Morgunblaðið - 25.04.1982, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 25.04.1982, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. APRÍL 1982 fNtotQm Útgefandi iMuMÍ> hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson. Fróttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 110 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 7 kr. eintakiö. egar vinstri meirihlutinn í borgarstjórn Reykjavíkur með Alþýðubandalagið í broddi fylk- ingar kynnti þær hugmyndir sínar í skipulagsmálum, að framtíðar- byggð höfuðborgarinnar skyldi rísa í hæðunum fyrir norðan Rauðavatn, var sú ákvörðun köll- uð skipulagsslys hér á þessum stað. Strax í upphafi var séð, að þessi skipulagsstefna vinstri manna undir forystu kommúnista væri röng. Borgarstjórnarkosn- ingarnar í vor snúast um það, hvort kjósendur vilja, að Rauða- vatnspólitíkinni sé fram haldið undir vinstri meirihluta, eða hvort þeir veita sjálfstæðismönnum meirihlutaumboð til að hrinda í framkvæmd þeim tillögum, sem samþykktar voru í borgarstjórn sem aðalskipulag í apríl 1977 með atkvæði lýðræðisflokkanna þriggja í andstöðu við kommún- ista. Samkvæmt aðaiskipulaginu frá 1977 átti framtíðarbyggð höf- uðborgarinnar að rísa meðfram ströndinni í átt til Korpúlfsstaða og Uifarsfells. Kommúnistar höfðu ekki fyrr fengið tögl og hagldir hjá vinstri mönnum eftir borgarstjórnar- kosningarnar 1978 en þeir skipuðu framsóknarmönnum og krötum að skipta um skoðun í skipulagsmál- um og tóku stefnu í austur að Rauðavatni og upp í 130 metra hæð á Grafarheiði fyrir norðan vatnið. Ótöldum milljónum króna hefur verið varið til að sinna þessu gæluverkefni kommúnista í skipu- lagsmálum. Miðvikudaginn 21. apríl siðastliðinn gerist það svo, að lögð er fram í framkvæmdaráði Reykjavíkurborgar skýrsla Hall- dórs Torfasonar, jarðfræðings, sem kemst að þeirri niðurstöðu, að á Rauðavatnssvæðinu sé mikill fjöldi sprungna og misgengja. Þetta sprungusvæði tengist sprungusveimum á Reykjanes- skaga og telur jarðfræðingurinn mjög líklegt, að við umbrot þar verði hreyfingar á sprungum á Rauðavatnssvæðinu, einkum ef umbrotin eiga upptök sín á Krísu- víkursveimnum og til d.æmis við stóran jarðskjálfta á Suðurlandi geti orðið hreyfingar á sprungum á Rauðavatnssvæðinu. Telur jarðfræðingurinn „afar mikilvægt að koma í veg fyrir að byggingar lendi á sprungum". Viðbrögð skipulagsfrömuða Al- þýðubandalagsins við þessum nýju upplýsingum koma ekki á óvart, þau einkennast af þeim hroka, er setur svip sinn á athafnir komm- únista jafnt í ríkisstjórn og borg- arstjórn. „Það breytir engu þó sprungum fækki eða fjölgi," segir Sigurður Harðarson, formaður skipulagsnefndar Reykjavíkur, hér í blaðinu í gær, og hann bætir við: „Skipulagið er sem áður í fullu gildi og ekkert sem ég hef séð bendir til að við þurfum að endur- skoða afstöðu okkar." Ákvarðanir stjórnmálamanna eru ekki allar jafn afdrifaríkar. í sveitarstjórnum eru þó engar ákvarðanir afdrifaríkari en þær, sem snerta skipulagsmál. í þeim efnum er ekki unnt að snúa til baka, þegar framkvæmdir