Morgunblaðið - 22.04.1982, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 22.04.1982, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. APRÍL 1982 Tónleikar í Norræna húsinu í KVÖLÐ halda Freyr Sigurjónsson og Anna Guðný Guðmundsdóttir tónleika í Norræna húsinu klukkan 20.30. Eftir að hafa lokið prófi úr Tónlistarskólanum í Reykjavík héldu bæði utan til frekara nams í Englandi, Anna Guðný í píanóleik við Guildhall School of Music and Drama í London, og Freyr í flautuleik við Royal Northern College of Music í Manchester. Á efnisskrá eru verk eftir tón- skáldin Couperin, Pixis, Widor, Martinu og Jolivet. Messað í grunni Víðistaðakirkju FYRIR RÉTTU ári var tekin fyrsta skóflustunga að væntanlegri Víoi staðakirkju í Hafnarfirði. Grunnur kirkjunnar er nú uppsteyptur og verður baldið áfram með bygging- una eftir því sem fé hrekkur til. A sumardaginn fyrsta er ráðgert að messa i grunni kirkjunnar og verða við þá athöfn skírð tvð börn. Ef veður verður óhagstætt verð- ur athöfnin færð inn í Víðistaða- skóla, sem stendur skammt frá væntanlegri kirkju. Við athöfnina munu auk sóknarprests þjóna þeir sr. Gunnþór Ingason og sr. Ingólf- ur Guðmundsson. Að lokinni at- höfninni verður kaffisala Systra- félags Víðistaðasóknar og fer hún fram í Víðistaðaskóla. Þar verður og dregið í byggingarhappdrætti kirkjunnar. Það er von allra, sem að framkvæmd þessa vinna, að sem flestir leggi leið sína á sumar- daginn fyrsta á kirkjustæðið, njóti þar guðsþjónustu og fái sér í leið- inni sumarkaffi hjá Systrafélag- inu. Sigurður H. Guðmundsson. Grund í Eyjafirði og Hvítárvellir til sölu Hjá fasteignasölunni Eignamiðlun í Reykjavík eru nú til sölu tvær knnti.it jarðir, Grund í Eyjafirði og Hvítárvellir í Borgarfirði. Jarrtirnar bera raunar nöfnin Grund II og Hvítárvellir II, þar sem þeim hefur báðum verið skipt, og er aðeins annar hlutinn til sölu i báð- um tilvikum. Grund í Eyjafirði er ein af kunn- ustu jörðum á íslandi, og þar hafa löngum búið þjóðkunnir menn, og þar hefur verið rekið mikið bú fram á síðari ár. Jörðin er í miðjum Eyja- firði, einu frjósamasta landbúnað- arhéraði landsins, og ræktað land á Grund II er milli 80 og 100 hektarar. Hvítárvellir II í Borgarfirði er kunn laxveiðijörð, en jörðin á land bæði að Hvítá og Grímsá. Landrými er um 190 ha., þar af um 28 ha. full- ræktaðs lands. Jörðin er húsalaus, að öðru leyti en því að veiðihús er við ármót Hvítár og Grímsár. Margir kannast einnig við Hvít- árvelli, af því að þar bjó á sinni tíð hinn kunni umsvifamaður, er á ís- landi hefur jafnan verið nefndur „Baróninn á Hvítárvöllum, en við hann er Barónstígur í Reykjavík einnig kenndur. Sverrir Kristinsson á Eignamiðl- uninni sagði í samtali við blm. Morg- unblaðsins í gær, að erfitt væri að setja verð á jarðir þessar eða verð- leggja þær nákvæmlega. Ljóst væri þó, að um væri að ræða milljónir króna í báðum tilvikum, hundruðir milljóna gamalla króna. Dalbrautarheimilið: Opið hús hjá öldruðum f DAG, sumardaginn fyrsta, verður opið hús í Þjónustuíbúðum aldraðra, Dalbraut 27 í Reykjavík. Dagskráin hefst klukkan 13.45 með leik skólahljómsveitar Laug- arnesskóla. Klukkan 14.00 verður húsið opnað fólki til sýnis og verð- ur forseti Islands, Vigdís