Morgunblaðið - 22.04.1982, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 22.04.1982, Blaðsíða 1
64 SIÐUR 86. tbl. 69. árg. FIMMTUDAGUR 22. APRÍL 1982 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Pólland: Tugþúsundir manna reknar úr flokknum Varsjá, 21. apríl. Al*. MÁLGAGN pólska kommúnistaflokksins, Trybuna Ludu, skýröi frá því í dag, að i marsmánuði sl. hefðu 50.000 manns, sem ekki hefðu getað fótað sig á flokkslínunni, verið reknir úr flokknum eða settir í bann. Frá þessu er sagt deginum áður en miðstjórn kommúnistaflokksins kemur saman til annars fundar síns undir herlögum og er litið flokksins. Að sögn Trybuna Ludu voru mennirnir reknir fyrir áhugaleysi þeirra á starfsemi flokksins, fyrir „hræsni, ósvífin brot á flokksagan: um og óskammfeilna óhlýðni". I febrúar sl. hvatti Jaruzelski hers- höfðingi til, að sundrungaröflum innan flokksins yrði sagt stríð á hendur og hann hreinsaður af fólki, sem spillst hefði af áróðri Samstöðu. Félögum í pólska kommúnista- flokknum hefur farið mjög fækkandi og hafa hundruð þúsunda manna ýmist sagt sig úr honum formlega eða skilað inn flokksskírteinum. Á fundi miðstjórnarinnar nú verð- ur fyrst og fremst rætt um þróunina í efnahagsmálum og er búist við nýj- um tillögum frá stjórninni í þeim málum. Að sumra sögn verður einn- ig tekin afstaða til framtíðar Sam- stöðu og verkalýðsfélaganna en kirkjan hefur árangurslaust barist fyrir því, að stjórnvöld taki upp við- ræður við forystumenn þeirra. Um 100 manns söfnuðust saman fyrir utan réttarsal í Varsjá í dag, margir með armbindi og merki Sam- stöðu, til að vera viðstaddir réttar- höld yfir Jan Rulewski, einum frammámanna Samstöðu, en hann er sakaður um að hafa valdið dauða á það sem aðvörun til annarra félaga manns í bílslysi á fyrra ári. Réttar- höldunum var hins vegar frestað til 19. maí og er það í annað sinn, sem þeim er frestað. Brottflutningur hafinn 1 Yamit t amíl, 21. apríl. AP. ÍSRAELSHER hóf í dag hrottflutning fólks frá bænum Yamit á Sinai-skaga en allur skaginn á að vera kominn í hendur Egypta nk. sunnudag, 25. apríl. Hermennimir mættu strax mikilli and- stöðu íbúanna, sem grýttu þá og hreyttu í þá ókvæðisorðum. Mörg hundruð Yamit-búa höfðu komið sér fyrir uppi á húsþökum og létu þeir rigna þaðan yfir hermenn- ina grjóti, flöskum og öðru lauslegu. Kveikt var í hjólbörðum og hrópað til hermannanna að hafa sig á brott. Israelski herinn hefur fyrirmæli um að fara að öllu með gát og er búist við að brottflutningur standi yfir næstu þrjá dagana. Begin, forsætis- ráðherra, sagði í dag, að staðið yrði við samningana um afhendingu Sinai-skagans eins og Camp David- samkomulagið kvæði á um. Morgunblaðið/ÓI.K.M. Landsþing vestur-þýskra jafnaðarmanna: Krefjast aðgerða gegn atvinnuleysi Gripið til „annarra ráðau ef samningar takast ekki - sagði Pym á þingi. Argentínsk herskip enn í Port Stanley Umdon, 21. apríl. Al'. FRANCIS Fym, utanríkisráðherra Brcta, sagði i dag, að erfitt yrði að finna lausn á deilunni um Falklands- eyjar en ef það tækist ekki „verður að grípa til annarra ráða“. Pym er nú á förum til Bandaríkjanna þar sem hann mun kynna tillögur bresku ríkis- stjórnarinnar um friðsamlega lausn í Falklandseyjamálinu. Breska varn- armálaráðuneytið upplýsti í dag, að „eitt eða tvö“ argentinsk herskip væru enn í höfn í l’ort Stanley. Francis Pym kynnti í dag fyrir Neðri málstofunni tillögur þær, sem Argentínumenn hafa lagt fram með stuðningi Bandaríkjamanna í Falklandseyjadeilunni. Breska rík- isstjórnin hefur ekki hafnað þeim formlega en Pym sagði, að í raun væri verið að fara fram á, að rétt- mæti innrásarinnar og ofbeldis Argentínumanna væri viðurkennt. Talið er, að tillögurnar geri ráð fyrir, að Argentínumenn fari með her sinn á brott, breska flotanum verði snúið við, eyjarnar lúti fyrst um sinn stjórn Árgentínumanna, Breta og Bandaríkjamanna, og e.t.v. fleiri þjóða, en full yfirráð Argent- ínu verði viðurkennd