eru hafnar. Reykvískir kjósendur standa nú frammi fyrir skýrum kostum í skipulagsmálum, þegar þeir kjósa fulltrúa til setu í borg- arstjórn fyrir næstu 4 ár. Með því að kjósa vinstri menn undir for- ystu kommúnista leggja Reykvík- ingar þeim öflum lið, sem ekki Eins og getið er hér að ofan eru viðbrögð kommúnista við áliti jarðfræðingsins um sprungurnar og misgengið á Rauðvatnssvæðinu dæmigerð fyrir þau vinnubrögð, sem þeir og aðrir vinstri menn hafa tileinkað sér í borgarstjórn og landstjórninni. Þeir starfa und- ir kjörorðinu: Vér einir vitum. Með það að leiðarljósi hafa þeir ekki efnt til neinna hverfafunda með borgarbúum á þessu kjör- tímabili. Undir þessu kjörorði létu þeir undir höfuð leggjast í upphafi kjörtímabilsins að sækja fund íbúasamtaka í Fella- og Hóla- hverfi út af sundlaugarmannvirki. í þessum anda hundsuðu þeir til- mæli Framfarafélags Árbæjar- og Seláshverfis um verndun útivist- arsvæðis á Ártúnsholti. Þá sagði Sigurður Harðarson, formaður skipulagsnefndar, að engin ástæða væri til að ræða við fólkið, fyrr en ákvarðanir hefðu verið teknar í skipulagsmálum! Við skipulag um- ferðaræða af Rauðavatnssvæði um Fella- og Hólahverfi í Breið- holti var ekkert samráð haft við mega heyra á annað minnst en byggð rísi á sprungusvæðinu fyrir norðan Rauðavatn. Með því að kjósa Sjálfstæðisflokkinn er jafn- framt tekin ákvörðun um, að horf- ið verði frá Rauðavatnspólitík Al- þýðubandalagsins. Þótt vinstri menn hafi varið milljónum króna við að skipuleggja Rauðavatns- svæðið, er ekki of seint að snúa við. Verði meirihlutaumboð vinstri manna endurnýjað í kom- andi borgarstjórnarkosningum, verður ekki snúið við — þá munu þeir undir forystu kommúnista knýja þá, sem vilja setjast að í nýjum hverfum í Reykjavík til að flytjast á sprungusvæðið við Rauðavatn. Framfarafélag Breiholts III, sem lýsti áhyggjum sínum yfir þessum áformum. Ibúar við Gnoðarvog hafa ekki verið virtir viðlits og ekkert tillit hefur verið tekið til mótmæla 9000 borgarbúa gegn skipulagshugmyndum í Laugardal og austur af honum. Og þegar Al- þýðubandalagið stendur frammi fyrir óhagstæðri niðurstöðu í skoðanakönnun, eru viðbrögð Öddu Báru Sigfúsdóttur, borgar- fulltrúa þess, í anda kjörorðsins, þegar hún segir, að borgarbúar taki afstöðu „án umhugsunar um málefni hverju sinni". Þessi upptalning um valdhroka vinstri manna, sem er þó ekki tæmandi, sýnir, að atkvæðið eitt er það vopn, er bítur á kommún- ista og fylgifiska þeirra. Vilji menn losna undan stjórn hinnar nýju stéttar, sem telur sig hafa einkarétt á því að vita allt betur en almenningur í landinu, hljóta þeir að hafna forsjárstefnu vinstri manna og greiða þeim atkvæði, er virða í reynd rétt einstaklingsins til orðs og æðis. Atkvæðið og Rauðavatnspólitíkin Vér einir vitum ( Reykjavíkiirbréf Laugardagur 24. apríl Einkafram- taksmenn og „skrifborðs- iðnþróunM! Davíð Scheving Thorsteinsson, fyrrverandi formaður Félags ísl. iðnrekenda, hefur komizt svo að orði að við Islendingar þyrftum ekki á að halda „skrifborðsiðn- þróun", heldur þeirri