Finn- bogadóttir, heiðursgestur. Gefst fólki tækifæri til að skoða húsið og kynnast starfseminni sem þar fer fram allt til klukkan 18.00. Þá verður selt kaffi og meðlæti og rennur allur ágóði til kaupa á myndbandi fyrir íbúa hússins. Megrunarnámskeið Vegna mjög mikillar eftirspurnar hefst nýtt megrunarnám- skeið 29. apríl (bandarískt megrunarnámskeið sem hefur notiö mikilla vinsælda og gefiö mjög góöan érangur). Nám- skeiðiö veiti: alhliöa Iræoslu um hollar lifsvenjur og vel sam- sett mataræði, sem getur samrýmst vel skípulögöu. venju- legu heimilismataræðí. Námskeiðið er fyrir þa: • sem vilja grennast • sem vilja koma í veg fyrir að vandamáliö endurtaki sig • sem vilja foröast offitu og þaö sem henni fylgir. Upplýsingar og innritun í sima 74204. Kristrún Jóhannsdóttír, manneldísfræðmgur. Gísli Sigurðsson sýnir að Kjarvalsstöðum: Sextíu málverk sem öll eru byggð á ljóðum í DAG, sumardaginn fyrsta klukkan 3 síðdegis, verður opnuð í Kjarvals- sal á Kjarvalsstöðum sýning Gísla Sigurðssonar á 60 málverkum, sem hann hefur málað við jafn mörg Ijóð og nefnir sýninguna í samræmi við það: Myndir úr Ijóðheimi. Listmálarar hafa oft sótt föng í ljóð, en þetta mun í fyrsta sinn að efnt er til stórrar sýningar, þar sem einungis er leitað á þessi mið. Lengst burt frá samtíðinni hefur Gísli sótt í Njálu; auk þess er ein mynd byggð á Sólarljóðum frá 13. öld, en með einni undantekningu er allt hitt byggt á ljóðum þessar- ar aldar og eftir íslenzk skáld. í sumum þeirra koma fyrir náttúru- og árstíðalýsingar, í öðrum frá- sagnir og sum eru súrrealísk. Gísli Sigurðsson sýndi síðast myndir hér syðra í Norræna hús- inu 1978, en síðastliðin þrjú ár hefur hann unnið markvisst að þessari sýningu og hóf verkið með því að leita sér að yrkisefnum í um það bil 200 ljóðabókum. Sýn- ingargestir fá í hendur veglega sýningarskrá, þar sem viðkomandi ljóð eru prentuð, en um það segir Gísli í skránni: „Þau 60 ljóð, sem ég hef sótt föng í, eru að einhverju eða öllu leyti prentuð í sýningarskránni. Það er gert vegna þess að margir Ljóftm.: Krifltján Einarasoa. Gísli Sigurðsson við eitt verka sinna á sýningunni, Martröð, eftir Ijóði Kristjáns frá Djúpalæk um draum Guðrúnar á Bægisá. hafa yndi af kveðskap og finnst ef til vill fróðlegt að gaumgæfa, hvering hægt er að nota skáld- skaparmál í myndir. Ljoðin eru hinsvegar ekki birt hér vegna þess að það sé nauðsynlegt sýningar- innar vegna. Umfram allt er myndunum ætlað að vera sjálf- stæð verk og þær eiga ekki að þurfa neinar skýringar eða texta með sér til þess að lifa á sinn myndræna hátt." Lesendur Morgunblaðsins þekkja Gísla og verk hans úr Les- bókinni, þar sem hann hefur starf- að ásamt með myndlistinni síð- astliðin 15 ár. Fyrstu einkasýn- ingu sína hélt hann 1964, en þessi er sú sjöunda og mun hún standa fram til 10. maí. EVRIRALLA FJOUSKYLDUNA 3, 5, 10, og 12 gíra reiðhjól. Heimsfræg gæðavara. Varahluta-og viðgerðarþjónusta á staðnum. Reiðhjólahandbók Fálkans með leiðbeiningum um notkun og viðhald íylgir öllum Raleigh reiðhjólum. Utsölustaðir og þjónusta víða um land. Opið laugardaga til hádegis ^ FALKINN ,^» SUOURLANDSBRAUT 8, SÍMI 84670 ^f? J

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.