Morgunblaðið - 25.04.1982, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 25.04.1982, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. APRÍL 1982 5 Sönglagasafnið kl. 13.15: Fjallað um sönglög og höfunda þeirra Kl. 13.15 hefst í hljóðvarpi fyrsti þáttur af tíu um þekkt sönglög og höfunda þeirra, undir dagskrár- heitinu Sönglagasafnið. Umsjón- armenn þáttanna eru Trausti Jónsson, Hallgrímur Magnússon og Ásgeir Sigurgestsson. Eins og nafn þáttanna ber með sér verður fjallað um söng- lög, bæði íslensk og erlend, og höfunda þeirra, fyrst og fremst sönglög, sem allir þekkja og heyra eða syngja oft. En jafnoft er það svo, að fólk veit harla lítið um uppruna þessara laga og höf- unda þeirra. Eftir hvern er t.d. „Bí, bí og blaka"? Og er það rétt, að aðeins hluti textans við „öxar við ána“ sé eftir Steingrím Thorsteinsson, seinni hlutinn eftir annan mann? Slíkum spurningum verður leitast við að svara. Þættirnir eru ekki sagnfræðilegir í þrengstu merkingu þess orðs, og ekki er víst, að alltaf verði fjall- að um aðalatriði hvers máls, en þess þó gætt að hafa ávallt það sem sannara reynist. Þættirnir verða á dagskrá á sama tíma næstu níu sunnu- daga. Eftir hvern er „Bl, bí og blaka“? Er aðeins hluti textans við „Öxar við ána“ eftir Steingrím Thorsteinsson, en seinni hlutinn eftir annan mann? Slíkum og þvílíkum spurningum munu þeir leitast við að svara félagarnir á myndinni hér fyrir ofan, þeir Hallgrímur, Trausti og Ásgeir, í þættinum Sönglagasafnið, sem er á dagskrá hljóðvarps kl. 13.15. Á mánudagskvöld er á dagskrá sjónvarpsfréttamynd frá BBC um mannlíf og atvinnuhætti á Falklandseyjum. Auk þess er rætt við fulltrúa stjórna Argentínu og Bretlands. Myndin var gerð áður en Argentínumenn hertóku eyjarnar. Finnskur ballett Á dagskrá sjón- varps ki. 22.35 er finnskur ballett byggður á sögu Hall- dórs Laxness, Sölku Völku, í flutningi Kaatikko-dans- flokksins. Tónlist er eftir Karl Kydman. Marjo Kuusela samdi dansana. ^XHEAF jafn friðsæl og ealleg Portoroz - höfn rósanna - í Júgóslaviu. Þar heíur skarkali heimsmenningarinnar verið lokaður úti og hrílandi náttúrulegurð og gullíalleg strönd ásamt einlœgri gestrisni heimamanna laðar á hverju ári til sin œ tleira tólk - alls staðar að úr heiminum. Portoroz hefur í langan tima verið vinsœlasti og þekktasti baðstrandarstaður Júgóslaviu. Á ströndinni búa víkur. vogar og litlir iirðir til almarkaða unaðsstaði með fallegum sandi og lygnum sjó. í seilingarfjarlœgð eru veitingahús og skemmtistaðir heimamanna og stutt er til nálœgra fiskimannaþorpa eða bœja með framandi mannlíl að degi og íjölbreytt skemmtanalíl að kvöldi. Dr. Medved Samvmnuíerðir-Landsýn getur enn einu sinni boðið farþegum sýnum umönnun Dr. Medved. en hjá honum hala óíáir landsmenn íengið meina sinna bót á liðnum árum. Leirböð. ljósaböð. nudd. vatnsnudd. sauna og sund. auk nálarstungumeðíerðar, er á meðal þess sem þessi naf ntogaði laeknir býður gestum sínum og ekki er lakara að haía heilsurœktarstöðina í nœsta húsi við hótel íslensku tarþeganna. Fyrsta flokks gisting Gististaðir Samvinnuíerða-Landsýnar eru hótelin Appolo. Neptun og Grand Palace. sem standa þétt saman við ströndina. Allt fyrsta flokks hótel sem íslendingum eru að góðu kunn frá liðnum árum - hótel sem þarfnast engra tilbúinna lýsingarorða um ágœti sitt! Skoðunarferðir Feneyjar: Eins dags ferð þar sem farið er sjóleiðina ylir Adriahalið. Markúsartorgið, Markúsarkirkjan, Hertogahöllin og Murano-glerverksmiðjan heimsótt, siglt á gondólum og fleira gert til skemmtunar. Bled: Tveggjadagaferðþarsembœðier komið til Ítalíu og Austurríkis auk hins undurfagra Bled-vatns, sem umlukið er Alpafjöllum til allra átta. PlítVÍCe: Tveggja daga ferð til þessa einstaka þjóðgarðs Slóveníu. sem margir telja einhvern fegursta stað allrar Evrópu. Postojna -Lipica: 1/2 dags ferð tU hinna víðírœgu Postojna dropasteinshella með viðkomu á hrossarœktarbúgarðinum Lipica. Munið aðildarfélagsafsláttinn, barnaafsláttinn, SL-ferðaveltuna og jafna ferðakostnaðinn! Sumar- bæklingurinn og kvikmyndasýning í afgreiðslusalnum alla daga. Samvinnuferdir - Landsýn AUSTURSTRÆTI 12 - SÍMAR 27077 & 28899 Itlt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.