iðnvæðingu, sem ætti sér upphaf í iðnaðinum sjálfum og yrði til fyrir dugnað, framtak og áræði einstakl- inganna, sem í þessum atvinnu- rekstri starfa og annarra, sem vilja hazla sér völl á þessum vett- vangi. Ástæða er til að íhuga þessi um- mæli, í ljósi þess, að Alþingi og ríkisstjórn fjalla nú um hugmynd- ir um byggingu ýmissa iðnfyrir- tækja, svo sem steinullarverk- smiðju á Sauðárkróki og í Þor- lákshöfn, sykurverksmiðju í Hveragerði, kísilmálmverksmiðju á Reyðarfirði, en áætlanir um þessar verksmiðjur hafa ýmist al- veg verið unnar á vegum opin- berra aðila, eða að hluta til. Nú vill svo til, að nokkrir einkafram- taksmenn, sem hafa starfsreynslu á þessum sviðum, hafa látið til sín heyra. Þeir tala af töluverðri reynslu og bera sjálfir ábyrgð á rekstri fyrirtækja, sem snerta þau iðnþróunarsvið, sem hér er um að ræða. Þess vegna er ekki úr vegi að vekja athygli á sjónarmiðum þeirra. Gottfreð Árnason, fram- kvæmdastjóri fyrirtækisins Vibro hf., sem annast bæði innflutning á einangrunarefnum og rekur ein- angrunarverksmiðju hér á landi, hefur skrifað a.m.k. tvær greinar um steinullarverksmiðju í Morg- unblaðið og hina síðari þeirra hinn 23. marz sl. Auðvitað getur einhver sagt sem svo að Gottfreð Árnason eigi hagsmuna að gæta, en hafa skattgreiðendur sem líka eiga hagsmuna að gæta efni á því að hagnýta sér ekki þá reynslu sem fyrir er í landinu? í síðari greininni segir Gottfreð Árnason m.a.: „Reisa skal 5000—6000 tonna steinullarverksmiðjir fyrir inn- lendan markað, sem þó er aðeins 900 tonn á ári... Steinullarmenn segja, að Bretland, V-Þýzkaland og Holland séu „lang álitlegastir útflutningsmarkaðir". í Bretlandi er um 115 þúsund tonna árlegur markaður fyrir bæði glerull og steinull. Framleiðslugetan í Bret- landi sjálfu er þó talin 186 þús. tonn. Þetta samsvarar því, að fimm íslenzkar steinullarverk- smiðjur af stærri gerð, með 14,4 þúsund tonna framleiðslu, sem eingöngu færi á erlendan markað, stæðu ónotaðar í Bretlandi sjálfu. Bretar eiga þó sjálfir markaðinn, verksmiðjurnar, fjármagnið og vinnuaflið og nóg af því, sem bíður eftir vinnu. Hvernig ætla svo ís- lenzkir steinullarmenn að ná „álit- legri" sölu til Bretlands? Má biðja um skýringu? Á Islandi hafa verið reistar þrjár steinullarverksmiðjur, þær hafa allar hætt rekstri, væntan- lega ekki vegna þess, að rekstur væri svo álitlegur eða gæfi svo ríkulegan arð? En þær hættu þó allar rekstri, án þess að almenn- ingur væri krafinn um fjármuni til að borga brúsann. Nú skal hins vegar hafður annar háttur á og notuð „gegnum þingmenn“ aðferð- in svo tryggt sé, að almenningur sleppi ekki í þetta sinn. En ætla ekki þingmenn Reyknesinga að taka þátt í leiknum? Allar þrjár verksmiðjurnar voru þó í þeirra kjördæmi og því eiga þeir vænt- anlega sögulegan rétt á því fram- yfir aðra þingmenn?" Gottfreð Árnason segir enn- fremur í grein sinni: „Kostnaðar- sýnishorn á steinull hérlendis: Markaðsverð erlendis 1.000.000 Flutningskostnaður ca. 2.000.000 Uppskipun, tollar ca. 1.000.000 Kostnaðarverð 4.000.000 Ef við gerum ráð