Morgunblaðið - 22.04.1982, Síða 5

Morgunblaðið - 22.04.1982, Síða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. APRÍL 1982 5 Tónleikar í Norræna húsinu í KVÖLD halda Freyr Sigurjónsson og Anna Guðný Guðmundsdóttir tónleika í Norræna húsinu klukkan 20.30. Eftir að hafa lokið prófi úr Tónlistarskólanum í Reykjavík héldu bæði utan til frekara náms í Englandi, Anna Guðný í píanóleik við Guildhall School of Music and Drama í London, og Freyr í flautuleik við Royal Northern College of Music í Manchester. A efnisskrá eru verk eftir tón- skáldin Couperin, Pixis, Widor, Martinu og Jolivet. Messað í grunni Víðistaðakirkju FYRIR RÉTTU ári var tekin fyrsta skóflustunga að væntanlegri Víði- staðakirkju í Hafnarfirði. Grunnur kirkjunnar er nú uppsteyptur og verður haldið áfram með bygging- una eftir því sem fé hrekkur til. A sumardaginn fyrsta er ráðgert að messa á grunni kirkjunnar og verða við þá athöfn skírð tvö börn. Ef veður verður óhagstætt verð- ur athöfnin færð inn í Víðistaða- skóla, sem stendur skammt frá væntanlegri kirkju. Við athöfnina munu auk sóknarprests þjóna þeir sr. Gunnþór Ingason og sr. Ingólf- ur Guðmundsson. Að lokinni at- höfninni verður kaffisala Systra- félags Víðistaðasóknar og fer hún fram í Víðistaðaskóla. Þar verður og dregið í byggingarhappdrætti kirkjunnar. Það er von allra, sem að framkvæmd þessa vinna, að sem flestir leggi leið sína á sumar- daginn fyrsta á kirkjustæðið, njóti þar guðsþjónustu og fái sér í leið- inni sumarkaffi hjá Systrafélag- inu. Sigurður H. Guðmundsson. Grund í Eyjafirði og Hvítárvellir til sölu Hjá fastcigna.sölunni Eignamiðlun í Reykjavík eru nú til sölu tvær kunnar jarðir, Grund í Eyjafirði og Hvítárvellir í Borgarfirði. Jarðirnar bera raunar nöfnin Grund II og Hvítárvellir II, þar sem þeim hefur báðum verið skipt, og er aðcins annar hlutinn til sölu í báð- um tilvikum. Grund í Eyjafirði er ein af kunn- ustu jörðum á íslandi, og þar hafa löngum búið þjóðkunnir menn, og þar hefur verið rekið mikið bú fram á síðari ár. Jörðin er í miðjum Eyja- firði, einu frjósamasta landbúnað- arhéraði landsins, og ræktað land á Grund II er milli 80 og 100 hektarar. Hvítárvellir II í Borgarfirði er kunn laxveiðijörð, en jörðin á land bæði að Hvítá og Grímsá. Landrými er um 190 ha., þar af um 28 ha. full- ræktaðs lands. Jörðin er húsalaus, að öðru leyti en því að veiðihús er við ármót Hvítár og Grímsár. Margir kannast einnig við Hvít- árvelli, af því að þar bjó á sinni tíð hinn kunni umsvifamaður, er á ís- landi hefur jafnan verið nefndur „Baróninn á Hvítárvöllum, en við hann er Barónstígur í Reykjavík einnig kenndur. Sverrir Kristinsson á Eignamiðl- uninni sagði í samtali við blm. Morg- unblaðsins í gær, að erfitt væri að setja verð á jarðir þessar eða verð- leggja þær nákvæmlega. Ljóst væri þó, að um væri að ræða milljónir króna í báðum tilvikum, hundruðir milljóna gamalla króna. Dalbrautarheimilid: Opið hús hjá öldruðum í DAG, sumardaginn fyrsta, verður opið hús í Þjónustuíbúðum aldraðra, Dalbraut 27 í Reykjavík. Dagskráin hefst klukkan 13.45 með leik skólahljómsveitar Laug- arnesskóla. Klukkan 14.00 verður húsið opnað fólki til sýnis og verð- ur forseti íslands, Vigdís