fyrir árslok. Breska varnarmálaráðuneytið tilkynnti í dag, að argentínskt her- flutningaskip og annað smærra væru enn í höfn í Port Stanley á Falklandseyjum þrátt fyrir hafn- bann Breta. Talsmaður þess sagði, að ekki væri litið á þetta sem brot gegn hafnbanninu þar sem skipin hefðu verið þar þegar það var sett. Ekki vildi hann neitt um það segja hvað gerðist ef skipin létu úr höfn. Francis Pym fer til Washington á morgun, fimmtudag, þar sem hann mun kynna tillögur ríkisstjórnar sinnar í Falklandseyjadeilunni. Óháða sjónvarpsstöðin breska seg- ir, að í þeim sé lagt til, að bæði ríkin, Argentína og Bretland, kveðji her sinn heim og að seinna, eftir hæfilegan umþóttunartíma, verði teknir upp samningar um yfirráðin yfir eyjunum. Loftárásir Palestínumenn hóta grimmilegum hefndum Uoirut, Tcl Aviv, 21. apríl. Al'. ÍSRAELAR gerðu í dag miklar loft- árásir á bækistöðvar palestínskra skæruliða í Iábanon og voru skot- mörkin einkum ratsjárstöðvar, vopna- búr og víghreiður Palestínumanna á ströndinni. Sýrlendingar brugðust við árásunum með því að senda flugvélar sinar gegn þeim ísraelsku en i loftbar- daga milli þeirra voru tvær sýrlenskar vélar skotnar niður. Niu mánaða gam- alt vopnahlé palestínskra skæruliða og ísraela er nú á enda. Að sögn líbanskra stjórnvalda féllu í loftárásunum, sem stóðu í tvo tíma, a.m.k. 20 Palestínumenn og 40 særðust en sjálfir hafa Palestínu- menn ekkert sagt um mannfallið. Miincnen, 21. apnl. Al'. VESTUR-ÞÝSKIR jafnaðarmenn samþykktu í dag á landsþingi flokksins að krefjast nýrra aðgerða í efnahagsmálum til að vinna bug á atvinnuleysinu í landinu og er talið að þessi samþykkt muni enn auka á ágreininginn við samstarfsflokkinn i rikisstjórn, frjálsa demókrata. Auk þess var krafist „sjálf- stæðrar stefnu Evrópuríkjanna í vaxtamálum" ef ekki tekst aö fá Keagan til að falla frá hávaxtastefnunni í Bandarikjunum. Aðeins einn fulltrúi af 400 greiddi atkvæði gegn ályktuninni um efnahagsmálin en í henni er kveðið á um aðgerðir gegn atvinnu- leysinu, sem nú nemur 8% af vinnu- færum mönnum, það mesta í 25 ár. Hvatt var til aukinna ríkisfram- kvæmda og að lagður yrði á sér- stakur viðbótarskattur á hátekju- fólk, en víst er talið, að frjálsir demókratar, sem styðjast helst við smáatvinnurekendur og miðstéttar- fólk, muni snúast mjög öndverðir gegn þessum tillögum eins og ávallt áður. Helmut Schmidt kanslari varaði landsþingið sl. þriðjudag við að ganga of langt í tillögum sínum um efnahagsmál þar sem ríkisstjórnin væri þegar komin á ystu nöf í þeim efnum og lengra yrði ekki gengið í samstarfinu við frjálsa demókrata. Haft var eftir ýmsum fulltrúum á þinginu, að þessi samþykkt ætti eft- ir að valda Schmidt meiri erfiðleik- um en ágreiningurinn um varnar- málastefnuna en hann er sagður fara minnkandi innan jafnaðar- mannaflokksins. Varnarmálin, fyrst og fremst sú stefna Schmidts að koma fyrir bandarískum kjarn- orkuflugskeytum í Vestur-Þýska- landi, verða til umræðu á morgun, fimmtudag, og er búist við stuðn- ingi mikils meirihluta þingfulltrúa við stefnu Schmidts. Sjá ennfremur „Schmidt reynir ...“ á bls. 14. ísraela á Líbanon Þeir hétu því hins vegar í dag að hefna árásanna grimmilega og kváðust kunna vel til verka í þeim efnum. Sýrlendingar viðurkenndu í dag að hafa misst tvær flugvélar í loftbardaga við ísraela en sögðust sjálfir hafa skotið niður eina flugvél óvinarins. Því neita talsmenn ísra- elshers. I yfirlýsingu, sem ísraelska her- stjórnin gaf út, segir, að árásirnar hafi verið gerðar í hefndarskyni fyrir „grimmilegar árásir“ palest- ínskra skæruliða á síðustu vikum á ísraelska borgara jafnt innan ísra- els sem utan. Sameinuðu þjóðirnar og Banda- ríkjastjórn skoruðu í dag á Ísraela og Palestínumenn að forðast frekari átök og sagði Dean Fischer, tals- maður bandaríska utanríkisráðu- neytisins, að stjórnin harmaði þá atburði, sem nú hefðu orðið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.