fyrir sama kostnaði í báðar áttir, þá þýðir þetta, að ísienzka verksmiðjan fær í sinn hlut aðeins 25% af því, sem erienda steinullarverksmiðjan fær, þegar báðar selja á sama markaði." Hér skal ekki lagður dómur á þau sjónarmið, sem fram koma í grein Gottfreðs Árnasonar, en spyrja má, hvort ekki sé ástæða til, að þeir aðilar, sem nú óska eft- ir þátttöku ríkisins í byggingu og rekstri steinullarverksmiðju, svari þeim sjónarmiðum, sem Gottfreð Árnason hefur sett fram, og að upplýst verði í meðferð Alþingis á steinullarmálinu, hversu réttmæt gagnrýni hans er. Hér talar mað- ur, sem hefur langa reynslu af framleiðslu, innflutningi og sölu á einangrunarefnum og hefur því nokkra hugmynd um, hvernig markaðurinn er hérlendis og ber- sýnilega nokkra þekkingu á því, hvernig hann er erlendis. Er ekki ástæða til að hagnýta sér reynslu slíks manns við ákvörðun Alþingis í þessu máli? Sykur- verksmiðjan Eins og fram hefur komið í fréttum eru nú uppi áform um að byggja sykurverksmiðju í Hvera- gerði og er þar um verulega fjár- festingu að ræða. Svo vill til, að Örn Hjaltalín, framkvæmdastjóri hf. Ölgerðarinnar Egils Skalla- grímssonar, hefur tekið saman greinargerð um sykurverksmiðju °g sykurnotkun, en gosdrykkja- iðnaðurinn notar mikið af sykri, eins og kunnugt er og birtist þessi greinargerð í Morgunblaðinu hinn 2. apríl sl. I greinargerð Arnar Hjaltalín segir m.a.: „Þrátt fyrir aukið framboð hefur neyzlan ekkert aukizt síðustu 3 árin, en hún er nú um 90 milljón tonn á ári. Þetta hefur þær afleiðingar, að sykur verður líklega seldur undir fram- leiðslukostnaði næstu árin, eins og var reyndar raunin á flest ár síð- asta áratugs. Sykur er landbúnað- arafurð, og eins og er ástatt um margar þeirra t.d. smjör, er mikl- um fjármunum varið í uppbætur til að vernda hagsmuni þeirra, er starfa við þessa atvinnugrein. Hjá Efnahagsbandalaginu t.d. hafa bændur fyrst fengið styrk til að rækta sykurinn og síðan útflutn- ingsuppbætur, svo hægt sé að losna við umframframleiðsluna." Síðan segir Örn Hjaltalín: „Eftir að horft hefur verið til heimsmarkaðarins komum við að þeirri spurningu, hvort ísland hafi einhverja þá sérstöðu, sem geti gert mögulegan hagkvæman rekstur sykurverksmiðju, þegar reksturinn er svona erfiður ann- ars staðar í heiminum. Áhuga- menn um sykurverksmiðju hafa gert mikið úr lágum orkukostnaði hérlendis. Hér, held ég, að menn sjái ekki skóginn fyrir trjánum, því að t.d. í Bandaríkjunum er orku- kostnaður við sykurrækt 16—17 af hundraði af heildarframieiðslu- kostnaði. Og ætli Norðmenn, sem búa við lágt orkuverð og eru ná- lægt „melassa“-mörkuðum væru ekki löngu búnir að reisa sykur- verksmiðju, ef nokkur grundvöllur væri fyrir því?“ Þá segir ennfremur í greinar- gerð Arnar Hjaltalín: „í skýrslu áhugamanna er rætt um, að ekki komi til ný tækni í bráð við sykur- framleiðslu. Þetta er röng stað- hæfing og ber vott um lítt vönduð vinnubrögð, eða alvarlegan þekk- ingarskort. Ný tækni er að ryðja sér til rúms í Bandaríkjunum í

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.