Finn- bogadóttir, heiðursgestur. Gefst fólki tækifæri til að skoða húsið og kynnast starfseminni sem þar fer fram allt til klukkan 18.00. Þá verður selt kaffi og meðlæti og rennur allur ágóði til kaupa á myndbandi fyrir íbúa hússins. Megrunarnámskeið Vegna mjög mikillar eftirspurnar hefst nýtt megrunarnám- skeiö 29. apríl (bandariskt megrunarnámskeið sem hefur notiö mikilla vinsaslda og gefiö mjög góöan árangur). Nám- skeiðiö veiti: alhliöa frœóslu um hollar lífsvenjur og vel sam- sett mataræöi, sem getur samrýmst vel skipulögöu, venju- legu heimilismataræói. Námskeióió er fyrir þá: • sem vilja grennast • sem vilja koma í veg fyrir aö vandamáliö endurtaki sig • sem vilja foröast offitu og þaö sem henni fylgir. Upplýsingar og innritun í síma 74204. Kristrún Jóhannsdóttir, manneldisfræöingur. Gísli Sigurðsson sýnir að Kjarvalsstöðum: Sextíu málverk sem öll eru byggð á ljóðum Ljósni.: Kristján Einarwwn. Gísli Sigurðsson við eitt verks sinna á sýningunni, Martröð, eftir Ijóði Kristjáns frá Djúpalæk um draum Guðrúnar á Bægisá. f DAG, sumardaginn fyrsta klukkan 3 síðdegis, verður opnuð í Kjarvals- sal á Kjarvalsstöðum sýning Gisla Sigurðssonar á 60 málverkum, sem hann hefur málað við jafn mörg Ijóð og nefnir sýninguna í samræmi við það: Myndir úr Ijóðheimi. Listmálarar hafa oft sótt föng í ljóð, en þetta mun í fyrsta sinn að efnt er til stórrar sýningar, þar sem einungis er leitað á þessi mið. Lengst burt frá samtíðinni hefur Gísli sótt í Njálu; auk Jjess er ein mynd byggð á Sólarljóðum frá 13. öld, en með einni undantekningu er allt hitt byggt á ljóðum þessar- ar aldar og eftir íslenzk skáld. í sumum þeirra koma fyrir náttúru- og árstíðalýsingar, í öðrum frá- sagnir og sum eru súrrealísk. Gísli Sigurðsson sýndi síðast myndir hér syðra í Norræna hús- inu 1978, en síðastliðin þrjú ár hefur hann unnið markvisst að þessari sýningu og hóf verkið með því að leita sér að yrkisefnum í um það bil 200 ljóðabókum. Sýn- ingargestir fá í hendur veglega sýningarskrá, þar sem viðkomandi ljóð eru prentuð, en um það segir Gísli í skránni: „Þau 60 ljóð, sem ég hef sótt föng í, eru að einhverju eða öllu leyti prentuð í sýningarskránni. Það er gert vegna þess að margir hafa yndi af kveðskap og finnst ef til vill fróðlegt að gaumgæfa, hvering hægt er að nota skáld- skaparmál í myndir. Ljóðin eru hinsvegar ekki birt hér vegna þess að það sé nauðsynlegt sýningar- innar vegna. Umfram allt er myndunum ætlað að vera sjálf- stæð verk og þær eiga ekki að þurfa neinar skýringar eða texta með sér til þess að lifa á sinn myndræna hátt.“ Lesendur Morgunblaðsins þekkja Gísla og verk hans úr Les- bókinni, þar sem hann hefur starf- að ásamt með myndlistinni síð- astliðin 15 ár. Fyrstu einkasýn- ingu sína hélt hann 1964, en þessi er sú sjöunda og mun hún standa fram til 10. maí. FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA 3, 5, 10, og 12 gíra reiðhjól. Heimsfræg gæðavara. Varahluta-og viðgerðarþjónusta á staðnum. Reiðhjólahandbók Fálkans með leiðbeiningum um notkun og viðhald fylgir öllum Raleigh reiðhjólum. Útsölustaðir og þjónusta víða um land. FALKINN SUOURIANDSBRAUT 8, SIMI 84670 -<-T J

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.