur, sem innlendum iðnaði reyndist erfitt að keppa við. Þar að auki jókst eftirspurn eftir lánsfé mjög, þannig að fjármagnið dreifðist víðar og liðu jafnvel gró- in fyrirtæki fyrir það. Enn eitt veigamikið atriði var sá allt of skammi umþóttunartími, sem til féll að reyna hinar nýju vélar og búnað og setja á laggirnar ný framleiðslukerfi. Að lokum fór svo, að rekstrar- stöðvun blasti við og áður en mál- in herptust í óleysanlegan hnút brá Magnús á það ráð að hætta iðnrekstri og leysa upp fyrirtækin og láta af hendi fasteignir sínar til að leysa úr skuldaflækjunni. Þetta voru að sjálfsögðu sársaukafullar ráðstafanir og hefðu vafalaust brotið minni bóga en Magnús. Hann brást hins vegar við af karl- mennsku og sneri sér nú alfarið að umboðs- og heildverzlun. Meðan fyrirtæki Magnús stóðu með sem mestum blóma mynduðu þau sannkallað iðjuver. Og þegar umsvifin voru hvað mest, störfuðu við þau hátt á annað hundrað manns. í stuttu máli var skipulag- ið þannig, að firmað Magnús Víg- lundsson hf. sá um innflutning á hráefnum og hafði með höndum stjórn verksmiðjanna, en þær voru: Fram hf., Herkúles hf., Nýja skóverksmiðjan hf., Sokkaverk- smiðjan hf., Nærfata- og prjónles- verksmiðjan hf., Minerva hf., íris hf. og Sjófataverksmiðjan hf. Sameinaða verksmiðjuafgreiðslan (SAVA) sá um dreifingu fram- leiðslunnar. Ennfremur eignaðist Magnús og rak Vöruhúsið hf. og Skóbúð Reykjavíkur hf. ásamt úti- búum og Leðurverzlun Magnúsar Víglundssonar hf., sem var bæði smásölu- og heildverzlun. Magnús Víglundsson var fyrst og fremst maður starfsins, enda voru dugnaður hans og atorka annáluð. Hann gekk jafnan víg- reifur til starfs og hreif aðra með sér. Slíkir menn veljast jafnan sjálfkrafa til forystu. Það var því ekki að undra, þótt á hann hlæð- ust ýmis trúnaðarstörf og hann væri eftirsóttur til ýmissa félags- mála. Hann átti sæti í stjórn Fé- lags islenzkra iðnrekenda um langt árabil, var kosinn í Verzlun- arráð og var varaformaður þess um skeið, átti lengi sæti í blað- stjórn Vísis og var lengi í Full- trúaráði Sjálfstæðisflokksins. Hann var einn af aðalhvatamönn- um stofnunar Almenna Bókafé- lagsins og var stjórnarmaður í Stuðlum hf. frá upphafi og um skeið varaformaður. Sem ungur maður lagði hann stund á íþróttir, einkum sund og glímu og hélt hann alltaf tryggð við íþróttahreyfinguna. Síðar á . æfinni tók hann að stunda golf og var í stjórn Golfklúbbs Reykjavík- ur um skeið. Magnús varð stjórnarformaður Útgáfufélagsins Braga hf. árið 1956 og var það, meðan honum entist aldur til. Hvers kyns skáldskapur og sér í lagi ljóðlist voru hans hugðarefni og þótt hann væri enginn einstefnumaður í þeim efnum, mat hann engan meira en skáldjöfurinn Einar Benediktsson. Útgáfufélagið Bragi beitti sér fyrir hátíðarútgáfu á verkum Einars Benediktssonar á aldarafmæli hans árið 1964. Við það tækifæri, hinn 31. október 1964, gaf Útgáfufélagið Bragi Reykjavíkurborg minnismerki um Einar Benediktsson, sem stendur við Miklatún. Tel ég mig ekki halla á neinn, þótt ég segi Magnús for- vígismann þessara mála og reynd- ar miklu fleiri, sem stuðluðu að því að halda á loft minningu Ein- ars Benediktssonar. Allt frá unglingsárum var Magnús mikill tungumálamaður og lagði sig fram um að nema helstu þjóðtungur, jafnvel á efri árum. En það er kunn staðreynd, að fæstir verða góðir málamenn nema kunna vel sitt eigið móð- urmál. Og Magnús kunni þá list að auka stöðugt við þekkingu sína á eigin máli og leitaði víða fanga. Upp kemur í hugann erindi úr Stefjahreimi Einars Benedikts- sonar: Oj» feðratungan tignarfríð, — hver (aug mín vill því máli unna; þe.sN va-ngur hefNt um hvolfin víð, þe.ss hljómtak snertir nedstu grunna. — 1'aA ortu guóir lífs vió lag; ég lifi í því minn ævidag og dey vió auðs þess djúpu hrunna. Rómönsku málin voru honum einkar hugleikin og var hann t.d. endurskoðandi Alliance Francaise um áraraðir. Árið 1948 varð hann ræðismað- ur Spánar og gegndi því starfi til dauðadags. Fyrir störf sín að mál- efnum Spánar á Islandi hlaut Magnús ýmsa viðurkenningu og meðal annars tvær orður frá spönskum stjórnvöldum. Meðan Magnús rak iðnfyrirtæk- in var starfsvettvangur hans á Bræðraborgarstíg 7, en er þeirri starfsemi var hætt, flutti hann skrifstofur sínar að Austurstræti 17, þar sem hann rak fyrirtækið Magnús Víglundsson hf., meðan kraftar entust. Hófst hann handa um að kynna spánskar skipasmíð- ar hérlendis og átti hlut að inn- flutningi skuttogara frá Spáni, bæði stórra og smárra. Var þetta brauðryðjandastarf, sem krafðist mikillar og strangrar vinnu. Magnús Víglundsson var tví- kvæntur. Fyrri kona hans var Ragnheiður Guðmundsdóttir augnlæknir og er dóttir þeirra Geirlaug Herdís, nú búsett í Kanada. Þau Ragnheiður skildu. Síðari kona Magnúsar var Þór- halla Haraldsdóttir og eignuðust þau þrjá syni, sem enn eru á ungl- ingsaldri, en þeir eru Magnús, Víglundur og Haraldur. Þau Þór- halla slitu samvistum á sl. ári. Bornum Magnúsar og öðrum ástvinum votta ég, og fjölskylda mín, dýpstu samúð á þessari ör- lagastundu. Minningin um góðan mann mun lifa. þórjr Á. Ólafsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.